Morgunblaðið - 25.11.1973, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.11.1973, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1973 39 — Minning Framhald af bls. 26 an að hittast. Oft kom Sigurbjörg á heimili okkar á Hvanneyri, og ætíð var hún góður gestur og kær- komin. En ef til vill var Sigurbjörg ekki allra. Hin fíngerða sál hennar þoldi ekki hvað sem var, og margt gat hneykslað og sært hana. Það, sem einkenndi hana þó ef til vill allra mest, var það hversu trygglynd hún var. Þeir, sem eignuðust traust hennar og vin- áttu áttu vísa velvild hennar upp frá því. Sigurbjörg hafði á flesturri sviðr um jákvæð lífsviðhorf. Ilún mat mikils kirkju og kristindóm, og skildi vel, að þar er að finna traustastan grundvöll farsællar lífsstefnu, trú og bæn var henni áreiðanlega mikilsvirði. Að vissu leyti hafði hún drög til þess að vera listhneigð kona, hún var söngelsk og ljóðelsk, að sjálf- sögðu að mestu leyti sjálfmennt- uð, en greind og athugul. Sigurbjörg Jakobsdóttir var fædd 24. des. árið 1900 að Gvendarstöðum í Bárðardal. Ilún var dóttir hjónanna Jakobs Magnússonar og Sigriðar Frið- bjarnardóttur. Ilún átti einn bróður, Hermann að nafni, hann var lengi sjúklingur og er látinn fyrir allmörgum árum. Skýrt kom það fram hjá Sigurbjörgu að tryggð átti hún ríks til átthaga sinna. Bernskustöðvarnar kæru i Þingeyjarsýslu áttu ætið mikil tök í hjarta hennar. Eins og áður er sagt unni hún allri fegurð, ekki sízt þeirri, sem birtist í skauti móðurjarðar: t.d. á fögri og björtu vorkvöldi í islenzkri sveit. Árið 1920 fluttist hún með for- eldrum sínum til Akureyrar, og nokkrum árum siðar giftist hún Guðlaugi Sigurðssyni frá Dalvik. Siglufjörður var um þessar mundir vaxandi bær, og þangað lágu leiðir margra, fyrst til starfa og síðan búsetu. Og þannig fór fyrir ungu hjónunum. Þau reistu sér hús á Siglufirði, en Guðlaugur var hagur maður, smiður góður og ötull við margháttuð störf. Þarna bjó Sigurbjörg manni sinum og síðan börnum vistlegt heimili, og ekki þurfti að spyrja um þrifnað og snyrtimennsku hennar. En ekki naut hún lengi samvista við eiginmann sinn, þvi að hann lést 13. des. 1936. Var það að sjálf- sögðu mikil reynsla fyrir hana. Þar missti hún traustan lífsföru- naut og stöð ein uppi sem fyrir- vinna og forsjármaður barna sinna. En hún gafst ekki upp. Með stakri prýði sá hún þremur börn- um sínum farborða og kom þeim upp, en þáði aldrei styrk af opin- beru fé. Auk þess annaðist hún aldraða foreldra sína, voru þau gömlu hjónin á heimili hennar, þar til lífsdegi þeirra var lokið. Síðar, þegar börnin voru uppkom- in tók hún að sér dótturson sinn, Guðlaug Ævar, og ól hann upp sem sitt eigið barn. Hann var í hennar umsjá, þegar ég kynntist henni. Vel var mér kunnugt um umhyggju hennar fyrir honum. Móðurhjarta hennar var stórt og kærleiksríkt. Fyrir nokkrum árum tók hún að kenna sjúkleika, sem ágerðist svo, að hún gat ekki lengur annast heimili sitt á Siglufirði, heldur varð að fara á sjúkrahús. Á sjúkradeild Hrafnistu dvaldi hún síðustu árin og leið þar eftir at- vikum vel, enda var vel um hana hugsað og henni sýnd umhyggja í hvívetna. Sjálfsagt hefir hún oft hugsað til Siglufjarðar og vina sinna þar. Ég vil nota tækifærið og senda uppeldissystur hennarog frænku, Árníu Sigurðardóttur, kveðjur mínar, en hún dvelur á Sjúkra- húsi Siglufjarðar. Börnum Sigurbjargar: Sigríði, Ottó og Stefni votta ég innilega hluttekningu mfna. Traust kona hefir kvatt og búist til brottfarar. Góðar minningar lifa i hugum ástvina hennar og kunningja. Ég geymi góða mynd í huga minum, handtak hennarvar hlýtt og traust. Ég flyt kveðjur minar og fjölskyldu minnar. Guð blessi hana. Ragnar Fjalar Lárusson. Aðalfundur Ármanna verður haldinn á Hótel Loftleiðum, Kristalssal, <nýju álmunni) fimmtudaginn 29. nóvember. Stjórnin. 1 1 Til sölu Citroen GS árg. 1 971, skráður 1 972, lítur vel út. Ekinn .20 þús. km. Til greina koma veðtryggð stutt skuldabréf eða víxlarsem hluti af greiðslu. Uppl. í síma 99-3368. _ * m Sprenglr pð vðrpuna? Skipstjórar, útgerðarmenn. Get útvegað átaksmæla fyrir Flottroll og botntroll. Gústaf Ágústsson h/f. Simi 37087. EINBYLISHUS TIL LEIGU Til leigu er 5 herb. einbýlishús á einum bezta stað í Kópavogi, sunnanmegin í vesturbænum. Húsið verður laust fyrir jól. Þeir, sem áhuga hafa, leggi nöfn sín á afgr. Mbl. fyrir 30 þ.m. merkt: 4708. Æskilegt er að tilgreina fjölskyldustærð og hugsanlega leiguupphæð og leigu- • tíma. Vél: 4 cyl. með ofanáliggjandi knastás, borvidd: 76 mm. slaglengd 66 mm. rúmlak: 1,198 I. þjöppun: 8,8:1 rúmtak: 1,198 1. þjöppun: 8,8:1 hestöfl: 65 S.A.E., við 5600 snúninga Tork: 8,9 kg við 3400 snúninga Gírkassi: Samhæfður fjögurra gíra með skiptingu í gölfi Undirvagn sérstaklega miðaður við islenzkar aðstæður Hemlar: Diskar að framan borðar að aftan með tvískiptu vökvaátaki. Nýr bill frá RÚSSLANDI Áætlað verð með ryðvörn LADA 2101 fólksbifreið kr. 327.774.— LADA 2102 stationbifreið kr. 346.764.— Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf. Suðurlandsbraut 14 - Reybjavík - Sími 38B00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.