Morgunblaðið - 31.01.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.01.1974, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANUAR 1974 Doppa og Dill á ferðalagle — Vertu ekki að þessum spurningum, Tsagði hann. Doppu létti mikið við að heyra hann svara, þótt ekki væri hann sérlega hlýlegur. Svona létu þau hvort við annað, þangað til bæði voru orðin ergileg. Því var bezt að þegja, og það gerðu þau. En ekki gátu þau hætt að hugsa. Díli ásakaði sig fyrir heimskuna í og sitt uppgerðar mikillæti, en Doppa litla hugsaði alltaf um mömmu sína, hvað hún myndi nú vera að gera, og hvort hún gæti afborið að sjá hana aldrei framar, því sannarlega bjóst Doppa ekki við að komast heim aftur, og henni datt ekki heldur í hug, að mamma hennar myndi fara af stað til þess að leita að henni. Og þegar regnið fór að streyma úr loftinu, varð ástandið ennþá verra. Næst komu - -Aðþekkjaraddir HÉR er leikur, sem getur verið gott og gaman að grípa til, ' þegar ekki viðrar til útiveru. Einn af þátttakendunum fer úl fyrir herbergisdyrnar og leggur eyrað við skráargatið. Hinir koma í riið að skráargatinu og re.vna nú að breyta rödd sinni og gera hana óþekkjanlega, um leið og þeir segja t.d „mjá“ eða „voff“ eða eitthvert annað orð sem allir koma sór saman um. Sá, sem úti er og hlutstar. á að reyna að geta sór til um, hver mjálmar eða geltir hverju sinni. Geti hann rétt, fær hann að koma inn, en hinn, sem ekki gat dulizt, fer þá út fyrir og á að brjóta heilann um, hver mjálmar. þrumur og eldingar, en þá þoldi Díli ekk’i lengur mátið. Hann skjögraði til Doppu og hjúfraði sig upp að rennvotum feldi hennar. Doppa heyrði ekki betur en hann væri farinn að kjökra. Vesalings Díli, hann var þá engin hetja eftir allt saman. Þau lágu eins þétt saman og þau gátu, og þegar þrumurnar komu skulfu þau bæði af ótta, en bæði þögðu. Það var ekkert að tala um. Allt í einu reisti Doppa litla eyrun og gleðibylgja fóru um hana. Hún fann heita tungu, sem hún þekkti svo vel, strjúkast yfir nefið á sér, augun og eyrun. Gat þetta verið satt? Var mamma virkilega búin að finna hana? Það var dásamlegra en svo, að hún þyrði að trúa því. Um morguninn þegar hjónin á bænum komu á fætur, og sáu hvað mamma Doppu var óróleg, vissu þau, að Díli hefði narrað hana eitthvað í burtu. Og húsbóndinn fór að skilja, hvers vegna Doppa vildi vera úti þessa nótt. Svona var þá Díli hrekkjóttur. Svo þegar hún kom ekki heim allan þann dag og þann næsta, var hann ákveðinn í að fara af stað í bílnum sinum og láta mömmu Doppu rekja slóðina hennar. Hann vissi, að hún var þefvís eins og aðrir hundar, og ekki myndi hún liggja á liði sínu við að reyna að finna dóttur sína. Díli var risinn upp og horfði á þær mægður, svona útundan sér. Hann skammaðist sin nefnilega ákaflega mikið. Svo þegar húsbóndinn kom auga á þau, lagði Díli á flótta með niðurlafandi skottið. Hann var svo hræddur um að fá högg fyrir tiltækið. En ekki voru hreyfingarnar liðiegar. Hann sárkenndi til í öllum skrokknum, og þó mest í fótunum. Það voru ekki upplitsdjarfir hvolpar, sem voru látnir í aftursætið á bílnum rennvotir, skjálfandi og lúpulegir, og mamma Doppu stóð á gólfi bílsins og sleikti sára fætur þeirra til skiptis. — Ég á þetta ekki skilið, sagði Dííi, þetta var mér að kenna. Ég vona að mér verði fyrirgefið og ég lofa að gera þetta aldrei aftur. Húsbóndinn skilaði Díla heim til hans og fegin urðu þau að fá volga mjólk að lepja. Þau höfðu hægt um sig næstu daga á meðan bólgan var að renna úr fótum þeirra, enda voru þau alveg ófær til gangs. Þau gleymdu aldrei, þegar þau ætluðu að strjúka að heiman út í stóru veröldina, þar sem hætturnar lágu í leyni við hvert fótmál. Þetta er sagan af þeim Doppu og Díla. Hugrún. c§AJonni ogcTVlanni Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi Mér til mikillar gleði sá ég, að hann skildi mig. Hann kinkaði kolli og fór. Rétt á eftir kom hann aftur og laéknirinn með hon- um. Við heilsuðum'Iækninum með handabandi og Iétum hann skilja á okkur, að við værum hressir og kátir. Hann skoðaði okkur og virtist vera vel ánægður. Þá sagði hann nokkur orð við drenginn, sem hljóp í burtu samstundis. Hann kom fljótt aftur með fötin okkar. Þau höfðu verið þvegin og þurrkuð, á meðan við sváfum. Nú máttum við fara á fætur. Þegar við ætluðum að fara úr nærfötunum, sem okkur höfðu verið lánuð, sýndi læknirinn okjcur með bendingum, að við mættum eiga þau. Við réttúm honum höndina og þökkuðum honum hjart^plega fyrir. Varla vorum við búnir að þvo okkur og klæða, þegar sá hvítklæddi kom. Qg nú voru það ekki kökur og vín, sem hann kom með, heldur matur, mikill og lystilegur. Hann lagði á borð fyrir fjóra. Frönsku drengirnir tveir, sá, sem verið hafði inni hjá okkur, og hinn, sem hjálpaði til, þegar við komum, áttu að borða með okkur. Áður en þeir settust að borðum, signdu þeir sig og báðu stutta bæn. Við Manni reyndum að gera eins og þeir. Á meðan á máltíðinni stóð, vorum við mjög kátir og sögðum margt, þeir báðir á frönsku, en við á ís- lenzku. rgunhnffinu — Ég tel rétt, að þér vitið, að ég er mjög fylgjandi hærri launum fyrir kennara. — Þeir reyna og reyna — en með þessum klaufalegu handa- hreyfingum læra þeir aldrei að fljúga... — Þú sleppur þá við að vaska upp f dag, pabbi... — Það hlýtur að vera mikill skortur á trompetum núna, — næstum allir nágrannarnir hafa spurt. hvort þeir geti ekki keypt minn. ..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.