Morgunblaðið - 25.11.1973, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.11.1973, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1973 GÓÐ AÐSÓKN AÐ ÞJÓÐLEIKHÚ SINU AÐSÖKN að Þjóðleikhúsinu hef- ur verið mjög góð að undanförnu. Avallt er uppselt á Klukkustrengi Jökuls Jakobssonar, og í frétt frá þjóðleikhúsinu segir, að miðarnir renni út eins og „heitar lummur". Sýningar á Kabarett ganga sömuleiðis mjög vel og verður leikurinn sýndur í 40. skipti i næstu viku. Þá var Brúðuheimili Ibsens frumsýnt á fimmtudags- kvöldið. Þessi þrjú leikrit eru sýnd á aðalsviði leikhússins. Elliheimilið er ennþá sýnt í Lindarbæ og barnaleikurinn Furðuverkið er sýnt á sunnudög- um i Þjóðleikhúskjallaranum. Um helgina verður því sýnt á þremur sviðum á vegum Þjóðleik- hússins. Tveimur bílum stolið — sá þriðji fannst TVEIMUR bifreiðum var stolið f Reykjavík í fyrrakvöld og fyrri- Styrkur til söngvara VEITTUR verður styrkur úr minningarsjóði Kjartans Sigur- jónssonar, söngvara, frá Vík i Mýrdal. Þeir, sem áður hafa feng- ið sjóðsveitingar, eru: Ámi Jönsson, söngvari, Sigur- veig Iljaltested, söngkona, Erling- ur Vigfússon, söngvari, og Sigr- iður E. Magnúsdóttir, söngkona. Umsóknir sendist fyrir 1. dés. nk. til Báru Sigurjóns, Austur- stræti 14, Reykjavík. nótt, en í gærmorgun fannst síðan bifreið, sem stolið hafði verið að- fararnótt sl. miðvikudags. Á fösludagskvöldið var stolið rauðri Skoda Octavia-bifreið, ár- gerð ’64, A-3723, frá Skólavörðu- stlg. Um nóttina var síðan stolið hvítri Opel station-bifreið með toppgrind, árgerð '63, R-27529, frá Réttarholtsvegi. Ilvorug bifreiðin var fundin um hádegi f gær. I gærmorgun barst lögreglunni hins vegar tilkynning um, að Moskvich-bifreið, sem slolið hafði verið frá Miðtúni aðfararnótl sl. miðvikudags, stæði á stæði bak við fjölbýlishús við Kleppsveg. Var hún óskemmd að sjá. Frá afhendingu augnlækningatækjanna á Blönduósi. Frá vinstri sr. Arni Sigurðsson, Ulfar Þórðarson, læknir, Þormóður Sigurgeirsson, formaður Lionsklúbbsins, Sigursteinn Guðniundsson, yfirlæknir, Jón ísberg, sýsluniaður, Jón B. Stefánsson læknir, Unnar Agnarsson. Augnlækningatæki gefin á Blönduós Með sölu „rauða fjarðarinnar" I fyrra gengust Lionsmenn um land allt fyrir söfnun fjár til kaupa á tækjum, sem auðvelda og gera mögulegt að greina og ýmsa augnsjúkdóma m.a. gláku. Gekk söfnunþessi meðágætum. Mörg vönduð og dýr tæki hafa verið færð augndeild Landaköts- spítala, en auk þess voru keypt tæki, sem skyldu fara í hin ýmsu læknishéruð landsins, í samráði við landlækni. Um síðustu helgi (18.11.1973), er Ulfar Þórðarson augnlæknir var við augnlækningar á Blöndu- ósi, færði stjórn Lions klúbbs Blönduóss Iléraðshælinu á Blönduósi ýmis góð tæki til grein- ingar augnsjúkdóma. Um leið af- henti stjórnin sjúkradeild stofn- unarinnar sjónvarpstæki að gjöf. Formaður stjórnar Iléraðs- hælisins, Jón ísberg, sýslumaður, ásamt yfirlækni, Sigursteini Guðmundssyni, þökkuðu gjafirn- ar, en síðan útskýrði Ulfar Þórðarson augnlæknir notkun rannsóknartækjanna. í stjórn Lionsklúbbs Blönduóss eru: Þormóður Sigurgeirsson for- maður, sr. Árni Sigurðsson og Valur Snorrason. Framarar léku við júgóslav- neska liðið Dynamo Pancevo s.l. finnntudagskvöld, og sigr- uðu 17—16. Myndina tók Kristinn Benediktsson af Björgvin Björgvinssyni, sem þá var að skora eitt marka sinna í leiknum. I dag kl. 16.00 leika Júgóslavarnir við FH og á morgun mæta þeir íslenzka landsliðinu. Verður þarna ugg- laust um harða og jafna leiki að ræða. íbúð ðskast til lelgu 5—6 herb. ibúð óskast til leigu fyrir áramót. Góð greiðsla í boði. Upplýsingar í síma 85470. NB. Helzt í Hlíðunum. Haustmóti skák- félags Hafnar- fjarðar lokið LOKIÐ ER haustmóti Skákfélags Ilafnarfjarðar, keppendur voru 18 og tefldar voru 9 umferðir eftir Monradkerfi. Sigurvegari var Sig- urður Ilerlufsen með 8 vinninga, og f öðru sæti varð Ásgeir Ás- björnsson með 7 vinninga og í þriðja sæti varð Pétur Kristbergs- son með 6 vinninga. Þá fer fram hraðskákmót sunnudaginn 25. nóvember í Sjálfstæðishúsinu við Strandgötu og hefst það kl. 2 e.h. Guðsþjónustur í Fellaskóla IIÓLA- og Fellasókn I Breiðholts- hverfi var formlega stofnuð í marzmánuði síðastliðnum, en sóknarpresturinn séra Lár- us Ilalldórsson hóf þegar í febrúarmánuði starfsemi sunnu- dagaskóla ásamt hópi áhuga- manna og hefur hann verið starf- ræktur síðan. Guðsþjónustuhald hefur verið erfitt, en nú hefur sóknarpresturinn fengið leyfi til að nota sal í kjallara gagnfræða- skólans í Fellahverfi til guðsþjón- ustuhaldsog fyrirsunnudagaskól- ann og verður fyrsta guðsþjónust- an í Fellaskóla í dag klukkan 5 síðdegis. Formaður sóknarnefndar er Jóhann Helgason en organisti er Snorri Bjarnason. Sagði sóknar- presturinn Mbl. í gær, að það gleddi sig, að geta hafið nánara samstarf við safnaðarfólk I Hóla- og Fellasókn, sem innan skamms mun verða sérstakt prestakall. Til sölu Örvar HU 14 217 tonn (nýja mælingin). Skipiö er með 2 frystilestar, útbúnaður fyrir fiskikassa. Skipið er með yfirbyggt þilfar aftur að lestarlúgu. Allar nánari uppl. hjá Fasteignir og Fiskiskip, Austurstræti 17, sími 18105, heimasími 36714. TILBOO ÓSKAST Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar: Ford Escortárg. 1973 Peugeot sendiferðab. árg. 1972 Chervolet Impala árg. 1 967 Volkswagen Microbus árg. 1 962 ný vél Bifreiðarnar eru skemmdar eftir árekstur og verða til sýnis í Vöruskemmu Jökla h.f., sunnudaginn 25. nóvem- ber frá kl. 1 4.00 — 1 7.00. Einnig óskast tilboð í Chevrolet Camaro árg 1971 glæsilegan bíl óskemmdan ekinn 30.000 mílur. Tilboðum sé skilað á staðnum eða á skrifstofu vora Aðalstræti 6 Reykjavík fyrir kl. 17.00 mánudaginn 26. nóvember 1973. TRYGGINGAMIÐSTÖÐIIM H.F., ASalstræti 6, Reykjavík. BARNASKÓBÚÐIN LAUGAVEGI 27 NÝKOMIÐ JÓLASKÓSENDING Orðsendlng frá Slgrúnu Vorum aó taka upp: telpna og dömublússur, náttföt á alla fjölskylduna, ulpur á 1 —10 ára, gott verð, barnabuxur og peysur, margar gerðir, köflótt og einlit teryleneefni, samstæð, ný munstur í straufríu Night and Day, einnig damask, léreft og mislitt lakaefni. Saumum sængurfatnað eftir pöntunum. Handklæði margar gerðir og litir. Athugið nytsamar jólagjafir í Sigrúnu. Opið til 10 alla föstudaga, fram til jóla. Sigrún, Heimaveri, Álfheimum 4. TELPNASKÓR — Glæsilegt úrval. Stærðir 24 — 39. TÖFLUR — Litríkar og vandaðar. Stærðir 28 — 39. BARNASKÓR — Úr rúskinni og leðri m/innleggi. Stærðir 19 — 27. FORELDRAR Verzlið meðan úrvalið er mest. Póstsendum. BARNASKÓBÚDIN LAUGAVEGI 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.