Morgunblaðið - 31.01.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.01.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANUAR 1974 17 Anna prinsessa Bretlands stfgur hér glaðlegan dans við Pierre Elliot Tudeau, forsetisráðherra Kanada, en hún og eiginmaður hennar Mark Philips eru þar f heimsókn. A miðri myndinni er Jules Leger, landsstjóri og fylgir fréttinni að hann sé að dansa við forsætisráðherrafrúna. Stærsta olíufélag Kuwaits þjóðnýtt Atökin í Boliviu: Her og orrustuvélum beitt gegn verkamönnum La Paz, Boliviu, 30. jan. AP — Kuwait, 30. jan. NTB. RÍKISSTJÓRNIN í Kuwait hefur staðfest, að hún hyggist þjóðnýta Kuwait-olíufélagið, sem til þessa hefur verið í eigu British Petrole- um — BP — og bandaríska olíu- félagsinsGuIf Oil Corporation. Fjármála- og olíumálaráðherra 1 landsins, Abdel Rahman Al-Atiqi, upplýsir, að hann hafi í gær und- irritað samkomulag við olíufyrir- ' tækin, þar sem gert er ráð fyrir, að Kuwait fái 60% af hlutabréf- um Kuwait-olíufélagsins. Þá er haft eftir áreiðanlegum heimild- um en óstaðfest, að ríkið muni síðan eignazt til viðbótar 7% hlutafjárins á ári hverju unz allt fyrirtækið sé komið í þess hend- ur. Sömu heimildir herma, að olíu- fyrirtækin tvö, Gulf og BP, muni fá 400 milljónir dollara fyrir hlutabréfin. Kuwait-félagið fram- leiðir um það bi 195% af allri olíu Grátt gaman IRA í Dublin Dublin, 30. jan. AP. VOPNAÐIR menn, sem taldir eru úr frska lýðveldishernum, létu til sfn taka í Dublin í dag svo um munaði og ollu verulegum ugg manna og óþægindum. Þeir stöðvuðu hvern strætis- vagninn af öðrum og margar einkabifreiðar, skipuðu fólki með vopnavaldi að hypja sig út úr þeim og settu undir sætin pakka, sem fólk taldi, að sprengjur væru i. Sömuleiðis voru settir i bílana olíubrúsar með leiðslum alls kon- ar. Bifreiðarnar voru síðan skild- ar eftir á stöðum þar sem spreng- ingar hefðu valdið margvíslegu tjóni og erfiðleikum. Til þeirra kom þó aldrei, þvi að i pökkunum voru steinar og olíubrúsarnir reyndust tómir — en ekki þótti þorandi annað en viðhafa fyllstu aðgát og voru því sprengjusér- fræðingar til kvaddir í öllum til- fellum. Lögreglunni taldist svo til, að fimmtán menn a.m.k. hefðu tekið þátt í þessu gráa gamni, sem skrifað er á reikning IRA. Þeir stöðvuðu þannig og tóku með valdi tólf bifreiðar og strætis- vagna á tæpri klukkustund og nokkrir voru teknir síðar. Sýni- legt þykir, að með þessu hafi átt að valda sem mestum glundroða ogylja lögreglunni undir uggum. f Kuwait, eða um þrjár milljónir olíutunna á dag. Tillaga um þjóð- nýtingu félagsins var lögð fram á þingi Kuwait fyrir skömmu og send fjármála- og olíunefnd þess til umsagnar og afgreiðslu fyrir síðustu helgi. Ösló, 30. jan. NTB. 1 SAMRÆMI við menningarsam- vinnusamning Norðurlanda, sem tók gildi 1. jan. 1972, eru hafnar viðræður fulltrúa þeirra um sam- ræmingu námsefnis f skólum. Var fyrsti fundurinn haldinn í Ósló í dag en síðan verða fundir í hverju landanna fyrir sig með viku millibili, næst f Stokkhólmi í næstu viku. Meðal viðfangsefna þessara fu- nda verður samræming í kennslu ensku og stærðfræði í skólum á NTB. I DAG kom til harðra átaka milli hermanna og landbúnaðarverka- manna í borginni Cochabamba í Boliviu og nágrenni hennar, þar sem verkamenn höfðu lokað veg- Kaupmannahöfn, 30. jan. NTB. UNGUR Israelsmaður leitaði lið- sinnis dönsku lögreglunnar á Kastrupflugvelli í gærkveldi, þegar hann var orðinn illa haidinn af sári, er hann hafði hlotið á baki. Talið var f fyrstu, að hann hefði verið stungin hnffi f bakið og þar sem maðurinn var bæði skilríkjalaus og hafði engan farseðil — og neitaði þar að auki að gefa nokkrar upplýsingar um erindi sitt — þótti mál þetta hið dularfyllsta. Var talið, að honum hefði verið, veitt banatilræði. Sfðar gaf hann upp nafn, er Ifktist mjög nafni eins af starfs- mönnum sendiráðs Israels f Kaupmannahöfn og var eftir það hafður strangur öryggisvörður um manninn. I dag var hann fluttur til Kaup- mannahafnar frá sjúkrahúsi í Amager, þar sem hann gekkst undir aðgerð í nótt vegna sársins. Við yfirheyrslu neitaði hann með öllu að gefa upplýsingar um sig, Norðurlöndum, en samkvæmt samningi þjóðanna skal unnið að samræmingu námsskipulags og námsefnis. Er þetta talin brýn nauðsyn m.a. af því, að N orður- lönd eru nú frjáls vinnumarkað- ur, þannig að fólk úr einu landinu getur auðveldlega flutzt um set og hafið störf í einhverju hinna. Þetta hefur í för með sér, að börn og unglingar verða að skipta um skóla og hefur misræmi i skipu- inum milli Cochabamba og Santa Cruz. I gærkvöldi tókst hermönn- um með stuðningi orrustuflug- véla að brjótast gegnum vega- tálma verkamanna og opna þessa leið en talið ert að a.m.k. átta manns hafi látið lífið og fjöldi kvaðst heldur enga hnífsstungu hafa fengið, heldur hefði hann gengið í gegnum glerrúðu. Hefur það sennilega gerzt einhvers stað- ar í Kaupmannahöfn. Vitað er. að hann kom í borgarsjúkrah’ sið þar í gær en þaðan fór hann ; /n án þess að gert væri að meiðsi .m hans. Læknar hafa ekki treyst sér til að upplýsa, hvort sárið á baki mannsins stafi af glerbroti eða hnífsstungu, en mál þetta þykir Framhald á bls. 20 Kaupmannahöfn, 30. jan. NTB. DANSKA ríkisstjórnin hefur upplýst, að hún sé því fylgjandi, að samþykkja dansk-sænska sam- komulagið um að byggja brýr milli Kaupmannahafnar og Málmhaunga annars vegar og Helsingjaeyrar og Ilelsingja- borgar hins vegar, svo og að koma upp flugstöð á Salthólma. Þó vill stjórnin fresta framkvæmdum við flugstöðina í eitt ár. Stjórnin hefur einnig staðfest, að hún sé fylgjandi annaðhvort brú yfir Stóra-belti eða göngum og hafi hún óskað eftir athugun- um og umsögnum kunnugra þar að lútandi með hliðsjón af breyttum aðstæðum vegna tak- mörkunar á olíu og hækkaðs olíu- verðs. Eiga niðurstöður að liggja fyrir í lok þessa árs til þess að Þjóð- þingið geti á næsta ári tekið af- Áður hafði hermönnum tekizt að ná úr haldi hershöfðingjanum Juan Perez Tapia sem verkamenn tóku sem gísl í gær, er hann kom til að hefja samningaviðræður við þá. Eftir sem áður hafa verkamenn á sínu valdi allar leiðir út úr borginni Cochabamba og er haft eftir stjórnartalsmanni, að þeir haldi samtals um 145 km vega- kerfi í sinum höndum. Á því svæði hafa fjölmargar brýr verið sprengdar i loft upp. Talið er, að um sex þúsund manns séu í uppreisnarliði verka- manna, sem lét til skarar skriða fyrir fimm dögum til áréttingar mótmælum gegn efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar, einkum hækk- uðu verðlagi á matvörum. Hugo Banzer, forseti landsins, lýsti yfir hernaðarástandi í land- inu i gær og í dag tilkynnti hann, að komizt hefði upp um samsæri borgarategra stjórnmálamanna og nokkurra hershöfðingja um að steypa stjórn landsins. Taldi Banzer, að fyrrverandi forseti herráðs landsins, Eldaio Sanchez, hershöfðingi hefði átt þátt í því samsæri. stöðu til þess, hvort heldur skuli ráðast í brúarsmíði eða ganga- gerð. Chotiner látinn Washington 30. janúar AP. MURRAY M. Chotiner, sem var lengi mjög náinn samstarfsmaður og ráðgjafi Nixons Bandaríkjafor- seta, lézt í dag á sjúkrahúsi í Washington, sennilega af völdum umferðarslyss, sem hann lenti í fyrirfáeinum dögum. Chotiner stjórnaði oft kosninga- baráttu Nixons, í fyrsta skipti árið 1946. Hann var skipaður sérlegur ráðgjafi hans í viðskiptamálum eftir að forsetinn tók við embætti, en fyrir nokkrum árum hvarf hann úr þjónustu Bandaríkjafor- seta og sneri sér að lögfræðistörf- um. Framhald á bls. 20 Tónverk Beethovens, Mozarts og Schuberts sæta gagnrýni í Kína TIME inagazine segir frá því í síðasta hefti, að kfnv rskir kommúnistar hafi nú tekið til umfjöllunar tónverk eftir Beet- hoven, Schubert og Mozart og komizt þar að allnýstárlegum niðurstöðum og frábrugðnum þeim, sem áður hafa þekkzt. I Dagblaði alþýðunnar, sem er gefið út í Peking, sagði í fyrri viku, að „enn væri til það fólk sem reyni gagnrýnislaust að troða þessum tónverkum upp á æskufólk okkar. Ef við höldum áfram á þessari braut, hvert verður þá unga fóikið okkar teymt?“ Svo virðist sem þessar áhyggjur Kinverja hafi verið vaktar af heimsóknum þriggja vestrænna hljómsveita til Kína á s.l. ári, en þær fengu geysi- Beethoven: 1 ónáð í Kína? lega góðar móttökur áheyr- enda. Voru þetta Fílharmoníu- sveit Lundúna, Fílharmoníu- sveit Vínarborgar og Fíladelf- íuhljómsveitin. Um Beethoven segir blaðið, að hann hafi verið „þýzkur heimsvaldasinni" og Chiang Ching ogChou En-lai dapurleiki Schuberts stafaði af kúgunarstefnu austurrísku leiðtoganna. Ef Schubert hefði verið góður marxisti, segir blað- ið þá hefði hann vitaskuld lokið við „Ófullgerðu Sinfóniuna". Mozart er varla talinn þess verð ur, að orðum sé á hann eyðandi. Ekkert, sem hann samdi, kemst í hálfkvisti við Hvíthærðu stúlkuna, sem er kinversk bylt- ingar- og ballettónlist. Vestrænir sérfræðingar hafa velt fyrir sér, hver sé hin raun- verulega ástæða fyrir þessum skyndilegu og hörkulegu árás- um, sem hafnar hafa verið á tónverk hinna gömlu meistara. Eru þeir á því, að raunveruleg- ir skotspænir gagnrýninnar séu ekki tónskáldin þrjú, heldur sé þessum skeytum beint að Chiang Ching, eiginkonu Mao formanns. Er til þess tekið, að frúin fagnaði mjög hlýlega hljómsveitunum og óskaði sér- staklega eftir þvi við hljóm- sveitarstjóra Filadelfiuhljóm- sveitarinnar, að hún flytti „Sjöttu sinfóníu ' Beethovens. Ræða samræmingu skólastarfs og náms- efnis á Norðurlöndum ) annarra særzt í þessum átökum. Með sár á baki — en segir ekkert Danska stjórnin vill brýr yfir til Svíþjóðar og flugstöð á Salthólma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.