Morgunblaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRUAR 1974
Loðnufrysting á Aust-
fjörðum og í Eyjum
FYRSTA loðnan, sem ætluð er til
útflutnings, var fryst í fyrrinótt á
Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og Fá-
skrúðsfirði, alls um 80 lestir. 1
gærmorgun hófst svo frysting í
Vestmannaeyjum, en þá voru tek-
in 40 tonn til frystingar hjá tsfé-
laginu.
Heimir SU-100 kom til Stöðvar-
fjarðar í fyrradag með rösklega
400 lestir af loðnu, sem skipið
hafði fengið við Ingólfshöfða.
Loðnan, sem nú veiðist þar, hefur
orðið meira en 10% hrognainni-
hald, en við það er miðað, tilþess
að hægt sé að taka loðnu í fryst-
ingu.
Landað var um 80 lestum
úr Heimi i Stöðvarfirði og var
loðnan tekin til frystingar í frysti-
húsunum þar, á Breiðdalsvík og
Fáskrúðsfirði. Eftir að búið var
að landa úr Heimi á Stöðvarfirði
fór skipið til Reyðarfjarðar, þar
sem Iokið var við að landa aflan-
um. 1 gærmorgun voru frystar 40
Iestir af loðnu hjá ísfélaginu í
Vestmannaeyjum. Sú loðna kom
úr Bergi, en báturinn fékk aflann
við Ingólfshöfða eins og Heimir.
Loðnan, sem bátarnir komu
með, þótti mjög góð til frystingar
og var úrgangur tiltölulega lltill.
Endanlega gengið
frá loðnusölu til
Japans um helgina
UM HELGINA munu Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna og sjávar-
afurðadeild S.Í.S. væntanlega
ganga frá samningum á sölu af
miklu magni af frystri loðnu til
Japans. Sendinefndir japanskra
fyrirtækja hafa verið hér undan-
farna daga, og fulltrúar a.m.k.
tveggja fyrirtækja eru væntan-
legir hingað í dag.
Eyjólfur isfeld Eyjólfsson,
framkvæmdastjóri S.H., sagði í
samtali við Morgunblaðið I gær-
kvöldi, að S.H. myndi ganga frá
samningum um helgina.
Japönsku kaupendurnir hefðu
dskað eftir að minnsta kosti 25
þús. lestum af fiystri loðnu, en
S.H. hefði ekki enn treyst sér til
að lofa því magni.
Hann sagði, að ekki væri enn
búið að ganga frá verði, en i því
sambandi þyrftu menn ekki að
vera mjög svartsýnir, og endan-
legayrði gengið frá því nú.
Ólafur Jónsson, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri sjávarafurða-
deildar S.Í.S., sagði, að þeir væru
búnir að ræða við einn japanskan
Guðmundur
stefnir að stór-
meistaratitli
aðila og aðeins ætti eftir að stað-
festa samningana við hann. Þá
væru í dag væntanlegir fulltrúar
frá tveimur japönskum fyrirtækj-
um til að ræða um kaup á frystri
loðnu.
Sagði hann, að endanleg;a yrði
gengið frá verði um helgina og
gert væri ráð fyrir, að frystihús
Sambandsins gætu fryst allt að 8
þúsund lestir af loðnu I vetur.
----—
Loðnan:
Bræla og
lítið að hafa
Eftirtalin loðnuskip höfðu til-
kynnt um afla síðan á miðnætti í
fyrrakvöld til kl. 19.00 í gær-
kvöldi: Jón Finnsson GK 300,
Keflavíkingur KE 130 og Harpa
RE 250. Samtals 680 lestir. Bræla
var á miðunum, en einhverjir
bátar höfðu þó verið að reyna að
athafna sig, en ekki vitað um
árangur.
3NAT0
Loðnan getur líka
verið höfuðverkur
Landað úr Jóhannesi Gunnari I Grindavíkurhöfn.
LOÐNUBÁTARNIR mala nú
gullið og streyma hlaðnir til
hafna vfðs vegar á landinu dag-
inn út og inn. Þeir eru farnir að
koma til Grindavfkur og þar
lágu nokkrir bátar í gærdag,
með fullfermi, og biðu þess að
landa. Fleiri voru á leiðinni.
En loðnan er ekki bara „gló-
andi gull“, fyrir suma er hún
höfuðverkur.
Sveinn Sigurjónsson er eig-
andi og skipstjóri á Jóhannesi
Gunnari frá Grindavík. Þetta er
í fyrsta skipti, sem hann fer
með bátinn á loðnu, og þeir
voru að koma úr fyrsta túrnum.
Höfuðverkur Sveins er, að Jó-
hannes Gunnar er ekki nema
130 tonn og því er hann eigin-
lega of lítill til loðnuveiða, en
það er ekki um annað að velja.
— Við getum komið svona
110 tonnum í hann í mesta lagi
og það er of lítið, við erum
auðvitað alls ekki samkeppnis-
færir við stóru bátana. En það
er annaðhvort að gera út á
loðnu eða pakka saman, því það
fæst enginn maður á aðrar veið-
ar meðan á vertíðinni stendur.
— Það er gifurleg fjárfesting
í þessu. Það tók á fjórða mánuð
að breyta honum fyrir loðnu-
veiðarnar og beini kostnaður-
inn er rúmar fimm milljónir.
Það er ekki minna en það kost-
ar á útbúa stóru bátana en hins
vegar ermikillmunurá burðar-
þoli svo við megum hafa okkur
alla við til þess að þetta borgi
sig. Ég held, að flestirþeir, sem
eiga báta í þessum stærðar-
flokki, hafi tekið þann kostinn
að breyta þeim fyrir loðnu, því
að við eigum einfaldlega ekki
um annað að velja.
— Hingað til hef ég eingöngu
verið með bátinn á netum og
trolli en sá nú framá, að ekki
Sveinn Sigurjónsson skipstjóri.
þýddi annað en bætast í loðnu-
flotann. Við erum 10 um borð
og erum nú bjartsýnir á að
þetta gangi vel þvi við setjum
ekkert fyrir okkur, fremur en
aðrir, þótt við verðum að sækja
stlft. Hins vegar má ekkert útaf
bera hjá okkur, við höfum ekk-
ert uppá að hlaupa.
— Þessa loðnu fengum við
6—7 mflur austur af Ingólfs-
höfða, bátarnir voru þá flestir á
þeim slóðum en þessi ganga,
sem við náðum I, var á vestur-
leið. Kannski náum við henni
aftur, við förum beint út þegar
búið er að landa. — ðt.
-herstöðvar á Jótlandi
Bandarísk herstöð á yfirráðasvæði Dana í Grænlandi
VARLA verður þess nú lengi að
bíða, að Guðmundur Sigurjónsson
skákmeistari hljóti stórmeistara-
titil, en til þess þarf hann að ná
stórmeistaraárangri í tveimur
mótum, eða alls 25 skákum. Hann
verður meðal þátttakenda á al-
þjóðlega mótinu, sem er að
hefjast í Reykjavík, en stór-
meistaraárangur i því móti telst
10*/í vinningur. Guðmundur náði
stórmeistaraárangri á móti árið
1970, en aðspurður taldi hann
ekki líklegt, að það gilti í þessu
sambandi þar sem hann hefði
ekki verið orðinn alþjóðlegur
meistari þá. Sem kunnugt er, hef-
ur Guðmundur hug á því að
gerast atvinnumaðurí skák.
Peningagjáin
í Kópavogi
víkkuð
VIÐ höfðum samband við Guð-
mund Arason hjá Vegagerðinni I
gær og spurðum við hvaða fram-
kvæmdir væri verið að vinna við
Kópavogslækinn. „Ætli það sé
ekki vegna útvíkkunarinnar á
peningagjánni," svaraði hann
léttur I bragði, „það er verið að
sprengja í gjánni I gegn um Kópa-
vog og grjótið er flutt suður fyrir
lækinn.“
EINS og Morgunblaðið hefur
áður skýrt frá, hefur Þjóðviljinn
komizt svo að orði I forystugrein,
að tslendingar eigi ekki að ganga
lengra I að uppfylla skuld-
bindingar sínar við Atlantshafs-
bandalagið „heldur en Danir og
Norðmenn“ og verða þessi um-
mæli ekki skilin á annan veg en
þann, að Þjóðviljinn telji, að Is-
lendingar eigi að uppfylla skuld-
bindingar sfnar við Atlantshafs-
bandalagið til jafns við þessar
tvær bræðraþjóðir.
Morgunblaðið skýrði frá því s.l.
fimmtudag, með hverjum hætti
Norðmenn uppfylltu skuld-
bindingar sínar við Atlantshafs
bandalagið, en blaðið gat þess
jafnframt, að það hefði ekki
handbærar jafn nákvæmar
upplýsingar um samstarf Dana
við bandalagið. En nú hefur blað-
ið af lað sér þessara upplýsinga og
er ástæða til að geta þeirra, svo að
íslenzka þjóðin viti betur en áður,
með hverjum hætti málgagn
kommúnista hér á landi telur, að
islendingar geti verið þekktir
fyrir að uppfylla skuldbindingar
sínar við Atlantshafsbandalagið.
Kjarni málsins er sá, að á
Jótlandi eru hvorki meira né
minna en 3 NATO-herstöðvar,
sem Danir reka I nánu samstarfi
við aðrar aðildarþjóðir Atlants-
hafsbandalagsins. Herstöðvar
þessar eru I Karup og Tirstrup á
Norður-Jótlandi og I Skrydstrup á
Suður-Jótlandi. Eins og öllum er
kunnugt, hafa Danir sinn eigin
her eins og Norðmenn, og af þeim
sökum geta þeir að mestu rekið
þessar herstöðvar og séð um
mannvirki þar. Danir hafa sér-
þjálfaða tæknifræðinga, flug-
menn og aðra þá starfsmenn, sem
nauðsynlegt er að starfræki slíkar
varnarstöðvar. Á þessum NATO-
flugstöðvum I Danmörku eru
jafnan orrustuflugvélar til taks,
ef á þyrfti að halda, auk
könnunarflugvéla og annarra
þeirra hertækja, sem nauðsynleg
eru á slíkri flugstöð, að dómi
hernaðarsérfræðinga. Þessar
flugstöðvar gegna því raunveru-
lega mikilvægara hernaðarhlut-
verki en til að mynda flugstöðin á
Keflavíkurflugvelli, sem ávallt
hefur verið rekin sem gæzlustöð,
eins og kunnugt er, þar sem flug-
vélar Atlantshafsbandalagsins
hafa getað haft eftirlit með ferð-
um rússneskra kafbáta, herskipa
og flugvéla i varúðarskyni. Þó
hefur á Keflavíkurflugvelli einn-
igverið þó nokkuð „hreyfanleg"
flugsveit til þess að inna af hendi
þau störf, sem talið er að nauðsyn-
leg séu, i upphafi átaka, en auð-
vitað eru þessar orrustuflugvélar
á Keflavíkurflugvelli einungisör-
lftið brot af því, sem gengur og
geriðst i herstöðvum Atlantshafs-
bandalagsins bæði í Noregi og
Danmörku og annars staðar I
Evrópu.
Ekki getur Morgunblaðið gefið
upplýsingar um mannafla á fyrr-
nefndum NATO-herstöðvum I
Danmörku, því að það er nkis-
leyndarmál Dana og hefur ekki
verið gefið upp, svo að blaðinu sé
kunnugt. Aftur á móti má geta
þess, að oft og einatt eru
sameiginlegar heræfingar
Atlantshafsbandalagsríkja, sem
hersveitir frá þessum herstöðvum
taka þátt í, og yfirstjórn þessara
þriggja herstöðva á Jótlandi er
auðvitað í nánu sambandi við yfir-
stjórn annarra herstöðva Atlants-
hafsbandalagsins í Evrópu. Sam-
starfið hefur jafnvel gengið svo
langt, að v-þýzkir hershöfðingjar
og v-þýzkir hermenn hafa verið
þátttakendur I þeirri starfsemi,
sem þar fer fram og voru þó Þjóð-
verjar höfuðandstæðingar Dana í
siðustu styrjöld, eins og kunnugt
er, en Dönum þykir sjálfsagður
hlutur, að úr því þeir hafa sam-
starf við önnur Atlantshafsbanda-
lagríki, þá eigi þeir ekki síður
samstarf við þýzka hermenn en
hermenn frá öðrum ríkjum
bandalagsins.
Atlantshafsbandalagið tekur
því þátt i starfrækslu herstöðva í
Danmörku og er það raunar
leyndarmál í hve ríkum mæli
bandalagið hefur veitt fjármagni
til þessarar starfsemi og hve
mikil aðild þess er að herstöðvum
þessum. Tækniþjálfaðir sér-
fræðingar eru danskir, en þess
ber að geta, að þeir starfa innan
danska hersins.
Vitað er, að Danir hafa mestan
áhuga á því, að radarstöðvarnar
og önnur eftirlitsstörf, sem fram
fara á vegum bandariska varnar-
liðsins á íslandi, verði með
svipuðum hætti og verið hefur,
því að þeir telja, að nauðsynlegt
sé fyrir Atlantshafsbandalagið að
geta fylgzt með ferðum flugvéla,
kafbáta og herskipa frá Sovét-
ríkjunum á Norður Atlantshaf-
inu. Leggja þeir þvi ríka áherzlu
á, að tækniútbúnaður varnar-
stöðvarinnar á íslandi sé mannað-
ur með þeim hætti, að ekki sé
ástæða til annars en treysta megi
Framhald á bls. 22.
Varið land
Skrifstofan í Miðbæ við
Háaleitisbraut, sími 36031, verður
opin til kl. 10 á kvöldin fram yfir
helgi.
Forgöngumenn undirskrift-
anna leggja áherzlu á, að fólk skili
listum til þess að auðvelda taln-
ingu.
Skrifstofa var opnuð í Keflavik
I gær. Er hún í Hafnargötu 46,
sími 2021.