Morgunblaðið - 25.11.1973, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.11.1973, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÖVEMBER 1973 15 Nýjar íslenzkar plötur — og poppfréttir í ábæti SLAGSlÐAN hringdi í þrjá íslenzka hljómplötuútgefendur um daginn og leitaði frétta af plötuútgáfu þeirra fyrir jölin. Á næstunni mun reynt að ná f fréttir hjá fleiri útgefendum, svo að lesendur fái sæmilega gott yfirlit yfir plötur á jóla- markaðnum. En snúum okkur þá að þessum þrcmur fyrstu: Um útgáfu Fálkans varð Ólafur Haraldsson fyrir svör- um og nefndi hann þessar plötur: 0 Stór plata frá Rfó-piltunum, sem heitir „Allt í gamni“, en það nafn tóku þeir upp í Banda- ríkjaferð sinni, eftir að Gunnar Þórðárson hafði bætzt í hópinn og Rfó var ekki lengur tríó. Platan var tekin upp í Osló í haust og eru á henni bæði erlend lög og frumsamin lög piltanna fjögurra. 0 Stór plata með söng hjónanna Þuríðar Sigurðar- dóttur og Pálma Gunnarssonar. Platan var tekin upp f Osló um leið og plata Ríóstrákanna. Koma margir hljóðfæraleikarar þar við sögu, þar af þrír íslenzk- ir, þeir Gunnar Þórðarson, sem leikur á gítar, Pálmi sjálfur, leikur á bassa, og Karl Sig- hvatsson á orgel og píanó. Aðrir hljómlistarmenn eru norskir. • Fjögurra laga plata með Alla Rúts, þar sem hann syngur jólasveinalög fyrir börnin, svo og Poppkornslagið með nýstár- legum texta. 0 Fjögurra laga plata með Eyjaliðinu er komin á markað, en þar eiga hlut að máli Asi í Bæ, Árni Johnsen, Gísli og Arnþór Helgasynir, Ami Sig- fússon og Ömar Sigurbergsson. Á plötunni eru eldheitir óðir til Eyja og allur ágóðinn rennur til uppbyggingar f Eyjum. Því má svo bæta við, að á næsta ári kemur út plata frá lokahljómleikum Rfó trfósins. Tónaútgáfan á Akureyri iiefur lagt aðaláherzluna á út- gáfu platna með norðlenzkum listamönnum. Pálmi Stefánsson, eigandi út- gáfunnar, nefndi þessar plötur: • Stór plata með söng Bjarka Tryggvasonar, sem er i hljóm- sveit Ingimars Eydal. Bjarki syngur tólf lög og hefur útsett öll sjálfur og stjórnar undir- leiknum. 0 Lítil plata með sjö barnalög- um, sungnum af kór Barna- skóla Akureyrar. 0 Tveggja laga plata með söng Erlu Stefánsdóttur. Lögin heita „Sannfæring“ og „Eg skilið ei fæ“, bæði af erlendum uppruna. Á enskunni heita þau „Top of the World“ og „End of the World“, hið fyrra frá Carpenters og hið sfðara gamal- kunnugt lag Skeeter Davis. 0 Tveggja laga plata með hljómsveit Ingimars Eydal. Annað lagið er íslenzk útgáfa á geysivinsælu Spánarlagi, „E Viva Espana“ en hitt heitir „Lfttu inn“. Fyrir tveimur mánuðum kom út á vegum Tónaútgáfunnar lítil plata með leik hljóm- sveitarinnar Ljósbrá,’ sem er norðlenzk — að sjálfsögðu. M.M. — hljómplötur, nýlegt fyrirtæki Magnúsar Kjartans- sonar, senda innan tíðar á markað stóra plötu Magnúsar Kjartanssonar, „Clockwork in Cosmic Spirits", sem hljóðrituð var í Englandi f sumar. Fleiri plötur gefur það fyrir- tæki ekki út í bili, en Magnús sagði okkur hins vegar ýmsar fréttir, m.a. þessar: 0 John Miles Set hélt af landi brott í byrjun vikunnar. Hafði trfóið hlotið góða aðsókn og góðar undirtektir á dansleikj- um hér á landi og voru liðs- menn þess ánægðir að ýmsu leyti, en vilja gjarnan koma aftur næsta sumar til að sýna Islendingum, að tríóið geti gert miklu betur, þegar það hefur sín eigin hljóðfæri og magnarakerfi. Ný lítil plata tríósins kom á markað í Englandi 5. nóv. sl. og ætlar Maggi Kj. að flytja inn dálítið upplag af henni til sölu í helztu hljómplötuverzlunum hér. Lögin heita „One minute every hour“ og „Hollywood queen“. 0 Maggi mun einnig fá til dreifingar næstu daga plötuna „Candy girl“ með Pal Brothers, þ.e. Magnúsi og Jóhanni. Þessar plötur eru gefnar út af Orange-fyrirtækinu I Bretlandi og er Maggi umboðsaðili fyrir það hér á landi. 0 Um jólin eða strax eftir ára- mót koma á markað hérlendis tvær tveggja laga plötur frá Orange, báðar með Change. Eru þetta lög af stórri plötu, sem Change hóf upptökur á í sumar, en Iauk ekki við að sinni. Change eru að sjálfsögðu þeir Magnús og Jóhann og félagar. 0 Ákveðið hefur verið, að Orange-fyrirtækið gefi út f Bretlandi plötu meðlagi Magga Kjartans, „My friend and I“, en sungið af pilti af nafni Anthony. Maggi Kj. segir hann vera af Osmondgerðinni, sætan strák. Aukið hefur verið við útsendingu lagsins frá því sem Maggi Kj. gerði í sumar, er hann hljóðritaði grunnundir- leikinn; nú eru komin blásturs- hljóðfæri, synthesizer o.fl. i undirleikinn. 0 John Miles hefur valið lag Magnúsar úr „... lifun", „To be grateful", sem aðallag á næstu litlu plötu sína og fer Maggi Kj. utan í janúarbyrjun til að vera meðstjórnandi við upptökur á laginu. 0 Maggi stendur nú í samning- um við Hauka um útgáfu á stórri plötu með leik þeirra, söng og einhverju af þeirra fræga sprelli. Og svo er það rúsínan I pylsu- endanum: 0 Maggi gerir ráð fyrir, að ein- hvern næstu daga verði gengið endanlega frá samningum við SLADE um Íslandsheimsókn. Er hann Ámunda til aðstoðar við samningagerðina. Þóra Lovísa og Gunnar spurð um Leikfélag Hafnarfjarðar JJAilgU urlék hálfan asna Leikendur í Sannleiks- festinni — talið að ofan: ólfur, Skúli, Helga ■ v.), Guðbjörg (t.h.), Geirlaug, Gunnar M., Þóra Lovísa og Gunnar F. □ HUGMYND FÆOIST. Hvernig væri að stofna leikhóp ungs fólks með það að markmiði að setja upp barnaleikrit sem upphaf að leikstarf- semi i Hafnarfirði? □ HUGMYND KYNNT. Einn fær að heyra hana á skemmtistað, annar á götu og svo koll af kolli. Innan tiðar er kominn hópur ungs fólks, sem hefur áhuga á viðfangsefninu. □ HUGMYND FRAMKVÆMD. Leitað er til bæjaryfirvalda i Hafnar- firði um aðstoð og þau taka beiðn- inni vel, lána Bæjarbíó endurgjalds- laust til æfinga og taka aðeins lága greiðslu fyrir sýningar. Hópurinn fer að æfa i september og semur leikrit- ið sjálfur Byggt er á þriggja blað- siðna sögu úr gömlu kveri, hug- myndum varpað fram á æfingum af miklum krafti og þær beztu valdar úr Búningar og leiktjöld gerð i sam- vinnu. Allur hópurinn tekur þátt i undirbúningi Þóra Lovisa og bangsi — aukafé- lagi i Leikfélagi Hafnarfjarðar. □ HUGMYND ORÐIN AÐ VERU- LEIKA. Föstudaginn 17. nóv. sl., kl. 5 síðdegis, var barnaleikritið Sann- leiksfestin frumsýnt i Bæjarbiói í Hafnarfirði. Á föstudaginn var það aftur sýnt. tvisvar sinnum, og á morgun verða aðrar tvær sýningar. Siðan verður leikritið riæst sýnt um næstu helgi. Það er Leikfélag Hafnarfjarðar, sem sýnir verkið. L.H. hefur ekki starfað i niu ár, en þegar unga fólkið ákvað að standa fytir leikstarfsemi í Hafnarfirði, bauðst þvi að nota nafn leikfélagsins. Slagsiðan ræddi við tvö úr leik- hópnum, þau Þóru Lovísu Friðleifs- dóttur og Gunnar Magnússon, um þetta starf Þóra Lovisa var upphafs- maður að hugmyndinni og fram- kvæmd hennar. Hún er úr Hafn- arfirði og sagði, að sér hefði fundizt skömm að þvi, að ekkert væri gert í leiklistarmálum þar og að ágætt leik- hús, Bæjarbió, stæði ónotað ,,Ég talaði við vini mina um þetta og svo fórum við að æfa og sömdum leikrit. Okkur fannst ekki nógu mikið gert fyrir börnin i leikhúsunum og barna- leikrit væri þvi það eina umtalsverða í augnablikinu." Alls eru tiu félagar i hópnum, átta, sem leika, og síðan Ijósameistari og sviðsstjóri. Allt ungt fólk, á aldrinum frá 1 7 ára til þritugs. Þau átta, sem leika, er Þóra Lovísa Friðleifsdóttir, Geirlaug Þorvaldsdóttir, Gunnar Magnússon, Ingólfur Sigurðsson, Skúli Gislason, Guðbjörg Helgadótt- ir, Helga B Björnsdóttir og Gunnar Friðþjófsson, sem er höfundur laga og söngtexta í leikritinu Lárus Björnsson er Ijósameistari og Jó- hann Árnason svaðsstjóri eða „alt- muligmand". Flest eru þau nýliðar i leiklistinni, utan Þóra Lovísa og Geirlaug, sem luku prófi frá Leiklist- arskóla Þjóðleikhússins og hafa leik- ið i sýningum Þjóðleikhússins og viðar, og Gunnar Magnússon, sem var i tvö ár i leiklistarskóla Ævars Kvaran og hálfan vetur i leiklistar- skóla SÁL, og hefur tekið þátt i ýmsum sýningum, m a Sandkass- anum, Hárinu, Súperstar o.fl. „Og svo lék Ingólfur hálfan asna i Kardemommubænum," bæta þau við. Sýningin tekur alls hálfan annan tima með hléi. „Við ætluðum ekki að hafa sjálfa sýninguna meira en einn tima, þvi að okkur finnast barna- leikrit stundum hafa verið of löng En svo vorum við svo klár og þetta var svo gott hjá okkur, að það fór fram yfir timann," segja þau hlæj- andi Leikritið er þannig samið, að áhorfendur taki virkan þátt i því „Við viljum ekki, að börnunum finn- ist þau vera að horfa á eitthvað sér óviðkomandi, heldur að þau sjálf stjórni sýningunni." Er munur á þvi að leika fyrir börn og fullorðna? „Þau eru miklu opnari, lifa sig meira mn á sýninguna, En ef þeim leiðist, kunna þau ekki að þegja yfir þvi, heldur fara þau að masa og leika sér, hlaupa um salinn. Hins vegar kunna þau ekki að gagnrýna eftir sýninguna." Þau Þóra Lovisa og Gunnar taka það fram, að ekki sé markmiðið að græða á þessu. „Við höfum miða- verðið eins lágt og hægt er, 1 50 kr., fáum aðstoð kunningja okkar við miðasölu ocf dyravörzlu og notum ekkert aðkeypt vinnuafl " En ef gróði verður af fyrirtækinu? „Þá rennur hann til uppsetningar á næstu sýn- ingu, sem sennilega verður verk fyrir fullorðna." En ef þau ætla sér ekki að hafa af þessu tekjur, hvers vegna eru þau þá að þessu? „Við höfum þörf fyrir að leika — erum búin að fá „bakteriuna". Við getum ekki setið heima, heldur verð- um að vinna að leiklist. Ef maður kemst ekki að i leikhúsi, verður maður bara að skapa sitt leikhús sjálfur — Og svo viljum við lika reyna að auðga leiklistarlifið i land- inu og læra af þessu sjálf." Hverjir eru möguleikar ungra leik- ara i dag og hvað getur það unga fólk gert, sem hefur áhuga á leiklist , nú, þegar leikhúsin hafa lagt niður leikskóla sina? „SÁL-skólinn er starfandi núna, bæði með 1 og 2. bekk, og hann hefur hlotið óbeina viðurkenningu frá ríkinu í formi fjárstyrks. Ég held, að hann sé bezti leiklistarskóli, sem nokkurn tima hefur starfað hér á landi," segir Gunnar. „Og það segir sig sjálft," bætir Þóra við, ,,að það vantar alltaf fólk i leiklistina. Það er ekki hægt að loka leikskólunum i nokkur ár, þvi að þá vantar endurnýjunina. En komist menn ekki að i leikhús- unum i bili, geta menn alltaf ráðið sig út á land til að setja upp sýning- ar hjá áhugaleikfélögum. Ég fór sjálf út á land í fyrra og setti upp sýn- ingu. Það hafa mikið til verið sömu mennirnir, sem hafa verið i þessu úti á landi, og vafalaust er þörf fyrir miklu fleiri Ungir leikarar ættu að geta gert sitt gagn þar, miðlað af þekkingu sinni, og svo hafa þeir oft nýjar og ferskar hugmyndir um upp- setningu á verkunum. Leikfélögin úti á landi ættu að geta lært af okkur. þvi að þau skortir svo mjög alla kennslu og leiðbeiningar " Og að lokum, er grundvöllur fvrir leikhúsi i Hafnarfirði? „Já, þvi ekki það Hafnarfjörður er á stóru markaðssvæði Hafnfirðingar fara mikið til Reykjavikur i leikhús og hvers vegna ættu Reykvikingar ekki alveg eins að geta komið til Hafnarfjarðar ef þar eru áhugaverðar. sýningar? í 200 manna plássum úti á landi er leikstarfsemi, hvi ekki i Hafnarfirði, 10 þús manna bæ? tt Hafnfirðingar vilja ekki leikhús, þá kemur það bara í Ijós." Svo þið eruð bjartsýn? „Já, mjög bjartsýn Það þýðir ekk- ert annað, það er enginn bjartsýnn fyrir mann." — sh. □ □ John Miles Set vill koma aftur — Sjá plötugrein

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.