Morgunblaðið - 25.11.1973, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.11.1973, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1973 5. kafli ÆVINTÝRI FROSKS Fangavörðurinn átti dóttur, ágætis stúlku, sem var föður sínum til aðstoðar við ýmis léttari störf. Henni þótti einkar vænt um dýr og auk kanarífuglsins í búrinu, sem hékk á stórum nagla úr loftinu í þessari vistarveru, föngunum, sem vildu fá sér miðdegis- blund til hrellingar, átti hún líka nokkrar tvílitar mýs og héragrey, sem stöðugt var á iði. Þessi góða stúlka sá aumur á froski, og dag nokkurn sagði hún við föður sinn: „Pabbi, ég þoli ekki að horfa á eymd þessa vesalings frosks. Hann er að horast niður og verður að engu. Lofaðu mér að annast hann. Þú veizt, hvað mér þykir vænt um dýr. Ég gæti látið Allir krakkar Nú er að verða hver sfðastur, ef þið ætlið að teikna í Jóla-Lesbók, eða senda ljóð og sögur. Fresturinn er til X. desember. Þið megið teikna hvað sem ykkur sýnist, ykkur sjálf, jólasveinana, eða jólin heima hjá ykkur eins og þið haldið að þau verði. Teikningarnar eru byrjaðar að berast. Og einstaka ljóð. Sumir hafa teiknað Jesúbarnið. Og aðrir hafa teiknað jólasvein eða jafnvel Grýlu gömlu. Verðlaunin eru einungis fólgin í því að teikningin, ljóðið eða sagan fær birtingu í jólalesbókinni. Og munið, að þetta var ætlað 12 ára börnum, — og öllum, þeim, sem yngri eru. Við bfðum f mikilli eftirvæntingu. Eiginlega finnst okkur einginn teikna eins vel og þiðgerið, þegar ykkur tekst verulega vel upp. hann borða úr lófanum á mér og setjast upp og hvað eina.“ Faðir hennar sagði, aðhún gæti gert við hann, það sem hana lysti. Hann var orðinn leiður á froski, fýlunni í honum, mei’kilegheitunum og nirfils- hættinum. Sama dag fór hún því og barði að dyrum hjá froski. „Svona, hertu upp hugann, froskur," sagði hún uppörvandi, um leiðog hún gekk inn. „Seztu upp og þurkaðu þér um augun og beittu skynseminni. Og reyndu nú að borða svolítið af kvöldmatnum. Sjáðu, ég færði þér af mínum skammti. Þetta er sjóðheitt úr ofninum." Það voru kálbögglar og ilmurinn af þeim fyllti klefann. Hann barst líka að vitum frosks, þar sem hann lá í vesaldómi sínum á gólfinu, svo snöggvast flaug honum í hug, að ef til vill væri einhvers virði að halda áfram að lifa. En hann hélt áfram að væla og sparka með fótunum og neitaði að láta huggast. Stúlkan, sem var vel viti borin, vék sér þá út, en auðvitað eimdi enn eftir af kállyktinni, eins og verða vill, og froskur fór ekki varhluta af ilminum á milli ekkasoganna. Hugsanir hans fóru ósjálfrátt að snú- ast um ánægjulega hluti. Um riddaramennsku og skáldskap og afrek enn óunnin, um víð akurlendi og búpening á beit, um matjurtagarða og drekablóm þakin býflugum, um glamrið í diskunum, þegar verið var að leggja á borð í Glæsihöll og skruðninginn, þegar stólum var ýtt að borðinu. Ilmurinn í þrönga klefanum hvatti fram fagrar endurminningar. Hann Verkfæralausir iðnaðarmenn Hér eru fjórir iðnaðarmenn. En þeir hafa týnt verkfærunum sfnum. Geturðu þú séð, hvers- konar iðnaðarmenn þetta eru? Og geturðu fundið út hvaða verkfæri hver þeirra á? '3-f’‘a-C‘V-Z‘a-I :usnBi GunnLúuo^AGAO^m^cunGu Gunnlaugur svarar engu. Þá var vafður fóturinn og í liðinn færður og þrútn aði allmjög. Þeir Hallfreður riðu tólf menn saman og komu suður áGilsbakka í Borgarfirði það laugardagskvöld, er þeir sátu að brúðlaupinu að Borg. Illugi varð feginn Gunnlaugi, syni sínum, og hans föru- nautum. Gunnlaugur kvaðst þá þegar vilja ofan rfða til Borgar. Illugi kvað það ekki ráð, og svo sýndist öllum nema Gunnlaugi; en Gunnlaugur var þó ófær fyrir fótarins sakar, þótt hann léti ekki á sjást, og varð þvf ekki af ferðinni. Hallfreður reið heim um morguninn til Hreðuvatns í Norðurárdal; þar réð fyrir eignum þeirra Galti, bróðir hans, og var vaskur mað- ur. XI KAPÍTULI Nú er að segja frá Hrafni, að hann sat að hrúðkaupi sfnu að Borg, og er það flestra manna sögn, að hrúðurin væri heldur döpur, og er það satt, sem mælt er, að lengi man það, er ungur getur, og var henni nú og svo. Það varð til nýlundu þar að veizlunni, að sá maður bað Húngerðar Þóroddsdóttur og Jófríðar, er Svertingur hét og var Hafur-Bjarnason, Molda- Gnúps sonar, og skyldu þau ráð takast um veturinn eftir jól uppi að Skáney. Þar bjó Þor- kell, frændi Húngerðar, sonur Torfa Valbrandssonar; móðir Torfa var Þórodda, systir Tungu-Odds. Hrafn fór heim til Mosfells með Helgu, konu sfna. Og er þau höfðu þar skamma stund verið, þá var það einn morgun, áður þau risu upp, að Helga vakir, en Hrafn svaf, og lét hann illa f svefni. Og er hann vaknaði, spyr Helga, hvað hann hefði dreymt. Hrafn kvað þá vísu; Hugðumk orms á armi ý döggvar þér höggvinn, væri, brúðr, í blóði beðr þinn roðinn mfnu; knættit endr of undir ölfstafns Njörun Hrafni, Ifka getr þat lauka lind, höggþyrnis hinda. (Ég þóttist vera höggvinn með sverði í faðmi þér; beður þinn, kona væri roðinn í blóði mfnu; konan (Helga) gæti ekki aftur bundið um sár Ilrafns, þau er hann fékk af sverðinu; konunni mun vera það að skapi.) Helga mælti: „Það mun ég aldrei gráta,“ segir hún, „og hafið þér illa svikið mig, og mun Gunnlaugur út kominn,“ og grét Helga þá mjög. Og litlu sfðar fluttist útkoma Gunn- laugs. Helga gerðist þá svo stirð við Hrafn, að hann fékk eigi haldið henni heima þar, og fóru þau þá heim aftur til Borgar, og naut Hrafn lítið af samvistum við hana. Nú búast menn til boðs um veturinn. Þorkell frá Skáney bauð Illuga svarta og sonum hans. Og er Illugi bóndi bjóst, þá sat Gunn- laugur í stofu og bjóst ekki. Illugi gekk til hans og mælti: „Hví býst þú ekki, frændi?" Gunnlaugur svarar: „Eg ætla eigi að fara.“ Ulugi mælti: „Fara skaltu vfst, frændi," segir hann, „og slá ekki slfku á þig, að þrá eftir einni konu, og lát sem þú vitir eigi, og mun þig aldrei konur skorta.“ Gunnlaugur gerði, sem faðir hans mælti, og komu þeir til boðsins, og var þeim Illuga og sonum hans skipað f önd- vegi, en þeim Þorsteini Egils- s flleÖTOOfgunkcifflnu — Hvenær heldurðu að þessir kvensömu ítalir hætti aö láta okkur í friði? — Halló, er þetta Landhelgis- gæzlan? — Ilalló, halló, bíðið augna- blik. — Er kaffið nógu sterkt fyrir hertogann?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.