Morgunblaðið - 31.01.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.01.1974, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANUAR 1974 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjór Ritstjórn og afgreiðsl;. Auglýsingar hf Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen Eyjólfur Konráð Jónsson Styrmir Gunnarsson Rorbjorn Guðmundsson Bjorn Jóhannsson Arni Garðar Kristinsson Aðalstræti 6. sími 10 100 Aðalstræti 6. sími 22 4 80 Askriftargjald 360.00 kr á mánuði innanlands I t.uisasolu 22.00 kr eintakið S0KMN BER ARANGUR 18 Igær birti Þjóðvilj- inn ályktun miðstjórn- ar Alþýðubandalagsins, þar sem því er lýst yfir, að sá flokkur hverfi frá ský- lausri kröfu um það, að ákvæði málefnasamnings- ins um brottför varnarliðs- ins á kjörtímabílinu nái fram að ganga. I rit- stjórnargrein Þjóðviljans er síðan tekið að tala um ,,fastaher“. Um það segir m.a.: ,,Það er ekki deila milli stjórnarflokkanna um það, að allur fastur her á að hverfa frá íslandi. En enn hefur ekki náðst samstaða um, hvernig málum verður skipað á Keflavíkurflug- velli, þegar herinn er far- inn þaðan. Þau mál eru nú til alvar- legrar umræðu hjá stjórnarflokkunum, og get- ur enginn um það sagt í dag, hvort samkomulag tekst eða ekki.“ Þannig segir blaðið, að það sé „til alvarlegrar um- ræðu“ að hafa einhvern her hér áfram. Og síðan er rætt um, að Alþýðubanda- lagið muni ,,þó vinna það til að halda samstöðu í mál- inu í ríkisstjórninni“, að horfið verði frá ákvörðun um, að varnarliðið hverfi af landi brott á kjörtímabil- inu. Blaðið segir um tillögu miðstjórnar Alþýðubanda- lagsins: „Hún felur í sér alvar- lega tilraun til að skapa endanlega samstöðu um lausn herstöðvarmálsins." Og ennfremur „Alþýðu- bandalagið hefur vissulega góðan vilja til samkomu- Iags.“ í sjálfri ályktun mið- stjórnarinnar er vikið að NATO og aðild okkar að bandalaginu, og þar segir: „fylgja þeirri aðild vissar kvaðir". Ljóst er þannig, að kommúnistar eru búnir að gera það upp við sig, að þeir vilja samþykkja nokkrar varnir af hálfu Bandaríkjamanna hér á landi, gegn því að geta set- ið áfram í ríkisstjórn, og er það í samræmi við það, sem forusta Sjálfstæðisflokks- ins hefur bent á og marg- sinnis hefur verið áréttað hér í blaðinu. Er það út af fyrir sig góðra gjalda vert, að allir íslenzkir stjórn- málaflokkar hafa þannig lýst því yfir, að þeir telji sig reiðubúna að bera stjórnsk'ipulega ábyrgð á dvöl bandarísks varnarliðs á íslenzkri grund. Eins og bent hefur verið á, eru tillögur utanríkis- ráðherra að viðræðugrund- velli við Bandaríkjamenn opnar í báða enda. Innan þeirra tillagna getur í rauninni rúmazt hvað sem er. Ríkisstjórnarflokkarnir ræða hins vegar um það, að hér verði einhverjar varn- ir. Aðalandstaðan gegn dvöl varnarliðs á Islandi er af þjóðernislegum rótum runnin hjá öllum öðrum en kommúnistum, sem bein- línis óska eftir því, að Is- land sé óvarið og ofurselt hinu rússneska hervaldi. En ef það er svo, að menn fallast á, að þrátt fyrir allt þurfi að vera hér nokkurt varnarlið, þá skiptir minnstu frá þjóðernislegu sjónarmiði, hvort í því liði er nokkur hundruð mönn- um fleira eða færra. Andstaða, sem byggð er á þjóðernislegum grunni, getur ekkert breytzt við það. Á þjóðhátíðarári hafa allir flokkar fallizt á þá illu nauðsyn, að hér séu her- varnir af hálfu erlends ríkis, af hvaða hvötum svo sem sú samþykkt er gerð af hverjum einstök- um. En þegar það liggur fyr- ir, að eitthvert varnarlið verður áfram, því skyldi þá ekki gengið þannig frá hnútunum, að eitthvert hald væri i því varnarliði fyrir ísland? Hvers vegna er ætíð rætt um hagsmuni NATO og Bandaríkjanna? Af hverju má ekki horfast í augu við varnarnauðsyn ís- lands sjálfs og ákveða fyr- irkomulag-mála með þeim hætti, að við getum verið nokkurn veginn öruggir, að svo miklu leyti, sem unnt er að ræða um öryggi í þeirri veröld, sem við bú- um í. Enginn efi er á því, að sá svikkur, sem kominn er á stjórnarflokkana f varnar- málunum, byggist á þeirri víðtæku andstöðu, sem landsmenn hafa látið í ljós gegn því, að ísland verði gert varnarlaust. Kommúnistar hefðu ekki látið undan þessum þrýst- ingi nema vegna þess, að þeir finna, að fólkið í land- inu er staðráðið í því að fyrirbyggja, að allar varnir verði hér niður lagðar. Þess er hins vegar að gæta, að málið er enn ekki komið á lokastig. Eftir er að halda a.m.k. einn fund með Bandaríkjamönnum og síð- an á eftir að fjalla um mál- ið á Alþingi. Ljóst er því, að enn getur allt gerzt í varnarmálunum. Og nán- ast getur tilviljun ráðið því, hvað ofan á verður. Svo ráðvillt er rikisstjórn- in í öryggismálum lands- ins. Nú er það frumskylda allra þeirra, sem gera sér grein fyrir því, að nauðsyn- legt er að viðhalda hér vörnum, að sameinast um undirskriftir „Varins lands“. Hvert nafn, sem á listana bætist, verður styrkur þeim mönnum inn- an ríkisstjórnar og utan, sem vilja viðhalda vörnum og öryggi, og lamar um leið þau öfl, sem keppa að því að gera landið varnarlaust. Þess vegna þarf mjög að herða sóknina í undir- skriftasöfnuninni. New York — Mikil herferð stendur nú yfir í Sovétrikjunum og er til- gangur hennar að koma meira nú- tímaskipulagi á yfirstjórn fyrirtækja, gera áætlanakerfið sjálfvirkara. stuðla að órari tækniþróun og halda þanmg i við þróunina á Vesturlönd- um Höfuðmarkmiðin eru, að þvi er mér virðist eftir tveggja og hálfrar viku heimsókn til Sovétrikjanna og langar viðræður við vestræna sér- fræðinga, að auka framleiðnina og gera áætlanagerðina virkari Stefna Sovétmanna kemur glöggt fram af pöntunum þeirra á siðasta ári á vestrænum tæknívörum fyrir allt að tvo milljarða dollara Fjöl- mörg tilboð um samvinnu hafa verið lögð fyrir bandarísk fyrirtæki og fjoldi sovézkra borgara, sem heim- sækja Bandarikin til þess að kynna sér stórfyrirtæki. rekstur þeirra og rekstrarrannsóknir, fer sífellt vax- andi Innan Sovétrikjanna kemur þetta gleggst i Ijós af þeim miklu tilraun- um, sem gerðar eru til þess að hagnýta nýjustu tækni á sviði fram- kvæmdastjórnar, auka tölvunotkun og siðast en ekki sizt áætlunum til vinnslu náttúruauðæfa í Siberíu Samningar hafa verið undirritaðir við tvö bandarisk fyrirtæki um vinnslu og útflutning jarðgass frá Siberfu, en sala á þeirri eftirsóttu vöru á að fjármagna innflutníng á vestiænm tæknikunnáttu En áætlanirnar um efnahagssam- starf við Bandarikjamenn, sem myndu krefjast milljóna dollara í lánum, urðu fyrir áfalli hinn 11 desember siðastliðinn, þegar fulF trúadeild Bandarikjaþings ákvað að neita forsetanum um heimild til þess að veita Sovétmönnum meiri lán, nema sovézkum borgurum yrði leyft að flytjast úr landi eftir vild Frum- varpið um lánveitingarheimildina fer nú fyrir Oldungadeildina, þar sem vænta má svipaðra úrslita Sovétmenn beita vestrænni tækni til umbóta í efnahagsmálum Sovétmenn geta vissulega flutt inn tæknikunnáttu frá öðrum þjóð- um. en af einhverjum ástæðum virð- ast þeír helzt kjósa viðskipti við Bandarlkjamenn á þessu sviði Þeír virðast hafa það á tilfinningunni, að Bandaríkjamenn hafi nú þegar hag- nýtt sér eitt og annað, sem gilda muni á 21 öldinni, og það vilja þeir fá Síðan fyrsta Spútnikinum var skotið á loft og Juri Gagarin fór fyrstu geimferðina hafa orðið miklar breytingar á viðhorfum risaveldanna tveggja hvors til annars, Nú sækjast Sovétmenn eftír bandarískrí tækní- kunnáttu og þar sem þeir gera sér fulla grein fyrir nýjum staðreyndum lífsíns, bjóða þeir orku i staðinn Andstætt við það, sem er á Vesturlöndum, er efi manna I Sovét- rikjunum um gildi aukins hagvaxtar ekki eftirtakanlegur Sovézkir vís- indamenn hafa að visu látið i Ijós áhyggjur vegna mengunarinnar og annarra umhverfisvandamála, en engu að síður leggja þeir mikla áherzlu á aukningu hagvaxtarins. Þetta skýrir ýmislegt i batnandi sam- búð stórveldanna og óskum Sovét- manna um aukin verzlunarviðskipti austurs og vesturs John P Hardt, helzti sérfræðingur okkar um sovézk efnahagsmál, sagði á fundi í Library of Congress fyrir skömmu; ..Þörfinni fyrir aukna nýtingu fjármagns og meiri fram- leiðslu er auðsjáanlega hægt að mæta með þvi að gripa til sovézkra auðlinda Þess vegna er innflutn- ingur tæknikunnáttu aðalatnðið i hinum nýju efnahagssamningum Sovétmanna við Bandaríkin og önnur vestræn iðnaðarveldi EFTIR H. R. LIEBERMANN Sem stórveldi eiga Sovétrikin í mikilli samkeppni við Bandaríkin og sovézkum vísindamönnum hefur tekizt að skjóta á loft eígin geimför- um í hinni viðamiklu skýrslu, sem Efnahags- og framfarastofnunín i Paris gaf út árið 1969 er þess hins vegar getið, að almenn þróun hefur orðíð miklu hægari í Sovétrikjunum en i Bandarikjunum og i ýmsum greinum iðnaðar hafa Rússar jafnvel dregist aftur úr rikjum Vestur- Evrópu Áætlanir Sovétmanna um aukna framleiðslu byggjast á því, að þeir hyggjast fá fólk til þess að vinna meira til þess að ölast þau þægindi, sem það raunverulega óskar eftir, Lifskjörín hafa vissuiega farið batn- andi smám saman, en engu að síður hungrar almenning eftir betri verzl- unarvörum og þá einkum ýmsum vestrænum tízkuvarningi En fleira kemur til Framboð á vinnuafli er ekki eins mikið og áður var og þess vegna hefur þörfin fyrir < ' » &•" 1 i KVVí ' x \ -'y-K• ' ííeUrJlorkShnes .._Œr<s _____> \ » nýtizku vélar og tækni aukizt stór- lega. Hversu vel tekst til við nýtingu þessarar tækni mun svo fara eftir þvi, hvernig til tekst við skipulagn- ingu og framkvæmd rekstrarein- inganna Ýmsir vestrænir sérfræð- ingar hafa t.d. látið þá skoðun i Ijósi, að það sé fyrst og fremst að kenna stirðbusahættí og oftrú á úreltar kennisetningar, hve mikið Sovét- menn hafa dregistaftur úr á sumum sviðum. Kerfið hefur i rauninni staðið nýsköpuninni fyrir þrifum Síðan 1928, þegar fyrsta fimm ára áætlunin hófst, hefur höfuð- áherzlan jafnan verið lögð á að akapa efnahagskerfi risaveldis, þar sem þungaiðnaður og hergagna- framleiðslan hafa setið i fyrirrúmi Þetta hefur einnig leitt af sér mikið skrifstofuveldi, sem ekki hefur verið of vinsamlegt nújungum Nú hafa nýir menn tekið við ýms- um áhrifastöðum og þeir eru að reyna að koma í framkvæmd ýmsum nýjungum á sviði skipulagningar Meðal annars fer tölvunotkun mjög i vöxt og er henni ætlað, auk annars, að draga mjög úr ýmsum tilkostn- aði Sovétmenn eru að koma upp sínu eigin tölvukerfi, en einnig á þvi sviði hafa þeir snúið sér til Banda- rikjamanna með beiðni um aðstoð Sovézkar handbækur um efna- hagsmál eru fullar af nýtizku slag- orðum eins og til dæmis „kerfis- rannsóknir", „sjálfvirkni", „þróunar- rannsóknir”, „langtimaáætlanir" og fleira í þeim dúr. i háþróuðu riki miðstjórnarveldisins, sem stjórnað er af kommúnistaflokknum i anda Marx-Leninistískrar hugmyndafræði gellur lúður nýja tfmans og ýmsum spurningum, sem snerta ekki ein- ungis hugmyndafræðí, heldur einnig stjórnmál, er ósvarað Fyrir allmörgum árum siðan tókst dr Djerman M Gvishiani, sem er aðstoðarforseti rikisnefndarinnar, sem sér um málefni visinda og tækni, að fá hugmyndafræðingana til þess að samþykkja rannsóknir á vestrænum rekstrarvisindum og árangurinn varð stórmerk bók, sem bar nafnið „Skipulagning og stjórn- un" Dr. Gvishiani, sem er tengda- sonur Kosygins forsætisráðherra. rannsakaði kenningar vestraenna sérfræðinga um stjórnun fyrirtækja, en niðurstaða hans, sem raunar var sett fram með Marxist-Leninistisku orðalagi, var sú, að Sovétmönnum bæri að kynna sér æstrænar, og þá sérstaklega bandarískar aðferðir, sem gætu komið að góðum notum i Sovétrikjunum Hann taldi nýtizku aðferðir á þessu sviði mundu hæfa mjög vel við áætlanagerðir ríkisins og vitnaði i Lenin, sem hélt því fram, að framleiðsluaukningin væri sifellt nauðsynleg, ef takast ætti að heyja efnahagslega samkeppni við auð- valdsrikin Ég átti víðtal við dr Gvishiani i Moskvu og þar lagði hann mikla áherzlu á bætta sambúð Bandarikj- anna og Sovétríkjanna. Hann sagði, að ný öfl væru að verki i heiminum, sem ynnu að þvi að færa þjóðirnar nær hverja annarri. Innan skamms yrði komið á nokkurs konar kerfi, sem sæi um dreifingu vinnuafls á alþjóðlegum vettvangi og þess vegna væri nær að vinna að þeim þáttum, sem sameinuðu þjóðirnar Grundvöllur alls þessa er sam- eiginlegur áhugi á hagkvæmri verzl- un á báða bóga Sameiginleg fyrir- tæki, sem byggjast á langtima lán- um, munu standa undir sér sjálf, þegar fram í sækir. Það, sem kom öllu af stað, að sögn vestrænna sérfræðinga, varekki eingöngu þörf Rússa fyrir tæknikunnáttu, heldur einnig fyrir vestrænan gjaldeyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.