Morgunblaðið - 25.11.1973, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.11.1973, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÖVEMBER 1973 29 fclk f fréttum LULU ZIEGLER LÁTIN Danska kabarettsöngkonan og leikkonan Lulu Ziegler er látin 70 ára að aidri. Hún er mörgum íslendingum minnis- stæð eftir að hafa komið hingað til lands og skemmt við góðar undirtektir. Lulu Ziegler var á sínum tíma einn vinsælasti skemmti- kraftur á Norðurlöndum. 1 viðtali við Lulu, sem birtist í Mbl. 21. júni 1952, daginn áður en hún hélt af landi brott eftir að hafa skemmt hér í sjö vikur sem aðalstjarnan í „Bláu stjörnunni", segir Lulu m.a. þetta: — Ég hef verið hér í sjö vik- ur, sungið annað hvert kvöld, kynnzt ógrynni af fólki, notið prýðilegrar gestrisni og lifað dásamlega daga. — I byrjun virtust mér ís- lendingar vera heldur einrænt fólk og stirðir í viðmóti, en eftir að ég hafði dvalizt hérlendis í nokkra daga breyttist viðhorf mitt algjörlega við nánari kynn- ingu, og það segi ég satt, að aldrei hef ég kynnzt annarri eins afburða gestrisni og hlýju , og hér á landi. íslenzkir áheyrendur eru ein- stakir í sinni röð fyrir það hví- lík grafarkyrrð ríkir milli atriða í húsinu, en undirtektir þeirra eru aftur á móti sérstak- lega góðar; hef aldrei hlotið annað eins iófaklapp og hér, nema í Noregi eftir hernámið. Er hún er spurð hvernig henni hafi líkað samstarfið við fslenzku leikarana, svarar hún: — Alveg prýðilega. Þér vitið vafalaust, að leikarar eru mjög tauganæmt og uppstökkt fólk, svo lítið þarf út af að bregða til þess að eldur gjósi upp. — Mér er það þvf mjög mikil ánægja að segja frá því, að ekki í eitt einasta skipti hefur komið til árekstra í Bláu stjörninni allan þennan tíma. Þetta er líka allt svo mikið indælisfólk, enda tár- felldum við öll í skilnaðarhóf- inu í fyrrakvöld. — Billich er líka stórsnjall undirleikari, alveg á heimsmælikvarða. Mér hefur verið tfðförult f Þjóðleikhúsið; þið megið vera hreykin af því og leikurunum ykkar. Sérstaklegá fannst mér mikið til Leðurblökunnar koma og það segi ég satt, að þótt ég hafi séð hanaoft áður í mörgum löndum, hef ég engan séð fara eins vel með hlutverk fanga- varðarins og Lárus Ingólfsson. Lulu var tvígift. Fyrri maður hennar, leikstjórinn Per Knut- zon, lézt fyrir 22 árum. Börn þeirra voru tvö. Síðar giftist hún norskum manni, en þau skildu. Hún hafði undanfarin ár einkum helgað sig leiklist- inni sem leikstjóri, en sl. vor kom hún fram í tveimur sjón- varpsþáttum í danska sjónvarp- inu, sem voru eins konar loka- skemmtun hennar fyrir trygga aðdáendur. I sumar fór hún í heimsókn til dóttur sinnar í Englandi, en eftir þá ferð lagð- ist hún í sjúkrahús, þar sem hún lézt nýlega af krabbameini. Aga Khan á barmi gjaldþrots Karim Aga Khan, prins og leiðtogi milljóna múhameðstrú- armanna, mun að líkindum verða gjaldþrota, ef hann tapar dómsmáli, sem nýlega var höfð- að gegn honum við dómstól í París. Ilann er a.m.k. sleginn yfir því, að Pieraly Remtoula, svo- nefndur varaleiðtogi múham- eðstrúarmannanna, hefur kraf- . izt þess, að hann verði dæmdur til að greiða nær 50 milljarða isl. króna. Remtoula heldur því fram, að hann hafi á 12 ára tímabili safn- að þessari risaupphæð meðal múhameðstrúarmannanna til handa fyrirrennara Karims og afa, Aga Khan þriðja, til að koma á fót sjálfstæðu ríki fyrir þennan sértrúarflokk múham- eðstrúarmanna. En þar sem þessi ráðagerð er fyrir löngu runnin út í sandinn, krefst hann nú fjárins til baka til að skipta því á meðal gefendanna. Nú er Karim Aga Khan talinn einn af ríkustu mönnum heims, Aga Khan, prins. en efnahagur hans er ekki tal- inn geta staðið undir endur- greiðslu svo stórrar fjárhæðar. Einnig þess vegna hefur hann vísað kröfunni á bug. Pieraly Remtoula var hægri hönd Aga Khans frá 1946 til 1954, að hann varrekinn frá. En hann heldur því statt og stöðugt fram, að hann sé Sankti Pétur safnaðarins, þ.e. sá, sem geymir lyklana að himnaríki safnaðarins og þar með eins konar varaleiðtogi. fclk i fjclmiélum Annað kvöld kl. 19.25 talar Ragnar Ingimarsson prófessor Um daginn og veginn. Við ræddum stuttlega við Ragnar, og spurðum hvaða málefni hann hefði helzt hugsað sér að ræða. Ilann sagðist m.a. mundu fjalla nokkuð um þær umræð- ur, sem farið hafa fram um launakröfur, og þá einkum launakröfur háskólamanna. Ragnar sagðist ennfremur mundu ræða varnarmálin og endurskoðunina á varnarsamn- ingnum milli Islands og Banda- ríkjanna, auk þess sem hann myndi ræða vegagerðarmál. Annað kvöld, kl. 21.05, verð- ur endurtekið sjónvarpsleikrit- ið „Frostrósir" eftir Jökul Jakobsson, en það var áður á dagskrá fyrir þremur árum. Eins og þeir, sem sáu það á sínum tíma munu minnast, Bessi Bjarnason fjallar leikritið um hattadömu nokkra, sem stendur í ástasam- bandi við Pétur pulsu, dóttur hennar og ungan pilt, sem sæk- ir um atvinnu við hattasaum. A dagskrá Sjónvarpsins í kvöld kl. 21.40 er þátturinn „Heyrðu manni!“, en þá leggur Bessi Bjarnason spurningar fyrir fólk á förnum vegi. Þátt- urinn hóf göngu sfna nú í haust, og eru lagðar ýmsar spurningar fyrir þá, sem þar koma fram, og sfðan gefin stig fyrir frammistöðuna. I dag gefst útvarpshlustend- um gott tækifæri til yfirvegun- ar um trúarleg málefni. Kl. 8 f.h. hefur herra Sigur- björn Einarsson biskup morg- unandakt. Kl. 11 er svo messa í Laugarneskirkju, og er það sr. Grímur Grímsson, sem hefur hana með höndum en organleik ari er Kristján Sigtryggsson. Kl. 13.15 flytur Sigvaldi Hjálm- arsson fjórða og síðasta erindi sitt í flokki, sem nefnist „Brota- silfur um Búddadóm". Kl. 21.45 talar Anna Sigurðardóttir „Um átrúnað". Að þessu sinni fjallar hún um Iðunni og Nönnu, en hún mun halda áfram að flytja vikulega þætti um átrúnað næstu vikurnar. Utvarp Reykjavlk SUNNUDAGUR 25. nóvember 8.00 IVIorgunandakt Herra Sigurbjörn Einarsson flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og vi?ðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög Hljómsveit HansCarstesleikur. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugrein- um dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (Veðurfregnir 10.10) a. „Flugeldasvitan" eftir Hándel RCA- Victor sinfóniuhljómsveitin leikur; Leopóld Stokovsky stj. b. Sinfónia nr. 41 (K 551) eftir Mozart. The National Arts Center hljómsveitin leikur; Mario Bernardostj. c. Sellókonsert í D-dúr eftir Haydn. Jacqueline de Pré og sinfóníuhljóm- sveit Lundúna leika; Sir John Barbirolli stj. 11.00 Messa í Laugarneskrikju Prestur. SéraGrímur Grímsson Organleikari: Kristján Sigtryggsson. Kór Ásprestakalls syngur. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. 13.15 Brotasilfurum Búddadóm Sigvaldi Hjálmarsson flytur fjórða erindi sitt: Leið athyglinnar. 14.00 Gestkoma úr strjálbýlinu Jónas Jónasson fagnar gestum frá Flat- eyri. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá austur- rlska útvarpinu Flytjendur. Elisabeth Söderström og Sinfóníuhljómsveit austurnska útvarpsins. Stjórnandi: Milan Harval. a. „Júlfus Cesar", forieikur eftir Handel. b. „Veiðimennirnir, forfeður okkar", forieikur fyrir sópransöngkonu og hljómsveit op. 8 eftir Benjamin Brit ten. c. Sinfónía nr. 6 í h-moll eftir Tsjaíkovský. 16.25 A bókamarkaðinum Andrés Björnsson útvarpsstjóri sérum kynningu á nýjum bókum. 16.55 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Mamma skilur allt" eftir Stefán Jónsson Gísli Halldórsson leikari les (13). 17.30 Sunnudagslögin. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veðurfregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá Leikhúsið og við Hilde Helgason og Helga Hjörvar sjá um þáttinn. 19.35 „Sjaldan lætur sá betur, sem eftir hermir“ Umsjónarmaður: Jón B. Gunnlaugs- son. 19.50 Kórsöngur f útvarpssal Drengjakór St. Jakobskirkjunnar í Stokkhólmi syngur lög eftir Perosi, Mozart Skjöld, Wills o.fl. Söngsljóri: Stefan Skjöld. 20.25 Hjá Guðmundi Frfmann Hjörtur Pálsson ræðir við skáldið, sem les úr Ijóðum sínum, og Baldvin Halldórsson leikari les smásögu Guðmundar. „Mýrarþoku". 21.15 Tónlistarsaga Atli Heimir Sveinsson skýrir hana með tóndæmum (5). 21.45 Um átrúnað Anna Sigurðardóttir talar um Iðunni og Nönnu. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög Heiðar Astvaldsson danskennarí velur og kynnir. 23.25 Fréttir í stuttu máli. Dagskráriok. Á skjánum SUNNUDAGUR 25. nóvember 1973 17.00 Fndurtekið efni Þeir héldu suður Irsk kvikinynd um landnám og búsetu norskra víkinga á írlandi. Þýðandiog þulurGylfi Pálsson. Aður á dagskrá25. apríl 1973. 18.00 Stundinokkar Flutt er saga með teikningum. en síðan syngur Rósa Ingólfsdóttir um stund. Sýndar verða myndir um Róbert bangsa og Rikka ferðalang. og loks er svospurningakeppnin á dagskrá. Umsjónarmenn Sigríður Margrét Guð- mundsdóttir og Hermann Ragnar Stefánsson. Stjórn upptöku Kristín Pálsdöttir. 18.50 Íþróttir Landsieikurf handknattleik kvenna ís- land-Noregur. II lé 20.00 Fréttir 20.20 Veðurog auglýsingar 20.30 Ert þt»tta þú? Stuttur leiðbeininga- og fræðsluþáttur um aksturog umferð. 20.40 Strfð og friður Sovésk framhaldsmynd. 6. þáttur. Þýðandi Hallveig Uioriacius. Efni 5. þáttar: Frakkar hafa ráðist inn fyrir landa- mæri Rússlands og f ara nú sem logi um akur. Nikolaj Boikonski, faðir Andreis, fréttir af framgangi franska hersinsog tekur þá iíburði mjög nærri sér. Skömmu síðar tekur hann sótt og and- ast. Sjöunda september árið 1812 lcggur Kutuzov tii atlögu við her Nap<V leons nærri þorpinu Bomdino, alllangt f.vrir vestan Moskvu. Þar verður hin MANUDAGUR 26. nóvember 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Morgunleikfimi kl. 7.20: Vaidimar ömólfsson leikfimikennari og Magnús Pétursson píanóieikari (alla virkadaga vikunnar). Fréttir ki. 7.30, 8.15 (og forustugr. landsm.bl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn ki. 7.55: Séra Heigi Tryggvason flytur (a.v.d.v.) Morgun- stund barnanna kl. 8.45: Olga Guðrún Ámadótlir heldur áfram lestri þýðing- ar sinnar á sögunni „Börnin taka til sinna ráða" eftir dr. Gormander (10) Morgunleikfimi kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli atr. Búnaðar- þáttur kl. 10.25: Gisli Kristjánsson rit- stjóri talarvið Bjarna og Sigurjón Hall- dórssyni um búskapinn í Tungu í Skut- ulsfirði. Morgunpopp kl. 10.40: Gro Anita Schönn syngur. Tónlistarsaga kl. 11.00: Atli Heimir Sseinsson kynnir (endurt.) Tónleikar kl. 11.30: Hljómsveitin Philharmonia leikur „Sylffðurnar" eftir Chopin f útsetningu Douglas. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- veðurfregnir. ar. 12.25 Fréttir og j Tilkynning 13.00 Vriðvinnuna: Tónleikar 14.30 Siðdegissagan: „Saga Eldevjar- Hjalta" eftir Guðmund G. Hagalín Höfundurles (13). 15.00 Miðdegistónleikar: Brezk tónlisl Jacqueline du Pré og Konunglega fíl- harmóniusveitin í Lundúnum leika Sellókonsert eftir Delius; Sir Malcolm Sargent stj. Sinfóniuhljómsveitin i Lundúnum leikur Sinfóniu nr. 6 i e- moll eftir Vaughan Williams; André Previn stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. lb.15 Veð- urfregnir. 16.20 Popphomið. 17.10 „Vindum, vindum, vefjum band“ Anna Brynjúlfsdóttir sér um þátt fyrir yngstu hlustendurna. 17.30 Framburðarkennsla í esperanto 17.40 Lestur úr nýjum barnabókum. Til- kynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veðurfregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá Daglegt mál Helgi J. Halldórsson cand.mag. flytur þáttinn. 19.10 Neytandinn og þjóðfélagið Ólafur Björnsson prófessor ræðir við Þor- björn Broddason lektor og Ólaf- Stephensen framkvæmdastjóra um auglýsingastarfsemi og neytenda- fræðslu. 19.25 Um daginn og veginn Ragnar Ingi- marsson prófessortalar. 19.45 Blöðin okkar Umsjón: PálJ Heiðar Jónsson. 19.55 Mánudagslögin. 20.25 Söguleg þróun Kína Kristján Guð- iaugsson sagnfræðinemi flytur annað erindi sitt. 20.50 Pabio Casals og Nicolai Mednikoff leika verk eftir Bach. Chopin, Fauré og Godard. 21.10 Islenzkt mál Endurt. þáttur As- geirs Blöndals Magnússonar frá s.l. laugardegi. 21.30 Útvarpssagan: „Dvergurinn" eftir Pár Lagerkvtst í þýðingu Málfriðar Einarsdóttur. Hjörtur Pálsson les (13). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Evjapistill 22.35 Hljómplötusafnið i umsjá Gunnars Guðmundssonar. 23.20 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. * * grimmilegasla orrusla og mannfall mi kið í liði beggja. 21.40 Heyrðumanni! £ 'ssi Bjarnason leggur spurningar fyr- ir fólká förnumvegi. 22.05 Lffsraunir Fyrri myndin af tveimur frá sænska sjónvarpinu. þar sem rætl er við fólk. sem fengið hefur alvarlega. langvar- andi sjúkdóma. eða örkumlast á ein- hvern hátt. og orðið að semja sig að g jörbreyttum aðstæðum i lifinu. Þýðandi og þulur Dóra Hafsteinsdóttir. (NoirivLsion — Sænska sjónvarpið) 22.45 Að kvöldidags Séra Guðmundur Óskar Ólafsson flytur hugvekju. 22.55 Dagskrárlok mAnudagur 26. nóvember 1973 20.00 Fréttir 20.25 Veðurog auglýsingar 20.35 Maðurinn Fiæðsluinyndaflokkur um hegðun og eiginleika mannsins. 9. þáttur. Handapat og fingrafum Þýðandi og þuluróskar Ingimarsson. 21.05 Frostrósir Sjónvarpsleikrit eftir Jökul Jakobsson. Leikstjóri Pétur Einarsson. Leikendur Herdís Þorvaldsdóttir. Helga Jónsdóttir. RiibeH Amfinnsson og ÞórhallurSigurðsson. Tónlist Sigurður Rúnar Jónsson. Aðurá dagskrá 15. febrúar 1970. 21.55 Brasilfa Friinsk kvikmynd um Brasilíu. Fjallað er um land og þjóð og rætt uin ástand og horfur í efnahags- og þjóð- félagsmálum. Þýðandi og þulur Döra Hafsteiusdóttir. 23.15 Dagskrárlok

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.