Morgunblaðið - 31.01.1974, Page 22

Morgunblaðið - 31.01.1974, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANUAR 1974 serve ÚTS AL AH HEfST í DAG □ □ □ TERELYNE & ULL- AR BUXUR STAK- AR ALVEG l\IÝ VARA. GÓÐIR LITIR TVÖ SNIÐ. FÖT MEÐ VESTI MJÖG GOTT SNIÐ. SKYRTUR MJÖG GOTT ÚRVAL AF ALLS KONAR SKYRTUM. PEYSUR. ' STAKIR JAKKAR MJÖG FALLEGIR GÓÐ EFNI LEÐURJAKKAR STUTTIR OG SÍÐ IR KULDAJAKKAR STUTTJAKKAR BINDI VESTI SOKKAR. 40°/o 60% AFSLATTUR OTRÚLEG KJOR STENDUR YFIR AÐEIHS í HOKKRA DAGA Jón Asgeirsson skrifar urn tónlist KAMMERTON- LEIKAR F.Í.H. FÉLAG íslenzkra tónlistarmanna hefur ,,nú riðið á vaðið“, eins og stendur aftan á efnisskrá og er verkefnið ,,að útbreiða skilning á menningar gildi lifandi hljóm- listar“. Undirrituðum kom í hug deila, sem upp er risin milli for- ráðamanna gagnfræðaskólanna, hér í Reykjavík, vegna banns á dansleikjahaldi með þátttöku að- keyptra hljómsveita. Þarna slær saman þremur viðhorfum; A) meint siðspillandi áhrif dans- hljómsveita, B) skemmtiþörf og löngun unglinganna og c) hags- munir hljóðfæraleikara. Ef til er hljómlist, sem hefur menningar- gildi, eins og stendur í efnisskrá, þá má ætla að gagnstæða hennar sé til, m.ö.o. tónlist, sem ekki að- eins sé án þess að hafa menn- ingargildi, heldur einnig menn- ingarlega skemmandi. Tónlist orkar mjög á tilfinningar manna og hefur auk þess míkil áhrif á atferli þeirra. Þessi eigin- leiki tónlistar hefur verið skýrður á marga vegu. Nýjustu rannsóknir hafa beinst að áhrifum ómblíðra og (ímstríðra tónasambánda og æsandi áhrifum hljóðfalls. I óm- bliðum tónasamböndum er sveiflutíðnin tiilulega samstæð, en ósamstæð í ómstríðum. Blær tóns ákvarðast af röðun svo- kallaðra yfirtóna og sveiflugerð, sem er háð tónmyndun og efni tóngjafans. Hallast vísindamenn að þvi, að stríðandi sveiflur og ltviiss tónmyndun sé truflandi og jafnvel hættuleg, vegna þess að hljóð sem er „mekanísk" hreyfing knýi umhverfi sitt til svars þ.e. til að sveiílast með. /Esandi áhrif hljóðfalls er talin frumstæðasta og elzta uppgötvun mannsíns. Illjöðfall hefur í gegnum sögu mannsin.s verið notað sem hvati og ýmsar athafnir óhugsandi án þeirrar örvunar. Spurningin er því, hvort tónlist, sem er hljöð- fallslega mjiig æsandi og tón- hviiss, sé ekki beinlínis skaðleg og hafi slæm mótandi 'álirif á hegðun man na. Ef til vill eru tengsl tnilli hegðunar fólks og þeirrar tónlist- ar sem það neytir. S\o staðhæfa ýmsir vísindamenn, hvort sem það er vegna hugsanlegra sið- spillandi áhrifa vondrar tónlistar eða forsendan fyrir slíku vali er siðspilling af öðrum toga spunn- inn. Ef til er góð list þá er til vond list. (Innan sviga: Utvarpsráð samþykkti klukkustundar popp- þátt daglega — Spurning: er ekkt rétt að útvarpsráð taki til athugunar flutning sambærilegra bökmenntaverka? Hvers eiga sorpbókmenntir að gjalda? Sviga lokað). Hvað kemur þessi formáli kammertónleikum F.Í.H. við. Jú, á sama tíma og félagið hyggst „útbreiða skilning á menningar- giltíi lifandi hljómli.star" bersl það fyrir rétti sinum til miðlunar afsiðandi tónlistar. Það kann ekki góðri lukku að stýra, ef tveim herrum skal þjóna samtímis. Framtak F.l.H er lofsvert, þó fámenni og ösamtaka dreifing framtakssemi f hljóntleikahaldi gæti haft alvarlegar afleiðingar. Tónleikar, sem haldnir voru i glæsilegum húsákynnum Mennta- skólans við llamrahlíð s.l. föstu- dag, voru sannarlega til þess fallnir að „útbreiða skilning á menningargildi lifandi tónlistar '. Fágun og jafnvægi var yfir öllum flutningi, þó helzt til væri hraða- mun einum of stillt í hóf. Bæði verkin, klarinett kvintett eftir Brahins og strengjakvintett eftir Dvorak eru stór-fögur verk og gera miklar kröfur til flytjenda, sem auðheyrilega lögðu sig alla fram. Nokkra athygli vakti það, að 1. fiðla skyldi vera í höndum Karsten Andersen, og á tón- leikunum kom það í ljós, að hann er fágaður fiðlari, en helzt til hlé- drægur. Félagar Andersen voru Jön Sen (2. fiðla), Graham Tagg (lágfiðla), Gisela Depkat (celló), Einar B. Waage (kontarbassi) oj' Gunnar Egilsson, sem lék á klárinett. Leikur Gunnars var einstaklega góður. Hann leggur áherzlu á mjóan og fingerðan tón, sem naut sín vel og átti sterkan þátt í skýrri mótun tónhendinga. Sérstök ástæða er til að öska F.I.II til hamingju með vel heppnaða frumraun, þakka hljóðfæra- leikurum frábæra frammistöðu og vekja athygli á góðri aðstöðu Menntaskólans við Hamrahlíð til. hljómleikahalds. Ingibergsson HLJÓM PLÖTUR Nazareth: Loud’n’proud LP, Stereo Fálkinn Hljómsveitin Nazareth er af brezkum uppruna og mun vera stofnuð nokkru fyrir 1970, er Jesúbylting og trúaráhugi voru aðaláhugamál í popp- heiminum og mun nafn hljóm- sveitarinnar eiga upptök sín í þessum hræringum. Hljóm- sveitinni gekk ekki vel fyrsta kastið og varð ekki verulega þekkt hér á landi fyrr en tvö lög af seinustu LP-plötu hennar komust í efstu sæti á vinsældalistanum hjá Erni Petersen í útvarpinu. Þessi nýja plata er mjög I sa da og fyrri plötur hljömsveitarinnar, þetta er kynngimögnuð rokktónlist, sem flutt er á einfaldan hátt og virðist aðaláherzla vera lögð á að koma taktinum til skila. Af þeirri ástæðu eru plötur Naza- reth allmikið notaðar í diskó- tekum. Hljómsveitin er skipuð bassa, trommum, ‘gítar og söngvara og hvað snertir ,,sánd“ er hún náskyld Blaek Sabbath, enda koma hljóm- sveitirnar upp á sama tima, og einnig má greina áhrif frá Deep Purple, þótt þeir séu mun betri hljóðfæraleikarar en liðsmenn Nazareth. Trommuleikarinn er sérstæð- ur og virðist reyna að líkja eftir rokktrommurunum frá því á árunum 1958—1960, bæði hvað snertir spila- mennsku og ,,sánd“. Einnig hefur söngvarinn, Dan MacCafferty, litillega breytt stíl sínum frá fyrri plötum; er orðinn einfaldari og fjarlæg- ari. Flest laganna eru eftir fé- laga hljómsveitarinnar og ber hæst Turn on your receiver, sem er líklegur arftaki Broken down angel á vinsældalistum. Þá eru þarna heilmikil „stuð- lög“ eins og Godown fighting, Not fakin it og Teenage nervous breakdown, sem öll munu heyrast i diskotekum. Gallinn við plötuna er heljar- langt og tilbreytingarlitið lag Bob Dylans, The Ballad of Holies Brown, sem kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum innan um öll þessi rokklög. Er þar um annað af tvennu að ræða: hljómsveitin hefur kom- izt í efnisþrot í upptökunni eða þetta er tilraun til stefnubreyt- ingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.