Morgunblaðið - 31.01.1974, Síða 36

Morgunblaðið - 31.01.1974, Síða 36
rrenium stórt sem smátt ŒtiKmBSm Freyjugötu 14 Sími 17667 |H0r0tiinlþlðÍ>«( nucLVsmcnR ^^-»22480 FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1974 Fært til Egilsstaða frá Reykjavík „FÆRÐ á vegum landsins er víðast hvar góð þessa dagana, ef miðað er við árstíma," sagði Hjörleifur Ölafsson, vegaeftir- litsmaður þegar við ræddum við hann í gær. „Helzt eru það svellalög, sem ökumönnum ber að varast. Núna er fært til Egilsstaða og Austfjarða frá Reykjavfk, með því að aka suðurleiðina yfir Skeiðarársand, en Breiðamerk- ursandur og Lónsheiði voru rudd í gær. Þá er fært yfir Holtavörðuheiði til Akureyrar, og þaðan er fært um Dalsmynni til Húsavíkur. Frá Húsavfk er síðan fært öllum bflum til Rauf- arhafnar, og þaðan komast stór- ir bílar og jeppar allt til Þórs- hafnar." Sagði Hjörleifur, að fært væri frá Borgarfirði vestur á Snæfellsnes, og úr Dölunum væri fært vestur í Reykhóla- sveit. A Vestfjörðum er færð viðast hvar þung, en í gær var rutt frá Isafirði til Bolungavík- ur og Súðavíkur. Þessi mynd var tekin á Holtavörðuheiði f fyrradag, þegar búið var að ryðja hana. Stór bíialest fór þá yfir heiðina til hinna ýmsu staða norðanlands. Ljósm. Mbl.: Hermann Stefánsson. Tel skipið vera 99 töluvert skemmt 99 segir Björgvin skipstjóri á Grind- víking, sem strandaði á Vopnafirði VÉLSKIPIÐ Grindvíkingur GK- 606 strandaði á svonefndum Mickelsensboða f gærmorgun, þegar skipið var að koma til Vopnafjarðar með 350 lestir af loðnu. Skipið náðist fljótlega af strandstað, og mun það vera nokkuð skemmt, þó svo að rann- sókn á skemmdum hafi ekki farið fram enn. „Það var um kl. 8.15 í gærmorg- un, sem skipið strandaði á boðan- um,“ sagði Björgvin Gunnarsson skipstjóri, þegar Morgunblaðið ræddí við hann í gær, og hann bætti við, „ég var sjálfur við stjórn skipsins þegar óhappið vildi til. Ástæðuna fyrir því, að við lentum á boðanum, tel ég vera, að skipið hafi verið á of mikilli ferð. Við vorum með 350 lestir í skipinu, en 100 lestum dældum við strax í sjóinn, og fengum bátinn Ritu NS-13 til að draga okkur út af boðanum. Ég vildi ekki reyna að ná skipinu út af sjálfsdáðun, þar sem skrúfuút- búnaður og stýrishæll skipsins hefði getað skemmzt víð það.“ ,3jörgunarskipið Goðinn er 500 þúsund kr. hafa safnazt I GÆR höfðu borizt yfir 500 þús- und kr. í Holdsveikrasöfnunina, sem nú stendur yfir. Björn Tryggvason formaður Rauða kross Islands sagði í samtali við blaðið, að stærsta upphæðin hefði borizt frá Oddfellowum kr. 100 þúsund, og frá S.Í.B.S. bárust 60 þús. kr. væntanlegt hingað á morgun til að kanna skemmdir á skipinu. Sjálfur álít ég, að skipið sé tölu- vert skemmt.þó hvergi hafi kom- ið leki að því. Annar dýptarmælir skipsins er úr sambandi og senni- lega hefur botnstykkið farið af. Þá eru „asdictækin'1 í ólagi, því hvorugt þeirra vill fara eðlilega niður. Bráðabirgðaviðgerð verður reynd á skipinu, en ekki nema hún verði alveg örugg." Sagði Björgvin, að hann hefði ekki komið til Vopnafjarðar siðan Hannibal um varnarmálin: Allt í óvissu um samstöðu innan ríkisstjórnarinnar „VIÐ höfum rætt tillögur Einars Agústssonar eins og þær lágu fyr- ir frá Framsóknarflokknum og viðurkennt þær sem umræðu- grundvöll," sagði Hannibal Valdi- marsson, formaður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna í viðtali við Mbl. I gær. Hannibal sagði, að Samtökin hefðu *ekki samþykkt tillögurnar sem slikar, enda hefði það aldrei staðið tiL þvf að beðið væri svara Alþýðu- bandalagsins og þegar þau lægju fyrir, ætti að ræða málið innan rfkisstjórnarinnar, áður en sam- eiginlegar tillögur hennar koma til. Tillögur framsóknarmanna kvað Hannibal aðeins ætlaðar til þess að leggja fram sem umræðu- grundvöll. Aðspurður um það, hvort ætlunin væri að leggja til- lögur Einars fyrir Bandarikja- stjórn, svaraði Hannibal: „Það er ekki búið að ganga frá því i hvaða formi það verði og er raunar allt i óvissu um það, hvort tekst að ná samstöðu um sameiginlega tillögu innan rikisstjórnarinnar." Hannibal sagðist ekki hafa haft tóm í gær til þess að kanna tillög- ur Alþýðubandalagsins, en hann sagðist hafa heyrt, að þær væru alltorskildar f einstökum atriðum. Töluverð síld á loðnuimðunum 1963, en áður hefði hann verið þaulkunnugur þar, og hefði hann ekki munað eftir þessum boða. Mjög mikið aðdýpi væri við hann, og því ætti að vera ljós á boðan- um. Engin leið hefði verið til að stöðva skipið áður en það rann upp á boðann, ferðin hefði verið of mikil til þess. Hvorki væri hægt að kenna á höfninní né veðr- inu um þetta óhapp. „Við erum búnir að landa 2700 lestum af loðnu á vertiðinni,'1 sagði Björgvin, „og reyndar 2800 með þessum 100 lestum, sem við dældum í sjóinn. Rétt er að geta þess einnig, að stjórnborðssfða skipsins f afturlest er töluvert Framhald á bls. 20 ÞEIR loðnubátar, sem hafa verið á veiðum við Hrollaugseyjar, Ingólfshöfða og innan við Tvísker hafa margir hverjir orðið varir við töluverða síld. Sumir bátanna hafa fengið sæmilegustu sfldar- köst, sem þeir að sjálfsögðu hafa sleppt, enda sfldin alfriðuð fram á haust. Eggert Gíslason skipstjóri á aflaskipinu Gísla Arna sagði, þegar við ræddum við hann á Vopnafirði í gær, að þeir á Gísla Arna hefðu aðeins orðið varir við síld í einu kasti. Hins vegar hefðu bátar fengið hrein síldarköst inn af Tvískerjum og úti af Ingólfs- höfða. Sagði Eggert, að hann gæti ekkert sagt um hve mikið magn væri þarna á ferðinni. Gísli Arni var að landa 550 lest- um af loðnu á Vopnafirði þegar við ræddum við Eggert, og með þvi var skipið búið að fá 3600 lestir. Skipið var lengt um 5 metra í Noregi í haust og um leið var byggt yfir dekk skipsins. Sagði Eggert, að það væri mikill munur að vera með lokað dekk frá því, sem áður var, þegar sjó skolaði ávallt yfir dekkið þegar skipið var þunghlaðið. „Loðrtumagnið er núna óhemju- mikið," sagði Eggert og bætti við „mér kæmi ekki á övart, þó að það væri meira en í fyrra. Það virðist alls staðar vera loðna.“ Eggert sagði að lokum, að loðn- an, sem bátarnir fengju vestast á veiðisvæðinu, væri orðin mjög hrognamikil og mætti búazt við að hún yrði hæf til frystingar ein- hvern næsta dag. Margir skipstjórar loðnuveiði- skipa velta því nú fyrir sér hvort einhver síldveiði verði leyfð í haust, og þá aðeins til að hægt verði að útvega íslenzkum verk- smiðjum hráefni. Enn lækkar fisk- verð 1 Bretlandi TOGARINN Hjörleifur seldi 2390 kit eða 153 lestir í Grimsby í gær fyrir 38.513 sterlingspund, sem eru um 7.5 millj. kr. Meðalverðið var kr. 49.90. Nokkur afturkippur er nú á fiskmörkuðunum í Bretlandi, en búizt er við, að verð á fiski eigi eftir að hækka þar aftur. UNDANHALD KOMMÚNISTA í VARNARMÁLUM: Samþykkja dvöl banda- rískra hermanna í Keflavík LJÖST er, að Alþýðuhandalagið er í þann veginn að breyta um grundvallarstefnu í varnarmálun um og hverfa frá þeirri eindregnu andstöðu gegn dvöl bandariskra hermanna, sem hef- ur verið kjarninn I stefnu Sósíalistaflokksins og Alþýðu- handalagsins í 23 ár. Kemur þetta fram i ál.vktun, sem miðstjórn Alþýðubandalagsins hefur gert og birt var í Þjóðviljanum í gær, svo og í forystugrein í sama blaði. Undanhald kommúnista er tví- þætt: # Miðstjórn Alþýðubandalags ins hefur fallið frá þeirri meginkröfu, að varnarliðið verði horfið af landi brott fyrir lok kjörtímabilsins. 0 Miðstjórn Alþýðubandalags- ins hefur fallizt á, að aðild að Atlantshafsbandalaginu fylgi „vissar kvaðir“ og er bersýnilegt, að með þeirri ályktun undirbúa komm- únistar að samþykkja dvöl einhvers hóps bandarfskra hermanna á Keflavíkurflug- velli, skv. tillögum utan- ríkisráðherra. 1 ályktun miðstjórnar Alþýðu- bandalagsins, sem birt var í Þjóð- viljanum í gær segir m.a.: „Til samkomulags við aðra stjórnar- flokka getur miðstjórn Alþýðu- handalagsins þó á það fallist, að brottför síðasta hluta herliðsins miðist við árslok 1973, enda verði meirihluti þess farinn áður en kjörtímabilinu lýkur..Mið stjórninni er á hinn bóginn Ijóst, að þar sem óhjákvæ íilegt reynd- ist að fallast á það við myndun núverandi ríkisstjórnar, að Is- land yrði í NATO enn um sinn, fylgjaþeirri aðild vissar kvaðir.“ I forystugrein Þjóðviljans i gær er svo lagt út af þessari ályktun miðstjórnarfundar kommúnista og segir þar: „Samkvæmt tillög- um Framsóknarflokksins er því slegið föstu, að allur fastaher hverfi héðan í áföngum á fáum árum, en gert ráð fyrir, að með tilliti til þátttökunnar í NATO verði á Keflavíkurflugvelli viss aðstaða fyrir hreýfanlega flug- sveit. Það skal áréttað hér, að krafa Alþýðubandalagsins er sú, að á Keflavíkurflugvelli verði ekki herstöð í einni eða neinni mynd, enda var þvi skýlaust lýst Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.