Morgunblaðið - 25.11.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.11.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 25. NÖVEMBER 1973 Teiknimynd þessi birtist fyrir skömmu á forsfðu vikuritsins TIME, er það fjallaði ftarlega um ágreiningsmálin innan NATO og afstöðu hinna einstöku rfkjatil stýrjaldar Arabaog israela. HÆTTUSTUNDIR kalla gjarnan fram hið sanna eðli manneskjunnar og mannlegra samskipta. Þess höfum við Islendingar séð ýmis dæmi einmitt á þessu ári, er við stóðum andspænis öflum, sem ekki varð við ráðið og ógnuðu efnahag og afkomu hluta þjóðarinnar. Þá reyndi á einhug og samfélagsvitund þjóðarinnar, svo ekki sé talað uni fjol- skyldu og vináttubönd. Með svipuðum hætti hefur styrjöldin milli Araba og Israelsmanna reynt á margar þjóðir heims og hin ýmsu samtök þeirra. Hún reyndi til dæmis f fyrsta sinn á hina nýju samvinnu Bandarfkjamanna og Sovétmanna og sýnist mannkynið mega sæmilega við una styrk þeirra kærleiksbanda, sem þeir Nixon og Breshnev höfðu bundizt, ef eitthvað er til í þvf, sem Nixon sagði á dögunum, að meiriháttar styrjöld hefði e.t.v. ekki orðið afstýrt nema vegna þess, að þeir þekktust svo gjörla. Eitthvað hljómar sú skýring ekki fyllilega sannfærandi, — en böndin héldu að þessu sinni og það skipti öllu máli, hvað sem olli. Þar fyrir skyldi enginn gerasér vonir um, að þau þoli hvers konar álag. Styrjöldin reyndi lfka á tengsl ríkjanna innan þeirra tveggja banda- laga, sem Vestur-Evrópumenn hafa undanfarið lagt til grundvallar efnahagslffi sfnu og öryggi, þ.e. Efnahagsbandalags Evrópu annars vegar og Atlantshafsbandalagsins hins vegar, og er sannarlega ekki séð fyrir endann á þeim áhrifum. Q Þær ráðstafanir Bandaríkja stjórnar að ætla að flytja Israels- mönnum vopn um og yfir evrópsk landsvæði og fyrirskipa við- bragðsstöðu bandarískra her- sveita f Evrópu, án þess að ráðg- ast um það fyrirfram við banda- lagsríkin í NATO — svo og gagn- rýni Bandaríkjastjórnar á afstöðu Evrópuríkjanna til aðgerða henn- ar, hafa mælzt misjafnlegafyrir innan Evrópuríkja Atlantshafs- bandalagsins. Hafa þessir atburð- ir orðið mörgum tilefni spurninga og efasemda um forystuhlutverk Bandaríkjanna og gagnkvæmar skyldur NATO ríkjanna í málum, er varða svæði utan ramma bandalagsins. Jafnframt hafa þeir orðið forystumönnum Evrópurikja hvöt til alvarlegra umræðna um nauðsyn aukinnar einingar þeirra í milli. Ar Evrópu öðru vísi en til var ætlazt.. I skrifum um þessi mál að und- anförnu hafa menn gjarnan minnzt þeirra ummæla núverandi utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Ilenrys Kissingers, frá apríl sl., að árið 1973 yrði „Ár Evrópu". Kom þetta fram í ræðu, þar sem hann ræddi um annir Bandaríkja- stjórnar á sl. ári vegna hinna nýju tengsla henna við Kína og Sovét- ríkin og vegna friðarsamning- anna um Vietnam. Síðan sagði Kissinger, að röðin væri komin að hinum gömlu vinum Bandaríkja- manna í Evrópu. Ilann lagði til, að bandalagsríkin í NATO kæmu sér saman um nýjan Atlantshafs- sáttmála, eins konar stefnuyfir- Iýsingu um markmið og tilhögun samskipta aðildarríkjanna á kom- andi árum, með hliðsjón af nýjum tímum og breyttum aðstæðum á sv\ð!Mmhiimi..m. Leiðtogar Evrópumanna tóku ræðu Kissingers yfirleitt með nokkru fálæti og virtust litla þörf telja fyrir nýjan Atlantshafssátt- mála. Þó varð hún — ásamt árangurslitlum tslandsfundi þeirra Nixons, Bandaríkjaforseta og Pompidous, forseta Frakk- lands, skömmu seinna — tilefni meiriháttar umræðu um ýmis mál, er ollu ágreiningi milli Bandaríkjanna og Evrópu- ríkjanna f NATO. Markaði hún að því leyti þáttaskil i sambandi þessara rfkja, að ágreiningsmál þeirra voru dregin vel fram i dagsljósið og rökrædd. Fjölmiðlar tóku þau ýtarlega til meðferðar og gerðu almenningi í aðildarríkj- unum ljóst, aðglufuriiar í banda- lagsveggnum voru stærri en svo, að upp í þær yrði fyllt í fljótheit- um. Atburðir októbermánaðar sýndu síðan svo ekki varð um villzt, að róttækra ráðstafana er þörf. Tæpast er þess þó að vænta, að nýr Atlantshafssáttmáli sjái dagsins ljós á þessu ári og ólík- legt, að nokkuð verði af leiðtoga- fundinum, sem Nixon forseta var svo í mun að halda á árinu. Sjálfstæði Evrópu gagnvart Bandaríkjunum I umræðum um afstöðu Banda- rikjanna og Evrópuríkjanna í NATO virðist sú skoðun víðast hvar ríkjandi, að samvinna þess- ara aðila á sviði varnarmálanna sé jafn nauðsynleg nú og áður, þótt hlánað hafi í samskiptum stórveldanna, m.a. vegna þess, að sú hláka byggist á hernaðar- og kjarnorkuvopnajafnvægi stör- veldanna og veður muni fljótlega skipast í lofti verði því raskað. Innan Bandaríkjanna hafa ver- ið uppi sterkar raddir, m.a. í |bandarískaí|Mnp(nu,;umaðdra/ía|( beri verulega úr þeim kostnaði, sem Bandaríkjamenn hafi af vörnum Vesturveldanna, annað- hvort eigi að fækka hersveitum þeirra i Evrópu eða fá Evrópurík- in til að axla stærri fjárhagsbyrð- ar en nú. Evrópuríkinvirðastþessum hug- myndum yfirleitt andvíg, þar á meðal Frakkar, sem hafa þó löngu dregið sig út úr hernaðarsam- vinnu NATO-rikjanna og sigla þar einir á báti. Þeir telja banda- ríska liðsins engu minni þörf en fyrr og halda því jafnframt fram, að það sé ekki aðeins Evrópu vegna, hersveitirnar þar séu Bandaríkjamönnum sjálfum og þeirra vörnum engu minna virði. Á þessari forsendu telja Frakkar Evrópumenn geta óhikað sýnt sjálfstæði sitt gagnvart Banda- ríkjunum með því að efla sam- vinnu sín f milli og mynda mót- vægi, er megni að halda aftur af óhóflegum forystutilhneigingum Bandarikjamanna, ef Evrópu- menn telji þess þörf i einhverjum tilfellum. Sömuleiðissjáþeir, að óbreyttu ástandi, stöðu Evrópu stefnt í hættu með auknu sam- bandi Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna. Aðrir eru uggandi um, að of mikið sjálfstæði Evrópuþjóðanna gagnvart Bandaríkjamönnum muni gera þeim svo gramt í geði að lokum, að þeir dragi úr hlut- deild sinni f Evrópuvörnum NATO. Þetta síðasta atriði hefur spunnizt inn í rökræður frétta- skýrenda um klögumálin, sem gengu á víxl milli Evrópu og Bandaríkjamanna á dögunum. Annars vegar eru þeir, sem telja „Þiðmegið komaút 111 n 111 i 111 i 11 Sér er nú hvað árið Evrópu eðlilegt, að V-Evrópuríkin skyldu hugsa fyrst og fremst um sina eigin hagsmuni, þar sem þau væru ofurseld olíuviðskiptunum við Araba — og sjálfsagt fyrir þau að neita Bandaríkjamönnum um vopnaflutninga yfir landsvæði þeirra til að sporna við þvi, að þau flæktust inn í átökin fyrir tilstilli Bandaríkjanna. Og varðandi við- bragðsstöðu hersveitanna i Evrópu benda menn á, þar á með- al brezki sagnfræðingurinn Arn- old Toynbee, að bandariskar her- sveitir og herstöðvar á yfirráða- svæðum Evrópurikja NATO séu þar einungis í þeim yfirlýsta til- gangi bandalagsins að taka þátt í sameiginlegum vörnum Banda- ríkjanna, Kanada og evrópsku að- ildarríkjanna gegn hugsanlegri árás Sovétríkjanna á eitthvert þeirra. Tilefni viðbragðsstöðunn- ar, sem fyrirskipuð var 25. októ- ber sl. hafi ekki átt neitt skylt við þetta verkefni. llins vegar eru þeir, sem telja einkar eðlilegt, að Bandaríkjun- um skyldi mislíka framkoma Evrópuríkjanna svo mjög, sem lýsti sér í ummælum Nixons for- seta á blaðamannafundi, þar sem hann kvartaði undan samvinnu- skorti Evrópuþjóðanna og sagði, að þar sem þær fengju 80% af olíu sinni frá Arabaríkjunum myndu þær væntanlega frjósa til bana á vetri komanda, ef Banda- ríkjastjórn hefði ekki tekizt að koma í veg fyrir útbreiðslu stríðs- ins. Þeir hinir sömu segja, að Evrópumenn séu í raun svo sjálf- um sér sundurþykkir, svo sem gangur mála EBE hafi sýnt oftar en einu sinni — og þá skorti svo sjálfstæða, sameiginlega stefnu, sem mark sé á takandi, að þeir eigi ekki annarrra kosta völ en að fylgja öðru hvoru stórveldanna og lúta forystu þeirra. Rætt um nauðsyn einingar Því neitar víst enginn, að mikið skortir á einhug VesturEvrópu- þjóðanna, enda þarf að taka tillit til margra hagsmunahópa. Þegar Arabar tóku að sýna klærnar komu þær sér þó saman innan EBE um síðbúna yfirlýsingu, sern var Arabaríkjunum mjög í hag — fyrir tilstilli Breta og Frakka, að sagt var. Þó er hreint ekki séð hvernig þjóðirnar' bregðast við, haldi Arabar áfram að gera þeim mishátt undir höfði að þvf er varðar sölu á olíu, því þær raddir eiga sér vissulega hljómgrunn innan EBE, að hættulegt sé og óvænlegt til varanlegs árangurs að láta undan pólitískum þingun- um Araba. Hins vegar hafa bæði Pompi- dou, forseti Frakklands og Willy Brandt, kanslari VesturÞýzka- lands talað af meiri alvöru en hingað til, að því er virðist, um nauðsyn þess, að EBE-ríkin reyni að samræma stefnumið sín í utan- ríkismálum eða að minnsta kosti að koma sér upp einhverjum regl- um um tilhögun samskipta sín í milli á hættutímum. Má búast við, að mál þessi verði ítariega rædd á næstunni, meðal annars á vænt- anlegum leiðtogafundi EBE:ríkj anna i næsta mánuði. Þá ætti að verða orðið ljósara en nú, hvernig EBE-ríkin hugsa sér að bregðast við olíubanni Araba á Hollend- inga, sem þegar hefur valdið þeim miklum óþægindum og tjóni og komið illa við a.m.k. Belga og V-Þjóðverja. Standi það miklu lengur kann það að hafa afdrifa- rfkar afleiðingar og reynir því á einhug bandalagsins svo um mun- ar. Innan Atlantshafsbandalagsins er einnig von víðtækra umræðna um bætt samskipti, aukinn sam- hug og samræmdar ráðstafanir. Illutaðeigandi aðilar hafa gert rækilega grein fyrir þeim rök- semdum, sem réðu gerðum þeirra og orðum í sl. mánuði og virðast allir staðráðnir í því, að finna Ieiðir til að varna því, að sam- bandsleysi á hættustund leiði til misskilnings, opinbers ágreinings og gagnkvæmra ásakana eins og gerðist í október. Kemur til kasta næsta utanrfkisráðherrafundar NATO að ákveða hvað gera skuli f þessum efnum. Ahrif Watergate-málanna Svo sem við er að búast, hefur Watergatemálið og staða Nixons forseta heima fyrir haft sín áhrif á umræður og skrif um ágrein- ingsmálin innan NATO. Ilvort sem Nixon hrökklast frá embætti eða heldur því, þykir ljóst, að meiriháttar endurskoðun muni fara fram á næstunni á valda- stöðu forseta Bandaríkjanna og fleiri atriðum, er varða stjórnar- far þar í landi. Þá skoðun má víða sjá, að Evrópumenn muni ekki kæra sig um að vera of bundnir Banda- ríkjamönnum meðan ekki er Ijóst hvernig þessum málum reiðir af. Slíkri staðhæfingu er m.a. and- mælt með því, að Evrópumenn séu háðir Bandaríkjamönnum, hvort sem þeim líki betur eða verr — og þeir þurfti ekki að hafa af því áhyggjur, því að einmitt Watergatemálið, afhjúpanir hinna ýmsu hneykslismála þar að lútandi, harka fjölmiðla við upp- ljóstrun mála og barátta löggjaf- arvaldsins og dómsvaldsins gegn því að framkvæmdavaldið, með forsetann á oddinum, gerist óhóf- lega sterkt sýni og sanni, að lýð- ræði standi enn föstum fótum í bandarísku þjóðlífi. — mbj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.