Morgunblaðið - 31.01.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.01.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANUAR 1974 3 Guttorm Hansen, forseti norska Stórþingsins. Tönne Huitfeldt, hershöfðingi. NORSK-ISLENZK Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg, félag ungra áhuga- manna um vestræna samvinnu, munu efna til sameiginiegrar ráð- stefnu undir heitinu „tsland- Noregur — samstarf um öryggis- og alþjððamál“ næstkomandi laugardag og sunnudag. Ráð- stefnan er ekki „Opin“, heldur er boðið sérstaklega til hennar. Ráð- stefnuna munu sitja 9 Norðmenn og má þar m.a. nefna forseta norska Stórþingsíns Guttorm Hansen, Tönne Huitfeldt, hers- höfðingja og Johan Jörgen Holst, rannsóknastjóra norsku utan- rfkismálastofnunarinnar. Félögin tvö efndu til blaða- mannafundar f gær, þar sem þau kynntu ráðstefnuna, sem verið hefur í undirbúningi undanfarna mánuði. Fyrir Samtök um vest- ræna samvinnu sat fundinn Guð- mundur H. Garðarsson, formaður, fyrir Varðberg Markús örn Antonsson, en framkvæmdastjóri beggja félaganna er Magnús Þórðarson. Mjög hefur verið vandað til ráðstefnunnar, sem upphaflega átti að halda á síðast- Ellmann Ellingsen, framkvæmdastjóri. Johan Jörgen Holst, rannsóknastjóri. Kjeli Magne Bondevik, stór- þingsmaður. ráðstefna um öryggis- mál um helgina liðnu hausti, en vegna ýmissa annmarka, m.a. stórþings- kosninga í Noregi, gat ekki orðið af henni fyrr en nú. Til ráð- stefnunnar er sérstaklega boðið mönnum, sem kynnt hafa sér alþjóðamál, en þeir félagar sögðu, að því miður hefði þurft að tak- marka þátttöku í ráðstefnunni vegna stærðartakmarkana á hús- næði og ennfremur vegna kostnaðar. Sögðu þeir, að gott og náið samstarf hefði verið með Norðmönnum og tslendingum f öryggis- og alþjóðamálum um margra ára bil og myndu viðhorf i þessum málum verða rædd á ráð- stefnunni — það, sem efst er á baugi — bæði fyrr og nú. öryggismál Islands eru nú mjög ofarlega á baugi með þjóðinni. Þessi tími, sem ráðstefnan er haidin á, er þó algjör tilviljun, þar sem undirbúningur ráð- stefnunnar hefur staðið í all- mikið ráðfært sig við starfsbræð- ur sína í Noregi, áður en endanleg ákvörðun um þátttöku Islands f bandalaginu var ákveðin. Norsku gestirnir á ráðstefnunni eru frá hinum ýmsu stjórnmála- flokkum f Noregi. Þar eru full- trúar norska jafnaðarmanna, Mið- flokksins og Kristilega þjóðar- flokksins Fulltrúar bessara Frá blaðamannafundinum í gær. t'ra vinstri: Magnús Þórðarson, Guömundur H. Garöarsson og Markús Örn Antonsson. Per Brunvand, ritstjóri. Harry Hansen, stórþingsmaður. Ragnar Udjus, stórþingsmaður. Evind Berdal. upplýsingastjóri. marga mánuði og þegar ákveðið var að hún skyldi haldin nú, var eigi fyrirsjáanlegt, að til þeirrar frestunar kæmi á samningavið- ræðum ríkisstjórna Islands og Bandaríkjanna, sem raun ber vitni. Eins og áður sagði, var upphafleg ætlun að að haida ráð stefnuna síðastliðið haust. Þeir þremenningar sögðu, að á ráðstefnunni yrði rætt um sam- eiginleg mál Noregs og Islapds, skipzt yrði á skoðunum og menn myndu ræða ástanið á Norður- Atlantshafi. Gert er ráð fyrir því, að þátttakendur ráðstefnunnar verði um 120 talsins. A blaða- mannafundinum kom fram, að þeir þremenningar töldu eðlilegt, að Islendingar tækju mið af stefnu Norðmanna í öryggismálum, þar sem slíkt hefði jafnan verið gert áður. Minntu þeir á, að íslenzkir ráðamenn hefðu við inn- göngu í Atlantshafsbandalagið Ráðstefnuna sitja 9 Norðmenn, þ. á m. forseti norska Stórþingsins flokka eru valdir af flokksfor- ystunni til þess að sitja ráð- stefnuna, en ennfremur situr ráð- stefnuna fulltrúi Hægri flokksins, þótt hann hafi eigi beinlfnis verið valinn af forystu flokksins. Islenzkir framámenn í stjórn- málum munu einnig sitja ráð- stefnuna. Allir formenn fjögurra stjórnmálaflokka sitja hana, nema Ölafur Jóhannesson, en í hans stað verður Jón Skaftason frá Framsóknarflokknum. Hinir eru Geir Hallgrímsson frá Sjálf- stæðisflokknum, dr. Gylfi Þ. Gíslason frá Alþýðuflokknum, Hannibal Valdimarsson frá Sam- tökum frjálslyndra og vinstri manna, en auk þess mun Einar Agústsson, utanríkisráðherra flytja ávarp við setningu ráð- stefnunnar. Framsögumenn Norðmanna verða Guttorm Hansen, forseti Stórþingsins, Tönne Huitfeldt hershöfðingi og Johan Jörgen Holst, rannsóknastjóri norsku utanríkismálastofnunarinnar. Fundarstjórar verða alþingis- mannirnir Benedikt Gröndal og Matthias A. Mathiesen. Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.