Morgunblaðið - 31.01.1974, Síða 13

Morgunblaðið - 31.01.1974, Síða 13
 Fréttabréf frá Borgarfirði eystra Borgarfirði, 29. jan. SVO sem getið hefur verið um í fréttum hefur fyrrihluti þessa vetrar verið snjóþyngri og byljóttari hér á Austurlandi en margir eldri menn muna dæmi um áður. Hefur þetta komið sér sérstaklega illa fyrir okkur Borgfirðinga, þar sem aðalsamgönguleið okkar við umheiminn, Vatnsskarð til Héraðs, hefur verið lokuð tfm- unum saman og flug legið niðri. Má geta þess, að skóla- nemar, sem komust við illan leik heim í jólaleyfi, ýmist gangandi eða á snjósleðum, urðu að fá varðskip til að sækja sig að leyfi loknu, sem ætlaði að ganga illa, og kom það tvisvar, því að í fyrra skiptið mátti telja ólendandi. Olíulaust var að verða og beið Kyndill eftir tækifæri til að koma hingað frá Seyðisfirði, sem tókst þó að lokum. Læknir okkar, Þorsteinn Sigurðsson héraðaslæknir á Egilsstöðum, sem þrátt fyrir óskaplegar annir vegna stærð- ar umdæmis síns, hefur ávallt sýnt frábæran dugnað við að vitja okkar, hefur ekki komizt hingað frá því 4. des. vegna anna, ófærðar og nú síðast eig- in veikinda, þar til sl. föstu- dag. Að vísu lagði hann einu sinni af stað f flugvél, en þá gat hún ekki lent og varð að snúa við við svo búið. Já, heil- brigðismál okkar eru mörgum áhyggjuefni, þegar oft lfða langir tímar, svo að ekki er hægt að ná til læknis, hvað sem fyrir kann að koma, og engin hjúkrunarlærð mann- eskja á staðnum. Annars binda margir vonir sínar við unga og efnilega stúlku héðan, Sigrúnu Skúladóttur, sem nú er útlærð- ur sjúkraliði. Von er um, að hún verði ráðin til starfa hing- að, ef hún gefur kost á sér. Hef ég orð héraðslæknis fyrir því, að slíkt yrði ómetanlegt. Eitt hús er hér i smiðum, skólastjóraíbúð, og mun lækn- ir eiga jafnframt að fá þar aðstöðu til starfa í vitjunum sínum. — Frá því um nýár hafa verið haldnar tvær miklar samkomur hér, hin árlega barnasamkoma og þorrablót, 29. árið í röð, sl. laugardag, fór það mjög vel fram í alla staði. Nú eru vertíðarmenn farnir eða að fara og munar mikið um þá í fámennu byggðarlagi eins og hérna. Séra Sverrir Haraldsson. Upphefð Bakkusar Moskvu 28. janúar- NTB PETUR I., keisari í Rússlandi, mun Itafa haft hina mestu skömm á rónum og drykkju- ■nönnum, og hafa nú sovézkir sagnfræðingar komizt að þv í, að keisarinn veitti sopadrjúg- um mönnum innan hirðarinn- ar sérstakt heiðursmerki eða viðurkenningarorðu, að því er Tass-fréttastofan skýrir frá. Var orða þessi úr járni, meira en sex kíló að þyngd, og á hana var letrað: „Fyrir fyllirf.** Orð- an var fest með járnkeðju um háls viðkomandi heiðurs- manns, þannig að hann varð að bera hana dag sem nótt. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1974 13 ÚTSALAN HEFST í DAG Á TVEIMUR H/EÐUM HERRAFOT SKYRTUR KJOLAR BUXUR JAKKAR GARDÍNUBÚTAR PEYSUR BLÚSSUR FRAKKAR SÆN GUREFNISBÚTAR PILS UNDIRFATNAÐUR AÐEINS í FÁA DAGA - MIKIL VERÐLÆKKUN HERRASKÓR KVENSKÓR BARNASKÓR STÍGVÉL KULDASTÍGVÉL STRIGASKÓR lí it '$$ Austurstræti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.