Morgunblaðið - 31.01.1974, Síða 16

Morgunblaðið - 31.01.1974, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANUAR 1974 Halldór Blöndal: ^ Skylda Islendinga að hraða nýtingu orkuiinda ALLMIKLAR umræður urðu f efri deild í gær um orkumál almennt, þegar stjórnarfrum- varp um jarðgufuvirkjun við Kröflu eða Námafjall var til fyrstu umræðu. Sl. mánudag hafði raforkuráðherra mælt fyrir frumvarpinu og þá orðið um það nokkrar umræð- ur, sem ekki reyndist unnt að ljúka þá. Var frumvarpið til framhalds 1. umræðu f gær. Talsmenn ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðu lýstu yfir, að eins og ástandið væri nú í orku- málum væri mjög nauðsynlegt að samstaða næðist um aðgerðir f þvf skyni að flýta hagnýtingu orku- gjafa okkar til rafinagnsfram- leiðslu. hver framþróun í orkumálum heimsinsyrði. Halldór sagði, að það væri sið- ferðileg skylda okkar Islend- inga gagnvart umheiminum að gera nú átak í að flýta hagnýtingu okkar auðugu orku- gjafa, jarðhitans og vatnsork- unnar, sem einnig hefðu þann kost, að valda ekki mengun. Þá kvaðst þingmaðurinn að lok- um mótmæla orðum ráðherra í þá átt, að smáar virkjanir skiptu ekki máli í raforkumálum okkar. Margt smátt gerði eitt stórt. Magnús Kjartansson orkuráð- herra sagði tafirnar á raforkunni til Þistilfjarðarbænda stafa af töf- um á efnispöntunum. Rikisstjórnin hefði tekið við erfiðu ástandi í orkumálum Norð- lendinga, þar sem Laxárdeilur hefðu ekki verið leystar. Við Svará í Skagafirði hefðu svipuð sjónarmið komið upp og áður við Laxá, þar sem ekki hefði tekizt að ná samkomulagi við landeigendur um virkjunina. Þá kvað ráðherr- ann sjálfsagt að athuga, hvort ekki væri rétt að leyfa bæjar- stjórn Siglufjarðar að virkja Fljótaá, ef eftir því yrði sðtt. Tengja þyrfti orkuveitusvæðin saman, og mundi samtenging við Suðurland yfirleitt nýtast Norð- lendingum vel nema á þungum vetrum, þegar Suðurland væri ekki aflögufært með raforku. Þá þyrfti að koma upp varaaflstöð á Akureyri til að tryggja öryggi Akureyringa f orkumálum. Loks væri hér lögð til 55 megawatta virkjun i Kröflu. Allt mundi þetta, þegar timar liðu leysa úr vandamálum Norðlendinga. Þá sagði ráðherrann, að ríkis- stjórnin hefði ekki huga á að koma í veg fyrir, að á Norðurlandi yrðu hús hituð með raforku og að þar gæti orkufrekur iðnaður risið. Það væri rangt hjá þingmannin- um, að ekki hefði verið ætlað sérstakt fé á fjárlögum til að flýta rannsóknum og fram- kvæmdum í virkjunarmákim. Við 3. umræðu fjárlaga hefði verið skotið inn 2 — 300 milljónum í þessu skyni. Ráðherra lagði að lokum áherzlu á samstöðu manna í orku- málunum og fagnaði bréfi þvi, sem þingflokkur sjálfstæðis- manna hefur sent rikisstjórninni og um þau mál fjallar. Geir Hallgrfmsson <S) sagði það leiðinlegan brag, sem á mál- flutningi ráðherra væri, þegar hann óskaði eftir samstöðu með stjórnarandstöðuflokkunum, þeg- ar hann væri sjálfur ráðherra, en notaði hvert tækifæri, sem gæfist, til að ráðast á stefnu fyrrverandi rfkisstjórnar. Kvaðst hann þó taka undir að nauðsynlegt væri, að samstaða næðist í orkumálun- um. 1 Þjóðviljanum hefði nýlega birzt eftir Magnús Kjartansson talnasamanburður, sem segði, að helmingur allrar orkuframleiðslu f landinu færi til álbræðslunnar f Straumsvfk, en fyrir það magn fengjust einungis 10% af raforku- verðinu. Þetta væri óheiðarlegur samanburður, þvf að tölurnar væru alls ekki sambærilegar. Annars vegar væri um einn aðila að ræða, sem fengi raforkuna f heildsölu, en hins vegar um alla aðra raforkuneytendur að ræða, sem fengju hana í smásölu í gegn- um viðamikið dreifingarkerfi, sem væri afar dýrt. Það ætti held- ur að gera samanburð á fjárhag Landsvirkjunar, eins og hann væri nú og eins og hann myndi vera, ef ekki hefði verið ráðizt í Búrfellsvirkjun á sfnum tíma og orkusölusamningur við álverið f Straumsvík hefði verið forsenda fyrir. Kvaðst Geir mundu leggja til í stjórn Landsvirkjunar, að slík könnun yrði gerð og kvaðst vænta þess, að ráðherra styddi sig í því. Geir kvað það vera rangt, að bein fjárveiting hefði verið sett inn i fjárlögin til að standa undir rannsóknum á sviði orkumála. Við 3. umræðu fjárlaga hefði ver- ið sett í heimildarákvæði, að ríkis- stjórninni væri heimilt að taka lán f þessu skyni. Hins vegar væri ekkert farið að gera til þess að afla þess fjár. Því hefði þar að- eins verið bent á vandann en hann á engan hátt leystur. Þeir Geir Hallgrímsson og Magnús Kjartansson deildu síðan lengi dags um raforkumálin. Kom m.a. fram hjá ráðherranum, að hann hefði farið fram á það við stjórn álVerksmiðjunnar að raf- orkuyerð þangað yrði endurskoð- að vegna breyttra aðstæðna í orkumálum. Hefðu verið ákveðn- ir umræðufundir milli aðila um það efni. Geir taldi sjálfsagt að leita eftir slíkum samningum þar sem aðstæður væru svo breyttar, sem raun bæri vitni, og benti á, að fyrirhugað væri vegna stækkunar verksmiðjunnar að selja þangað 20 megawött af raforku frá Sig- ölduvirkjun og styrkti það samn- ingsaðstöðu íslendinga. Auk framantalinna tók Jón Ar- mann Héðinsson þátt í umræðun- um. Halldór Blöndal (S) hóf um- ræðurnar í gær og endurtók ýms- ar spurningar, sem hann hafði borið upp við orkuráðherra sl. mánudag, en ekki fengið svarað þá. Hverjar væru fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar nú í orku- vandamáli Norðlendinga, sem til úrlausnar gætu orðið í bráð? Bændur í Þistilfirði í N-Þingeyj arsýslu, sem fengnir hefðu verið sl. sumar til að greiða heimtaug- argjald fyrir rafmagn hefðu ekki fengið rafmagn ennþá. Loforð um það hefðu verið margsvikin. Hvenær væri fyrirhugað að þeir fengju rafmagnið? Væri það ætlunin núna, að neita bændum á Norðurlandi um rafmagn til húsahitunar og loka fyrir, að á Norðurlandi risu upp f náinni framtið iðnfyrirtæki, sem þyrftu raforku til framleiðslu. Þá las þingmaðurinn upp vitnis- burð um ástandið í virkjunarmál- um Norðlendinga, sem einn af þingmönnum rfkisstjórnarinnar á Norðurlandi, Björn Pálsson hefði skrifað undir, og kæmi fram í greinargerð með frumvarpi, sem hann væri meðflutningsmaður að á þinginu. Þar segði m.a.: „Þrátt fyrir fyrirsjáanlegan raforku- skort á Norðurlandi vestra hefur orkumálaráðherra fram til þessa ekki veitt heimild fyrir Svartár- virkjun, né heldur virkjun í Fljóta á. Og engar horfur eru á, að hann veiti slíka heimild, nema skv. beinum fyrir mælum Alþingis." Það hefði verið mikið fyrir- hyggjuleysi af ráðherra sl. sumar. þegar fjárlög voru í undirbúningi, að gera ekki ráð fyrir neinum fjárveitingum til að unnt yrði að hraða rannsóknum og fram- kvæmdum á sviði virkjunarmála, þar sem þá hefðu menn víðs vegar erlendis verið búnir að spá um MÞIAGI Fyrirspumatími Húsnæðismál M. R. Klleri B. Sehrain (S) spurði menntamálaráðherra: Hvaða úrbætur eru fyrirhugaðar i húsnæðismálum Mennta- skólans i Reykjavik og hvenær eiga þær að koma til fram- kvæmda? Sagði Ellert í fram- söguræðu sinni, að frumkvæði stjórnvalda hefði gjörsamlega skort i menntamálum og hús- næðismálum skólanna. Gilti þetta almennt um framhalds- skólastigið, ekki sizt hér i Reykjavík, en framhalds- skólarnir hér i borginni hefðu verið vanræktir af fjárveitinga- valdinu og stjórnvölduin. I M. R. væri kennt i ekki færri en 7 fasteignum viðs vegar um borg- ina. Þar væru húsnæðismálin i algjörum ólestri, en 885 nemendur hefðu hafið nám f skólanum sl. haust. iMagnús Torfi Olafsson sagði, að nú færi fram kennsla í 5 húsum við M. R. I gamla skólan- um, nýbyggingu á lóð skólans, sen nefnd væri Casa Nova, svo- nefndu Fjósi, Þrúðvangi við Laufásveg og leiguhúsnæði í Miðstræti 12. Þetta væri nokkurn veginn saina húsnæði | og verið hefði veturinn 1971—'72, en þá hefðu verið flestir nemendur i skólanum, 1080 nemendur. Nú væru nemendur um 880, en talið hefði verið, að skólinn rúmaði 600 nemendur. Ekki sagði ráðherra, að neinar aðgerðir væru á döfinni til að auka húsnæði við skól- ann, heldur vrði re.vnt að stefna að þvi að koma upp öðrum menntaskólum, sem taka munu tii sín nemendur, sem aðöðrum kosti færu i M. R. Ellert B. Schrain kvað svör ráðherra ekki vera uppörvandi fyrir M. R. Þar væru engar áætlanir aðrar en að fjölga öðr- um menntaskólum viðs vegar um landið, sem varla væri raun- hæft ef litið væri á þörfina á menntaskólastiginu i heild. Kvaðst hann vilja beina því til ráðherrans ef hann yrði enn \ið völd við undirbdning næstu fjárlaga, að hann reyndi að gera eitthvað í málinu. Litasjónvarp Ellert B. Schram spurði me n nt am á 1 aráð he rr a: H vað a áætlanir hefur Ríkisútvarpið gert um litasjónvarp á islandi? Sagðist hann fyrst vilja vekja athugli á frétt í Alþýðublaðinu um, að nú væri bandaríska varnarliðið að undirbúa útsend- ingar sjónvarpssendinga i lit- um, og kæmi fram i fréttinni, að fyrirhugað væri, að útsend- ingar i litum hæfust i júni n.k. Þetta, ásamt annarri uppbygg- ingu á K eflav ik urf 1 ugvel li, benti varla til þess, að Banda- rikjamennirnir væru á föruni. Þá vék hann að því áliti suinra núverandi stjórnarsinna meðan þeir voru í stjórnarandstöðu, að út se nd i ng ar Kef laví kur sj ón- varpsins til fslenzkra áhorfenda væru glæpasamlegt athæfi. Nú hefðu þeir verið í stjórn i 2'i ár og ekkert gert i málinu. Bæri þetta vott um inenningar- hræsni Alþýðubandalagsins. Þá sagði Ellert, að útsending- ar Keflavikursjónvarpsins i lit- um m.vndu liafa mikil áhrif á aðstæður hér á landi, ekki siður en tilvera Keflavíkursjónvarps- ins liefði ó sínum tima flýtt því, að íslenzka sjónvarpíð komst á fót. Kvaðst hann hafa heyrt, að 20.000 sjónvarpstæki hér á suð- vestur- horninu væru útlniin til að taka við úlsendingum Kefla- víkursjónvarpsins. Fvrir þess- um staðreyndum þýddi ekki að loka augunum, hvað sem rnönn- um fyndist um Keflavikursjón- varpið að öðru leyti. Þetta ástand kvað hann knýja mjög á um, að gerð yrðí gagnskör að þvi að islenzka sjónvarpið hæfi litautsendingar, því að hætt væri við, að sjónvarpsneyzla ís- lendinga beindist frekar að Keflavíkursjónvarpinu að öðr- um kosti. Þá væri nú svo komið hjá mörgum, að þeir þyrftu hvort sem væri að endurnýja sjóvarpstæki sin, og væri óvið- unandi fyrir fólk að vita ekki, hvaða áform íslenzka sjónvarp- ið hefði i þessum efnum. Magnús Torfi Ólafsson las upp svar, sem hann kvaðst hafa fengið hjá útvarpsstjóra i til- efni af fyrirspurninni. 1 svar- inu kom fram, að innan Ríkisút- varpsins hefðu konijð fram hugmyndir um litasjónvarp. Aætlanir hefðu ekki enn verið gerðai’, en slikar áætlanir hlytu ávallt að lengjast röðun franv kvæmda, en ekki að vera frá þeim skildar. Jónas Árnason (Ab) sagðist finna, að hann væri farinn að eldast. Hann gæti ekki skilið, hvernig framkvæmdir Banda- ríkjamanna um litasjónvarp, blönduðust inn í það, hvort her- inn myndi fara eða vera. Þá sagði þingmaðurinn, að fréttin í Alþýðublaðinu væri alvarleg. Kvaðst hann ítreka spurningu Ellerts um, hvort ætti að líða það, að Keflavíkursjónvarpið efldist í samkeppninni við það íslenzka. Væri það kannski með samþykki menntamálaráð- herra, að það hæfi nú útsend- ingar í litum? Magnús Torfi Ólafsson sagðist fyrst hafa heyrt um málið, er hann sá um það frétt- ina í Alþýðublaðinu. Spurning- unni um, hvort þetta yrðí liðið, svaraði hann: „Slíkt má ekki liöa og verður ekki liðiö." Stefán Jónsson (Ab) sagði, að sér væri ekki vel ljóst hjá Jónasi Arnasyni, hvort ölöglegra væri að Kanasjón- varpið sendi út i lituin eða ekki litum. Þá taldi hann brýnna fyrir Ríkisútvarpið að sjá til þess, að útvarpssendingar næðust á öllu landinu en farið yrði að hug- leiða litasjónvarp. Halldór Blöndal (S) kvað það vera frekar hryggilegt fyrir hönd Jónasar Arnasonar, hversu litlar vonir hann hefði um það, að herinn færi úr landi. Þá kvaðst þingmaðurinn vilja beína tvenns konar tilmælum til menntamálaráðherra. I fyrsta lagi, að hann beitti sér fyrir ösk bæjarstjprnar Húsa- víkur um, að Húsvíkingar fengju endurvarpsstöð, sem þeir næðu til. í öðru lagi, að hann beitti sér fyrir uppsetn- ingu endurvarpsstöðvar i Grímsey, sem nýtzt gæti fiski- bátum að veiðum fyrír Norður- landi. Ellert B. Schram sagðist sain- þykkja það, að Jónas væri orð- inn nokkuð gamall fyrst hann skildi ekki eins augljósar rök- semdir og hann hefði flutt fyrir máli sínu. Þá kvast hann vænta þess, að Stefán Jónsson væri sér sammála um, að betra væri að koma hér á islenzku litasjön- varpi heldur en að bandariska sjónvarpið yrði eitt um hituna. Hér værí á ferðinni samkeppni, sem stofnaði íslenzka sjónvarp- inu í hættu. Væri fyllilega koin- inn timi til að gera áætlanir um litasjónvarpið, þó að engin svör í þá átt fengjust úr ráðherran- um. Jónas Árnason kvaðst fagna svari ráðherrans við því, hvort litasjönvarp Bandarikjamanna yrði liðið. Sagði þingmaðurinn i tilefni af orðum Stefáns Jöns- sonar, að ekki væri sama, hversu ósóminn gengi langt. Ef Bandarikjamenn héldu, að þeir ættu ekki að fara, þá ættu þeir, sem að þeim hefðu aðgang, að segja þeim, að það væri misskilningur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.