Morgunblaðið - 25.11.1973, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.11.1973, Blaðsíða 1
40 SIÐUR OG LESBOK 266. tbl. 60. árg. SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1973 Prentsmiðja Morgunblaðsins Svíþjóð — Bandaríkin: Eðlileg stjórn- málaskipti? Golda Meir og Moshe Davan með hermönnum sfnum á Golan-hæðum. Washington, 24. nóvember AP. TALIÐ er líklegt, aS Bandaríkin og Svíþjóð taki aftur upp eðlileg stjórnmálasamskipti innan skamms og skiptist aftur á sendi- herrum. Sem kunnugt erkölluðu Banda- rikjamenn sendiherra sinn i Stokkhólmi heim fyrir tveimur árum, eftir harða gagnrýni Olafs Palmes forsætisráðherra á stríðs- rekstur Bandaríkjanna i Vietnam. Hefur sambandið milli landanna verið mjög kuldalegt allt frá þvi. Um þessar mundir er sænsk sendinefnd í Washington til viðræðna við ráðamenn ýmissa ráðunejta, og í gær átti formaður sendinefndarinnar, Wilhelm Wachmeister mjög óvæntan fund með Henry Kissinger, utanrikis- Dregið stórlega úr notkun olíu í Bandaríkjunum BANDARÍSKA stjórnin hefur tekið ákvörðun um ýmsar leiðir til að spara olíu, og verður það m.a. gert meðþvf að minnka olfu- notkun almennra neytenda um 15 prósent og notkun iðnaðarins um 10 prósent. Þrátt fyrir þetta kem- ur til með að vanta um 311 þús- und tunnur á dag yfir vetrartím- ann. Olíufélag Nýja Englands, i Boston, sem er hátt skrifað sem ráðgefandi aðili í orkumálum, lagði fyrir stjórnina tillögu þessa efnis, og það hefur nú verið upp- lýst, að hún hafi verið samþykkt þótt ekki verði skýrt frá þvi opin- berlega fyrr en eftir helgina. Nixon forseti, sem var í fjög- urra daga fríi i Camp Davið 1 Maryland, flaug skyndilega til Washington i morgun til við- ræðna við nokkra helztu ráðgjafa sína í orkumálum, og þar voru þessar og ýmsar aðrar oliusparn- aðartillögur til umræðu. Almennir neytendur, sem nota olíuna til húsahitunar, munu spara með því að lækka hitann um sex gráður. Skrifstofur og fyrirtæki verða að lækka hitann um 10 gráður sem þýðir 18 til 20 prósent sparnað, og þungaiðnað- urinn verður einnig að skera nið- ur um 10 prósent. Aðrar sparnaðarráðstafanir fela meðal annars í sér takmörk á hámarkshraða og hafa slfkar tak- markanir þegar tekið gildi víða. Þá hefur komið til umræðu að loka benzínstöðvum á sunnudög- um en ekki er gert ráð fyrir, að sett verði almennt ökubann á sunnudögum að svo komnu. Olíuafgreiðendur geta auðveld- lega reiknað út, hversu miklaolíu hver á að fá vegna þessara nýju takmarkana og þeir munu ekki láta meira af hendi en þeir út- reikningar segja til um. Þeir sem ekki hlíta sparnaðarráðstöfunum verða því einfaldlega olíulausir, áður en þeir fá næsta skammt. Skömmtunin mun að sjálfsögðu hafa mikil áhrif á iðnað í landinu og ýmis fyrirtæki, sem framleiða bifreiðar, hafa þegar boðað stór- lega skerta framleiðslu. Grikkland: Utgöngubanni aflétt Aþcnu, 24. nóvember, AP. ÚTGÖNGUBANNINU hefur nú verið algerlega aflétt í Grikklandi en herlög eru áfram í gildi. Her- lögin og útgöngubannið var sett Fegurðardís upp á 9 milljónir London, 24. nóvember. AP. 19 ára gömul bandarísk- stúlka, Marjorie Wallace, sigr- aði í gær í fegurðarsamkeppn- inni ungfrú Heimur 1973, sem fram fór í Royal Albert Hall í London. Önnur varð fegurðardrottn- ing frá Filipseyjum og þriðja fegurðardrottning frá Jamica. Verðlaunin nema um 600 þús. ísl. kr., en alls er talið, að sigurinn geti á næsta ári fært ungfrú Wallace um 9 milljón- ir í aðra hönd fyrir auglýsing- ar og annað slíkt. vegna mikilla óeirða, sem hófust með því, að stúdentar tóku tækni- háskólann f Aþenu á sitt vald. Talið er, að 13 manns hafi látið lífið í átökunum og um 150 særð- ust, flestir eru með skotsár á fót- um. Það hefur verið fremur rólegt í Grikklandi undanfarna daga en aðalástæðan fyrir því, að útgöngu- banninu var aflétt, er líklega sú, að efnahagur landsins beið mikið tjón við það. Eigendur skemmti- staða kvörtuðu sáran yfir því, að þeir væru að fara á höfuðið og ferðamenn flúðu landið í stórum stíl. Ástandið er þó langt frá því að vera orðið eðlilegt. Sérstakt leyfi þarf að fá ef fleiri en fimm persónur ætla að halda með sér fund innan dyra og ýmsar fleiri takmarkanir eru á athafnafrelsi manna. Stjórnin hefur ítrekað, að þrátt fyrir þessar óeirðir verði fyrir- hugaðar kosningar á næsta ári örugglega haldnar. Ilún hefur einnig lýst því yfir að rannsókn fari fram vegna óeirðanna og verði skýrslan sem af henni leiðir, birt almenningi. Störf þjóðarleiðtoga geta verið þreytandi. Muammar Gaddafi, leið- togi Libyu gat ekki alveg kæft geispann á hersýningu lionum til heiðurs í Júgóslaviu. GADDAFI VILL MIRAGE-ÞOTUR París 24. nóvember AP. GADDAFI forseti Lfbýu ra*ddi í morgun við Pompidou Frakk- landsforseta og er talið að Gadd- afi hafi lagt hart að Pompidou, að selja Libýumönnum herþotur af Miragegerð svo og önnur her- gögn. Lfbýumenn eiga 110 Mira- ge þotur af gömlu gerðinni Mirage 3. ráðherra Bandaríkjanna. Ekkert hafði verið ákveðið með þennan fund fyrirfram og er talið, að Kissinger hafi boðað Wachmeist- er til viðræðna við sig. Kahoutek er ekki ægibjört San Fransiseo,24. nóv., AP. BANDARlSKL'R stjarnfræð- ingur heldur því fram. aðhala- stjarnan Kahoutek verði ekki eins björt og vísindamenn hafa talið. Ralph I. Pálsson. sem tilheyrir stjarnfræðirann- sóknarsamtökum Kyrrahafs- ins, segir að það hafi kornið í ljós, að hali stjörnunnar sé rykkenndur fremur en gas- kenndur. Ilalastjarnan verður þó vel sýnileg með beruin augum og ætti að sjást bezt nokkru fyrír jól og svo aftur nokkru eftir jól. Ralph Pálsson segir enn- fremur, að braut stjörnunnar sé nokkuð öðruvísi en talið var í fyrstu. Ilún komi því ekki aftur að sólkerfi okkar eftir 35 þúsund til 75 þúsund ár eins og talið hafi verið í fyrstu held- ur nálgist hún ekki aftur fyrr en í fyrsta lagi eftir milljón ár og kannski aldrei. Arafat frá Moskvu Moskvu 24. nóvember AP. VASSER Arafat leiðtogi Palestínuskæruliða fór frá Moskvu í dag áleiðis til Alsír, eftir viðræður við sovézka leið- toga. Arafat kom til Moskvu sl. þriðjudag ásamt foringjum fimm deilda innan skæruliða- hreyfingarinnar. Ekkert hefur verið sagt um heimsóknina i sovézkum fjölmiðlum. Frétta- ritarar telja, að Arafat og félagar hans hefði verið að reyna að fá einhverja viðurkenningu hjá Sovétstjórninni svo að samtok þeirri fái einhverja aðild að friðarráðstefnunni. sem hefjast á í Genf í næsta mánuði. Gaddafi kom til Parísar i gær í einkaheimsókn að því er sagt var, en allar móttökur og viðbúnaður minnti fremur á opinbera heim- sókn þjóðhöfðingja. Þetta er fyrsta heimsókn Gaddafis til vest- ræns lands frá því að hann tók við völdum fyrir 4 árum. Samningar ganga erfiðlega Egyptalandi. 24. nóvember. AP. EKKI hefur orðið neinn áþreifan- legur árangur f viðræðum egypzkra og ísraelskra samninga- manna. en fundir þeirra hafa ver- ið vinsamlegir og gagnlegir. að sögn talsinanna Samcinuðu þjóð- anna. Areiðanlegar heimildir hjá Sameinuðu þjóðunuin í New York herma. að nú sé verið að reyna að finna einhverja aðra lausn en þá að hverfa aftur til vopnahléslfnanna f rá 22. október. ísraelar eru tregir til að fallast á það. þar sem þriðji her Egypta myndi þá losna úr gildrUnni. sem hann er f. Þeir hafa hins vegar lagt til, að báðir aðilar hverfi aft- ur til þeirra landainæra. sem í gildi voru. áður en stríðið liófst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.