Morgunblaðið - 11.01.1974, Page 3

Morgunblaðið - 11.01.1974, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1974 3 tslenzki dansflokkurinn og stjórnendur hans. Loksins hefur ballett- uppbvggingin verið tekin föstum tökum. ISLENZKI dansflokkurinn er nú i fullum gangi, en mennta- málaráðuneytið hefur ákveðið, að standa straum af kostnaði við rekstur og starf flokksins. Stjórnandi ballettsins er Alan Carter, ballettmeistari er Julia Claire og framkvæmda- stjóri er Ingibjörg Björnsdóttir. Á blaðamannafundi í gær með þjóðleikhússtjóra, Sveini Einarssyni, og stjórnendum dansflokksins, kom það fram, að mikill hugur er í dansfólk- inu og margt á döfinni. Starf dansflokksins byggist á þvi, að byggja upp ákveðinn, mjög góðan, íslenzkan dans- flokk, en dansflokkurinn starf- ar mikið til sjálfstætt þótt hann sé í nánum tengslum við Þjóð- leikhúsið. Danskennsla og þjálfun er á hverjum degi frá kl. 2 —11 með matarhléi, en miðað er við 10 manna dansflokk í byrjun. Geta má þess, að 100 nemendur eru í dansskóla Þjóðleikhússins, sem kemur væntanlega til með að heita Skóli íslenzka dansflokks- ins. I skólanum er meðal ann- ars kennd undirstaðan fyrir samningu dansa. Þá hefur dansflokkurinn ákveðið að safna styrktar- meðlimum og mun undir- skriftasöfnun hefjast innan tíðar. Dansflokkurinn mun fram- vegis hafa sýningar í æfingar- sal sínum í Þjóðleikhúsinu og kváðust forráðamenn hans von- ast til þess, að fólk kæmi á sýningar, því það væri mikils virði fyrir dansarana að fá tækifæri til að dansa oft fyrir áhorfendur um leið og það væri skemmtilegt fyrir áhorfendur að kynnast hinu erfiða og stranga námi, sem ballettdans væri. Fyrstu sýningar verða 14. jan., 21. jan., 24. jan. og 28. jan. Æfingarsalurinn rúmar 50 manns, en verkefnin eru Sköpunin og Jónas í hvalnum. Sýningar hefjast kl. 21, en aðgöngumiðar eru seldir í miða- sölu Þjóðleikhússins og við inn- ganginn á austurhlið hússins. I hverjum mánuði verða sýn- ingar með nýjum verkefnum. Fyrst verður byrjað á gömlum ballettum, síðan nýrri verkum, og væntanlega verður þess ekki langt að biða, að íslenzkir ballettar sjái dagsins ljós. Islenzki dansflokkurinn hefur talað við fræðslustjóra Reykjavíkur um möguleika á að dansa i skólum og einnig að skólanemendur komi á sýn- ingar í æfingasalnum og yrði slíkt mjög til uppbyggingar. inn eflist stöðugt Einnig hefur flokkurinn hug á að sýná í sjúkrahúsum. Þá verður dansflokkurinn væntan- lega með verkefni á Listahátíð- inni í sumar og reynt verður að ferðast um landið. Síðasta ár tók sjónvarpið upp þátt með dansflokknum, Sköp- unina, og kvaðst Carter hafa haft góða samvinnu við Jón Þórarinsson dagskrárstjóra, sem hann vonaðist til að héldi áfram, því slíkt ætti bæði að vera hagur dansflokksins og sjónvarpsins. Dansararnir í tslenzka dans- flokknum eru: Auður Bjarna- dóttir, Ásdís Magnúsdóttir, Guðmunda Jóhannesdóttir, Guðrún Pálsdóttir,.Helga Bern- hard, Helga Eldon, Ingibjörg Pálsdóttir og Kristín Björns- döttir. Einnig er Áskell Másson trymbill í dansflokknum og mun hann leika fyrir dansi og semja með flokknum. Og það er ekki svo iftið, sem dansararnir þurfa að teygja úr sér á œfíntninum. Askell trvmhvli slær taktinn. Islenzki dansflokkur- úisnin ^ulinn Bergstaðastræti 4a Sími 14350 úisnm X • lll! IHllil i nllílll. TOKUM FRAM NYJAR VORUR Á ÚTSÖLUNNI í DAG BUXUR FRA KR.950.- JAKKAR FRÁ KR. 2.000.- KULDAJAKKAR FRA KR. 3.000.- LEÐURJAKKAR FRÁ KR. 5.000.- ýjiiiLué;' ENNFREMUR: PEYSUR, BLUSSUR, SKYRTUR, BOLIR OG NOKKURPÖR AFSKÓM - OPIÐ TIL KL.10 - ATH.: UTSALAN STENDUR AÐEINS YFIRINOKKRA DAGA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.