Morgunblaðið - 25.11.1973, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.11.1973, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1973 *2. i. BRÁÐUM KOMA BLESSUÐ JÓLIN. Enda löngu komin í Morgunblaðinu fyrsti jólaboð- inn ljúfi — myndin af jóla- sveini í búðarglugga, þessi semiá að minna á, að nú skuli fólk fara að hugsa um að kaupa eitthvað fallegt handa vinum og ættingjum í útlöndum. Start- skotinu hefur semsagt verið hleypt að. Þá er ekki langt, þangað til upphefst hugljúft tal og skrif um jólin í gamla daga og velviljaðrar ábendingar um allt það, sem megi gleðja börn og gamalmenni, eiginmenn og eiginkonur, unga og gamla á jólunum. I þetta sinn vakti þessi fyrsti jólaboði hjá mér abstrakt hug- leiðingar, sem ekki vildu renna hinn hefðbundna veg. Hann minnti mig á jafn ójölalegan hlut sem sveppi. Ekki þó sveppina, sem ég jafnan fæ með jólasteikinni frá Varma- landi i Borgarfirði, til að bæta mér í munni á hátíð frelsarans, heldur þessa andstyggiiegu sníkju sveppi, sem eiga það til að setjast óboðnir á tré. Ég minntist þess semsé, að kunningi minn, Jón Jósep Jó- hannesson, kennari og mikill trjáræktaráhugamaður, hefur áhyggjur af þessum óboðnu gestum i landið og telur, að slíkur ófögnuður gæti borizt okkur með jólatrjám. Hann benti mér, máli sínu til stuðnings, á grein í ársriti Skógræktarfélagins eftir norskan prófessor í trjás.júk- dómafræði, Finn Roll-IIansen, og Helga konu hans, sem bæði starfa við sjúkdómarannsókna- deild Skógræktartilraunastofn- unarinnar í Noregi, en komu hingað til að kynna sér sjúk- dómaog skaða á trjám. í lokaorðum þessarar greinar segja þessir sérfræðingar m.a.: „Hvað snertir .sveppasjúk- dóma, þá er það álit okkar, að rétt hefði verið að hafa strangari innflutningstakmark- anir en nú eru, í því augnamiði að bægja hættulegum sveppa- tegundum frá landinu.“ Þau nefna ýmsa sveppi, sem herja í Noregi, og þar á meðal er rótar- sældan, sem veldur jafnmiklu tjóni á skógartrjám í Noregi og allir aðrir sníkjusveppir til samans. „Hún sýkir allar barr- viðartegundir og illkynjaðastur er innfúinn í greniviði. Lauf- tré sleppa heldur ekki við rótarsælduna,“ segir í grein- inni. Fullyrð er, að rótarsælda geti borizt með smáplöntum. Innflutningur á jólatrjám býð- ur einnig hættunni heim. Og loks segir: „í Noregi er ekki leyfður innflutningur barrtjáa frá löndum utan Evrópu, Við álitum að á sama hátt ætti að banna innflutning á barrtjám til íslands (einnig jólatrjám) alls staðar að. Hvað lauftré snertir, ætti ef til vill að taka fyrir innflutning á birki." Ekki ætla ég að fara að leggja til að bann verði sett á inn- flutningi jólatrjáa. Hamingjan forði mér frá því! Iívað mætti þá gleðja blessuð börnin á jól- unum meðan við bfðumþessað nægilegt magn vaxi handa okk- ur af íslenzkum jólatrjám og þau nægilega stór fyrir há- reistu heimilin? Nei, ég ætla að stinga upp á miklu skemmti- legri úrlausn. .1 stað þess að draga úr því, að fólk brenni upp einhverju af jólasteikinni og sætindunum með því að hoppa með börnum sínum í kring um jólatré, ætla ég að hvetja til enn meiri dáða, þ.e. að eytt verði enn meiri orku á þrettándanum í að hoppa kring um jólatrésbálið. i stað þess að jólatrénu sé hent út á svalir, við öskutunnuna eða út í garð, þar sem hugsanlegir andstyggðar sveppir eiga greiðaleið í annan gróður og tré í garðinum, þá verði öllum jólatrjám safnað síðdegis á þrettándanum á einn stað í borginni — eða kannski á einn stað í hverju hverfi — og brennt við fögnuð þeirra, sem hafa nennu til að horfa á eða hafa uppi leiki f kring um bálið. Þetta gætu orðið ágætis jólalok, eða „jólarest", svo að maður noti þjóðlegt orðbragð. Auðvit- að verður líka að gæta þess, að þessi fallegu tré kopiist ekki i snertingu við gróður á leiðinni inn í landið, á sölustaðinn og til heimilanna. Við erum víst ekki sérlega tortryggin á smáverurnar i líf- ríkinu, þetta eyfólk, sem um aldaraðir höfum verið varin með illfæru hafi fyrir öllu illu í umheiminum. En þar liggjum við einmitt í því. Hingað hefur borizt svo litið af sýklum og öðrum skemmdarvöldum að hér lendar lifverur hafa ekki lært að berjast gegn þeim eða þróa viðnám. Allur slíkur ófögnuð- ur, sem að berst, á þá gjarnan greiða, óhindraða leið og getur valdið faröldrum. Meinlausar gamlar konur eiga sér þvf einskils ills von og laumast með litla sæta plöntu innan á sér gegnum tollinn, og bláeygir sakleysingjar gefa elsku litlu hvutta eða fallega fuglinum frá útlöndum svefnpillur, svo vondu mennirnir nái honum ekki. Jafnvel virðulegur sendi- herra beitti, að sögn, diplo- matiskum réttindum sínum hér um árið til að fá jólasteikina sina afhenta úr tolli, þegar gin- og klaufaveiki gekk í Evrópu og allur kjötinnflutningur var bannaður þaðan. Ekki eru þó allar eyþjóðir svona grandalausar. Ástralía er lika eyja. En þarlendir virðast hafa áttað sig á hættunum og ætla svo sannarlega ekki að fá ókunna dýra- eða plöntusjúk- dóma inn í sitt land. Þegar ég fyrir tveimur árum kom frá Singapore með Cargoluxflug- vél til Darwin á norðurströnd Ástralíu, komu heilbrigðiseftir- litsmenn um borð og tóku allt matarkyns til að brenna þvi. Síðan var sprautað skordýra- eitri yfir alla vélina og sjálf urðum við að ganga yfir bakka með sótthreinsunarvökva, til að bera ekkert á skónum í land. Erindi okkar var að sækja nautpening til Brisbane i Queenslandfylki og í vélinni voru búr undir skepnurnar. Þegar heilbrigðiseftirlitið fann eitt hálmstrá undir einú búr- inu, sem ekki var vitað, hvaðan var, þá var hleðslu umsvifa- laust frestað og vélin öll sótthreinsuð með gufu áður en skepnurnar voru látnar koma um borð. Og þegar við á leið út úr landinu lentum aftur í Dar- win, fengum við ekki að stíga úr úr vélinni fyrr en sótthreins- unarbakkin.var kominn, svo að skór okkar og tær — þvi maður gengur berfættur á söndulum í hitanum — mættu verða sótt- hreinsuð. Því þó við værum enn i Ástralíu, þótt ekki rétt að eiga á hættu að við bærum sótt- kveikjur frá nautunum í Queenslandi í annað hérað. Reglur um flutning á dýrum og plöntum milli héraða eru mjög strangar í Astralíu. Sennilega hefði okkur þótt slíkt óttalegt vesen og auðvitað hreinn óþarfi. Það er svo erfitt að trúa því, sem maður getur ekki séð. Eins og einn góður maður sagði við mig í kappræð- um um mengunarvarnir um daginn: — Þetta er bara hystería. Það eru engir kólí- gerlar i sjónum kring um Reykjavík. Ekki hefi ég séð neina. þess að knýja Breta til undanhalds. Hins vegar fór ekki á milli mála, að sá þrýstingur, sem vitað var, að ýms- ar bandalagsþjóðir mundu beina að Bretum, hlyti að styrkja okkur og lama þá eins og lika hefur komið á daginn.“ Og hér í Reykjavíkurbréfi var einnig á það bent, að fásinna væri, að íslendingar segðu sig úr Atlants- hafsbandalaginu einmitt á örlaga- tímum, þegar bandalagið væri ein helzta von þeirra um að koma mál- stað sinum á framfæri við aðrar þjóðir. Allt hefur þetta reynzt á rökum reist og kommúnistar standa uppi, athlægi allra og trausti rúnir. íslenzka þjóðin metur það, sem Atlantshafsbandalagið hefur lagt af mörkum í þvi skyni að hrekja brezk herskip út úr íslenzkri fiskveiðilög- sögu. Sannazt hefur betur en nokkru sinni, hvílíkur skjöldur Atlantshafsbandalagið er, þegar á reynir. Á milli Washington og Moskva koma í veg fyrir, að vina- og bandalagsþjóðir okkar íslendinga Iétu málið til sín taka. Raunar var svo langt gengið, að undirlagi þeirra, að hafna varð tilboði Norð- manna um að reyna að koma til liðsinnis meira að segja án þess svo mikið sem ræða við þá og spyrjast fyrir um, hvað fyrir þeim vekti. 3vo fór þó að lokum, að jafnvel komm- únistar sáu, að ekki var unnt að komast hjá því að leita liðsinnis, þar sem liðs var helzt að vænta, einmitt hjá Atlantshafsbandalaginu. Að vísu gerðu allir sér grein fyrir því fyrirfram, að Atlantshafsbanda- lagið réð ekki yfir neinu töframeð- ali, sem á einni nóttu yrði notað til í bókaflóðinu hljóta þeir menn að staldra við æviminningar Emils Jónssonar, fyrrum forsætisráð- herra, sem áhuga hafa á stjórnmál- um, enda hefur Emil verið í hópi virtustu forystumanna lýðræðisafla á tslandi undanfarna áratugi. Hann fjallar m.a. um aðild islendinga að Atlantshafsbandalaginu og kemst svo að orði: „Rök kommúnista og þeirra örfáu alþingismanna annarra, sem þeim fylgdu, fyrir hinni gífurlegu andspyrnu á móti þátttöku íslands í Atlantshafs- bandalaginu voru hrein sýndarrök. i fyrsta lagi væri það þjóðhættulegt að afhenda erlendum mönnum umráð yfir islenzku landsvæði um takmarkaðan tima. Þar til er þvi að svara, að land þetta er eftir sem áður undir islenzkri stjórn og samningurinn uppsegjanlegur, með stuttum fyrirvara. i öðru lagi mundi dvöl erlendra hermanna hér vera hættuleg íslenzkri tungu og islenzku þjóðerni. — Þegar hingað >1. K. M. knúði Breta til að hlusta, þeir sáu að sér og vissu, að bandalagsríki þeirra í NATO fordæmdu hernaðaríhlutun þeirra á íslenzkum fiskimiðum. Er Þjóðviljinn tönnlaðist hvað mest á því, að Atlantshafsbandalagið væri okkur fjandsamlegt, var komizt m.a. svo að orði hér í Reykjavikurbréfi og er vert að rifja það upp nú mönn- um til glöggvunar: „Þegar þeirri hugmynd var fyrst hreyft að vísa deilu okkar við Breta, vegna vopn- aðrar ihlutunar þeirra, til Atlants- hafsbandalagsins, snerust komm- únistar öndverðir gegn því. Þetta vamarbandalag vestrænna þjóða hefur ætíð verið þeim sérstakur þyrnir í augum, og flest vildu þeir til vinna að koma nú árlega tugþúsundir erlendra ferðamanna, sem enginn amast við, væri þá næsta furðulegt, ef brot, lítið brot tiltölulega, af þeirri tölu hér á Keflavíkurvelli væri svo hættulegt. Auk þess má ætla, að islenzk tunga og þjóðerni sé íslendingum svo i blóð borið, að því verði ekki hróflað, þó að nokkrir útlendingar dvelji hér um stundar sakir. Þá hefir þvi verið haldið fram, að herstöð á íslandi bjóði hættunni heim, ef til styrjaldarátaka kemur. Herstöðin mundi þá verða æskilegt skotmark fyrir árásaraðila. Eins og áður hefir verið tekið fram eru engar líkur til, að svo hernaðarlega þýðingarmikill staður og Island er, myndi sleppa við árásir, ef til styrjaldarátaka kemur, nema því aðeins að hér sé fyrir hendi nægilega sterkt varnarlið til að stugga árásarmönnum frá, þann- ig að þetta virðist heldur ekki rök. Og önnur rök, sem nefnd hafa verið, virðast ennþá haldminni, og til þess eins fallin að skýla hinum dýpri rökum.“ Emil Jónsson hefur staðið í forystu íslenzkra stjórnmála um áratuga skeið og hefur m.a. gegnt starfi utanrikisráðherra, svo að hann er öllum hnútum kunnugur. Þegar hann gerir upp stjórnmála- starf sitt hljóta niðurstöðurnar að vekja athygli. Ummæli hans hér að framan eru athyglisverð og ættu að vera ihugunarefni öllum þeim, sem tryggja vilja sjálfstæði og öryggi Islands, ekki sizt þeim ungu jafnaðarmönnum, sem trúa á jafnaðarstefnuna og vilja væntan- lega berjast gegn því, ásamt öðrum lýðræðissinnum hér á landi, að ísland verði nokkru sinni kommúnisma að bráð. Eftir för sína til Sovétríkjanna 1958 og þær ágætu móttökur, sem Emil Jónsson fékk þar, lætur hann þessi orð falla í ævinminningum sínum, sem eins konar niðurstöðu um stjórnarhætti í Sovétríkjunum: „En það, sem að mínu viti sker úr um stjórnarfarið, er hið ægilega miðstjórnarvald, sem ekki skilur eftir hjá þegnunum nema mjög takmarkaðan sjálfs- ákvörðunarrétt, og engan rétt til að gagnrýna gerðir stjórnvalda, ekki skoðanafrelsi og ekki ferðafrelsi." Hann fullyrðir, að kommúnistar hér á landi stefni að því, að íslendingar gangi Sovétrikjunum á hönd, sem sagt: verði leppríki. Það er þetta ófrelsi og mið- stjórnarvald, sem Islendingar vilja fyrir alla muni losna við, enda þótt sumir öfgamenn virðist enn telja sér það til tekna, jafnvel ágætis, að halda fram skoðunum, sem mundu drepa í dróma frelsi einstaklingsins í landinu og lýðræðislega hugsun. Slíkir öfgamenn láta enn, þó að undarlegt megi teljast, í ljós ofstækisfullar skoðanir og kröfur, sem nánast mundu, ef eftir væri farið, hafa i för með sér, að tslendingar yrðu hnepptir í sams konar fjötra og allur almenningur i þeim löndum, þar sem kommúnistar ráða ríkjum í skjóli vopnavalds. En sem betur fer, eru raddir þessar hjáróma og virðast einna helzt koma úr röðum þeirra. sem hafa meiri áhuga á því að láta á sér bera en koma yóðu til leiðar. Meirihluti þeirra menntaskólanema, sem sóttu landsþing menntskælinga um síðustu helgi, virðist vera í þeim flokki, ef marka má þær barnalegu, en ofstækisfullu tillögur. sem sam- þykktar voru, en þar er þess m.a. krafizt. að menntskælingar gangist fyrír sósíalískri byltingu á Islandi, fullyrt, að unglingar séu ginntir tneð mútum til að láta fermast og ennfremur, að útfærsla landhelg- innar hafi verið gerð i því skyni einu, að Islendingar geti einir setið að kökunni, eins og komizt er að orði. I ályktunum þessara spekinga eru ýmiss konar gullkorn önnur á borð við þessi, sem fæstir gefa gaum og flestir brosa góðlátlega að, enda þótt ástæða væri til annars. A einum stað í fáránlegum ályktunum meiri- hluta „fulltrúanna” á þessu. þvi miður, borslega landsþingi, eru þær upplýsingar, að auðvaldsskipulagið á íslandi sé að komast á það stig, að Island sé að verða þjóðfélag heims- valdasinna! Auðvitað ætti að vera ástæðulaust að færá slikt í tal á opinberum vettvangi, en hjá því verður ekki komizt að vekja athygli á þeim barnaskap og þvi ofstæj<i, Framhald á bls. 38

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.