Morgunblaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRUAR 1974 13 Meginstefna Norðmanna í varnarmálum í samtali, sem við áttum við Trygve Bratteli, forsætisráðherra Noregs, kom glögglega í ljós, hversu mjög afstaða Norðmanna til varnarmála mótast af reynslu þeirra i síðustu heimsstyrjöld. Þá voru Norðmenn óviðbúnir árás Þjóðverja, enda þótt þeir veittu hetjulegt viðnám. Fjölmargir for- ystumanna Norðmanna eftir stríð sátu í fangabúðum nazista í stríð- inu þ.á m. bæði Gerhardsen og Bratteli. Að styrjöldinni lokinni var það staðfastur ásetningur þessara manna að láta það ekki gerast á ný, að Norðmenn væru óviðbúnir. Grundvallarstefna Norðmanna í varnarmálum var mótuð af nefnd, sem Bratteli var í forsæti fyrir. Hún byggist á þessu: Q Norðmenn skyldu halda uppi eins öflugum herafla og þeim framast væri unnt. □ Norðmenn mundu ekki leyfa erlendar herstöðvar i landi sínu (um ástæður þess verður fjallað í síðari grein) □ Norðmenn gætu ekki varið land sitt af eigin rammleik □ Þess vegna yrði Noregur að undirbúa á friðartimum skjóta aðstoð, sem veitt væri ef til ófriðar kæmi og skyldi sú aðstoð koma innan ramma Atlantshafsbandalagsins. I samræmi við þessa grund- vallarstefnu, sem mótuð var fljót- lega eftir stríð hafa Norðmenn haldið uppi öflugu herliði á þeirra mælikvarða og haft mjög eitt atriði, sem vakti athygli mína, er við heimsóttum her- stöðvarnar í Toms og eins konar Utibú frá þeim innar i landinu, i Skjold, en það var sú staðreynd, að þær herdeild- ir norskar, sem þar hafa bæki- stöðvar hafa sérstaka varð- stöð við landamæri Noregs og Finnlands sem þar eru skammt frá. Ástæðan er augljós. Mjög greið- færar hraðbrautir liggja þvert yfir Finnland frá Sovétrikjunum að norsku landamærunum. Sovét- rikin hafa um fjórar leiðir að velja til árása á Noreg, yfir landa- mærin inn í Finnmörk, landganga af sjó og herlið flutt i lofti annað hvort með þyrlum eða fallhlífa- hermenn. Fjórða leiðin er til — þvert yfir Finnland. Sovézkar vélaherdeildir geta brunað yfir Finnland á skammri stundu inn í Noreg, einmitt inn í það hérað í Norður-Noregi, þar sem ‘varri- arviðbúnaður er mestur. Af þessum sökum hafa Norðmenn varðstöð við finnsku landa- mærin. Eru Finnár mjög að- gætnirmeð það, að norskir her- menn fari ekki yfir landamærin og að heræfingar fari fram i hæfi- legri fjarlægð frá landamærun- um. Náið samstarf við At- lantshafsbandalagið Aðildin að Atlantshafsbanda- laginu er hornsteinninn i varnar- málastefnu Norðmanna. Þess vegna hafa þeir mjög náið sam- starf við yfirstjórn Atlantshafs- Íé.é-Æx i§yj náið samstarf við yfirstjórn At- lantshafsbandalagsins. í norska hernum, þ.e. landher, flugher og flota, eru um 36 þúsund menn. Það sýnir, hversu mikla áherzlu Norðmenn leggja á varnir sínar, að um 50% af þessu liði eru viðbúnir nánast þegar í stað, en yfirleitt er ekki nema 25% talins herafla annarra ríkja svo viðbúinn. Með fullri her- kvaðningu er talið, að norski herinn muni telja um 130 þúsund menn, en að auki er sérstakt heimavarnarlið, sem mun telja um 80 þúsund menn. Norski flugherinn hef- ur yfir að ráða um 130 orustu- þotum, sem er um þriðjungur þess fjölda orustuþota, sem ísrael hafði yfir að ráða í októberstrið- inu. Gefur það nokkra hugmynd um þá afstöðu, sem ríkir til varnarmála í Noregi. Megin herstyrkur Norðmanna er staðsettur i Norður-Noregi. Eins og áður var getið, hafa þeir í rauninni gefið Finnmörk upp á bátinn fyrirfram, en fyrsta varnarlina þeirra er við Troms, sem er næsta hérað við Finn- mörk. Hér verður ekki farið út i að lýsa varnarviðbúnaðinum í Troms aðeins verður getið um bandalagsins. Auk tiltölulega mikils herafla er framlag Norð- manna til NATO mjög mikið, eins og rakið var i Morgunblaðinu í gær (sjá frétt á bls. 2 i Mbl. í gær) en i megindráttum er það fólgið í því, að Norður-herstjórn NATO hefur aðsetur í Kolsás utan við Osló og eru þar herforingjar frá mörgum NATO-löndum. Reglu- legar heræfingar fara fram í Noregi á vegum Atlantshafs- bandalagsins og taka þátt i þeim hersveitir frá fjölmörgum NATO- rikjum og enda þótt það fáist ekki staðfest opinberlega, er vitað, að flugsveitir frá öðrum NATO-rikj- um hafa reglulega viðdvöl á norskum flugvöllum. Þessu nána samstarfi við At- lantshafsbandalagið er að sjálf- sögðu ætlað að greiða fyrir þeirri aðstoð, sem Norðmenn vænta frá Kanada, Bandaríkjunum, Bret- landi og öðrum NATO-rikjum, ef til árásar á Noreg kæmi, en eins og bent var á hér að framan, er varnarkerfi Noregs byggt á því, að slík aðstoð komi. í þessari grein hefur fyrst og fremst verið fjallað um varnir Noregs út frá hernaðarlegum sjónarhól, en í næstu grein verður fjallað um pólitisku hliðina á málinu og nánar um samhengið á milli varna Noregs og Islands. stad for at erobre sig en Trone. 0jeblikkelig har Czaren glemt sine private Folelser og Dromme. Han er Gömul þýzk valsa- mynd í Nýja bíó Bíógestir eiga í vændum góða skemmtun á næstunni, er sýndar verða á vegum félagsins „G ermaniu", tvær gamlar þýzkar myndir, önnurfjörutíu áragömul, hin frá árinu 1960. Eldri myndin er engin önnur en valsamyndin ,J)er Kongress tanzt“, með leikur- unum Lilian Harvey og Willy Fritch, en segja má, að mynd þessi hafi verið yndi allra þeirra, sem sáu hana á árunum eftir 1930. Hér á landi var myndin sýnd vikum saman i Nýja biói árið 1932. Þarna syngur Paul Hör- biger Vínarlögin „Das muss ein Stúck vom Himmel sein“ og „Es gibt nur einmal, das kommt nicht wieder“, og leiknir eru Strauss- valsar, en efni myndarinnar fjall- ar um ástarævintýri lifsglaðrar Vínarstúlku með sjálfum Rúss- landskeisara, sem kominn var til höfuðborgar Austurrikis til þess að taka þátt i friðarþinginu fræga árið 1815, eftir Napóleonsstyrj- aldirnar. Myndinni lýkur með fallbyssudrunum, er Napóleon skundar heim til herja sinna frá Elbu. Þýzkar kvikmyndir þóttu taka öllum öðrum fram á árunum áður en Hitler komst til valda, og var þessi mynd talin ein hin albezta þeirra. Hljómlistin á sinn þátt i því, að áhorfendum gleymist fljótt, að hér er ekki um breið- filmu að ræða og að tónninn er kannski ekki alveg eins hreinn og nú á áttuhda áratugnum. Germína hefir unnið gott verk með þvi að fá þessa gömlu góðu mynd til sýningar, þótt ekki sé nema eina litla dagstund. Myndin verður sýnd i Nýja bíói laugar- daginn 2. febrúar, öllum heimill (ókeypis) aðgangur. Myndin verður sýnd kl. 2 e.h. Hin myndin heitir „Das Glas Wasser oder Ursache und Wirkung" (La verre d’eau ou Las effets et las causes) eftir franska leikritaskáldið Eugene Scribe (samdi meir en 400 leikhúsverk, átti sæti á öldinni, sem leið, i frönsku akademiunni) og er samin um efnið: „Þér haldið kannski, eins og allir aðrir, að orsaka pólitisks öngþveiti, bylt- inga og falls auðkýfinga sé að leita i einhverju, sem er alvarlegs eðlis, djúpt eða mikilvægt. .. Tóm vitleysa. Ríkjum heims stjórna söguhetjur, miklir menn, en þessir miklu menn láta aftur á móti stjórnast af fýsnum sinum, duttlungum.fáfengilegheitum. ..“ Leikstjórinn, Helmut Káutner, fer vægum höndum um þetta vin- sæla efni, atburðirnir gerast við hirðina í London á öndverðri átjándu öld, myndarlegur riddaraliðsforingi er kvaddur til hljóðskrafs í dyngjum hertoga- frúar og sjálfrar Breta- dróttningar, en allan vanda, sem af því leiðir, leýsir slunginn veraldarmaður, sem að lokum bjargar friðinum í Evrópu. Hér er á ferð sannkallað Ieikhúsverk, tekið í fallegum litum, með sjálfan Gustaf Grúndgens í aðal- hlutverki, en kvenhlutverkin leika Liselotte Pulver, Hilde Krahl og Sabine Sinjen. Mynd þessi vakti athygli, þegar hún var fyrst sýnd árið 1960. Myndin verður sýnd í Nýja biói laugardaginn 16. febrúar, kl. 2 e.h. Germanía hefir áður boðið til kvikmyndasýninga, þar sem sýnd- ar hafa verið fréttamyndir og fróðleiksmyndir, en hér er farið inn á nýja braut, er sýndar eru frægar gamlar þýzkar skemmti- myndir. Kristniboðsvika 1 Keflavík KRISTNIBOÐIÐ íslenzka í Konsó hefur nokkuð verið kynnt með samkomuhöldum að undanförnu. Nú er um það bil að ljúka kristni- boðsviku í Hafnarfirði, og um miðjan mánuðinn var haldin kristniboðsvika á Akranesi. Er röðin nú komin að Keflavik. Verð- ur efnt til samkomuhalda i Kefla- víkurkirkju dagana 3.—10. febrú- ar. Samkomur verða á hverju kvöldi þessa daga og hefjast kl. 20.30 hvert kvöld. Kristniboðar segja frá starfinu í Konsó og sýna litmyndir þaðan. Stuttar hugleið- ingar verða fluttar, og talar m.a. ungt fólk. Þá verður einsöngur, tvisöngur og kórsöngur. Á fyrstu samkomunni, sunnudaginn 3. febr., mun sr. Björn Jónsson sóknarprestur flytja ávarp, Ing- unn Gísladóttir hjúkrunarkona segir frá starfi sinu í Konsó og Guðni Gunnarsson prentari talar. Þá verður og tvísöngur. Á mánu- dagskvöld mun Ingunn Gísladótt- ir sýna myndir frá Korisó, en ræðumaður verður sr. Jónas Gíslason lektor. Sérstök æskulýðs- samkoma verður miðvikudaginn 6. febr., og mun ungt fólk þá syngja og tala. — Allir eru vel- komnir á samkomur kristniboðs- vikunnar. — Barnasamkomur verða þriðjudag og föstudag, kl. 5.30 og verða sýndar myndir. Kínverjar gagnrýna kvikmyndaflokk Peking, 30. jan. NTB. DAGBLAÐ alþýðunnar í Peking gagnrýndi I dag mjög hörkulega kvikmyndaflokk, sem italski leik- stjórinn Michelangelo Antonioni hefur gert um Kfna. Segir biaðið, að myndin sé uppfull af fjand- samlegum áróðri f garð Kína, runnin undan rifjum sovézkra endurskoðunarsinna. Antonioni, sem hóf töku þessa myndaflokks fyrir tæpum tveim- ur árum, er kallaður öllum illum nöfnum og er honum borið á brýn að hafa gengið til liðs við heims- valdasinna og Sovétmenn í því skyni að sverta Kinverja sem allra mest. Blaðið segir, að myndaflokkur þessi hafi verið sýndur í Bandaríkjunum og það sýni, að þar ráði enn ríkjum andi Johns Foster Dullesar sáluga. An- tonioni hefur að sögn blaðsins lagt alltof mikið upp úr að sýna fátækt og einblínir á þá, sem eiga i einhverjum efnalegum erfið- leikum. „1 allri myndinni er ekki sýndur einn einasti nýr traktor, vél né byggirigar," segir blaðið að lokum. Eskfirðingar — Reyðfirðingar ÁRSHÁTÍÐ félagsins verður haldin að Hótel Sögu í Atthagasal, laugardaginn 2 febrúar kl 1 9 30 Miðar afhentir á sama stað föstudag kl 17—1 9 og laugardag kl 10—-12 Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.