Morgunblaðið - 01.02.1974, Page 34

Morgunblaðið - 01.02.1974, Page 34
34 ■ .......■ • ............, ......—- MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1974 Gfsll, Eirfkur 1. kafli. í kjallara í stóru húsi í Vesturbænum bjó einu sinni strákur, sem hét Helgi. Hann átti heima hjá pabba sínum og mömmu og það þótti honum auð- vitað ágætt Mamma hans var stór og feit, kannski feitasta i. uavnan í allri Reykjavík, eða það hélt Helgi litli að minnsta kosti. Mamma hans Helga talaði afskaplega mikið. Helgi áleit, að það væri vegna þess, að henni þætti svo skemmtilegt að tala. Pabbi hans Helga sagði hins vegar sjaldan nokkurn hlut. Hann sagði Helga litla aldrei að hátta sig eða þvo sér og aðeins einu sinni skipaði hann honum að fara inn og lesa lexíurnar sínar fyrir skólann. Kannski talaði hann svona lítið, vegna þess að hann var sjómaður og afar sjaldan í landi. Þegar hann kom heim varð mamma hrifin, Helgi litli varð hrif- inn og allir strákarnir í húsinu voru hrifnir, því að pabbi hans Helga litla kom alltaf heim með sælgæti handa Helga, sem hann gaf svo hinum drengjunum að bragða á. Eiríkur átti heima á efstu hæðinni. Hann var stór og feitur eins og mamma hans Helga litla. Mamma Eiríks sagði, að hann væri stór eftir aldri. Helgi litli vissi ekki vel, hvað það merkti, en þar sem Eiríkur var stærri en Helgi, þó að þeir væru jafngamlir, hélt Helgi litli, að hann hlyti að vera lítill eftir aldri. Hann minntist á það við ömmu sína, þegar hann heimsótti hana einu sinni, en amma sagði bara: „O, það tognar úr þér með árunum, vinurinn minn litli.“ Helgi skildi það nú ekki alveg til hlítar og talaði um þetta við Eirík. Þau hlutu að vera skrýtin þessi ár, sem teygðu mann sundur og saman. MHeloi 'nn°l||,|,|ð|,Di1 ■ jónsdðtlur Eiríkur var drengur, sem þótti gott að borða. Hann borðaði ekki bara hafragraut og egg á morgnana eða brauð og mjólk. Nei, ekki aldeilis! Hann fékk heitan mat á disk og svo borðaði hann kornflögur á eftir og epli I eftirmat. Stundum borðaði hann mikið og fékk oft á diskinn sinn. Hann borðaði líka karamellur, sem Helgi litli kallaði „Haltu kjafti“. Það var nú ekki sérlega fallegt nafn, en karamellurnar voru svo stórar, að enginn gat talað eitt orð, meðan hann var að tyggja þær. Þess vegna áttu þær auðvitað að heita „Haltu kjafti“. Stundum kom Eiríkur til Helga litla og sagði si sona við hann: „Viltu halda kjafti, Helgi litli?“ Helgi svaraði alltaf játandi. Fólk — ég á við fullorðna fólkið, sem vissi ekkert um karamellu- nafnið, — ávítaði Eirík oft og sagði við hann, að svona mætti strákur ekki segja við annan strák og svo skildi það hvorki upp né niður, þegar Helgi litli brosti ánægjulega og sagði hrifinn: „Já, þakka þér fyrir, Eirikur." Eftir smá stund tuggðu báðir drengirnir og tuggðu og héldu auðvitað kjafti á meðan. Á miðhæðinni bjó Gísli. Hann var langur og mjór. Mamma hans Gísla var vön að segja, að maturinn borðaði Gísla, en Gísli ekki matinn. Helgi litli spurði mömmu sína, hvers vegna mamma hans Gísla segði þetta og fékk að vita, að ástæðan væri sú, að Gísli borðaði og borðaði, en fitnaði aldrei. Það var skelfi- lega fínt heima hjá honum Gísla. Á stofugólfinu var hvítt teppi og inn á það mátti enginn ganga á skónum. DRÁTTHAGI BLÝANTURINN Kæri Marteinn . . . þarftu allt- af að taka vinnuna með þér heim . .. — Má ég ekki standa hérna og horfa á þig skera þig, pabbi.. . ctylonni ogcTManni Jóri Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi — Hér er ritgerðin mln, en ég áskil mér allan rétt í sambandi við kvikmyndatöku og sjón- varpsupptökur . .. Eftir að búið var að bjóða okkur tvisvar af matnum, vorum við orðnir saddir. Við höfðum tekið rösklega til matarins og áttum ekki von á meiru. En nú kom hver rétturinn á fætur öðrum. Þetta var stórveizla. Við vorum ekki slíku vanir og brögðuðum á rétt til málamynda. En frönsku drengirnir tveir höguðu sér öðruvísi. Þeir voru vanir slíkum miðdegisveizlum og vöruðu sig betur að borða ekki of mikið af fyrsta réttinum. Nú buðu þeir okkur aftur og aftur að borða meira og virtust leiðir vfir því, að við forsmáðum þennan góða mat. Þegar máltíð var lokið, lásu þeir aftur borðbæn. ..En hvað kaþólskir menn eru guðhræddir“, hvíslaði Manni. Síðan gengum við upp á þilfar. Þá urðum við alveg forviða. Herskipið hafði numið staðar og lá nú hreyfingarlaust á spegilsléttum sjónum. Skammt frá var annað skip. Það var fallegt skip, en miklu minna en „La Pan- dore“. Þar blakti danski fáninn við hún. ..Þetta er „Fylla“ “, kallaði Manni, þegar hann hafði virt skipið fyrir sér. Ég gætti betur að og sá, að Manni hafði rétt fyrir sér. Þetta var danska herskipið Fylla, sem stundum kom til Akureyrar á sumrin. Það var víst á leið þangað núna, og þá gat það flutt okkur heim. „Er það ekki dásamlegt“, sagði Manni, „hvað guð hefur hjálpað okkur vel?“ „Jú“, sagði ég. „Það er satt“. — Vondur strákur, ég skal kenna þér að stela ekki frá föður þfnum . .. — Peningana, eða ég bora...

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.