Morgunblaðið - 31.01.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.01.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANUAR 1974 FH - Fram 25—22 í GÆRKVÖLDI léku FH og Fram í 1. deild íslandsmótsins í hand- knattleik. Leiknum lauk með sigri FII, sem skoraði 25 mörk, en Fram 22 mörk. Staðan í hálfleik var 13—11 FH í vil. FH-ingar eru nú svo til öruggir með íslands- meistaratitilinn. Markhæstur FH- inga var Viðar Símonarson með 9 mörk, en af Frömurum var Ax- el Axelsson markhæstur með 7 mörk. Enginn fótur fyrir sölu á mjólkurbúðum EITT dagblaðanna skýrði frá því í gær, að Mjólkursamsalan væri í þann veginn að ganga frá sölu á um það bil 40 mjólkurbúðum til smásöluverzlana, og Mjólkursam- salan myndi brátt hætta dreifingu á mjólk og láta smásöluverzlan- irnar alveg um það. Stefán Björnsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar sagði í sam- tali við blaðið í gær, að sérstök nefnd væri starfandi, sem kannaði þetta mál, þessi nefnd hefði enn ekki lokið störfum og því væri ekkert hægt að segja um störf hennar. Hann sagði, að það væri rétt, að Mjólkursamsalan hefði rætt við nokkra kaupmenn um sölu á búðunum, en þar hefðu aðeins verið um könnunarviðræður að ræða, og enginn fótur væri fyrir því að, Mjólkursamsalan hætti dreifingu mjólkur á næstunni. KÓPAVOGUR Sjálfstæðisfélögin í Kópavogi efna til skoðanakönnunar um framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins við bæjarstjórnakosningarnar í vor n.k. lauga iag, 2. febrúar, i Sjálfstæðishúsinu við Borgar- holtsbraut, kl. 14—20. Félags- menn og aðric. stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hafa rétt til þátttöku í þessari skoðana- könnun. mmm mk Hvar er pilturinn í gulu skyrtunni? ENN ER ófundinn pilturinn, sem lýst var eftir í fyrradag, Guð- mundur Einarsson, 18 ára, frá Hraunprýði í Blesugróf. Fjölmennar björgunarsveitir höfðu leitað hans í fyrradag á svæðinu frá Hafnarfirði yfir að Blesugróf, en fljótt kom í ljós, að vegna mikilla snjóalaga var vart hægt að búast við árangri af slíkri leit. Var því ákveðið að leita ekki frekar með þessum hætti fyrr en snjóa leysti og aðstæður bötnuðu, og var ekkert leitað í gær. Hins vegar hélt rannsóknarlögreglan Málgagn framsóknarmanna á Suðurlandi: BEITA ÞARF ÍTRUSTU VAR- KÁRNI í VARNARMÁLUNUM 1 BLAÐINU Þjóðólfi, sem gefið er út af Kjördæmissambandi Framsóknarflokksins á Suður- landi, birtist hinn 26. jan. sl. at- hyglisverð forystugrein um varn- armálin, þar sem rikisstjórnin er hvött til itrustu varkárni í þeim. í forystugreininni segir m.a.: ,,Það ætti þó að vera fullljóst, að okkur islendingum er vandi á höndum í heimi, sem býr við stöðugar við- sjár og vígbúnaðaraðgerðir hinna stærri þjóða. Baráttan um völd og auðl indaaðslöðu skapar óumflýj anlega margs konar hættur á meirháttar átökum, ef eðlilegu jafnvægi er ekki haldið. Allt ráð þjóða er sffelldum og oft afdrifa- rfkum breytileika háð. Við höfum þegar fyrir löngu skipað okkur sess með vestrænum þjóðum, vina- og frændþjóðum í ýmsum „ÍMYNDUNAR- VEIKIN” í SIGLUFIRÐI LEIKFÉLAG Gagnfræðaskólans á Siglufirði hefur að undanförnu æft hinn góðkunna gamanleik Imyndunarveikina eftir Moliére. Leikurinn verður svo frumsýndur n.k. föstudag, 1. febrúar, kl. 21.00. Næstu sýningar verða á laugar- dag kl. 21.00 og sunnudag kl. 15.00 og 21.00. Sýningarnar verða allar f Nýja bíói í Siglufirði. Leik- stjóri er Auður Jónsdóttir. veigamiklum efnum. A þeirri stöðu hefur engin breyting orðið. Nú er það hlutverk rfkisstjórnar- innar f fyrstu lotu, að ráða fram úr máli, sem beita þarf ítrustu varkárni við og hlut eiga að vin- veittar bandalagsþjóðir. Það er Framhald á bls. 20. Bræla á loðnumiðum en 7000 lestir fengust í gær MJÖG mikil loðnuveiði var f alla fyrrinótt og allan gærdag, og yfir- leitt fylltu bátarnir sig um leið og þeir komu út. Voru þeir yfirleitt á veiðum á svæðinu frá Stokks- nesi að Ingólfshöfða, en einhverj- ir bátar voru að veiðum fyrir austan Eystra-Horn á Lónsbugt. Frá því kl. 20.00 f fyrrakvöld til kl. 20.00 f gærkvöldi tilkynnti 31 skip um veiði samtals 7285 lestir. Flest fóru skipin til Austfjarða, en einhver fóru vestur með landi. Var vitað um Höfrung 2., sem ætlaði til Akraness og búizt var við Guðmundi til Reykjavfkur, en hann var með mestan afla skip- anna, 770 lestir. Fyrir utan þau skip, sem búin voru að tilkynna til loðnunefndar, var vitað um skip, sem búin voru að fá sæmi- Sjálfkjörið í Sókn SJALFKJÖRIÐ varð í starfs- stúlknafélaginu Sókn, þar sem að- eins kom fram einn listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs. Stjórnin er þannig skipuð: Guðmunda Helgadóttir formaður, Elsa Blöndal varaformaður og með- stjórnendur: Maria Jóhannesdótt- ir og Sigríður Jónasdóttir. I vara- stjórn voru kjörnar: Ester Jóns- döttir, Dagmar Karlsdóttir og Þóranna Stefánsdóttir. Ennfrem- ur voru kjörnar í trúnaðarmanna- ráð 4 konur og 4 til vara. legan afla eins og t.d. Börk NK með um 600 lestir. Eftirtalin skip höfðu tilkynnt um afla til loðnunefndar: Fifill GK með 350 lestir, Gullberg VE með 125, Steinunn SF með 50, Huginn 2. VE með 210, Hrönn VE með 170, Örn KE með 300, Vörður ÞH með 250, Albert GK með 320, Pétur Jónsson KÓ með 370, Skinney SF með 250, Rauðsey AK með 300, Björg NK með 120, Ólaf- ur Sigurðsson AK með 260, Ar- sæll Sigurðsson GK með 200, Heimir SU með 440, ísleifur VE með 280, Surtsey VE með 120, Gunnar Jónsson VE með 150, Guðmundur RE með 770, Hafrún IS með 200, Járngerður GK með 180, Bergur VE með 200, Fylkir NK með 90, Dagfari ÞH með 270, Álftafell SU með 270, Halkion VE með 270, Bylgjan RE með 300, Jóhannes Gunnar GK með 70, Magnús NK með 180 og Þórkatla 2. GK með 220 lestir. áfram eftirgrennslan sinni eftir upplýsingum um ferðir Guð- mundar aðfararnótt sunnudags- ins. Enn hefur ekki gefið sig fram piltur sá, sem Guðmundur sást í fylgd með á Strandgötu í Hafnar- firði ,um tvöleytið um nóttina, en lögreglan óskar eindregið að hafa tal af honum, ef hann gætí gefið upplýsingar um fyrirætlanir Guð- mundar þessa nótt. Pilturinn var dökkskolhærður, í gulri skyrtu, jakkalaus, senni- lega nokkru eldri en 18 ára. Stolið úr íbúð Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ var stolið úr mannlausri íbúð í fjöl- býlishúsi á Kleppsvegi Philipsút- varpstæki með innbyggðu kass- ettusegulbandstæki, whisky- flösku, 700 kr. norskum og 3—400 kr. íslenzkum. Varið land í DAG opna stuðningsmenn und- irskriftasöfnunarinnar skrifstofu i Keflavík. Er hún í Hafnargötu 46, sími 2021, og verður opin dag- lega kl. 5—10 e.h. Nú er skorað á fólk á Suð-Vesturlandi að skila árituðum undirskriftalistum fyrir helgi til að auðvelda talningu. Söfnunin heldur áfram til 20. febrúar, svo að fólk er jafnframt hvatt til að taka nýja lista. í dag verður tekið við undir- skriftum og undirskriftalistum við Breiðholtskjör kl. 5—8. Þetta vill Þjóðviljmn! I forystugrein Þjóðviljans í gær segir, að tslendingar eigi ekki að ganga lengra f að upp- fylla skuldbindingar sfnar við Atlantshafsbandalagið „heldur en Danir og Norðmenn" og verða þessi ummæli ekki skilin á annan veg, en þann, að Þjóð- viljinn telji, að við eigum að uppfylla skuldbindingar okkar við Atlantshafsbandalagið til jafns við þessar þjóðir. Hér fer á eftir yfirlit yfir það, með hverjum hætti Norð- menn uppfylla skuldbindingar sínar við Atlantshafsbandalag- ið og ættu menn að hafa hug- fast við lestur þess, að nú ligg- ur fyrir yfirlýsing frá málgagni Alþýðubandalagsins, um að með þessum hætti skuli tslend- ingar uppfylla sfnar skuldbind- ingar. En hér kemur yfirlit um framlag Norðmanna í þessu efni: 1) I Kolsás skammt fyrir ut- an Ösló hefur norðurherstjórn Atlantshafsbandalagsins aðset- ur sitt. Þar starfa að staðaldri fjölmargir herforingjar frá öðr- um ríkjum. Morgunblaðinu er ekki kunnugt um, hver yfir- maður norðurherstjórnar NATO er nú, en til skamms tíma var það hershöfðingi frá Bretlandi. 2) Til þess að uppfylla skuld- bindíngar sínar gagnvart Atl- antshafsbandalaginu leyfa Norðmenn reglulegar heræf- ingar á vegum Atlantshafs- bandalagsins í Noregi, nánar tiltekið með þessum hætti: a) reglulegar heræfingar í Norður-Noregi annað hvert ár, ýmist sumar eða vetur, ásamt norska hernum í Norður-Noregi. í þessum heræfingum taka þátt her- sveitir frá Kanada, Bret- landi og ítalíu ásamt flug- sveitum frá Hollandi, Bret- iandi og Bandaríkjunum. b) Þau ár, sem þessar heræf- ingar eru ekki, fara fram vetraræfingar í Noregi með hersveitum frá ýmsum að- ildarríkjum Atlantshafs- bandalagsins. c) Auk þess eru óreglulegar æfingar, sem Norðmenn taka þátt í, ásamt hersveit- um frá Kanada, Bretlandi og Bandaríkjunum. d) Ennfremur eru ýmsar loft- varnaræfingar til þess að samræma loftvarnarkerfi Atlantshafsbandalagsins. e) Loks fara fram í Noregi æf- ingar með þátttöku her- sveita aðildarríkjanna, sem hafa það að markmiði að fylgjast með flotaferðum. 3) Til marks um umfang þessara heræfinga má nefna, að í september 1972 fóru fram miklar heræfingar í Noregi og tóku þátt í þeim á landi um 15000 hermenn. Af þessum 15000 hermönnum voru 7—8000 hermenn frá öðrum löndum en Noregi, þ.e. Kanada, Ítalíu, Luxembourg, Hollandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. 1 þessum æfingum tóku einnig þátt 60 herskip og 170 flugvél- ar. 4) Það er vitað, þótt það hafi aldrei verið staðfest opinber- lega, að flugsveitir frá öðrum NATO-ríkjum hafa reglulega viðdvöl á norskum flugvöllum. 5) Varnarkerfi Noregs er byggt upp á því, að skjótlega berist aðstoð frá öðrum NATO- ríkjum, ef árás er gerð á Noreg og kemur hún fyrst og fremst frá Kanada, Bandaríkjunum og Bretlandi, en einnig frá öðrum hersveitum NATO-ríkjanna. Þetta er örstutt yfirlit yfir það, hvernig Norðmenn upp- fylla skuldbindingar sinar gagnvart Atlantshafsbandalag- inu. Þjóðviljinn segir í forystu- grein í gær, að islendingar eigi ekki að ganga lengra i þessum efnum en Danir og Norðmenn, sem hlýtur að þýða, að við eig- um að ganga jafnlangt. Sam- Framhald á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.