Morgunblaðið - 31.01.1974, Page 34

Morgunblaðið - 31.01.1974, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANOAR 1974 Fyrsti pressu- leikurinn í blaki Ragnheiður Blöndal skorar úr erfiðri stöðu, en Framstúlkurnar fylgjast með. 1. deild kvenna: Fram er með fullt hús stiga tSLENDINGAR leika sinn fyrsta landsleik I blaki eftir rúma viku og verða andstæðingarnir Norð- menn. Landsliðið hefur æft sam- an að undanförnu, og annað kvöld fer fram pressuleikur f blaki f Laugardalshöllinni. Blakáhugi eykst með hverjum deginum og sffellt taka fleiri og fleiri félög það á sfna stefnuskrá. Ekki er undarlegt þótt blakinu vaxi fisk- ur um hrygg ef vinsældir fþrótt- arinnar úti f heimi eru hafðar f huga, en blak er þriðja vinsælasta fþróttagreinin f heiminum, hvað fjölda iðkenda viðkemur. Pressuleikurinn á föstudaginn hefst klukkan 20.30 og verða lið- in, sem leika, skipuð eftirtöldum leikmönnum: LANDSLIÐ: Anton Bjarnason.UMFL Gunnar Arnason, UMFB Halldór Jónsson, IS Indriði Arnórsson, IS Páll Ölafsson, Vfkingi Snorri RUtsson, UMFB Torfi R. Kristjánsson, Vfkingí Valdimar Jónasson, UMFB PRESSULIÐ: Ásgeir Elíasson, UMFB Elías Nfelsson, Víkingi Friðrik Guðmundsson, ÍS Gestur Bárðarson, Víkingi Guðmundur Pálsson, UMFB Már Tuliníus, Víkingi Ólafur Jóhannsson, UMFL Þórhallur Bragason, Breiðabliki. FRAM og Valur léku f 1. deild kvenna í fyrrakvöld og var þar um hörkubaráttu að ræða, en f lokin voru það Framstúlkurnar, sem fögnuðu. Þær unnu leikinn með 10 mörkum gegn 9, en f hálf- leik var staðan 5:4. Fram hefur nú lokið leikjum sfnum f fyrri umferðinni, hefur liðið unnið alla leiki sfna og er því með fullt hús stiga. sýna sfnar beztu hliðar. Arnþrúð- ur átti beztan leik Framstúlkn- anna, en hjá Val stóð Ragnheiður sig bezt. Mörk Fram: Sylvía 4, Bergþóra og Arnþrúður 2 hvor, Jóhanna og Heiga 1 hvor. Mörk Vals: Sigrún 3, Ragnheið- ur og Halldóra 2 hvor, Sigurjóna og Harpa 1 hvor. Björn Blöndal skorar eitt KR markanna f leiknum við Breéðahlik KR- stúlkur úr fallhættu Það er ekki að sökum að sþyrja þegar Fram og Valur mætast í í. deild kvenna, þá er ævinlega um jafna leiki að ræða. Svo var einn- ig að þessu sinni, en Fram hafði þó alitaf heldur vinninginn. Upp- hafsmínútur sfðari hálfleiksins komst Fram f þriggja marka forystu, 8:5, en Valsstúlkurnar voru ekki af baki dottnar. Þær gáfust ekki upp, og þegar fjórar mínútur voru eftir, höfðu þær jafnað 9:9. Síðasta orðið í leiknum átti Fram og sigurinn varð því þeirra, — eftir atvikum sann- gjarnt. Það var mikil taugaspenna í þessum leik og því náðu liðin að HVORT sem það hefur verið skrekkurinn við að falla niður f 2. deild eða eitthvað annað, sem rak KR-stúlkurnar áfram í tveimur, sfðustu leikjum, þá er vfst, að þessir leikir eru þeirra beztu á keppnistfmabilinu. Fyrst unnu þær Þór frá Akureyri á sunnudag- inn var og f fyrrakvöld lögðu þær FH-stúlkurnar að velli og ættu þvf að vera sloppnar úr fallhættu. Þeim leik lauk með 15:9, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 5:4. Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn og illa leikinn af báðum lið- um. Sá síðari var snöggtum skár leikinn af KR-liðinu, en FH-liðið náði sér aldrei á strik. Hjördís Sigurjónsdóttir stóð sig mjög vel í þessum leik og var bezt KR-stúlknanna, ásamt Jónínu Ölafsdóttur, sem nú lék sinn fyrsta meistaraflokksleik. FH- stúlkurnar léku allar undir getu. Mörk KR: Hjördts 6, Hansína 5, Elly 2, Jónína 1, Erna 1. Mörk FH: Kristjana 2, Katrín, Anna Lísa, Brynja, Birna, Gréta og Svanhvft 1 hver. Kokkaliðið lagði KR Þróttur kominn á beinu brautina í 2. deild BREIÐABLIKSMENN mættu ákveðnir til leiks gegn KR f 2. deildinni f handknattleik f fyrra- kvöld, ákveðnir í að sýna Vestur- bæjarliðinu, að sigur þeirra f fyrri umferðinni var ekki tilvilj- un. Með kokkana Þórð Sigurðs- son, Danfel Þórisson og Diðrik Olafsson f broddi fylkingar léku Blikarnir af fullum krafti, létu aldrei á sér bilbug finna og stóðu uppi sem sigurvegarar í lokin. Leikurinn endaði 18:14, en f hálf- leik höfðu KR-ingar tveggja marka forystu, 10:8. Við þessi úrslit vænkaðist hag- ur Þróttara til mikilla muna og segja má, að liðið sé nú komið á beínu brautina í 2. deildinni. KR- ingar hafa næstum misst af lest- ir.ni með sex stig töpuð, en Grótta er enn með í dæminu, hef- ur tapað fjórum stigum. Þróttur hefur aðeins tapað einum leik, það var fyrir KA, sem tapað hefur þremur leikjum. Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn allan tímann og sjaldan mun- aði nema einu marki, alltaf KR í vil. Breiðabliksmenn náðu að jafna í upphafi síðari hálfleiksins og tóku síðan forystuna, sem þeir sfðan misstu aldrei. 14:11 sást á markatöflunni og síðan 16:13 og 18:14, sem urðu lokatölur leiks- ins. Þegar KR-ingar fundu fyrir öfl- ugri mótstöðu Blikanna í síðari hálfleiknum, var sem þeir gæfust upp. Þeir þoldu ekki mótlætið og skapsmunir þeirra komu niður á skynseminni. Blikarnir héldu bar- áttu sinni áfram og höfðu greini- lega gaman af því, sem þeir voru að gera. Daníel Þórisson lék nú sinn bezta leik með Breiðablik í langan tíma og var bezti maður liðsins, Diðrik Ölafsson landsliðsmaður i knattspyrnu lék nú með Breiða- blik að nýju og átti stórleik. Þjálf- ari Breiðabliks og fyrrverandi Haukamaður, Þórður Sigurðsson — þriðji kokkurinn í liðinu, var ódrepandi í leiknum og hvatti sina menn stöðugt. Þá má ekki gleyma Herði Harðarsyni, ungl- ingalandsliðsmanninum efnilega sem stóð vel fyrir sínu. I marki Breiðabliksmanna stóð allan tim- ann Marteinn Arnason og stóð hann sig frábærlega vel í seinni hálfleiknum, þegar mest á reið. Einar Asmundsson hafði verið mark KR-inga af miklum sóma i fyrri hálfleik, en í þeim siðari var hann greinilega orðinn þreyttur. Af KR-ingunum var það helzt Þorvarður Guðmundsson, sem komst sæmilega frá leiknum, og nýliðinn Simon Unndórsson. Aðr- ir léku undir getu. Mörk Breiðabliks: Diðrik 5, Þórður 4, Daníel og Hörður H. 3, Bjarni 2, Hörður K. 1. Mörk KR: Haukur Ottesen 4, Þorvarður 3, Símon og Björn 2, Ævar, Gísli og Bogi 1 hver.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.