Morgunblaðið - 25.11.1973, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.11.1973, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1973 3 „Utan frá sjó” Ný bók eftir Guðrúnu frá Lundi Guðrúnu frá Lundi þarf ekki að kynna íslenzkum lesendum. Nú hefur hún sent frá sér nýtt skáld- verk. Utan frá sjó, fjórða bindi. Fyrri bindin þrjú komu út á árun- um 1970— '73. Guðrún frá Lundi Árnadóttir hefur skrifað fjölda skáldsagna eins og kunnugt er og hafa þær að jafnaði verið metsölubækur. Bæk- ur hennar eru rnikið seldar og lesnar og er Guðrún í hópi vina- sælustu skáldsagnahöfunda hér á landi. Iíún hefur, eins og kunnugt er, skrifað fjölda skáldsagna og hafa þær yfirleitt verið með af- brigðum vinsælar. Fær flokkur Jakobsens 16% atkv.? t.d. silungur, rækjur, gaffalbitar o.fl. að ógleymdum harðfiskinum, sein þykir næstum jafn óinissandi í pakkann og umbúðirnar utan um matinn. — Ein er þó sú tegund matar, sem margir hefðu áhuga á að senda ættingjum sínum og vinum erlendis, sagði Garðar II. Svavars- son hjá Kjötverzlun Tómasar á Laugavegi 2, en það er rjúpa. En ekkert fiðurfé rná fl.vtja út og rjúpan missir allt geymsluþol við það að vera hamflett. Það er því ekki nema í þeirn tilvikum að menn taki nokkrar rjúpur með sér ef þeir eiga leið utan, að hún fer á matarborð erlendis. Matvælin verða æ vinsælli sem jólasendingar og margir taka þau fram yfir aðra hluti er þeir hugsa sér að senda vinum sínum erlendis jólakveðju. Slíkt er að vonum, þvf um ferðamanna- tímann verðum við áþreifanlega varir við, hve sólgnir margir útlendingar eru í íslenzkan mat af ýmsum tegundum, og meðal þeirra er reykti laxinn vinsælastur, svo og ýmsar niður- suðuvörur. En íslendingar erlendis vilja ekki án hangikjöts- ins vera né heldur sviðanna, kæfunnar og fleiri tegunda og það verða engin jól hjá inörgum ef þettaog harðfiskinn vantar. Það eru mörg ár siðan Kjöt- verzlun Tómasar hóf þá þjónustu við viðskiptavini sína að sjá um allar leyfisútveganir og umslang við sendingu slfkra mataipakka. Æ fleiri nota sér þessa þjónustu og nú stendur hún til boða allan ársins hring. Var sá háttur upp tekinn eftir sýndan áhuga íslendinga erlendis fyrir þorra- mat. Pakkarnir fara um allan heim, næstum alls staðar þar sem islendingar eru, og þeir staðir eru ótrúlega margir. Og þar sem íslendingar hafa verið verða alltaf til fjölskyldur og vinir, sem fá sendan matarpakka frá islandi. Matarpakkinn þykir alltaf kær- komin gjöf og sönn islenzk jóla- kveðja. r Athugasemd frá Isafoldarprentsmiðju Á ,,Slagsíðu“ blaðs yðar, mið- vikudaginn 21. nóv. sl., birtist viðtal, sem ber yfirskriftina „Gott og vont að að gefa út bók“ við Ómar Þ. Halldórzzon, höfund bók- arinnar ,,Hversdagsleikur“, sem ísafoldarprentsmiðja h.f. hefur nýverið sent frá sér. Þar sem veruleg slagslða er á sannleiks- gildi frásagnarinnar, tel ég mig knúinn til að svara henni nokkr- um orðum. Ómar segir, „Eg átti ákaflega slæm samskipti við forlagið, því að bókin kemur út núna án þess að nokkurt samráð hafi verið haft við mig. Þeir ætluðu upphaflega að gefa hana út fyrir tveimur árum, o.s.frv." Fyrir um það bil tveim- ur árum lagði Ómar inn hand- rit af nefndri bók, í von um útgáfu þess. Sam- kvæmt viðtali hans hefur hann greinilega staðið í þeirri trú, að með því að koma handriti í hend- ur forleggjara, hafi hann þar með öðlazt loforð fyrir því, að bókin verði gefin út, og það á samri stundu. Ég held aðfæstir,eðaeng ir útgefendur lofi, eða ráðist í að gefa út bók, nema hafa kynnt sér efni hennar fyrst. Ómari var strax tilkynnt, að ekki væri mögulegt að gefa út bók hans á árinu 1971, en jafnframt, að við myndum kynna okkur efni hennar, með hugsanlega útgáfu í huga síðar. Um miðjan marzmánuð 1972, var handrit Ómars tekið til yfir- ferðar, sem leiddi til þess, að handritið var talið frekar jákvætt, en þó var óskað eftir, að höfundur gerði veigamiklar breytingar á tveim köflum bókarinnar. Ekki minnist ég, að Ömar hafi tekið þessum ábendingum okkar hátiðlega, né breytt miklu I þess- um tveim köflum. Engu að siður var Ómari tilkynnt, að við værum reiðubúnir að gera við hann samning um útgáfu bókarinnar haustið 1973. Rétt er að geta, I þessu sambandi, að forlagið tók þessa ákvörðun vegna eindreg- inna tilmæla eins kunnasta rithöf- undar landsins sem taldi rétt að þessum pilti vaéri gefið tækifæri að kynna þessa frumsmíð sína á sviði skáldsagnagerðar. Ómar gekk að þessu og hinn 9. nóvem- ber 1972 undirrituðum við samn- ing um útgáfu bókarinnar. Við ákvæði samnings þessa hefur ver- ið staðið I einu og öilu. í samningnum er m.a. ákvæði um, að stefnt sé að útgáfu bókar- innar i seinni hluta október 1973. Bókin var fullsett og prófarkales- in á vegum prentsmiðjunnnar, samkv. sérstakri ósk höfundar, i lok febrúarmánaðar sl. Próförk- in var síðan i höndum höfund- ar, frá því i marzbyrj- un til 13. júní 1973, er hann skilaði henni til áframhald- andi vinnslu í prentsmiðjunni. Erfitt er að skilja þetta öðru vísi en að útgáfa bókarinnar sé i fullu samráði við höfundinn, þar sem honum var þá hægast að breyta handritinu, eða stöðva út- gáfu þessa afkvæmis sins, ef hann óskaði. Mergur málsins er hins vegar sá, að þegar samningur um útgáfu var gerður, hljóðaði greiðsla upp á ákveðið verð á hverja örk. Ilins vegar lá stærð bókarinnar þá ekki fyrir, en þegar setningu bókar- innar var lokið reyndist hún styttri en áætlað hafði verið. Þetta átti höfundurinn erfitt með að sætta sig við og krafðist þess, að bókin yrði sett að nýju og þá með stærra letri. Slíkt kom hins vegar ekki til greina af tsafoldar hálfu, vegna gffurlegs aukakostn- aðar, sem af því hlyti að leiða. Þeir, sem lesa bókina, geta séð, að leturstærð hennar er mjög venjuleg, en hins vegar höfum við engan áhuga á að selja óáprentaðan pappír í formi bóka. Höfundi var fullkunnugt um fyrirhugað útlit og frágang bókar- innar og honum skýrt frá þvf, að í ráði væri að fá kunnan listamann til þess að teikna kápu. Gerði hann engar athugasemdir, né lét í ljós óskir í því sambandi. Fi-á- gangur hennar verður þó að telj- ast vandaðri (stift band) en al- mennt gerist um verk ungra og óþekktra höfunda í dag. Árið 1970 gaf ísafoldarprent- smiðja h.f. út ljóðabókina „Ilorfin ský" eftir sama höfund, svo ekki er hægt að segja, að þessi 19 ára piltur hafi ekki fengið sín tæki- færi, á sama tíma sem fjölmargir aðrir fá verk sín hvergi gefin út. Þakklæti hins unga piltungs fyrir þetta virðist ekki láta á sér stand, og er það hans mál. Stjórn- endur ísafoldarprentsmiðju h.f. urðu þó meira undrandi yfir upp- slætti Mbl. á þessu undarlega fleipri Ómars um sína eigin frum- smíð. Reyndar gæti önnur aðal- fyrirsögn blaðsins átt vel við hér. Það er margt gott og vont við að gefa út bók, ekki sízt fyrir út- gefendur. Virðingarfyllst, f.h. Ísafoldarprentsmiðju h.f. Kristinn Gestsson, framkv.stj. Kaupmannahöfn 22. nóv. NTB EF dæma má af úrslitum skoð- anakönnunar, sem stofnunin OB SERVA hefur gert fyrir dagblað- ið Jyllandsposten, ætti flokkur Erhards Jakobsens, miðdemo- kratarnir, að fá 29 þingsæti I kosningunum 4. desember nk. og flokkur Mogens Gilstrups, Fram- faraflokkurinn, 18 þingsæti. Samkvæmt þessari könnun geta sósíaldemókratar vænzt þess að fá 40 þingsæti, Radikale Venstre 26 þingsæti, Venstre 22 þingsæti, Ihaldsflokkurinn 20, Sosialistíski þjóðarflokkurinn 16 og kommún- istar 4 þingsæti. Skoðanakönnun þessi var gerð 14. nóvember sl., eftir að ákveðið hafði verið að hafa kosningarnar 4. desember, og hún byggist á viðtölum við 1384 kjósendur. Samkvæmt henni fá sósíal- demókratar 22% atkvæða, en fengu í síðustu kosningum árið 1971, 37.3%, Venstre fá 12%, en fengu síðast 15.6%, Ihaldsflokk- urinn 11%, en fékk síðast 16.7%. Sosialistíski þjóðarflokkurinn heldur fylgi sínu nokkurn veginn með 9% atkvæða. Framfaraflokk- ur Glistrups mundi fá 10% at- kvæða og flokkur Jakobsens 16%. Sýnishorn af innihaldi pakkanna sem sendir eru utan Hangikjötið flýgur út um allan heim FLEIRI matarpakkar fara frá íslandi í ár en nokkru sinni áður og íslenzkur matur, eða einstakar tegundir íslenzks matar, verður á jólaborðum fleira fólks erlendis en áður. Hangikjötið og reykti laxinn eru vinsælustu tegundirnar og er að finna í flest- um pökkum er héðan fara en með fylgja svo ýmsar tegundir s.s. harðfiskur, svið, reyKt sfld og ýmsar sjávarafurðir niðursoðnar MLÍI »111 IEH MED ÚTSVfl 1 ENN SEM FYRR ODÝRAST TÍL London Glasgow ( B dagar 4 dagar Huglar fluglar Glstlng Glsting Morgunvernur Morgunveraur og ur. 15.900.- Kvðldverdur « l8-90” -.. . Kvnnisiera o.«. Brottfor á hverjum Kr. 13.500.- laugardegl Brottför annan hvern föstudag. íMHSS &S-M t\Se? W Wm 9m ■ Kaupmannahöfn Flug- ÖDÝR HðPFERD farsedlar 7.-14. DESEMBER HVERT SEM ferðinni er heit- IÐ — ALLIR FLUGFARSEÐLAR FLUGFAR BAÐAR LEIÐSR eyrir einstaklinga. hópa ráji iiAtfi cktiiir eða félagasamtök með BEZTU KJÖRUM og hinni við- MORGUNVERÐUR urkenndu útsýnarþjón- GRlPIB TÆKIFÆRIB USTU ADEIRS KR. 18.000.00 Fe rðaskrifstofan UMJÓLIN: ÚTSÝN ÓDÝRAR HÓPFERÐIR 20. og T ■ 21. DESEMBER. J“JJt^rstr®t' 17 (S,Ha °9 Kanaríeyjar símar 26611 — 20100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.