Morgunblaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1973 €IÍ0Í FORVITNILEG BÓK UM PÓLITÍSKA VIDSJÁRTÍMA Á MILLI WASHINGTON OG MOSKVA MINNINGAÞÆTTIR EMILS JÓNSSONAR FYRRUM RÁÐHERRA Emil Jónsson, fyrrum ráðherra, var um ára- tugaskeið einn svipmesti stjórnmálamaður þjóðarinnar. Hann segir hér sögu sína, sem án efa er mörgum forvitnileg og vís til að vekja deilur, því alltaf stóð styrr um Emil. Hann segir frá störfum í Hafnarfirði, á Al- þingi og í ríkisstjórnum, frá kynnum af inn- lendum og erlendum ráðamönnum og fjallar ítarlega um utanríkismál, sem nú eru í brennipunkti. Það verða ekki allir sáttir með það, sem Emil Jónsson hefur að segja, en allir, sem einhver afskipti hafa af stjórnmál- um eða hafa áhuga á þeim málum, verða að eignast þessa bók og lesa, hvar í flokki sem þeir standa. Þjóðleg, fróðleg og skemmtileg. Oscar Clausen: SÖGN OG SAGA Þetta annað bindi safnritsins Sögn og saga geymir margar minnisverðar frásagnir. Hér er langur þáttur um séra Sigurð Gunnarsson á Hallormsstað, náinn vin og samherja Jóns Sigurðssonar forseta, þáttur er um fyrstu innlendu kaupmennina í Reykjavík og upphaf verzlunar í Stykkis- hólmi, langur þáttur er um Ólaf Árnason sýslumann í Barðastrandarsýslu, sem var ríkur maður og dómharður og fróðlegur þáttur er um dætur og tengdasyni Skúla fógeta. Galdramannaþáttur er úr Grímsey og f rásagnir eru af ríkum Breiðfirðingum, auk fleiri frásagna og þátta. — Sögn og saga á því erindi við alla, sem þjóðlegum fróðleik unna. Sjófróður og skemmtilegur sögumaður. Ragnar Ásgelrsson: SKRUDDA II Þetta annað bindi af Skruddu hefur að geyma sögur, sagnir og kveðskap úr Húnavatns- til Rangárvallasýslu og er skemmtilegt og fróðlegt, svo sem við er að búast, því Ragnar var mikill smekkmaður á íslenzkt mál, prýðilega ritfær og með næma eftirtekt og skarpskyggni á þjóðleg einkenni. Hann var sjófróður sögumaður, sem safnaði að sér miklu magni sagna og sérstæðra vísna á ferðum sínum sem erindreki Búnaðarfélags íslands. Fyrsta bindi af Skruddu kom út í fyrra, en lokabindið kemur út á næsta ári. Þessi nýja útgáfa á Skruddu Ragnars Ásgeirssonar er stóraukin og endurbætt. Horfnir atvinnuhættir og mannlíf á Suðurlandi. Jðn Glsiason: ÚR FARVEGI ALDANNA í þessari bók kennir margra grasa: Hér er m.a. þáttur úr sögu sunnlenzkra höfuðbóla og eru þar skráðar sagnir úr Laugardalshverfi f Hraungerðishreppi f Flóa, þáttur er um árflóðið mikla í Hvítá 1889 og fróðlegur þáttur er um örnefni og horfna atvinnuhætti á Suðurlandi. Þá er hér einnig að finna valdar þjóðsögur úr safni séra Steindórs Briem, prests í Hruna, og er bókin góður viðauki við áður útgefin sagnasöfn, — kjörbók þeirra, er þjóðlegum fróðleik unna. jón eisusen • TJP4. rriÁjwBsox Öndvegisverk í nýjum búningi. A.x^iDjA.isrisrA. Ellnuorg Lðrusdötllr: FÖRUMENN l-ll Förumenn Elfnborgar verður ávallt talið eitt helzta ritverk þessarar mikilvirkju og vinsælu skáldkonu. Uppistaða sög- unnar er sveitarlffslýsing frá sfðustu öld, þættir úr sögu Efra Ás ættarinnar, skapgerð hennar og Iffsskoðanir, en inn á milli er ofið myndum úr lífi sérkennilegra förumanna, er hátternis vegna og umkomuleysis urðu utanveltu við samfélag annarra manna. Þegar Förumenn komu fyrst fyrir almenningssjónir fékk þetta mikla ritverk Elínborgar mjög lofsamleg ummæli og var skáldkonunni Ifkt við Selmu Lagerlöf og Sigrid Undset. FÖRUMENN SKUtxwaÁ ÍSLENDINGA SÖGUR MEÐ NÚTÍMA STAFSETNINGU Eina heildarútgáfa íslendinga sagna og þátta, sem prentuð hefur verið með lögboðinni nútfmastafsetningu og auð- veldar því öllum að njóta bókanna til fulls. Út eru komin 8 bindi af þessari vönduðu heildarútgáfu og þar með er lokið útgáfu allra sagnanna, en á næsta ári kemur lokabindið, sem hefur að geyma nafnaskrá við sögurnar og atriðisorða- skrá, en slík skrá er alger nýlunda við útgáfu íslendinga sagna Eftir áramót verðum við að láta binda nýtt upplag sagnanna og þá hækkar verð þeirra. Frestið því ekki að kaupa þessa veglegu heildarútgáfu, en bækurnar er einnig hægt að fá með afborgunarkjörum, kr. 1.000.00 á mánuði. ISLENZKAR FORNSÖGUR Skemmtilegar mannlýsingar og skyndi- myndir af atburðum. Magnús Gestsson: ÚR vestur- BYGGÐUM BARDASTRANDARSÝSLU Sagt er frá sérstæðum og eftirminnilegum mönnum, t.d. Helga í Raknadal, Erlendi ríka á Látrum, Niels Björnssyni frá Hvallátrum, Þórði Guðbjartssyni á Patreksfirði, Guð- mundi Jónssyni, með auknefnið vinnumaður, Gunnlaugi Kristóferssyni frá Brekkuvelli, Eiríki á Konungsstöðum og Jóni bónda i Breiðavík. Einnig koma við sögu Björn i Sauðlauksdal, Snæbjörn í Hergilsey og séra Þorvaldur Jakobsson. Auk þess er hér að finna óvenju kjarngóðar og magnaðar draugasögur, svo sem þær gerast svæsnastar á Vestfjörðum og frásagnir eru af álagablettum. sjóskrimsl- um og merkum draumum. — Þetta er bók, sem allir hafa gaman af að lesa. ÖSAGDi R HI.UTiP. UM SKALDlO A ÞRÖM <•: : Úr dagbókum mannsins, sem varð kveikjan að Heimsljósi Halldórs Laxness. Gunnar M. Magnúss: ÚSAGÐIR HLUTIR UM SKÁLDIÐ A ÞRÖM Áður óprentaðar og forvitnilegar frásagnir frá samtíð Magnúsar Hj. Magnússonar af persónu- legum kynnum hans af merkum mönnum og sérkennilegu fólki. Stórfróðlegir þættir um fræði- manninn Sighvat Grímsson Borgfirðing stórbónd ann Þorvald á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, gáfumanninn Friðbert í Hraunakoti og Steindór í Botni, síðasta útilegumanninn, sem var á Vest- fjörðum, — auk margvíslegs annars efnis. Skáldið á Þröm var alþýðuskáld og sístarfandi fræðimaður, sem Halldór Laxness hefur gert ódauðlegan. SKUGGSJÁ STRANDGÖTU 31 — SÍMI 50045 — HAFNARFIRÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.