Morgunblaðið - 25.11.1973, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.11.1973, Blaðsíða 18
^SNéSÉ!^ 18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÖVEMBER 1973 Frá vinstri. Likan af Vestmannaeyja Þór, fyrsta íslenzka varðskipinu, sem Eyjamenn keyptu fyrir eigið fé. Þá kemur likan af vélbát með dæmigerðu lagi á árunum 1940 — 1965. Siðan kemur líkan af dönskum vélbát frá 1906 — 1910, líkan af færeyskum bát, þá likan af bát með Landeyjalaginu, en likanið er af Isak, kunnum Eyjabát, sem Þorkell Jönsson bóndi á Ljótarstöðum smiðaði 1836 auk tveggja annarra báta, sem siðar urðu kunnir i Eyjum, Gideon og Trú. Siðast er svo líkan af bát með Vestmannaeyjalaginu. ,MikiI menning - nýtízku atvinnulíf ’ Þessi mynd var máluð af Ragnari Engilbertssyni eftir Ijósmynd sem tekin var 1890. Þessa mynd málaði Engilbert suður yfir Eyjabyggð fyrir aldamót. Húsin lengst t.h. stóðu þar sem hraðfrystihús Einars ríka voru staðsett fyrir gos. í DAG eru síðustu forvöð að sjá hina merku og sérstæðu sýningu Byggðarsafns Vestmannaeyja i Kjarvalsstöðum, en sýningunni lýkur í kvöld kl. 22. Á sýningunni eru yfir 200 málverk og myndir auk sérstæðra skipalíkana og nokkurra merkustu hluta Byggð- arsafns Vestmannaeyja. Ætlun- in með sýningunni var að gefa íbúurri i Reykjavík og nágrenni kost á að sjá þessa hluti af 2000 hlutum Byggðarsafns Vestmanna- eyja um leið og ætlað var að láta ágóðann af aðgangseyrinum renna f sjóð til þess að gera við þá mundi Byggðarsafnsins, sem skemmdust í flutningunum þegar flýja varð Vestmannaeyjar s.l. vetur. A sýningunni eru m.a. 34 Kjar- valsmálverk frá flestum áratug- um þessarar aldar, en þetta merka Kjarvalssafn hefur verið geyínt í Kjarvalsstöðum siðan það kom til meginlandsins á fyrstu dögum eldgossins. Alfreð Guð- mundsson forstöðumaður Kjar- valsstaða tók að sér að geyma listaverkin og koma þeim i örugga og góða geymslu eins og hans var von og vísa. Byggðarsafn Vestmannaeyja er elzta byggðarsafn á landinu, en byrjað var að safna munum í það fyrir 1930. Margir hafa þar lagt hönd á plóginn en telja má þá fremsta í flokki Þorstein Þ. Víg- lundsson frá Goðasteini og Eyjólf Gíslason frá Bessastöðum i Eyjum, en hús beggja þessara heiðursmanna eyðilögðust í eld- gosinu s.l. vetur, annað lenti und- ir eldfjallinu, hitt hefur verið við suðumark síðustu mánuðina. Þessi sýning Byggðarsafns Vest mannaeyja er sú fyrsta, sem byggð á íslandi stendur fyrir í Reykjavík með slfkum hætti, sem gert er í Kjarvalsstöðuni. Aðsókn að sýningunni hefur satt að segja veríð dræm, en full ástæða er til að hvetja fólk að sjá sýninguna, sem er bæði skemmti- leg og fróðleg og þá er ekki amalegt að njóta tilsagnar Þor- steins Þ. Víglundssonar um eitt og annað á sýningunni og úr sögu Vestmannaeyja. Bæði eru sýnd landslagsmál- verk úr Eyjum, athafnalífsmynd- ir og þróun í þeim efnum auk margra tuga af ljósmyndum. 1 viðtali, sem kunnur danskur blaðamaður, Bent A. Koch, tók við forseta íslands, herra Kristján Eldjárn, á þessu ári um líf og starf fólksins 1 Eyjum, menningu og framleiðslustörf, segir forset- inn: „. . . En Vestmannaeyingar hafa ekki einungis fjárhagslega þýðingu fyrir island. ibúarnir á Heimaey eru sérstæðir á sinn hátt og þeir hafa sínar eigin venjur. Mikil menning blómstraði þar samhlið nýtízku atvinnuháttum." Þá er ástæða til að hvetja Vest- mannaeyinga, sem eru á megin- landinu að heimsækja Kjarvals- staði í dag og nota tækifærið til að hittast um leið og þeir styðja sýn- inguna, sem verður flutt til Eyja eins fljótt og auðið verður. Sá hluti Byggðarsafns Vest- mannaeyja, sem fluttur var til meginlandsins í gosinu hefur ver- ið geymdur í Þjóðminjasafninu, én marga hluti var ekki talið ráð- legt að flytja á sínum tíma a.m.k. ekki eins og mál stóðu þá. Nú er aftur flutt í húsið Eyjum, sern byggðarsafnið var geymt í Sparisjóðshúsið í miðbænum og allt í kring er fólk að flytja í þau hús, sem eru íbúðarhæf og verzl- anir opna hver á eftir annarri. Meðal merkustu forngripanna sem eru á sýningunni í Kjarvals- stöðum er byssa frá Tyrkjaráninu 1627. Er það Iítil fallbyssa eins og ræningjar frá Afrlku notuðu á 14., 15. og 16. öld. Eins og fyrr er sagt líkur þess- ari sérstæðu sýningu í kvöld og við tekur sýning hússins á verk- um eftir meistara Kjarval. áj. Þessir pallar og krær voru byggð skömmu eftir sioustu aldamót, en mikið var rifið af þeim um 1930—1940. Þar sem þessi hús voru standa nú Fiskiðjan og Isfélag Vestmannaeyja, stærstu frystihús á Islandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.