Morgunblaðið - 31.01.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.01.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1974 Matar- kreppa? New York 28. janúar- AP HEIMURINN ínun þurl'a að íæða 75 milljönir inanna til viðbötar á næsta ári, og þar eð neyzla kjöts l'er injög vaxandi í Evrópu, Japan og Rússlandi, yrði mjög a-skilegt ef fleiri færu að snúa sér að fiski og soyabaunuin, til þess að fá nauösy nlegar hitaeiningar. Yandainálið er einfaldlega það, að uppskeran úr sjó og al' ökruin eykst ekki jal'n hratt og fólksfjölgunin. Svo segir í langri grein í tíinaritinu For- tune, og ber greinin yfirskrift- ina: „Við getuin ekki tekið inat sem sjálfsagðan hlut leng ur." I greininni segir, að mögu- leikar á aukningu soyabauna- uppskerunnar séu einkuin í Kandaríkjunuin. þar sein hins vegar séu taldar litlar líkur á, að bændur taki ræktun soya- bauna frain yfir kornnekt, því hið siðarnefnda er inun arð- ba»rara. Og hvað fiskinn varð- ar, hefur injög dregið úr heimsaflanuin eftir 75% aukn- ingu á árunuin 1960 til 1970. Amin bannar hárkollur Kampala, 29. jan. NTB. IDI Amin, forseti Uganda, hefur bannað embættismönnum að nota hárkollur i opinberum bygg- ingum. Segir forsetinn, að Ugandamenn eigi að kosta kapps um að líkja ekki eftir hártízku- grillum vestrænna heimsvalda- sinna. Hins vegar er embættis- mönnum heimilt að setja koll- urnar upp utan vinnutíma. Amin bætti því við, að tæki einhver í fjölskyldu hans sjálfs upp á þvi að nota hárkollur, yrði honum sam- stundis sparkað úr fjölskyldunni. Á laugardaginn kemur halda Lúðrasveit Reykjavíkur og Lúðrasveitin Svanur sameiginlega tónleika í Háskóla- bíói, kl. 14. Stjórnendur verða Lárus Sveinsson og Páll P. Pálsson. Þetta munu vera fyrstu sameiginlegu tónleikar lúðrasveitanna og hafa æfingar staðið yfir frá því í nóvember sl. Hljóðfæraleikarar verða um 70 talsins og efnisskráin f jölbreytt. Aðgangur er ókeypis. JARÐBONN OG SYKII FE Mykjunesi, 27. jan. Hér er sami jökullinn yfir öllu eins og lengst af hefur verið í vetur. Veður hafa þó verið betri í janúar en fyrr í vetur og oft frost- lítið eða frostlaust. Fénaður er að sjálfsögðu allur á fullri gjöf og er víst langt siðan hross hafa verið jafn þung í fóðrum og nú. Það má segja, að hér i uppsveitum sé þetta verra að því leyti, að hér hefur snjóað meira og blotarnir orðið minni. í sveitum, sem lægra liggja, hefur jörð oft verið auð. Þegar blotar, er fljúgandi hálka á vegum hér, sem eru víða þaktir íshellu. Sem betur fer eru menn yfirleitt vel birgir að heyjum, því gjafatími er bæði langur og strangur. Við það bætist svo, að fóðurbætir er alltaf að hækka í verði, hefur t.d. nýlega verið hækkaður. Hér hefur á nokkrum bæjum verið óhreysti i fé og hafa orðið vanhöld af þeim sökum. T.d. hefur einn bóndi misst 11 ær af riðu og 5 hefur honum tekizt að lækna. Á öðrum bæ hefur lungna- pest gert tjón á fjárbúi. Þessi riðuveiki eða skjögur er orðið landlægt hér og drepst á hverju ári eitthvað úr þeim sjúkdómi. Er verið að kenna um skemmdu fóðri og kann það að vera rétt að ein- hverju leyti. En líklega munu nú margir eftir því, að hér áður fyrr voru nú heyin svona upp of ofan og stundum bæði mygluð og skemmd’ og bar ekki á því, að fé fengi skjögur af þeim sökum. Helzt dettur manni í hug, að þetta sé aðfluttur sjúkdómur, þó svo að fóður geti haft áhrif á það, hversu mikilvirkur hann er. Sama baslið er ennþá með veg- inn frá Galtalæk og inn á Sigöldu. Þessi spotti lokar löngum leiðum hér innan héraðs að vetrinum og hefur svo verið í vetur. Er það furðuleg ráðstöfun valdhafa að hafa þetta gat í vegamálunum vegna virkjunarframkvæmdanna inni á hálendinu. A það vafalaust eftir að koma betur í ljós á næstu árum, hvers virði það er að hafa góðan veg í sambandi við þær framkvæmdir, því það er stað- reynd, að sú leið er mjög mikið notuð, þegar hún er fær. Og í annað eins hefur verið ráðizt eins og þó þessi spotti væri lagfærður svo, að hann væri fær í öllu sæmi- legu. Nú er þorri genginn í garð og tilheyrandi blótveizlur byrjaðar. Þótt þessi karl sé oft kaldur, þá er þó daginn tekið að lengja og sólin er orðin hærri á lofti. Víst er þó Fréttabréf frá Mykjunesi um það, að langt er til sumars, á meðan vetur er ekki nema hálfnaður. Og löngum var það mörgum langur tími að þreyja þorrann og góuna, en sem betur fer er það nú liðin tíð. M.G. Fleiri japansk- ir aðilar koma Systir okkar t ÁSA BALDURSDÓTTIR Hverfisgötu 88 andaðist 29 janúar Björgólfur Baldursson Arnbjörg Baldursdóttir, Geir Baldursson t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför, ÓLAFS ANDRÉSSONAR, frá Borgarnesi. Ólafia B. Ólafsdóttir, Halldór Þ. Þórðarson og börn. t Útför móður okkar VALGEROAR BJÓRNSDÓTTUR, Hverfisgötu 12, Reykjavik verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 1 febrúar 1 974 kl. 1 3 30 Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, skal vinsamlegast bent á Styrktarsjóð ekkna og munaðarlausra barna íslenzkra lækna eða aðrar liknarstofnanir Börnin. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi sonur og bróðir, SVEINN JÖNASSON, bílasali, Ólduslöð 15, Hafnarfirði, andaðist i Borgarsjúkrahúsinu, mánudaginn 28 janúar. Freyja Leopoldsdóttir, Jónas Sveinsson, Matthikfur Ingvarsdóttir, Guðjón Sveinsson. Ingibjörg Sigfúsdóttir, Ágústa Sveinsdóttir, Leopold Sveinsson, Auður Laila, Guðrún Jónsdóttir og systktm t Móðir okkar og tengdamóðir INGIBJÖRG TEITSDÓTTIR sem lézt að Elliheimilinu Grund þann 26 s I. verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 1 febrúar kl 10 30árdegis Fyrir hönd systur og annarra vandamanna Börn og tengdabörn. til viðræðna um loðnukaup EINS og skýrt hefur verið frá í blaðinu, eru staddir hér á landi japanskir aðilar til viðræðna um kaup á loðnu. Fyrir helgina eru væntanlegir hingað fulltrúar tveggja annarra fyrirtækja í Jap- an, sem koma hingað í sama augnamiði, og fulltrúar frá þriðja aðilanum munu koma hingað um helgina. Guðjón B. Olafsson fram- kvæmdastjóri sjávarafurðadeild- ar S.I.S. sagði í samtali við blaðið í gær, að enn væri ekkert hægt að segja um viðræðurnar við Japani, en málin myndu skýrast á næstu dögum. Sagði hann, að ekki væri allskostar rétt, að verðfall hefði orðið á japanska markaðnum, þvi að verðið, sem fengist fyrir loðn- una, væri mun hærra en það, sem fékkst í fyrra; hitt væri svo annað mál, að verðið, sem núna fengist, væri ekki alveg eins hátt og menn hefðu gert sér vonir um í haust. Þrátt fyrir það, væri verðútlit ekki slæmt, og Sambandsfrysti- húsin myndu hefja frystingu um leið og loðnan væri hæf til þess. t Elskulegur sonur okkar og bróðir KRISTJÁN, andaðist i Landakotspitalanum 29 janúar, Fyrir hönd dætra okkar Fríða Kristjánsdóttir Rögnvaldur Bergsveinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.