Morgunblaðið - 01.12.1973, Síða 3

Morgunblaðið - 01.12.1973, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1, DESEMBER 1973 3 Ulrika Aminoff hjá máluðu steinunum sfnum. „AF LM OG SAL” r Samtalsbók Asgeirs Bjarnþórsson- ar og Andrésar Kristjánssonar Ulrika Aminoff með list- sýningu á Selfossi Selfossi —27. nóvember. Ulrika Aminoff Stefánsson hef- ur opnað listsýningu á Selfossi. Hún sýnir hér 22 venjuleg mál- verk, en auk þess 38 málverk, sem hún hefur gert á steina á hinn listrænasta hátt, og 9 myndir, sem hún hefur málað á sæbarðar spýt- ur. Ulrika Aminoff er ættuð frá Finnlandi, „en eiginmaður minn er íslenzkur, og fluttist ég með honum hingað til íslands ár- ið 1937. Ég er nú islenskur ríkis- borgari," sagði Ulrika í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins á dögunum. Eg hafði þá stundað listnám í þrjú ár i Adineum í Finnlandi og á annað ár í Basel í Sviss. Auk þess sótti ég listanámskeið í Sviss, Svíþjóð og Finnlandi. Ég málaði talsvert áður en ég kom hing- að og fyrst eftir komuna til ís- lands, en síðan lagði ég litina á hilluna og málaði ekki í mörg ár. T.d. bjó ég í 19 ár í Bolungarvík, þar málaði ég ekkert, en þó mun ég hafa málað þar leiktjöld. Svo var það árið 1965, að ég fór að mála myndir á steina, sem ég fann úti í nátturunni. Þá átti ég heima að Sólheimum í Grímsnesi. Þessar myndir mfnar gaf ég flest ar, en seldi þó sumar og hélt þeim ekki til haga. Það var svo i vor, sem ég byrjaði að mála á reka- spýtur. Flest málverkin á þessari sýn- ingu minni eru máluð á þessu ári, en fáein eru þó gömul. Þetta er í fyrsta sinn, sem ég hefi haft mig upp í það að halda málverkasýningu, ég hef satt að segja ekki þorað að leggja í það fyrr. Það var Kristján Baldvins- son sjúkrahúslæknir á Selfossi, sem kom mér til að fara út i að sýna. Ég lá á sjúkrahúsinu hjá honum um tima sl. sumar, og þá sá hann hjá mér myndir og teikn- ingar. Sýningin verður opin næsta hálfan mánuð, a.m.k., daglega frá kl. 14.00—21.00. Myndirnar eru flestar til sölu en fáeinar eru þó í einkaeign. Eg er strax búin að selja 18 verk, og er það meira en ég átti von á svona á fyrstu dögum sýningarinnar, því ég hefi litið getað auglýst syninguna ennþá. FréttamaðurMbl.hvetur fólk til að koma og sjá þessa ágætu sýn- ingu. Það er stutt að fara fyrir Selfyssinga, en fyrir Reykvikinga og aðra vestan heiðar er rétt hæfi- legur spölur að skreppa að Sel- fossi eftir góðum vegi, fá sér hressingu i Hótel Selfossi, um leið og þeir velja sér fallega mynd hjá Ulriku. Tómas. KVÖLDVÖKUUTGÁFAN hefur sent frá sér bókina ,,Af lífi og sál“, sem er samtalsbók þeirra Andrésar Kristjánssonar ritstjóra og Asgeirs Bjarnþórssonar list- málara. I fréttatilkynningu útgáf- unnar segir, að Ásgeir skýri frá kynnum sínum af ýmsum merk- um mönnum á sviði stjórnmála og menningarmála, m.a. Ásgeiri Ásgeirssyni forseta og Jónasi frá Hriflu, Halldóri Laxness, Stefáni frá Hvítadal, Jóni Stefánssyni og Engilberts, svo að nokkrir séu nefndir. Allmargar ljósmyndir prýða bókina, sem skiptist i allmarga kafla. Á forsíðu er sjálfsmynd eftir Ásgeir. Bókin er 203 blað- Stúdentafagn- aður féll nið- ur vegna þjóna- verkfallsins FYRIRHUGAÐUR fullveldis- fagnaður Stúdentafélags Reykja- vikur, sem fram átti að fara að Hótel Sögu í gærkveldi, féll niður vegna þjónaverkfallsins. Frétt blaðsins í gær um fagnað- inn var á misskilningi byggð, þar sem i fréttatilkynningu frá Stúdentafélaginu, sem barst fyrir nokkrum dögum, var sá fyrirvari á hafður, að þjónaverkfallinu yrði lokið. síður. Ilún er prentuð hjá Prent- verki Akraness og bundin í Nýja bókbandinu. Asgeir Bjarnþórsson Andrés Kristjánsson FORD SAMEINAR KOSTINA Þetta er sá minnsti í Ford fjölskyldunni og sá ódýrasti. En rýmið, aflið og aksturshæfnin kemur öllum á óvart. í Ford Escort er hreinlega gaman að aka þegar umferðin er sem mest. Og á þjóðvegunum nýtur maður mýktarinnar og kraftsins sem einkennir Ford Escort. Bíll sem er margverðláunaður úr aksturskeppni um víða veröld. Það segir sitt um vélina. 1974 árgerð er komin. SUDURLANDSBRAUT 2 SÍMI 3 53 00 •• j ' [—llfwri* ^111 1 f—1—^ □ i | J L j

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.