Morgunblaðið - 01.12.1973, Síða 6

Morgunblaðið - 01.12.1973, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1973 DMCBÓK t dag er laugardagurinn 1. desember, sem er fullveldisdagur tslands, 335. dagur ársins 1973. Elegfumessa. 6. vika vetrar hefst, eftir lifa 30. dagar. Árdegisháflæði er kl. 10.15, sfðdegisháflæði kl. 22.45. Þér elskaðir, nú erum vér Guðs börn, og það er ennþá ekki orðið bert, hvað vér munum verða. Vér vitum, að þegar hann birtist, þá munum vér verða honum Ifkir, þvf að vér munum sjá hann eins og hann er. (1. Jóhannesar bréf, 3.2). ÁRIMAÐ HEILLA I dag verða gef in saman f hjóna- band í Háteigskirkju af séra Óskari J. Þorlákssyni, Sigríður Ragnheiður Jónsdóttir og Gunnar Briem. Heimili þeirra er að Ægis- síðu 60, Reykjavík. 1 dag verðagefin saman í hjóna- band í Þjóðkirkjunni í Hafnar- firði af séra Garðari Þorsteins- syni, Guðrún Einarsdóttir og Pét- ur Arnason, Ölduslóð 30, Hafnar- firði. 1 dag verðagefin saman í hjóna- band í Dómkirkjunni af séra Þóri Stephensen, Þórunn P. Þórisdótt- ir, Grenimel 6, og Jón Eiríksson, Hegranesi 26. í dag verðagefin saman í hjóna- band í Bústaðakirkju af séra Ólafi Skúlasyni, María Anna Kristjáns- dóttir, Kleppsvegi 2, og Jesus Manuel Potenciano frá Madrid á Spáni. Heimili þeirra verður fyrst um sinn að Kleppsvegi 2, Reykja- vík. I dag verðagefin saman í hjóna- band Asgerður Þórisdóttir hjúkr- unamemi og Kristinn Sigmunds- son kennari. Heimili þeirra er að Háteigsvegi 17, Reykjavík. 1 dag verða gefin saman i Bú- staðakirkju af séra Ólafi Scúla- syni, Gunnhildur Jakobína Lýðs- dóttir og Gunnar Helgi Hálfdán- arson. Heimili þeirra verður að Garðsenda 11, Reykjavfk. I dag verða gefin saman í hjóna- band í Bústaðakirkju af séraÓIafi Skúlasyni, Bergþóra Oddgeirs- dóttir og Hörður Harðarson. Heimili þeirra verður að Lindar- götu 54, Reykjavik. í dag verðagefin saman í hjóna- band i Bústaðakirkju af séra Ólafi Skúlasyni, Þöra Sigurðardóttir Hólmgarði 51, Reykjavík, og Arn- þór Sigurðsson, Hásteinsvegi 53, Vestmannaeyjum. Heimili þeirra verður að Faxastíg 31, Vest- mannaeyjum. 1 dag verðagefin saman í hjóna- band f Bústaðakirkju af séra Ólafi Skúlasyni, Biynhildur Björk Kristjánsdóttir, Ásbraut 15, Kópa- vogi, og Diðrik Ólafsson, Langa- gerði 98, Reykjavík. Heimili þeirra verður að Ásbraut 15. 1 dag verða gefin saman í hjóna- band í Langholtskirkju af séra Sigurði Hauki Guðjónssyni, Guð- laug Anna Sigurfinnsdóttir og Yngvi Þór Kristinsson. Heimili þeirra verður að Hrafnhólum 2, Reykjavík. ÁHEIT DG BJAFIR | 11aI Igrímskrikja f Saurbæ: Gamalt og nýtt áheit K.S. 1000, Ragnheiður 2000, Breiðholt Kvenfélag Breiðholts heldur ár- legan basar sinn í anddyri Breið- holtsskóla á morgun, sunnudag, og hefst hann kl. 3 e.h. Af því, sem þar verður á boð- stólum, má nefna handunna muni, lukkupoka og heimatilbún- ar kökur. Allur ágóði af basarn- um rennur til liknarstarfs í hverf- inu. Kvöld-, nætur- og helgidaga- varzla apótcka f Reykjavfk vik- una 30. nóv. — 6. des. er f Reykjavfkurapóteki og Laug- arnesapóteki. Nætur- og helgidagaþjónusta er f Reykja- vfkurapóteki. Læknastofur eru lokaðar á laugardögum og helgidögum, en læknir er til viðtals f göngudeild Landspítalans í síma 21230. Almennar upplýsingar um lækna- og lyfjabúðaþjónustu í Reykjavík eru gefnar i símsvara 18888. Mænusóttarbóiusetning fyrir fullorðna fer fram í Heilsu- verndarstöðinni á mánudögum kl. 17.00—18.00. Vaktmaður hjá Kópavogsbæ — bilanasími 41575 (símsvari). Tannlæknavakt er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla laugardaga og sunnudaga kl. 17—18. Sfmi 22411. Heimsóknartími sjúkrahúsa Barnaspftali Hringsins: kl. 15—16, virka daga, kl. 15—17 laugard. og kl. 10—11.30 sunnud. Borgarspftalinn: Mánud.—föstud. kl. 18.30—19.30. Laugard. og sunnud. kl. 13.30— 14.30 og kl. 18.30—19. Flókadeild Kleppsspftala: Daglega kl. 15.30—17. Fæðingardeildin: Daglega kl. 15—16 og kl. 19—19.30. Fæðingarheimili Reykjavfkur: Daglega kl. 15.30—16.30. Heilsuverndarstöðin: kl. 15—16 og kl. 19—19.30 daglega. Hvftabandið: kl. 19—19.30, mánud.—föstud. laugard. og sunnud.kl. 15—16 og 19—19.30. Kleppsspftalinn: Daglega kl. 15—16 og 18.30—19. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15—17 á helgidögum. Landakotsspftali: Mán- ud.—laugard. kl. 18.30—19.30. Sunnud. kl. 15—16. Heimsóknar- tími á barnadeild er kl. 15—16 daglega. Landspftalinn: Daglega kl. 15—16 og 19—19.30. Sólvangur, Hafnarfirði: Mán- ud.—laugard. kl. 15—16 og kl. 19.30— 20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15—16.30. Vífilsstaðir: Daglega kl. 15—16 og kl. 19.30—20. AÐVENTUK V OLD Eins og undanfarin ár sér kirkjunefnd kvenna Dómkirkj- unnar um aðventukvöld í kirkj unni að kvöldi 1. sunnud. í að- ventu, sem nú ber upp á n.k. sunnudag, 2. desember. Sam- koman hefst kl. 8.30, og verður dagskráin hin vandaðasta. Má nefna, að frá Hulda Stefáns- dóttir fyrrv. skólastj. flytur er- indi, sem hún nefnir Jólaminn- ingar, strengjakvartett úr Tón- listaskólanum í Reykjavík leik- ur, Barnakór Hlíðaskóla syngur jólalög undir stjórn frk. Guð- rúnar Þorsteinsdóttur söng- kennara, frú Rut Ingólfsdóttir leikur einleik á fiðlu og Dóm- kórinn syngur nokkur lög undir stjórn Ragnars Björnssonar dómorganista. M.a. flytur hann nýtt lag eftir Ragnar við sálm- inn Þeir hringdu hljómþungum klukkum, eftir Jóhann Jónsson. Nýja sálmabókin verður tekin í notkun i Dómkirkjunni þennan dag, og þessi sálmur er einn af þeim, er þar koma fyrst fram í sálmabók. Aðventukvöldin eru löngu orðin fastur liður í safnaðar- starfi Dómkirkjunnar. Þangað hefur söfnuðurinn sótt sér þann hugblæ, sem minnir á, að jólin eru í nánd. Orðið aðventa þýðir koma, koma Jesú til safn- aðarins. Og vegna þess að hún er væntanleg, þurfa menn að undirbúa hug sinn og hjarta, svo að sú blessun, sem jólaboð- skapnum fylgir, megi fá þar varanlegan bústað. Jafnan hefur verið húsfyllir á aðventukvöldum Dömkirkj- unnar. Eg vona, að svo verði enn. Verið öll velkomin. Þórir Stephensen. Arið 1970 lét kvenfélagið Hringurinn gera fyrsta „platt- ann“ af fjórum, og er síðasti „plattinn" f þessari samstæðu nú kominn til landsins, en postu- línsverksmiður Bing & Gröndals í Kaupmannahöfn hafa séð um framleiðsluna. Ágóði af sölunni rennur, eins og raunar allur ágóð af fjáröflunarstarfsemi félagsins, til Barnaspítala Hringsins í Land- spítalanum og barnageðdeildar- innar við Dalbraut. Hattarnir eru aðeins seldir á einum stað, hjá Halldóri á Skóla- vörðustíg 2 í Reykjavik. Hver „platti“ kostar 1200 krónur, og er sá fyrsti nú að verða uppseldur. Þann 26. desember n.k. verður félagið 70 ára, en núverandi for- maður þess er Ragnheiður Einars- dóttir. Á morgun, sunnudag, er Hring- urinn með sína árlegu kaffisölu og basar, sem hefst kl. 3 e.h. að Hótel Borg. FRÉT T IR 1 Félagsstarf eldri borgara hefur „opið hús“ að Hallveigarstöðum mánudaginn 3. desember frá kl. 1.30 e.h. Fyrirhugaðri skoðunar- ferð í nýju lögreglustöðina hefur verið frestað til 10. desember. Þriðjudaginn 4. desember hefst handavinna kl. 1.30 e.h að Hall- veigarstöðum. Jólabasar til styrktar lömuðum og fötluðum verður við fjölbýlis- húsið að Iláaleitisbraut 26 — 30 1. og 2. desember. Fóstrunemar halda basar að Hallveigarstöðum í dag, og hefst hann kl. 14.00. Nemarnir hafa sjálfir unnið munina, sem á boð- stólum eru, en einnig verða til sölu heimabakaðar kökur. | TAPAD - FUIMDHD ~| í portinu á bak við Ingólfsapó- tek fannst nýlega alveg ný Heklu- úlpa, dökkblá að lit. Hettan er með loðkanti. Ulpan er merkt með upphafsstöfum og í vasa eru lopavettlingar. Ulpan gæti verið af strák, sem er á að gizka 12 — 13 ára. Eigandinn getur vitjað henn- ar I Ingólfsapótek. 1 SÁ MÆSTBESTI 1 Sigga og Stfna stóðu í biðröð f mjólkurbúðinni á laugardags- morgni. Þegar röðin var í þann veginn að koma að þeim, heyrðist Stína segja við Siggu: — Heyrðu, við skulum annars fara aftast í biðröðina aftur, ég er ekki nærri búin með allar kjafta- sögurnar. . . . að bera sams konar tilfinningar í brjósti IM R. <j U 5 Po' OH A)1 (Iql.'v ..•s.-fv.:.l . 197? by lo% Amp-les T.mes | BRIDBE Eftirfarandi spil er frá leiknum milli Bretlands og Grikklands í kvennaflokki í Evrópumótinu 1973. Norður S. 10-7-6-4-3 H. 4-3-2 T. Á L.7-6-3-2 Vestur S. — H. Á-K-D-9-8 T. 6 L. A-K-D-G-9-8-4 Austur S. Á-G-9-8-5-2 H. 5 T. K-G-8-5-3-2 L. — Suður S. K-D H. G-10-7-6 T. D-10-9-7-4 L. 10-5 Við annað borðið sátu grisku iömurnar A — V og þar opnaði vestur á 2 laufum. Austur mis- heyrði sögnina, hélt að félagi hans hefði opnað á 3 laufum og sagði því pass!! Við hitt borðið sátu brezku dömurnar A — V og sögðu þann- ig: V estur Austur 4g 5s 61 p Þetta er mjög óvenjulegt og skemmtilegt spil. Eina útspilið, sem hindrar, að sögnin vinnist, er tigul ás, því sagnhafi kemst ekki hjá þvi að gefa til viðbótar slag á hjarta. Sagnhafi var heppinn, því norðurlét út spaðaog þarmeð losnaði sagnhafi við tígul heima í spaða ásinn í borði. Opnun vesturs bíður um upp- lýsingar um ása og svarhöndin 5 grönd. — brezka sveitin græddi 15 stig á spilinu. --------♦ »■>------ Basar skáta Þessir skemmtilegu handunnu munir eru á meðal þess, sem selt verður á basar skátanna i Kópa- vogi á morgun, sunnudag. Basar- inn verður i Félagsheimili Kdpa- vogs og hefst kl. 15.00. Að vanda munu jólasveinar verða á basarnum og selja lukkupoka. Skátarnir halda basar fyrir hver jól, til ágóða fyrir starfsemi sína.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.