Morgunblaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRUAR 1974 DUNLOP EIGUM FYRIRLIGGJANDI 12" LOÐNUBAKKA A*\JtUSTURUKKI % sparibauka samkeppni VÍRZlUNflRBflNKflNS Verzlunarbankinn efnir til nýstárlegrar hugmyndasamkeppni um gerð nýs sparibauks. Þeir geta sent skriflega lýsingu á hugmyndum sínum. Þátttakendur hafa frjálsar hendur um formið Það má líka^^ teikna baukinn á tillögum sínum: ......eða móta í leir. Hugmyndin í pappa má vera útfærð eða tré eða eitthvað annað efni. SKILAFRESTUR Frestur til að skila tillögum er til 15. marz 1974. Þeim verður veitt móttaka í afgreiðslu Verzlunarbankans, Bankastræti 5, og útibúum hans, bæði í Reykjavík og Keflavík. Þátttakendur geta verið: a) börn og unglingar, b) fjölskyldur, c) bekkjardeildir í barna- og unglingaskólum. Tillögum skal skila í lokuðum umbúðum, merktum þeim flokki sem keppt er í (þ. e. einstaklingar, fjölskyldur eða bekkjardeildir). Umbúðirnar séu einnig merktar dul- nefni. Sama dulnefni skal rita á lokað umslag og skila því um leið. í því umslagi sé tilgreint hver hafi sent viðkomandi tillögu. DÓMNEFND Dómnefnd skipa: Þorvaldur Guðmundsson formaður bankaráðs, Fjóla Rögnvaldsdóttir teiknikennari, Elísabet Magnúsdóttir handavinnukennari og Kristín Þorkelsdóttir teiknari. Trúnaðarmaður dómnefndar er Tryggvi Árnason aðalbókari. Dómnefndin skilar áliti fyrir 15. apríl og verðlaunum verður úthlutað fyrir apríllok. Tillögur sem hljóta verðlaun eða viðurkenningu verða eign bank- ans sem og hver sú tillaga sem hljóta kynni aukaviðurkenningu. Bankanum er í sjálfsvald sett hverjar þessara tillagna verða út- færðar til notkunar. Verðlaun Veitt verða fyrstu verðlaun, kr. 20.000.— og önn- ur verðlaun kr. 10.000.—. Ennfremur verða veittar • þrjár viðurkenningar, kr. 5.000.— hver; ein í hvern hóp þátttakenda. VŒZUINRRBRNKINN Hörpudisks- vöðvinn stækkar minna en skelin í SKÝRSLU um hörpudiskstil- raunir 1972, sem þau Erla Salómonsdóttir og Björn Dag- bjartsson gerðu á Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins, er getið ýmiss konar tilrauna varðandi nýtingu og vinnslu á hörpudisks- vöðva. Þar segir m.a. 1 sömu skeljastærð getur þungi vöðvanna verið mjög misjafn. Þrátt fyrir það sýna tölfræðilegir útreikningar, að vöðvinn þyngist að meðaltali um 1 g, þegar skelin breikkar um lA sm. Ennfremur var könnuð nýting á hörpudiskin- um eftir skeljastærð. Þar kemur í ljós, að nýtingin á sjálfum vöðv- anum minnkar eftir því sem hörpudiskurinn stækkar og eld- ist, vegna þess að skelin þyngist tiltölulega meira en vöðvinn. At- huganir voru gerðar á því, hvort mögulegt væri að geyma hörpu- diskinn i frosti og þiða hann síðan upp í vatni fyrir vinnslu. Niður- stöður benda til þess, að sá mögu- leiki sé fyrir hendi, sé fyllsta að- gát höfð við uppþiðun. Ekki er ráðlegt að frysta hörpudiskinn i vatni. Langtima geymsla (3—24 klst.) vöðvans i ísvatni reyndist ekki möguleg vegna þess, hve mjög hann sogaði i sig vatn og þyngdist. Dripið varð einnig mjög mikið og bragðgæðin léleg. Geymsla í ís — 3% — saltvatni í nokkrar klukku- stundir virðist ekki hafa i för með sér gæðarýrnun, en dragist geymslan á langinn gæti orðið um þyngdarrýrnun að ræða. Hörpu- disksvöðvinn er þveginn í sérstök- um vélum eftir hreinsun. Kannað var, hve lengi væri óhætt að þvo vöðvann án þess að um gæðarýrn- un yrði að ræða. Þessi tími var 5—6 mínútur. Þessar tilraunir voru gerðar á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins að tilhlutan Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, einstakra út- gerðarmanna og frystihúsaeig- enda. Ástæðurnar voru margvís- legar, enda tilraunirnar marg- þættar. Eitt af aðalveiðisvæðum hörpudisks síðastliðin 2 ár hefur verið í Beiðafirði. Verstöðvar þar eru tiltölulega iitlar, svo að þær geta ekki tekið við öllum þeim afla, sem að landi berst. Því hefur verið gripið til þess ráðs að flytja hörpudiskinn landleiðis til ver- stöðva sunnan- og suðvestanlands. Vegna þess, hve hörpudiskurinn deyr fljótt og skemmist í and- rúmsloftinu, höfðu margir aðilar áhuga á að vita, hvort ekki mætti frysta hann lifandi og geyma þannig, þar til vinna minnkaði á ný f frystihúsunum. Einnig var áhugavert að vita, hvort vöðvinn rýrnaði við slíka geymslu í frosti. Síðla árs 1972 bárust Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna kvartanir frá Coldwater Seafood Corporation í Bandaríkjunum þess efnis, að nokkurt magn af hörpudisks- vöðva væri með óeðlilega miklu vatnsinnihaldi. Bragð gæði þessa vöðva voru léleg og mikið draup úr honum, þegar hann þiðnaði. Mál þetta var kannað og kom í ljós, að sums staðar hafði vöðvinn verið látinn liggja i vatni áður en hann var frystur. Þar eð verð á hörpudisksvöðva er mjög hátt, væri skjótfenginn gróði i að þyngja hörpudiskinn með vatni, t.d. um 10—20%, en það gengur mjög greiðlega, eins og sést í skýrslunni. LESIfl oflciEcn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.