Morgunblaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1973 gerð sinni segir mennta- málaáðherra, að honum sé engin launung á þvi, að rækilegri álitsgerð Páls S. Árdal hafi ráðið úrslitum um ákvörðun sína, en Páll S. Árdal segir i álitsgerð sinni: ,,í huga minum er enginn efi um það, aðégtel Þorstein Gylfason lang bezt fallinn umsækjend- anna til að takast á hendur lektorsstöðuna við Há- skóla íslands.“ Og segir ráð herrann síðan í greinar- EMBÆTTISVEITING Á RÖKUM REIST Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Rítstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Áucdýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 360,00 krá mánuði innanlands. í lausasölu 22, 00 kr. eintakið Að undanförnu hefur Þjóðviljinn gert harða hríð að Magnúsi Torfa Ólafssyni menntamálaráð herra vegna veitingar hans á lektorsembætti við heimspekideild Háskóla ís- lands, og hefur kommún- istablaðið haldið því fram, að hér sé um pólitiska mis- beitingu embættisvalds að ræða, jafnframt því sem tækifærið hefur verið not- að til þess að gera lítið úr þeim umsækjandanum, sem embættið hlaut. Morgunblaðið hefur áð- ur vikið að þvf, að þessi herferð gegn menntamála- ráðherra sýni, hver vinnu- brögð kommúnista verða í ríkisstjórninni eftir aðþeir voru auðmýktir svo mjög í landhelgismálinu, þeir muni nota hvert tækifæri sem gefst til þess að vega aftan að samstarfsmönnum sínum. En nú hefur Magnús Torfi Ólafsson sent frá sér greinargerð um embættaveitingu þessa, sem birt er í Morgunblaðinu í dag og tekur hún af öll tvímæli um, að embættaveiting menntamálaráðherra í þessu tilfelli er á fullum rökum reist. Um lektors- embætti þetta í heimspeki- deild voru 5 umsækjendur og var skipuð sérstök dóm- nefnd til að skila áliti um umsækjendur, en hana skipuðu Páll S. Árdal prófessor og dr. Jóhann Páll Árnason. í greinar- gerð sinni, að Páll S. Árdal „telur þessum dómi til stuðnings bæði framlag Þorsteins til að efla áhuga á heimspekilegum fræðum á íslandi, ritfærni hans og prýðilega háskóla- menntun“. Á þessum forsendum fyrst og fremst hefur menntamálaráðherra skip- að í lektorsembætti þetta, svo og vegna hins, að af fimm umsækjendum hlutu aðeins tveir atkvæði í heimspekideild og var sá, sem embættið hlaut, annar þeirra. Af þessu er ljóst, að herferð Þjóðviljans gegn menntamálaráðherra í þessu efni er ekki á rökum reist, en af annarlegum toga spunnin. Hitt er svo annað mál, að í sambandi við þær tvær lektorsstöður, sem auglýst- ar voru við heimspekideild Háskóla íslands og meðferð á þeim, má ýmsar athuga- semdir gera. Það er t.a.m. athyglisvert, að dr. Jóhann Páll Árnason tekur að sér að skila álitsgerð um um- sækjendur um fyrra lekt- orsembættið, en sækir sið- an sjálfur um síðara lekt orsembættið. Með ólíkind um má telja, að dr. Jóhann Páll Árnason hafi ekki ver ið búinn að gera upp hug sinn um aðsækja um þetta embætti, er hann samdi álitsgerð sína, og er þá um að ræða alvarlegt brot á þeim siðareglum, sem gilda innan háskóla. Annað hvort hefði þessi dóm- nefndarmaður sjálfur átt að ákveða að skila ekki álitsgerð eða heimspeki- deild hefði átt að taka þá ákvörðun, að álitsgerð hans yrði ekki lögð til grundvallar. Hér er um einfalt mál að ræða og augljóst, en her- ferð sú, sem Þjóðviljinn hefur hafið gegn mennta- málaráðherra út af málinu, sýnir við hverju samstarfs- menn þeirra Lúðvfks Jósepssonar og Magnúsar Kjartanssonar mega búast af hendi þeirra og þeirra, sem þeim tekst með vafa- sömum málflutningi að blekkja til fylgis við.rang- an málstað. VAKNAR AF VÆRUM BLUNDI Fyrir nokkru fluttu 9 þingmenn Sjálf- stæðisflokksins þings- ályktunartillögu á Alþingi, þar sem skorað var á ríkis- stjórnina að hraða aðgerð- um til þess að jarðhitinn yrði hagnýttur og gera allar nauðsynlegar ráðstaf- anir í þ\í efni. Það er til marks um sofandahátt iðnaðarráðuneytisins, að það er ekki fyrr en þessi þingsályktunartillaga var fram komin, sem Magnús Kjartansson iðnaðarráð- herra vaknaði af værum blundi og fól verkfræði- skrifstofu að athuga, hvernig hægt væri að framfylgja þeim ábending- um, sem fram koma í þings- ályktunartillögu sjálf- stæðismannanna. Jóhann Hafstein: Utanríkisnefnd — vitund almennings EIGI VAKIR það fyrir mér, að stinga niður penna til þess að ýfa upp deilur. Hitt er annað, að fyrirsögn greinarinnar gefur til kynna máiefni, sem nauðsyn krefur, að almenningur viti hið rétta um. Ég tel því ekki saka aðgera nokkrar áréttingar. I fiskveiðideilunni við Bieta, sem nú er til lykta leidd með bráðabi rgðasamkom u 1 agi, h af a viðræður við brezka viðsemj- endur jafnan verið ræddar í utanríkisnefnd og þeirri land- helgisnefnd, sem samkvæmt stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar var á laggirnar sett til þess að hafa samráð við stjórnarandstöðuna um þetta mikilvæga mál, sem og hitt, að ná sem beztri samstöðu og einingu, sem stundum hefur jafnvel á broslegan hátt verið talið það eina, er máli skipti í sambandi við landhelgismálið. Eg hygg þó hins vegar, að einingin út af fyrir sig sé einskis virði, ef hún er ekki boðandi jákvæðs árangurs. Bretar hafa gefið út fleiri en eina „Ilvíta bók“ sem þeir svo kalla, um fiskveiðideiluna við íslendinga. Þar tfundar brezka ríkisstjórnin stöðu málsins frá sinu sjónarmiði, en ætla verð- ur, að megin áherzla sé á það lögð, að í slíkum „Hvitum bók- um“ sé ekki hampað ranghermi, hvað þá heldur ósannindum. Við íslendingar höfum ekki gefið út slíkar „Hvítar bækur", en á hinn bóginn ýmsa bæklinga og rit um landhelgismálið, sem flest hafa borið, einkenni þess að vera upplýsingarit um stöðu okkar sem fiskveiðiþjóðar og mikilvægi fiskveiðilögsögunnar okkur til handa á landgrunninu öllu. Ég tel, að við eigum að gefa út „Hvíta bók“ um það, sem gerzt hefur og á milli okkar og Breta farið f landhelgis- málinu. Ekki segi ég, að brýna nauðs.vn beri til útgáfu hennar nú. en hún á að verða til innan tíðar og geyma sögulegar staðreyndir fyrir komandi kyn- slóðir. Fyrst er að minnast á smá- atvik, sem gerðist fyrir rúmu ári, í byrjun september, er við íslendingar færðum fiskveiði- mörkin út að 50 mílum. Ymsum hafði þótt þóf og viljaskortur einkenna tilraunir til bráða- birgðasamkomulags og hindra allan ái’angur. Eg skrifaði stutta grein í Morgunblaðið, sem birtist þann 6. september 1972, undii- fyrirsögninni: „Hvað bar á milli íslenzku ríkis- stjórnarinnar og Breta 1. september 1972?“ Það stóð ekki á viðbrögðunum í Þjóðviljan- um. Blaðið átti viðtal við sjávar- útvegsráðherra um þessi skrif mín og fyrirsögnin var: „Þaðer langl bil milli íslendinga og Breta.“ Ég endaði mfna grein með þessum orðum: „íslenzka landhelgisgæzlan hefur farið að með gát. Eflaust er það að boði forsætis- og dómsmálaráðherra. Hér er hyggilega að farið. Sama verður ekki sagt um brezka togara, sem skipa sér í flokk sjóræningja með því að breiða yfir nafn og númer og ögra íslendingum með hljóðfæra- slætti um það, „að Bretar stjórni á hafinu". Hver ber nú gæfu til að stöðva án tafar deil- ur, áður en óhöpp hl jótast af?“ í viðtalinu við Þjóðviljann sagði sjávarútvegsráðherra, að hann væri alveg undrandi á þessum skrifum og fullyrðing- um mínum og gæti hann með engu móti skilið, hvernig á slíkum skrifum stæði. Iiann taldi fullyrðingar mínar al- rangar, eins og þar stóð. Blaðið sagði eftir viðtalið við ráðherr- ann: „Sérhvert barn sér, hvílíkt djúp er staðfest milli afstöðu íslendinga og Breta í land- helgismálinu. Ogsvo skrifar Jó- hann Hafstein í blað sitt og heldur því fram, að lítið beri á milli. „Hvernig stendur á þessu rugli mannsins.““ Ég óskaði eftir því við for- sætisráðherra og utanríkisráð- herra, að mega birta stuttan kafla úr skýrslu, sem greindi frá síðustu viðræðum Islendinga og Breta fyrir út- færsluna, en þær sönnuðu, að mál mitt var hárrétt. Báðir sögðu ráðherrarnir, að allt, sem ég hefði sagt, væri satt og rétt, en báðu mig hins vegar að svo stöddu, að biðja ekki um að mega birta úr þessum skýrslum orðrétt það, sem haft væri eftir brezkum viðsemjendum, m.a. Lady Teeedsmuir, meðan samningaumræðum við Breta væri ekki lokið. Ég varð við tilmælum ráðherranna og féll frá birtingu úr viðræðuskýrsl- um í bili. Nú vita þeir mörgu, sem hafa haft þær með hönd- um, að hvert orð, sem ég hef sagt, var satt og rétt, eins og ráðherrar Framsóknarflokks- ins sögðu. Get ég í sjálfu sér látið mig litlu skipta, þótt sjávarútvegsráðherra kalli mig ósannindamann að skjalfestum ummælum og staðreyndum. Ilann er ekki af almenningi þessa lands talinn boðberi sannleikans öðrum mönnum fremur. Ég rifjaði þetta upp á utanríkisnefndarfundi, er það í raun og veru deginum ljósara, að strax f.vrir ári síðan var unnt að ná bráðabirgðasamningum við Breta, sem að öllu athuguðu hefðu bæði verið okkur og þeim hagstæðari en sú framvinda mála, sem orðíð hefur. Það hefur þvf miður ráðið um of skrifum sumi'a blaða og fram- komu einstakra manna, að geislabaugur myndaðist um höfuð sjávarútvegsráðherrans í landhelgismálinu, sem þó allra sízt skyldí, án þess nánar sé út í það farið nú. En ég man ekki betur, en ég hafi á sumum Biblíumyndum einnig séð geislabaug um höfuð Júdasar ekki óglæsilegri en þann, sem prýðir hi na betri postula. Sjálfur hafði sjávarútvegs- ráðherra gefið mér tilefni til að skrifa umrædda, stutta hug- vekju f Morgunblaðið, en hann hafði sagt í viðtali við Þjóð- viljann þann 15. ágúst sumarið 1972, að hann og samráðherrar hans hefðu þá þegar afhent Bretum nýjar tillögur til bráða- birgðalausnar á landhelgis- málinu ,,í fullu trausti þess, að Bretar samþykktu nú grund- vallaratriði okkar". Eg hefi fjölmörg skjöl undir höndum, sem einnig sanna sams konar viðhorf annarra ráðherra núverandi ríkis- stjörnar um það, að „ekki væri mikið, sem bæri á milli" Breta og Islendinga þá um suntarið 1972. Utanríkisráð’herra fór heldur ekki dult með, að hann vonaðist eftir, að menn gætu sameinazt um stefnu, sem ein- hverjar líkur væru á, að Bretar gætu fellt sig við. Lengra skal ég ekki hafa þetta að sinni, en mun í næstu grein víkja að öðrum fundi utanríkisnefndar, sem snertir hugsanleg slit á stjórnmálasam- bandi milli íslands og Bretlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.