Morgunblaðið - 31.01.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.01.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1974 19 Nýting siúkrahúsa Hæstvirtur heilbrigðismálaráð- herra. í mörgum löndum hafa ustu, sem samþykkt voru á síðasta Alþingi, segir, að allir landsmenn skulu eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu, sem tök eru á að veita á hverjum tíma. Eins og allir vita, er rekstur heilbrigðis- þjónustunnar kostnaðarsamur og þvi mikils vert, að fé það, sem varið er til heilsugæzlu sé nýtt á sem beztan hátt. Ýmislegt hefur verið rætt og ritað um heilbrigðis- þjónustuna á síðustu árum og ýmsar úrbætur verið gerðar. Efl- ing heilsugæzlustöðva í dreifbýli og þéttbýli er án efa brýnasta úrlausnárefni heilbrigðismála í dag, og er þess að vænta, að skrið- ur komist loks á þau mál nú, þegar stofnun þeirra og hlutverk hefur verið ákveðið með lögum. Sjúkrahúsrekstur er stór hluti útgjalda til heilbrigðismála og þvi mikilsvert, að þau séu rek- in á sem hagkvæmastan hátt jafn- framt því, sem þau veiti sem bezta þjónustu. 1 bréfi þessu viljum við á sjúkrahús til að komast hjá þessum flækingi. Opin göngu- deild á sjúkrahúsi gætu sparað margar öþarfa ferðir, þar sem sjúklingurinn yrði skoðaður og rannsakaður á sama stað. Einnig má minna á, að við núverandi fyrirkomulag þurfa sjúklingar oft að greiða verulegar fjárhæðir fyrir rannsóknir, þar sem þeir, sem lagðir eru inn á sjúkrahúsin til sömu rannsókna, þurfa ekki að greiða eyri. Þetta ýtir enn undir, að sjúklingar séu lagðir inn á sjúkrahúsin til rann- sókna, sem auðveldlega mætti gera i göngudeild án innlagning- ai'. Sjúklingar eru þvi oft lagðir að óþörfu inn á legurdeildir sjúkrahúsanna, þótt unnt hefði verið að rannsaka þá og með- höndla á göngudeildum, ef þær væru starfræktar sem skyldi. Sjúkrarúmin eru því oft fyllt af sjúklingum, sem ekki þyrftu að liggja inni ásjúkrahúsi og liðaþvi óþarfa vinnutap. Biðlistar verða til, ekki vegna skorts á sjúkra- rúmum, heldur vegna þesá að þjónusta sjúkrahúsanna er ekki ingahópar að ota fram sinum sam- tökum til að fá bætta þjónustu, sem þeim nú ber samkvæmt landstögum? Kleppsspítali hefur einnig að nokkru leyti veittopna göngu- deildarþjönustu i fáein ár, og gert er ráð fyrir aukinni þjónustu í fyrirhugaðri geðdeild i Land- spítalalöðinni. Göngudeild er að taka til starfa í hinni nýju fæð- ingadeild Landspitalaníj, og verð- ur þar víðtækt mæðraeftirlit. Hins vegar er ekki fyrirhugað að veita svipaða þjónustu fyrir kon- ur með almenna kvensjúkdóma. Okkur er þvi spurn, hvað því valdi að aðeins sumir sjúkl- ingahópar eigi að fá að njóta þess- arar þjónustu. Benda má á marga aðra sjúklingahópa, sem yrði hagræði að opn- un göngudeilda, t.d. sjúklinga með háan blóðþrýsting, hjarta- sjúkdóma, meltingarsjúkdóma, liðagigt, skjaldkirtilssjúkdóma o.fl. Giingudeildir krefjast lítils húsnæðis miðað við þá miklu málaráðherra, hvenær megi vænta breytinga á tryggingakerf- inu, þannig að greiðsla trygging- anna verði sú sama, hvort sem sjúklingar eru rannsakaðir á legudeildum eða utan þeirra. Nú- verandi greiðslumisræmi er ein aðal orsökin fyrir ofnotkun dvr- asta þáttar sjúkraþjónustunnar. Ekki er að vænta andstöðu læknasamtakanna gegn opnun göngudeilda, enda kom fram greinilegur áhugi á þessu fram- faramáli á síðasta aðalfundi Læknafélags Islands. SAMHÆFING SJÚKRAHÚSANNA Þróun læknisfræðinnar hefur leitt til æ sérhæfðari lækninga, sem oft krefjast fjárfreks tækja- búnaðar og mannafla. Þessi þró- un hefur þegar hafið innreið sina á íslaridi og á enn eftir að vaxa mjög. Þegar litið er á smæð ís- lenzku þjóðarinnar er ekki þess Opið bréf til heilbrigðis- málaráðherra Magnúsar Kjartanssonar völd til að ákveða verkaskiptingu og starfssvið sjúkrahúsanna. V:ð viljum þvi spyrja, hvort og hvern- ig. ráðherra hyggist nota þetta ákvæði laganna. Nýlega birtuð þér á Aiþingi stórhuga áætlun um framtiðar- þjónustu Fj órðu ngssjú k rah ússi ns á Akureyri, og er vonandi, að hún komist I framkvæmd. Ekki alls vekja athygli á ýmsu i rekstri sjúkrahúsanna, sem bæta mætti úr með tiltölulega einföldum skipulagsatriðum. Þar sem okkur er vel kunnugt um áhuga yðar á þessum málum, viljum við leyfa okkur jafnframt að beina til yðar fáeinum spurningum. Við álitum, að almenningur og starfsfólk heil- brigðisþjónustunnar eigi rétt á að vita, hver sé stefna heilbrigðis- stjórnarinnar varðandi framtíðar- rekstur sjúkrahúsanna og teljum því rétt að hafa þetta bréf opin- bert og vonumst til, að þér sjáið yður fært að veita okkur svör á opinberum vettvangi. GÖNGUDEILDIR I mörgum löndum h.afa göngudeildir gegnt mjög mikil- vægu hlutverki á sjúkrahús- rekstri um langt árabil. A Islandi verður hins vegar vísir að göngu- deildum fyrst til fyrir fáeinum árum og þó aðeins við sum sjúkra- húsanna í Reykjavík. Víðast er- lendis veita slíkar deiidir viðtöku sjúklingum beint frá heimilis- læknum til frekari rannsókna og meðferðar, og aðeins I sumum til- vikum þykir ástæða til að leggja sjúklingana inn á legudeildir sjúkrahússins. A íslandi geta heimilislæknar hins vegar ekki sent sjúklinga sína beint til slikra deilda, þegar ástæða þykir til frekari rannsókna og meðferðar, heldur verðaþeir annað hvort að vísa sjúklingum til sérfræðinga á stofu, fjarri rannsóknaaðstöðu sjúkrahúsanna eða þeir leggja sjúklingana inn á eitthvert sjúkrahúsanna. Öþarft er að minna á þeyting sjúklinga um bæ- inn frá einni rannsóknastofu til annarrar. Af þeim sökum kjósa margir fremur að vera lagðir inn skipulögð ásem beztanhátt.Eink- um á þetta við um lyflækninga- deildir, en einnig að nokkru leyti um aðrar deildir. Við viljum leggja áherzlu á, að göngudeildir eigi ekki að taka móti öðrum sjúklingum en þeim, sem þangað er vísað af læknum. Þannig er ekki um að ræða göngu- deildir eins og reknar eru i sum- um löndum, sem sjúklingar leita beint til án tilvisunar frá læknum (polyklinik). Þær göngudeildir, sem við höfum í huga og höfum góða reynslu af, grípa þannig ekki inn á starfssvið heimilislæknis- ins. Hins vegarbæta þær starfsað- stöðu heimilislæknisins með því að auðvelda hinum aðgang að sér- fræðiþjónustu sjúkrahúsanna. Er ekki að efa, að heimilislæknar myndu fagna opnun slíkra göngu- deilda. Núverandi göngudeild Land- spítalans veitir því nær einungis þjönustu sjúklingum eftir að þeir hafa legið inni á legudeMdum sjúkrahússins. A Landakots- spítala og Borgarspitalanum er göngudei ldarþjónusta óveruleg. I þeirri álmu Borgarspítalans, sem næst er fyrirhugað að byggja, er hins vegai' gert ráð fyrir húsnæði fyrir göngudeild, en starfsemi deildarinnar virðist þó ekki hafa verið ákveðin endanlega. Nýlega var stofnuð opin göngudeild fyrir sykursjúka, og er hún i göngu- deildarhúsnæði Landspitalans. Geta heimilislæknar þvi vísað sykursjúkum sjúklingum sinum beint til þessarar deíldar til með- ferðar og éftirlits. Er ekki að efa, að sykursjúkir eru þakklátir fyrir þessa bættu þjónustu. Þ(5 má benda á, að þetta framfaraspor fékkst einungis fram eftir kröfu Samtaka sykursjúkra um slíka deild. Kannski þurfa aðrir sjúkl- þjónustu, sem þær veita, ef nýt- ing húsnæðisins er vel skipulögð. Göngudeildir eru og mun ódýrari í rekstri en legudeildir. Auk ótviræðs hagræðis fyrir sjúkling- ana myndi þessi skipulagsbreyt- ing þannig draga mikið úr rekstrar- og byggingarkostnaði sjúkrahúsanna og er hentugri og ódýrari lausn á sjúkrarúmaskorti en hygging nýrra legudeilda. Hins vegar yrði nauðsynlegt að efla rannsóknardeildir, svo að þær gætu mætt því aukna álagi, sem opnun göngudeilda hefði i för með sér. Af reynsiu okkar af vel ivknum göngudeildum leyfum við okkur að mæla eindregið með þessu fyrirkomulagi. Við viljum jafnframt benda á, áð varla er unnt að gera mark- tæka forspá um sjúkrarúmaþörf, fyrr en starfsemi göngudeildanna hefur verið ákveðin.< Lausleg at- hugun, sem gerð var nýlega á vegum heilbrigðismálaráðu- neytisins, um vistunarrými sjúkrahúsanna, byggir á óbreyttri starfsemi göngudeilda sjúkrahús- anna og gefur því ekki nákvæmar upplýsingar um sjúkrarúmaþörf i framtiðinni eins og hiifundar hennar revndar benda á. Samkvæmt núverandi lögum um iieilbrigðjsþjónustu ber rík- inu að greiða 85% af byggingar- kostnaði sjúkrahúsa annarra en rikisins, og því má ætla, að ríkinu beri einnig að hafa hönd i bagga með iil hverrar þjönustu þessu fé sé varið v.ð viljum beina þeirri spurningu lil yðar, hver sé stefna heilbrigöissíjórnarinnar varðandi framtiðarrekstur göngudeilda sjúkrahúsanna. Jafnframt viljum við spyrja yður sem trygginga- að vænta, að hvert hinna stærri sjúkrahúsa geti sinnt öllum grein- um læknisfræðinnar. Þess í stað hlýtur að koma til ákveðin verka- skipting og samhæfing þeirra. Með slíkri verkaskiptingu má komast hjá tvöföldun á dýrum tækjum og mannafla. Af þessu leiðir, að heilbrigðisstarfsfólk skyldra sérgreina er þá fleira á hverjum stað, en það auðveldar viðhaldsmenntun og nýmenntun hópsins og skilar sér í bættri þjónustu við sjúklingana. Einnig myndi þetta auðvelda faralds- fræðilegar rannsóknir fyrir land- ið allt. Nú þegar er kominn vísir að slikri verkaskiptingu eða sér- hæfingu sjúkrahúsanna, t.d. er taugalækningadeild og gervinýra einungis á Landspitalánum, Háls-, nef- og eyrnadeild á Borgarspital- anum og augnlækningadeild á Landakotsspitala. Mjög hægt virð- ist þó miða að víðtækri sainhæf- ingu sjúkrahúsanna, og veldur þvi sjálfsagt að nokkru leyti, að öll lúta sérstakri stjórn. Sjálfsagt er mikilvægt að koma þeim öllum undir eina stjórn eins og reyndar Jón Sigurðsson borgarlæknir benti á fyrir nokkrum árum. Fyr- ir fáum árum var skipuð nefnd, svokölluð samstarfsnefnd sjúkra- húsanna, og áttu sæti i henni full- trúar frá öllum sjúkrahúsun- um, en fonnaður hennar var Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri i hei lb ri gði sm á 1 a r áð u n e.v t i nu. Samkvæmt frásögn nefndar- manns rikti áhugi í nefnd þéssari, en hætt var að kalla nefndina saman, og hefur hún aldrei skil- að áliti. Væri fróðlegt að vita, hvað þvi olli. Samkvæmt lógum um heil- brigðisþjönustu, sem samþykkt voru á siðasta Alþingi (2ö.-gr. 2) eru hei lbrigðismálaráðherra veitt fyrir löngu skiluðu brezkir skipu- lagsfræðingar áliti um fram- kvæmdir á lóð Landspítalans. Þeir benda hins vegar réttilega á, að erfitt sé að skipuleggja fram- tiðarþjónustu Landspitalans án þess að gerð sé samhæfð heildar- áætlun fyrir öll sjúkrahús lands- ins. Öháð þessari áætlun á lóð Landspítalans hafa nú nýlega ver- ið lagðar fram áætlanir um stækk- un Borgarspitalans. Samhæfð framkvæmdaáætl- un fyrir sjúkrahús alls landsins virðist því knýjandi nauðsvn til að hindra tvitekningu í húsnæði, tækjum og mannafla. San> kvæmt áðurnefndum lögum um heilbrigðisþjónustu (35. gr. 1 og 2) ber heilbrigðismálaráðherra að gera áætlun um heilbrigðisstofri- anir til 10 ára í senn og endur- skoða á 2 ára fresti, en fram- kvæmdaáætlun b.vggð á heildar- áætlun skal á'lega lögð fyrir Al- pinei víð gerð fjárlaga. Við viljum þvi spyrja, hvað miði samhæfðri heildaráæliun fyrir öll sjúkrahús landsins. Enda þótt íslenzk heilbrigðis- þjönusta sé að ýmsu leyti góð, eru á henni margir vankantar. I bréfi þessu höfum við drepið á fáein atriði i einum þætti hennar. sjúkrahúsrekstrinum, sem við vildum gjarnan heyra álit \ðar á. Það er von okkar. að bréf þetta geti orðið upphaf að opnum og almennum umræðum um skipu- lagsmál heilbrigðisþjónustunnar allrar með þátttöku þeirra. sem þjónustunnar njöta. Af slikum umræðum gæti sprottið heildar- stefna, sem væri i góðu samræmi við vilja og hagsmuni fótksins i landinu. Félag íslenzkra lækna f Bretlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.