Morgunblaðið - 01.12.1973, Síða 34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1973
34
Fimleika-
hátíð
FIMLEIKAHATÍÐ á vegum
Iþróttakennarafélsgsins
verður á dagskrá í Laugar-
dalshöllinni á morgun frá
klukkan 14,30 til 17.30. Alls
munu 800 manns koma fram
á sýningunni í fjölmörgum
flokkum vfðs vegar að af
landinu. Er þessi sýning hin
þriðja sinnar tegundar og
hafa tvær hinar fyrri vakið
mikla og verðskuldaða
athygli. Er fólki bent á að
mæta tímanlega svo ekki
mvndist troðningur við inn-
ganginn. Myndin er af
ungum stúlkum á einni af
fyrri fimleikasýningunum.
— hefði sænska liðið verið í sama gæðaflokki og undanfarin ár
ÁSGEIR Sigurvinsson hefur
leikið með aðalliði Standard
Liege alla sfðustu leiki og staðið
Tap í landsleik í handknattleik
gegn Svfum er rauninni ekki svo
slæmur árangur sé munurinn
ekki meiri en eitt mark. En ef
landsleikurinn í fyrrakvöld er
hafður í huga þá verður að segjast
eins og er, að íslen/ka liðið lék
þennan leik alls ekki nógu vel.
Svfarnir virtust gjörsamlega
áhugalausir fyrir leiknum og
frammistaða þeirra var eftir þvf.
En eins og svo oft áður þurfti
fslenzka landsliðið að vera heldur
lakara en andstæðingurinn. Svfar
hafa undanfarin ár staðið feti
framar fslendingum og verið
meðal alsterkustu handknatt-
leiksþjóða f heimi, en nú er Bleik
hins vegar brugðið og sænska
landsliðið virðist ekki margra
fiska virði frekar en það íslenzka.
Með sama áframhaldi á íslenzka
landsliðið ekki mikið erindi í úr-
slitakeppni HM í handknattleik.
Ef ekki verður stökkbreyting á
leik islenzka landsliðsins fram að
þeim tíma verða sögurnar af
þeirri ferð aðeins sorgarsögur.
Það, sem af erþessu keppnistíma-
bili hefur landslið okkar leikið 7
landsleiki, unnið tvo, tapað fjór-
um og gert eitt jafntefli. Ekki
góður árangur ef haft er í huga,
að þær þjóðir, sem við eigum eftir
að leika við í vetur, eru allar
sterkari eða jafnsterkar þeim
þjóðum, sem við höfum mætt til
þessa.
Landsleikurinn við Svía hafði
vissulega ýmsa kosti til að bera.
Skal þar fyrst nefnd hetjuleg
frammistaða Ölafs Benedikts-
sonar í markinu, varzla sem Ölafs
Tékkar unnu
Á OPNA borðtennismótinu sem
nú stcndur yfir f Svfþjóð unnu
Tékkar heimsmeistara Svía, 3:0, í
gær. Ba>ði Stellan Bengtson og
Kjell Johannsson töpuðu. Þá
unnu Ungverjar Kfna 3:0 og
Norðmenn meðsömu tölu.
Kfnverska liðið kemur sem
kunnugt er hingað til lands á
mánudaginn.
er því miður allt of sjaldgæf hjá
islenzkum handknattleiksmark-
vörðum, en vonandi fyrirboði
þess sem kemur. Varnarleikur
liðsins var einnig góður og hann
verður hróss en ekki aðfinnslu.
Þá eru líka kostirnir við lands-
leikinn upptaldir.
í sókninní var íslenzka liðið
ekki sannfærandi, leikur liðsins
ekki nægilega ógnandi á köflum
og nýting léleg hjá flestum. Lfnu-
menn jafnt sem langskyttur áttu i
vandræðum með að finna leiðina
framhjá hinum frábæra mark-
verði Svíanna.
Ekki er ástæða til að ráðast á
einstaka leikmenn í íslenzka lið-
inu. Eins og nú standa sakir eru
örfáir menn sjálfsagðir í liðið, en
um hina má deila. Þeir, sem að
mati undirritaðs eru sjálfsagðir,
eru Björgvin, Axel og Ólafur, þá
áttu bæði Gísli Blöndal og Viðar
Símonarson ágætan ,leik gegn
sænska liðinu og virðaát nokkuð
öruggir um sæti sin.
Talað hefur verið um að
breiddin í íslenzkum handknatt-
leik sé alltaf að aukast, en ef til
vill er meðalmennska ágætt orð
fyrir þessa sömu breidd. Hand-
knattleikurinn hefur að minnsta
kosti sjaldan verið eins daufur og
um þessar mundir og fátt, sem
laðar fólk að leikjum. Fólk er
orðið þreytt á handknattleiknum
og orsökin gæti einmitt verið sú,
að okkur hefur farið aftur í
i'þróttinni.
Tveimur beztu handknattleiks-
mönnum okkar hefur verið haldið
fyrir utan þetta spjall, þeim Ólafi
H. Jónssyni og Geir Hallsteins-
syni. Þessir burðarásar íslenzks
handknattleiks geta breytt ís-
lenzka landsliðinu mikið og ef til
vill verður það þeirra frammi-
staða að íslendingar fara ekki illa
út úr komandi Iandsleikjum, en
ósköp er illa komið fyrir islenzk-
um handknattleik, að hann skuli
vera sviplaus án þessara tveggja
manna. .ajj
Bikarkeppni KKÍ
BIKARKEPPNI Körfuknattleiks-
sambands íslands hefst í janúar.
Þátttökutilkynningar þurfa að
hafa borizt fyrir 10. desember n.k.
i pósthólf 864.
Luther-skólanum veitt
Frá Kristni Jörundssyni:
íslenzka körfuknattleikslands-
liðið fékk langþráða hvíld frá
keppni og ferðalögum, er það kom
til Luther’s háskólans. Þar vorum
við i fjóra daga, og móttökurnar
voru hreint frábærar, eins og þær
hafa alls staðar verið í Banda-
rikjunum.
Leikurinn viðLuther fór fram i
íþróttahúsi, sem háskólinn á, og í
því eru 3 körfuknattleiksvellir,
hlið við hlið, með samtals 18 körf-
um. Þarna er líka sundlaug og
fleiri herbergi með íþróttaáhöld-
um í. í kringum liðið, eins og öll
önnur lið, sem við höfum leikið
við, starfa 3—4 menn, ásamt
þjálfara. Eru þeir aðstoðar-
þjálfarar, sjúkraþjálfarar, sem
vefja menn og sv. fr.
Fyrri hálfleikur leiksins við
Luther var mjög jafn framan af
og eftir 5 mínútna leik stóð t.d. 94
fyrir okkur og um miðjan hálf-
leikinn höfðum við enn yfir 24-22.
Eftir það sigu Bandaríkja-
mennirnir svo frammúr og í hálf-
leik höfðu þeir 47-37 yfir.
íslenzka liðið var óheppið með
skot í seinni hálfleiknum, enda
þreytan farin að segja til sin.
Bandaríkjamennirnir sigu jafnt
og þétt fram úr og lauk leiknum
97-62, þeim í vil.
Stigahæstir í íslenzka liðinu
voru þeir Þórir Magnússon með
17 stig og Kristinn Jörundsson
með 13 stig. Þórir var einnig val-
inn maður leiksins og fékk að
launum körfubolta við mikinn
fögnuð áhorfenda.
íslenzka liðið lék fyrri hálfleik-
inn vel, og sagði þjálfari banda-
ríska liðsins, að íslendingarnir
hefðu komið sér mjög á óvart, en
hans lið hefði hins vegar haft
Sigurvinsson (18)
le meilleur!
„SIGUR”
HJÖRTU
SIGRAR
BELGA
sig með miklum ágætum. Hann er
nú orðinn fastur maður í aðallið-
inu og hefur vakið mikla athygli
upp á síðkastið, ekki aðeins fyrir
góða leiki, heldur einnig fyrir
hinn unga aldur sinn. Asgeir er
ekki nema 18 ára og telst það til
tíðinda, að svo ungur leikmaður
komist í aðallið sterks félags eins
og Standard Liege.
Ásgeir gengur nú undir nafn-
inu ,,Sigur“ í Belgíu cg hann
hefur svo sannarlega sigrað
hjörtu Belga. 1 þremur síðustu
leikjum lios síns hefur Asgeir
skorað tvö mörk, annað með
þrumuskoti frá vítateig og hitt
með skalla frá vítapunkti. Annars
segir Ásgeir, að kollspyrnurnar
séu ekki sín sterkasta hlið, en
hann hefur fengið sérstaka með-
ferð í þeim efnum undanfarið.
Ásgeiri gengur rétt sæmilega
með frönskuna, „ég er farinn að
skilja sæmilega en að tala, það er
annað mál,“ segir Ásgeir sjálfur.
Um jólin fær Ásgeir leyfi frá
knattspyrnunni og ætlar þá að
koma heim.
Standard Liege er nú í sjötta
sæti f 1. deildinni i Belgíu með 12
stig eftir 10 leiki, efstu tvö liðin
eru með 15 stig, en síðan koma
þrjú lið með 13 stig. í dag á Stand-
ard að leika við meistara fyrra
árs, FC Brugge á útivelli og á
Ásgeir að leika þennan mikilvæga
leik.
FRESTANIR
í ENGLANDI
VEGNA snjóa og kulda á
Bretlandseyjum hefur fjöl-
mörgum leikjum, sem fram áttu
að fara í dag verið frestað. Þar af
hefur þremur leikjum f 1. deild-
inni verið frestað Þ.e. New-
castle—Burnley, Norwick—
Birmingham og Stoke—
Chelsea. Auk þess er talið
óliklegt, að leikur Manchesterlið-
anna geti farið fram. Verði fleiri
leikjum frestað en þremur af
þeim, sem eru á íslenzka get-
raunaseðlinum verður varpað
hlutkesti um úrslit þeirra.
keppni
meira þrek og getað keyrt á fullu
allan leikinn. Hvernig er hægt að
ætlast til þess að lið, sem æfir
bara þrisvar í viku, tvo tíma i
senn, geti unnið lið, sem æfir þrjá
tima á hverjum degi, sagði svo
Kent Finager, þjálfari Luther’s
skólans.
Frá Luther förum við til
Debougue, sem er á bökkum
Missisippi-árinnar og þar leikum
við á mánudagskvöldið. Háskól-
inn þar er sagður eiga á að skipa
mjög svipuðu liði og Luther,
þannig að við vonumst til að geta
staðið iþeim.
Axel Axelsson eygði þarna góða smugu í vörn
Svfanna og sendi knöttinn í netið, 1:0 fyrir Island.
(Ljósm. K. Ben.)
Tap gegn Svíum
ekki svo slakt