Morgunblaðið - 01.02.1974, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ.FÖSTUDAGUR 1. FEBRUAR 1974
Vernda verður
r
gróður í Amessýslu
STEINÞOR GESTSSON:
Á FUNDI sameinaðs þings sl.
þriðjudag mælti Steinþór Gests-
son (S) fyrir þingsályktunartil-
lögu, sem hann flytur um
áætlunargerð um verndun
gróðurs og uppgræðslu lands f
Árnessýslu. Er tillagan svo-
hljóðandi:
„Alþingi ályktar að skora á
rfkisstjórnina að skipa nefnd
þriggja manna til þess að gera, f
samvinnu við viðkomandi sveitar-
stjórnir og gróðurverndarnefnd,
áætlun um verndun gróðurlendis
og uppgræðslu örfoka lands f
Árnessýslu.
Áætlunin skaf taka til alls
lands upp að 400 m hæðarlínu og
fela í sér tillögur um það, hvar
skuli í þessu skyni beita skógrækt
og hvar grasrækt, svo og um hag-
nýtingu þess lands, sem áætlunin
nær tiL Nefndin getur krafist
aðstoðar Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins, Búnaðarfélags
fslands og annarra opinberra
stofnana um viss tæknileg atriði,
sem áætlun þessa kynni að varða.
Stefnt skal að því, að áætlunin
liggi fyrir svo tímanlega, að
Álþingi geti fjallað um hana á
haustþingi 1974 og ákveðið þá um
fjárframlög til fyrstu fram-
kvæmda samkvæmt henni á árinu
1975.
1 nefndinni skulu vera þessir
embættismenn: skógræktarstjóri,
Ný þingmál
FULLORÐINSMENNT-
UN
Fyrirspurn til menntamála-
ráðherra frá Stefáni Gunn-
laugssyni (A). Fyrirspurn
Stefáns er svohljóðandi: Hvað
líður athugun menntamála-
ráðuneytisins á því, hvernig
fullorðinsmenntun verði bezt
fyrir komið?
NVSKIPAN
IÐNFRÆÐSLU
Fyrirspurn til menntamála-
ráðherra frá Þórarni Þórarins-
syni (F), svohljóðandi: Hvað
líður störfum nefnda þeirra,
sem menntamálaráðherra
skipaði sl. vetur til að vinna að
nýskipan iðnfræðslu og tækni-
menntunar?
landgræðslustjóri og iandnáms-
stjóri, og skal hann vera for-
maður nefndarinnar.“
í upphafi ræðu sinnar sagði
Steinþór Gestsson:
„Eins og fram kemur I greinar-
gerð með tillögunni, telja margir
þeirra, sem kunna nokkur skil á
jarðvegsuppbyggingu, að innan
Arnessýslu sé að finna þau land-
svæði, sem einna viðkvæmust séu
hér á landi fyrir eyðingu og upp-
blæstri. Þurrlendisjarðvegurinn
þar er yfirleitt laus í sér, léttur og
því fokgjarn, enda er hann mjög
blandaður gosefnum. Gróður-
verndarnefnd Árnessýslu hefur
samið umfangsmikla greinargerð
um þróun jarðargróðurs, sauð-
fjáreign og annað álag á landið.
Þar segir svo f álitsgerð um
ástand jarðvegs og gróðurs, með
leyfi hæstv. forseta. „Upphaf
þess, að slíkur jarðvegur byrjar
að losna og berast burt af einum
stað á annan er ævinlega það, að
með einhverjum hætti rofnar
gróðurhulan, sem bindur yfirborð
jarðvegsins. Algengar ástæður
eru, frostbrestir, mikil umferð
fénaðar eða farartækja, sem
mynda gróðurlausar slóðir strax
vegna verklegra framkvæmda,
svo sem vegagerðar, línulagna eða
bygginga og sandfok, svo nokkur
dæmi séu nefnd. Að sjálfsögðu er
gróðurhulan viðkvæmari fyrir
slíkum áhrifum, sem gróðurskil-
yrði eru lakari, svo sem kalt ár-
ferði og mikið beitarálag.“ Eins
og komið er að í þessum til-
vitnuðu orðum gróðurverndar-
nefndar Árnessýslu eru gjarnan
fleiri atvik samverkandi um upp-
haf uppblásturs á grónu landi.
Það er þess vegna nauðsynlegt að
gera sér grein fyrir því, á hvern
hátt landið er hagnýtt nú, svo
hægt sé að gera áætlanir um varð-
veislu þess samfara nauðsynlegri
nýtingu."
Þá gerði hann grein fyrir
skýrslu gróðurverndarnefndar
Árnessýslu, þar sem finna má
samanburð á sauðfjáreign árið
1931 og árið 1971 í einstökum
hreppum sýslunnar. Ef litið væri
til Árnessýslu allrar mætti segja,
að sauðfjáreign hefði staðið i stað
frá árinu 1931. Vetrarfóðraðar
Þann 14. janúar siðastliðinn var
til moldar borin Jónína Lofts-
dóttir húsfreyja frá Kirkjubóli
við Önundarfjörð. Síðustu árin
var hún búsett hér i Reykjavík og
andaðist hér í hárri elli. Maður
hennar, Daníel Benediktsson, sá
valinkunni heiðursmaður, lézt
fyrir nokkrum árum. Með þeim
hjónum eru gengnir verðugirfull-
trúar þeirra kynslóða, sem gera
okkur íslendingum Ijtleift að
minnast á þessu ári ellefu
hundruð ára afmælis íslands-
byggðar.
Eins og endranær lætur dauð-
inn skammt stórra högga í milli,
og nú hverfur óðum af sjónarsvið-
inu síðasta kynslóð íslendinga,
sem þekkti af eigin raun forna
búskaparhætti og lifsbaráttu
þjóðarinnar á liðnum öldum. Við
þau aldahvörf, sem nú eru orðin á
íslandi, er bæði rétt og skylt að
minnast þess fólks, sem borið hef-
ur hita og þunga þessara ellefu
alda og haldið hátt á loft merki
íslenzks manndóms, hvað sem i
skarst. Þess fólks, sem í sveita
sins andlitis arði harðbýlar jarðir
og sótti gull í greipar Ægi, þótt á
móti blési. Á þessum vettvangi
lifðu þau Jónína og Daniel lífi
sínu og unnu sitt ævistarf af
heiðarleika og trúmennsku.
Nú er Jónína Loftsdóttir gengin
og er það vissulega sjónarsviptir.
Um æviatriði hennar er mér ekki
nógu kunnugt í einstökum atrið-
um, en hitt veit ég, að hún var hin
mesta greindar- og merkiskona og
verður minnisstæð þeim, sem til
hennar þekktu.
Er ég hugsa til kynna okkar
Jónínu Loftsdóttur er mér einkar
hugstæður einn bjartur sólskin-
dagur, er hún sat undir hús-
veggnum heima hjá sér, gráhærð
og virðuleg, með prjónana sína.
Við tókum tal saman og sagði hún
mér þá margt heiman úr sveit-
inni sinni, um líf fólks-
ins þar og lífsbaráttuna áður
fyrr og síðast en ekki sizt sagði
hún mér af blessuðum
lömbunum og blessuðum kún-
um, sem hún nefndi svo. Það
orðalag hennar lýsir betur en
langt mál þeim bæjarbrag, sem
rikt mun hafa á hennar heimili.
Ég hef stundum hugsað um það
síðan, að líkar því, sem hún var á
þeirri stundu, hafi þær verið fs-
lenzku bændakonurnar öld eftir
öld, er þær gáfu sér tóm til þess
að tylla sér niður í hlaðvarpann í |
sólskininu og spjalla um það, sem
þeim var hugleiknast. — Með
þessum fáu orðum vil ég kveðja
þau heiðurshjónin Jónínu Lofts-
dótturog Daníel Benediktsson.
Þorbjörg Bjamar Friðriksdóttir.
Kveðja:
Jónína Loftsdóttir
kindur í sýslunni hefðu bæði til-
greindu árin verið yfir 71 þúsund
talsins. Rakti hann spár, sem
gerðar hafa verið, m.a. á vegum
Framkvæmdastofnunarinnar, um
aukningu á landbúnaðarfram-
leiðslunni á næstu árum og nauð-
synina á að skipuleggja vandlega,
hvernig verndun gróðurs og
uppgræðslu lands yrði háttað til
að svara þessari þróun.
Siðar i ræðu sinni sagði
Steinþór G estsson:
„Tillaga mín gerir ráð fyrir því,
að áætlunin skuli taka til alls
lands upp að 400 metra hæðar-
linu. Þessi hæðarmörk eru ákveð-
in með það fyrir augum, að taka
fyrst til meðferðar þau upp-
blásturssvæði, sem næst liggja
aðalgróðurlendinu og sem h'k-
legust eru til að gefa mestan arð
og veita byggðinni skjól og öryggi.
Líklegt er, að innan þeirra marka
séu allt að 35 ferkm. land, sem nú
er gróðurlaust en ræktanlegt. Þá
munu og vera undir 400 metra
hæðarlinunni stór gróðurlönd,
sem þarf að styrkja. í því efni má
nefna t.d. Haukadalsheiðina, sem
hefur um langt árabil verið eitf.
mesta uppblásturssvæði á Suður-
landi. Þar hefur landgræðslan
unnið nokkrar varnaraðgerðir,
sem þó þarf að auka verulega, svo
að vörnin, snúist í sókn. Höfuðvið-
fangsefnin til sandræktunar
munu sjálfsagt beinast að söndun-
um í Selvogi og í Þorlákshöfn, svo
og í Þjórsárdal og í norður frá
Þingvöllum við Sandkluftavatn
og nærliggjandi viðáttusanda.
Hér er um mikla landvinninga að
ræða, sem munu koma til marg-
vfslegra nota, ef rétt er á málum
haldið. Áhugi manna er vaxandi
fyrir þessu mikilvæga máli. Það
mun hafa verið árið 1965, sem
félagar úr Lionsklúbbnum Baldri
f Reykjavik riðu á vaðið við upp-
græðslu örfoka lands, þegar þeir
dreifðu áburði og fræi við Hvítár-
vatn það ár. Þetta framtak
Baldursmanna hefur smitað frá
sér. Nú sinna ýmsir félagshópar
uppgræðslu, sáningarstarfi og eru
ungmennafélögin einna drýgst í
því liði. Starfsemi þessara áhuga-
manna hefur komið að góðu liði
og þarf að gefa því verðmæta
starfi gaum og ætla siíkum starfs-
hópum ákveðinn hlut í þeirri
áætlun, sem tillaga þessi miðar að
hrinda fram.“
MMAGI
Solzhenitsyn þok-
ar fyrir Brezhnev
Moskva 30. jan. NTB.
HELDUR hefur dregið úr árásum
sovézkra fréttastofnana á rithöf-
undinn Alexander Solzhenitsyn
allra síðustu daga, enda sovézk
blöð uppfull af frásögnum um
heimsókn flokksleiðtogans
Brezhnevs til Kúbu.
Þó birtir vikurit Rithöfunda-
samtakanna lesendabréf i dag frá
rithöfundinum Alezander Rem-
etsjuk, þar sem hann segir
Solzhenitsyn augljósan andbylt-
ingarsinna og fjandmann allra
þeirra glæstu sigra, sem hið sov-
ézka, sósialiska samfélag hafi
unnið með ötulu starfi.
Hann gagnrýnir Solzhenitsyn
fyrir það, sem hann segir um
Gorki og Sjolokov og þykir það
benda til, að hann hafi lesið bók-
ina, þótt ekki sé vitað með hvaða
leiðum hann komst yfir handrit af
henni.
Solzhenitsyn er kallaður
„Vlasovstuðningsmaðurinn".
Vlasov var sovézkur herforingi,
sem var tekinn til fanga af Þjóð-
verkjum í styrjöldinni, en síðan
tók hann að sér yfirstjórn rúss-
neskra sjálfboðaliða, sem börðust
gegnRauða hernum. Solzhenitsyn
fjallar um Vlasov málið af vissum
skilningi í bók sinni, segir frétta-
ritari NTB í Moskvu.
„Rússneski björninn brosir,,:
Vaxandi efasemdir vegna
aukins vígbúnaðar Rússa
DAILY AMERICAN, blað út-
gefið í Rómaborg, túlkar vax-
andi efasemdir á Vesturlöndum
vegna aukins vígbúnaðar Rússa
í eftirfarandi forystugrein.
Sovétríkin ogBandaríkin tala
um frið, en keppast við að auka
hernaðarmátt sinn. Vígbúnaður
þeirra er svo stórfelldur, að
þrátt fyrir róandi orð á afvopn-
unarviðræðunum f Genf lítur
út fyrir, að ráðstefnan fari út
um þúfur.
Rússar líta alltof oft á vax-
andi spennu sem einhliða mál,
sem þýði, að Vesturlönd —
einkum Bandarikin — geri
flestar tilslakanirnar í staðinn
fyrir örfá loforð. Sannleikurinn
er sá, að margir Vesturlanda-
búar hafa árum saman blekkt
sjálfa sig um það, sem fyrir
Rússum vakir.
Rússneski björninn brosir —
og afvopnar okkur alla. Ef
hann bítur, hópast Vesturlönd-
in saman eins og lítil börn í
skógi. Gallinn er, að svo stíft
bros hefur verið á andliti rússn-
eska bjarnarins í tæpan áratug,
að við höfum slakað á árvekni
okkar.
Jafnvel þótt viðurkennt sé,
að landher Varsjárbandalags-
ins sé langtum fjölmennari en
það lið, sem NATO getur safnað
saman, föllum við ennþá fyrir
,,opinberum“ tölum Rússa, sem
sýna, að stjórnin í Moskvu ver
aðeins um 9% þjóðarteknanna
til landvarna. Ef svo væri, væri
ekkert að óttast.
En nægar sannanir sýna, að í
raun og veru neina framlög
Rússa til landvarna um 40 til
50% heildarþjóðartekna Sovét-
ríkjanna. Þó hefur þessi
iskyggilega þróun ekki leitt til
sársaukafulls endurmats á
Vesturlöndum. Við göngum
ennþá glaðir í lund eftir vegin-
um, sem við vonum að liggi í átt
til minnkandi spennu.
Og ekki þarf neinn speking i
efnahagsmálum eða hermálum
til að skilja, hvað Rússar gera
við alla þá peninga, sem þeir
vinna inn. Þrátt fyrir allrífleg-
ar þjóðartekjur lifa sovézkir
ennþá hálfgerðu meinlætaiífi.
Ef hervigbúnaður gleypir allt
að 50% þjóðarteknanna, fá
venjulegir borgarar auðvitað
ekki eins þægileg heimili og
ekki eins mikið af matvælum,
bifreiðum og gæðum lifsins.
John í New York, Hans í Köln
og Guiseppe í Mílanó geta yfir-
leitt keypt sér skó án þess að
þeir þurfi að hugsa sig um
tvisvar. En það getur Sergei í
Kiev áreiðanlega ekki.
Rússum tekst að verja svona
geysiháu hlutfalli þjóðartekn-
anna til varnarmála — eða
sóknarmála — með því að beina
framlögunum i óbeina eða
falda farvegi. Milljónir rúblna
eru til dæmis lagðar til hliðar
til þess að bæta „almannasam-
göngur“. Hvers konar samgöng-
ur? Skriðdreka og brynvagna?
Þotna og sprengjuflugvéla?
Rangt mat Vesturlanda á
upphæðunum, sem Sovétríkin
verja til hernaðarmáttar síns,
sást, þegar Bandarikin áætl-
uðu, hve Rússar verðu miklu
fjármagni til hernaðarviðbún-
aðarins á púðurtunnulanda-
mærunum gagnvart Kína. Þeg-
ar tvær grímur runnu á ein-
hvern i Washington, hækkaði
matið á einni nóttu úr 6 millj-
örðum i 40 milljarða dollara.
Þetta þýddi, að framlög
Rússa til hermála á kinversku
landamærunum voru raunveru-
lega þrefalt meiri en lengi
hafði verið talið. Hvernig sem á
þetta er litið, sýnir þetta eftir-
tektarverð mistök hjá leyni-
þjónustu-sérfræðingum. Sér-
fræðingarnir reyndu sjálfir að
fara undan í flæmingi, er þeir
sögðu, að þeir hefðu útilokað
gerð 30 ristastórra þotuflug-
valla, þar sem áður voru beiti-
lendi, og aðra „birgðaþætti".
Hættan er sú, að jafn stórlega
villandi áætlanir hafa nú ófyr-
irsjáanleg og skaðleg áhrif á
bandaríska valdamenn, sem
móta stefnuna. Hver veit nema
sérfræðingarnir hafi gert jafn-
stórfelldar skyssur í öðrum
málum. Jafnvel þjóðir eins og
Frakkar, sem hafa lengi verið
vingjarnlegir í garð Rússa, hafa
nú alvarlegar áhyggjur af stöð-
ugt vaxandi hernaðarmætti sov-
étblakkarinnar.
Þetta eru hætturnar, sem
sjálfsblekkingin leiðir okkur út
I. Þetta eru hætturnar, sem
verður að gaumgæfa sem allra
fyrst, ef Vesturlönd eiga að
mega sín einhvers við samn-
ingaborðið í hvers konar samn-
ingaviðræðum í framtiðinni við
hina undirförlu Rússa. Vel-
meint einlægni er ekki nóg og
hefur aldrei verið nóg.