Morgunblaðið - 01.02.1974, Page 14
14
MORGUNBLAiJfÐ, FÖSTUDAGUR 1. FÉBRUAR 1974
Kjötskurður sýndur. — Ljósm
C.O.I., London
Ölafur E. Stefánsson
ráðunautur:
Heimsókn á
Smithfield-
sýninguna
Kjötsýningin —
Gripir á fæti
og föllin af þeim.
Nú var lokið dómum á yfir 600
nautgripum að meðtöldum þeim,
sem slátrað hafði verið. En eftir
var sjálf kjötsýningin. Þar sem
komið hefur fram gagnrýni á það
heima, jafnvel i blöðum, að Gallo-
way-kynið eða yfirleitt nokkurt
hinna gamalkunnu brezku holda-
kynja skuli verða tekið fram yfir
meginlandskynin, þegar að inn-
flutningi kemur, lék mér forvitni
á að sjá, hvort samræmi væri milli
dóma á gripunum á fæti og dóm-
um um föllin af þeim. Því minnist
ég á þetta hér, að i þeim skrifum
hefur verið gert lítið úr Smith-
field-sýningunni og úrslitum þar
á undanförnum árum.
Á kjötsýningunni voru að vísu
aðeins föll af þeim gripum, sem
sýndir höfðu verið í sérstökum
flokki fyrsta daginn og slátrað
siðan, svo sem áður er sagt. Þeir
verðlaunagripir, sem skýrt hefur
verið frá hér að framan, voru því
ekki i þeirra hópi. Sem dæmi um
samræmi eða ósamræmi í dómum
hef ég aðhugað niðurstöður úr
flokki geldinga, sem voru af
holdakyni í báðar ættir. Þeir voru
stærsti hópurinn á kjötsýning-
unni, 63 að tölu. Til skýringar
fyrir áhugamenn hef ég sett þetta
í töfluform, en til að hafa það
ekki flókið, birti ég aðeins, hvaða
dóm föll þeirra gripa fengu, sem
hlutu I. og II. verðlaun á fæti
innan hvers aldursflokks, tafla II.
1 töflunni kemurþaðskýrtfram
að afar gott samræmi er milli
dóma á gripunum lifandi annars
vegar og á föllunum af þeim hins
vegar. Aðrir dómarar dæma föllin
en gripina á fæti. Nú kunna ein-1
hverjir að segja, að þeir, sem
dæma föllin, viti um dómana, sem
gripirnir fengu á fæti, og það hafi
áhrif á þá. Því gæti ég ekki
svarað. Hins vegar tel ég, að tæp-
lega verði af nokkurri sanngirni
bornar brigður á það, að dómar á
föllunum séu í samræmi við kröf-
ur nútímans um gæði og gerð
fallanna.
Beztu föllin
af Galloway
og Aberdeen Angus.
A kjötsýningunni voru 124
nautgripaskrokkar alls, þar af 28
af alikálfum. Eitthvað svipað mun
hafa verið af hinum búfjárteg-
undpnum tveimur. Skozku hoida-
kynin fóru með sigur af hólmi á
kjötsýningunni. Þetta var annar
sigurdagur fyrir þau.
Bezti skrokkurinn var af hrein-
ræktuðum Galloway-geldingi, sem
var réttra tveggja ára. Hann hafði
vegið á fæti 484 kg, en fallið 296
kg. Skrokkþungi var því 61% af
þunga á fæti, 405 g á hvern
aldursdag. Þessi gripur hlaut
einnig sérstök verðlaun fyrir að
sameina kosti á fæti og blóðvelli.
Var þar farið eftir stigkerfi og
m.a. tekið tillit til fallþunga
miðað við aldur í dögum.
Næst bezti skrokkurinn var af
20 mánaða geldingi af hreinu
Aberdeen Angus-kyni. Vó hann
382 kg á fæti, en skrokkurinn 230
kg eða 60% af þunga á fæti og 377
g á aldursdag. Þetta hlutfall milli
skrokkþunga og þunga á fæti er
ágætt, þegar tekið er tillit til þess,
að fita var í hófi. Fáir gripir af
öðrum kynjum en þessum tveim-
ur náðu svona háu hlutfalli. Þó sá
ég skrokk af Charolais Aberdeen
XAFLA II DÆMI UM SAMRÆMI MILLI DÖMA Á FÆTI
0G DÓMA Á SKROKKUM (GELDIK&AR).
Plokkur
15 jnÁn. og yngri
LÁttari hópux
íynjjri hópur
15 - 21 mánaða
Léttari hópur
Þyngri hópur
21 - 24 mánaða
Léttari hópur
Þyngri hópur
Viðurkenning
á fæti
1. verðlaun
2. verðlaun
1. verðlaun
2. verðlaun
1. verðlaun 1)
2. verðlaun
1. verðlaun
2. verölaun
L. verðlaun 3)
2. verölaun
1. verðlaun
2. verölaun
Viðurkenning
á skrokk
1. verðlaun
2. verðlaun
2. verðlaun
há (ekki þó
verðlaun)
1. verðlaun 2)
engin verðl.
1. verðlaun
3. verölaun
1. verðlaun 4)
2. verðlaun
1. verðlaun
engin verðl.
1) Næatbezti gripur í sláturflokki.
2) Næstbezti skrokkur á kjötsýningunni
3) Bezti gripur í sláturflokki.
4) Bezti skrokkur á kjötsýningunni.
Angus-blendingi með nær 63%
skrokkþunga miðað við þunga á
fæti, annan Hereford Aberdeen
Angus-blending með nær 65% og
biending af Cherolais og frís-
neska kyninu með 62,5%, en sá
skrokkur var alltof feitur.
Þungi fallanna af þessum
tveimur geldingum, sem mesta
viðurkenningu hlutu á kjötsýn-
ingunni, er ekkert einsdæmi, þótt
góður sé. Galloway hefur verið
talið seinþroska, en ég hygg, að
enn sé ekki kannað nema að litlu
leyti, hver vaxtarhraði þess g^tur
orðið með nákvæmara úrvali i þá
átt. Sumir Aberdeen Angus-blend
ingarnir höfðu vaxið mun örar en
sá, er verðlaunin hlaut. Þannig
hafði einn þeirra, 9'A mánaðar
gamall, 795 g skrokkþunga á
hvern dag, sem hann hafði lifað,
sem er ágæt framför. Nú er vitað
úr tilraun Rannsóknarstofnunar
landbúnaðarins á Akureyri, að
sumir islenzkir kálfar hafa afar
mikla vaxtargetu. Er sú staðreynd
uppörvandi gagnvart blendings-
framleiðslu, þegar holdsamara
kyn kemur á móti.
Alikálfar og
f jölbreytnií
kjötframleiðslunni.
Sýnd voru föll af 28 alikálfum,
flestum með 90—140 kg skrokk-
þunga, og voru margir af fris-
neska kyninu. Við dóma á þeim
var mest lagt upp úr gerð
skrokksins, þvi næst lit kjötsins
og loks áferð og útliti.
Talsverðar breytingar hafa
orðið á nautkjötsframleiðslunni
hér í landi með tilkomu hinna
stórvöxnu kynja af meginlandinu,
svo sem drepið hefur verið á.
Jafnframt hefur gömlu dráttar-
kynjunum ensku verið veitt meiri
athygli en áður, t.d. South-Devon.
Charolais-kynið var hið fyrsta,
sem flutt var inn, og er búið að
nota það hátt á annan áratug,
einkum á mjólkurkýr ásamt Here-
ford, Aberdeen Angus og fleiri
kynjum. Af ótta við erfiðleika um
burð, eru kvígur þó sjaldan látnar
fá við Cherolais, heldur Aberdeen
Angus.
Helztu kynin, sem flutt hafa
verið inn síðan eru Limosin frá
Frakklandi og Simmental frá
Þýzkalandi og Sviss. Standa yfir
viðamiklar kjötrannsóknir á
blendingum af þessum kynjum og
fleiri á kjötrannsóknarstöðinni i
Langford. Og enn er verið að
flytja hingað til lands kyn, sem
lítið eða ekkert hafa verið notuð
hér áður. Síðast þeirra, sem ég
hef frétt af, er ítalska kynið
Chianina, sem er nokkuð á 3ja
metra á hæð og vega blendings-
kálfar af þvi og frísneska kyninu
um og yfir 50 kg nýf æddir.
Milk Marketing Board
sýndi holdanaut.
Nokkur undanfarin ár hafa
mjólkursölu- og nautgriparæktar-
samtökin i Englandi og Wales
(M.M.B.) fengið aðstöðu á Smith-
field sýningunni til að sýna þar
nokkur naut af þeim holdakynj-
um, sem mest eru notuð handa
mjólkurkúm og kynna ný. Með
þessu vekja samtökin athygli á
hlutdeild mjólkurframleiðenda í
kjötframleiðslunni og kynna
bændum, hvernig holdanautin
eru valin. Nú er svo komið, að
holdakynjum og mjólkurkynjum
á sæðingarstöðum þessara stóru
samtaka er þannig, að 34% sæð-
inga eru við holdanautum og 66%
við nautum af mjólkurkynjum.
ÞRIÐJI
HLUTI
Að þessu sinni voru sýnd 8 naut
af 4 kynjum, þ.e. tvö af hverju
kynjanna Hereford, Aberdeen
Angus og Charolais, sem mest eru
notuð, svo og Simmental. Þessi
naut höfðu verið notuð á ákveð-
inn fjölda kúa, og voru þau ekki í
notkun nú, meðan beðið var eftir
niðurstöðum á því, hvernig af-
kvæmiþeirra reynast tilfrálags.
Það duldist ekki, að vandað
hafði verið til valsins. Annað
nautið af hinu vinsæla beitarkyni,
Hereford, var óvenju bollangt, og
það mátti að vísu einnig segja um
bæði Aberdeen Angus-nautin.
Þetta er mikilvægt atriði, sem
leggja þarf aukna áherzlu á, því
að þyngdaraukningin verður
meiri á dag, þegar mikil bollengd
fer saman með miklum holdum og
góðu vaxtarlagi.
Þyngdaraukning Hereford-naut
anna frá fæðingu hefði verið um
1,1 kg á dag, en Charolais-naut-
anna 1,4—1,7 kg og vógu þau milli
900 og 1000 kg 2ja ára og 8 mán-
aða. Aberdeen Angus-nautin, sero
voru á 5. ári, vógu 819—900 kg.
Hafði annað þeirra vegið 516 kg
400 daga gamalt og þá verið 62 kg
þyngra en nokkurt annað holda-
naút á sama aldri á uppeldisstöð
samtakanna.
Sem betur fór
engin sprenging.
Það var tilkomumikil sjón að
sjá þessa höfðingja í ríki naut-
gripanna leidda inn i dómhring-
inn og standa þar. Þyngstir voru
Simmental-bolarnir, sem vógu
yfir tonn 5 vetra gamlir. Annar
þeirra var viðsjárverður og órór,
og varð að leiða hann út fyrr en til
stóð, enda veggurinn um dömu-
hringinn ekki miðaður við sýn-
ingu á fullorðnum nautum. Þegar
ég er að ganga frá þessari grein,
hefur borizt frétt um, að síðan
hafi í þessum sama sal sprungið
sprengja, sem þar hafði verið
komið fyrir, meðan bátasýningin
stóð yfir. Það var heppilegt, að
þess háttar atvik átti sér ekki
stað, meðan nautin átta voru í
sýningarhringnum.
Þessar svipmyndir frá Smith-
field sýningunni sýna, að ýmis-
legt er að gerast í kjötframleiðslu-
málum í Bretlandi. Og þar sem of
mikil framleiðsla er á mjólk I
löndum Efnahagsbandalagsins er
stefnan sú að draga úr henni, en
auka nautakjötsframleiðsluna. í
samræmi við það ákváðu yfirvöld
hér á s.l. sumri að greiða þeim
bændum bætur, sem hverfa frá
mjólkurframleiðslu og taka upp
kjötframleiðslu í staðinn. En
markaður fyrir nautakjöt er
ágætur á meginlandinu. Gagnvart
neytendum hér í landi er gallinn
á þessu þó sá, að margir telja sig
ekki hafa efni á að borða nauta-
kjöt. Það tekur sinn tíma að
breyta matarvenjum fólks og því
vafasamt, að það leysi vandann
hér í landi í náinni framtíð, að
verð á hrossakjöti, frosklöppum
og sniglum er talið fara lækkandi
vegna aðildarinnar að bandalag-
inu.
Langford í jan. 1974.
Ólafur Stefánsson.