Morgunblaðið - 31.01.1974, Side 32

Morgunblaðið - 31.01.1974, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANUAR 1974 80 ára í dag: Steinunn M. Jónsdóttir STEINUNN er fædd á Há- mundarstöðum í Eyjafirði, dóttir hjónanna Jóns Guðjónssonar frá Svalbarði á Svalbarðsströnd. Steinunn var eina barn þeirra hjóna og ólst upp á Ytra-Kálf- skinni á Arskógsströnd, þar sem foreldrar hennar bjuggu allan sinn búskap og dvaldist Steinunn í föðurhúsum þar til hún giftist Fréymóði Jóhannssyni listmálara í júni 1919. Ari seinna byrjuðu þau búskap á Akureyri og keyptu husið „Berlín" og bjuggu þar að undan- skildum tveimur árum, sem þau dvöldu i Kaupmannahöfn, þar sem Freymóður stundaði listnám. Arið 1939 slitu þau hjónin sam- vistum, og ól Steinunn upp börn mflRGFRLDRR mÖGULEIKR VÐRR þeirra fjögur og sýndi frábæran dugnað og kjark í því að koma þeim upp til manndóms og mennta. Þau eru: Bragi Frey- móðsson verkfræðingur, búsettur í Fort Wayne, Indiana, Ardís Freymóðsson hárgreiðslukona, búsett í Redondo Beach, Cali- fornia, Fríða Freymóðsson, búsett í Reykjavík, og Stefán Heimi Freymóðsson, sem lézt 2 ára gamall. Steinunn er greind kona með fastmótaða skapgerð. Hún er starfsöm, sparsöm og smekkvís og var talin falleg af þeim, er sáu hana unga. Hún er mjög ljóðelsk, og er henni tamt að hafa yfir ljóð og vitna í þau, til áherzlu og stuðnings þvf, sem um er að ræða. Steinunn hefur dvalið i Banda- ríkjunum að mestu leyti siðan 1960 og býr nú hjá dóttur sinni, Árdísi, til heimilis á 217 Calle Miramat, spt. E., Redondo Beach, California, 90277. Kæra, góða tengdamóðir, þú hefur farið langan veg og berð árin með afbrigðum vel. Þú ert ágætlega frisk og hress í anda, berð höfuðið hátt og ert ennþá bein i baki og ótrúlega létt í spori. Ég vil þakka þér mikið og vel fyrir allt, sem þú hefur fyrir mig og mína. fjölskyldu gert. Þakka þér góðan skilning og hjálpsemi við mig, þegar ég hef sinnt áhuga- málum mínum utan heimilisins. Börnin eiga þér það mest að þakka, að í dag tala þau góða íslenzku og eru hreykin af. Þau minnast þess með hlýju og þakk- læti hvað gott er að eiga um- hyggjusama og góða ömmu. Baldur, Steinunn, Bragi og ég flytjum þér hugheilar óskir og þakkir á áttræðisafmælinu og megi hlýjar öldur Kyrrahafsins færa þér kveðjur nær og fjær. Fort Wayne, Indíana Sigríður Bílddal Freymóðsson. Til leigu er góð 3ja herb. íbúð. íbúðin hentar vel fyrir skrifstofur og er laus strax. Tilboð er greini nafn og símanúmer leggíst inn á afgr. Mbl. fyrir 5, febrúar merkt ,,5223". Til sölu AMC Gremlin 1 972, 6 cyl. sjálfskiptur, vökvastýri. Ekinn 1 7 þús. mílur. Til sýnis í Bllaskála Egils Vilhjálmssonar, Laugavegi 118 Tapaður hestur Rauðglófextur hestur tapaðist frá Vífilsstöðum í október sI. Hesturinn erstór 6 vetra gamall Þeir, sem gefið geta upplýsingar um ferðir hestsins vinsamlegast hringið i síma 1 4089. Viljum kaupa notaðan pall og sturtur af vörubifreið Upplýsingar í síma 96-41250 Varði h/f, Húsavík. Djúpivogur — Læknaleysið hefur lamandi áhrif á íbúana Djúpavogi, 21. janúar. A DJUPAVOGI hefur verið læknislaust I langan tíma, og segja má, að algjört ófremdar- ástand sé á staðnum vegna þess. Lækni hafa íbúar á Djúpavogi fengið frá Egilsstöðum, en oft á tíðum líður langur timi á milli ferða hans til Djúpavogs, fyrst og fremst vegna samgönguerfið- leika. Að vonum eru íbúar á Djúpavogi óhressir yfir ástandinu í læknamálum staðarins og var haldinn almennur fundur um málið fyrir stuttu, þar sem eftir- farandi tillaga var samþykkt.: „Almennur fundur Djúpavogs- læknishéraðs, þ.e. íbúa Geithella-, Búlands-, Beruness- og Breiðdals- hrepps, — íbúar 950 —, haldinn á Djúpavogi 20. janúar 1974 telur, að ástandið í læknamálum héraðs- ins sé þannig, að algert neyðar- ástand ríki í þeim málum. Sú læknisþjónusta, sem okkur er ætluð frá Egilsstöðum, er alger- lega ófullnægjandi þrátt fyrir vilja til þjónustu. Kom það bezt fram um jólin og áramótin, þegar veðrátta og vegleysur hömluðu samgöngum. Enda fjarlægð eftir vegum til Egilsstaða um 200 km, þar sem Breiðdalsheiði er ekki haldið opinni að vetri til. Skorar fundurinn þvi eindregið á landlækni og stjórn heilbrigðis- mála svo og alþingismenn kjör- dæmisins að gera allt, 'sem í þeirra valdi stendur, til úrbóta á þessu hörmungarástandi hér í læknishéraðinu. Ennfremur skorar fundurinn á sömu aðila að láta okkur vita, ef málið er svo alvarlegt, að engra úrbóta sé von og vonlaust að fá lækni í héraðið. Öryggisleysi I læknamálum iiefur lamandi áhrif á íbúana, 31. janúar n.k. heldur Félag ís- lenzkra sérkennara fund um af- brotamál barna og unglinga f ráð- sem alltaf vonast eftir, að úr ræt- ist, og bezt er að fá að vita ástæð- una strax. Þá telur fundurinn, að eðlilegt sé, að sérhvert það læknishérað. sem ekki er skipað lækni, sé sífellt auglýst í fjölmiðl- um.“ Dagbjartur. mynd Læknisbústaðurinn á Djúpavogi er nýtt og glæsilegt hús, en samt stendur hann önotaður. Mikill kurr er nú kominn f íbúa læknis- héraðsins vegna læknaleysisins, enda býður það upp á mikið öryggisleysi. Ibúar læknishéraðs- ins eru nú 950 talsins. stefnusal Hótel Loftleiða kl. 20.30. Frummælandi verður Hildi- gunnur Ólafsdóttir afbrotafræð- ingur. Að framsöguerindi loknu fara fram umræður. Þátttakendur verða: Björn Björnsson prófessor, Helgi Daníelsson rannsóknar- lögreglumaður, Hildigunnur Ölafsdóttir af- brotafræðingur. Kristján Sigurðsson forstöðu- maður Upptökuheimilis ríkisins, Ragna Freyja Karlsdóttir sér- kennari, Sverrir Bjarnason, geðlæknir. Umræðum stjórnar Gylfi Baldursson heyrnfræðingur. F.I.S. var stofnað 1970 til að vinna að framförum í uppeldi og kennslu afbrigðilegra barna og unglinga. Aðild að félaginu eiga kennarar, sem lokið hafa sérnámi í kennslu og uppeldi þessara barna. Aukaaðild er heimil þeim, sem hafa kennslu og uppeldi afbrigði- legra barna að aðalstarfi. Hingað til hefur félagið staðið fyrir námskeiðum fyrir sérkenn- ara og fengið ýmsa erlenda sér- fræðinga til að kynna nýjungar í uppeldis- og kennslumálum. Á fundinn 31. janúar er allt áhugafólk velkomið. —:---♦♦ ♦------- Hundur beit barn — og dó síðan Rómaborg, 29. jan. NTB. HUNDUR beit litið barn i fótinn i gær, og er ekki að orðlengja það, að tuttugu og fjórum stundum siðar andaðist hundurinn. ítalska lögreglan hefur það eftir eiganda hundsins, að hann (þ.e. hundur- inn) hafi ekki sýnt nein merki sjúkleika fyrr en eftir að hann hafði bitið barnið. Þrítugur maður i framhaldsnámi óskar eftir herbergi, helzt með eldunar- aðstöðu. Tilboð óskast send Mbl. merkt: „31 69". Litil teiknistofa óskar eftir húsnæði Margt kemur til greina. Tilb óskastsend Mbl. merkt: „3170". úisala Breiðfirðingabúð (uppi) Verzlun sem er hætt rekstri selur mikið magn af vörum á ótrúlega lágu verði: 10 TONNA BÁTUR TiL SÖLU m/b Jóhann Skúlason KÖ 25, 1 1 ára Bátalónsbátur til sölu. 6 Elektra færavindur fylgja, vél 6 cylindra Lister 54 ha, uppgerð árið 1971. Upplýsingar í sima 26552 e. kl 1 9.00 næstu kvöld. Fimdur um afbrota- mál barna og unglínga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.