Morgunblaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 37
Enduruppbygging
Súez-bæjar hafin
Bensín og olía
hækka í Svíþjóð
Kairó, 30. jan. NTB.
FULLTRÚAR stjórnar Egypta-
lands komu til bæjarins Suez í
dag og hófu þegar að skipuleggja
uppbyggingu bæjarins, sem lagS-
ur var f rúst í átökunum við Isra-
Grivas
jarðsettur
Limassol, Kýpur, 30. jan. NTB.
GEORG Grivas hershöfðingi var
jarðsettur í dag í grennd við hús
það, sem var felustaður hans á
árunum upp úr 1950 og er í einu
af úthverfum Limassol. Þúsundir
manna höfðu safnazt saman til að
votta hinum látna virðingu og
báru margir myndir eða spjöld af
Grivasi. Margir grétu beizklega,
þegar kistan var látin sfga f
gröfina, segir f fréttum NTB
fréttastof unnar.
í kveðjuræðu við gröfina sagði
Georg Vassiliades, sem er yfir-
maður stjórnmáladeildar þeirrar
sámtaka, sem Grivas var foringi
fyrir, að baráttunni fyrir
sameiningu við Grikkland yrði
vissulega haldið áfram. Laust
mannfjöldinn upp hrópi og
kallaði „enosis, enosis" hvað eftir
annað. Ekki var fulltrúi frá ríkis-
stjórninni við útförina.
Breytingum lok-
ið á frystihúsinu
á Eskifirði
Eskifirði, 30. janúar.
I DAG hófst á ný vinnsla á fiski f
hraðfrystihúsi Eskifjarðar, eftir
að húsið hafði verið lokað um
tíma vegna nýbyggingar og breyt-
inga á eldra húsnæði. Nýir og
fullkomnir flökunar- og pökkun-
arsalir hafa verið gerðir, og kaffi-
stofur, snyrtiherbergi og fata-
geymslur starfsfólks eru ný-
byggð.
Ohætt er að fullyrða, að aðstaða
starfsfólks fyrirtækisins sé til
mikillar fyrirmyndar. Hólmatind-
ur landaði í dag fyrsta aflanum í
hið nýja hús, um 100 lestum af
þorski. Nýi skuttogarinn Hólma-
nes SU 1 er væntanlegur til lands-
ins frá Spáni í næstu viku. Fyrst
kemur hann við i Noregi, en þar
tekur hann fiskkassa.
í morgun þöfðu borizt hér á
land um 11000 lestir af loðnu, en
þá var verið að landa úr fjórum
bátum, sem allir voru með full-
fermi. Bræðsla loðnunnar gengur
vel.
Fréttaritari.
4000 lestir loðnu
til Vopnafjarðar
Vopnafirði 30. janúar.
BÚIÐ er að landa hér um 3600
lestum af loðnu, en enn er þróar-
rými fyrir 4000 lestir. I gær
lönduðu hér Gísli Árni 550 lest-
um, Fífill GK 350 lestum, Eldborg
GK 550 lestum og Hilmir SU 380
lestum.
Þorsteinn Erlingsson skipstjóri
á Hilmi sagði í samtali við frétta-
ritara blaðsins, að skipið væri nú
búið að fá um 2500 lestir og alltaf
hefði verið landað á Austfjarða-
höfnum. Nú færi að verða erfitt
að losna við aflann, nema fara
norður fyrir Langanes, en ekki
væri gott að gera það á skipi eins
og Hilmi. Sagði hann, að greiða
þyrfti góða flutningsstyrki til að
fá bátana til að fara sem viðast
með aflann, en helzt þyrfti að
vera flutningaskip til að flytja
aflann norður fyrir land.
Þá sagði Þorsteinn, að hann
áliti, að endurnýja þyrfti nóta-
veiðiflotann um 7—8 stór skip á
ári, ef einhver framtið ætti að
vera í toðnuveiðúnum.
el. 1 næsta mánuði er fyrirhugað,
að egypzka stjórnin komi þar
saman til fundar til að ræða upp-
bygginguna og möguleika íbú-
anna, sem þaðan flúðu til að flytj-
ast heim á ný.
Ráðherra Egypta, sem fjallar
um mái þetta, Osman Ahmed Os-
man, hefur þegar lagt fram áætl-
un um endurskipulagningu bæj-
arins, og gerir þar m.a. ráð fyrir,
að göng verði gerð frá bænum
undir Suez-skurð til næsta bæjar
handan hans.
Egypzkir hermenn hafa tekið
við herstöðvum ísraelsmanna um-
hverfis bæinn, sem þeir aldrei
tóku herskildi í átökunum. Jafn-
framt er áfram haldið brottflutn-
ingi ísraelsku hersveitanna frá
vesturbakka Suezskurðar og var i
dag stöðugur straumur flutninga-
bifreiða yfir skurðinn með her-
gögn og herföng ísraelsmanna frá
víglfnu þeirra um 20 km frá
skurðinum. Þessum flutningum á
að vera lokið 5. marz.
Frá Kairo herma áreiðanlegar
heimildir, að samskipti Banda-
rikjanna og Egyptalands batni
með hverjum degi. Hafi sendi-
herra Bandaríkjanna í Kairo,
Herman Eilts, átt þriðja fund sinn
í dag með Ismail Fahmy, utanrik-
isráðherra, á jafnmörgum dögum.
Kairoblaðið ,,A1 Ahram“ segir, að
Henry Kissinger, utanrikisráð-
herra Bandaríkjanna, hafi sent
Fahmy hugsmyndir sinar um það,
hvernig skilja megi milli her-
sveita Israels og Sýrlands í Golan-
hæðum. Egyptar hafa tilkynnt, að
þeir muni ekki taka þátt í öðrum
þætti friðarviðræðnanna í Genf
fyrr en því verki sé lokið.
Stokkhólmi, 30. jan. NTB
KJELL Olof Feldt, viðskipta-
málaráðherra Svíþjóðar, upplýsti
í gærkveldi, að hætt yrði við
skömmtun á bensíni og öðru
eldsneyti á miðnætti í nótt. Jafn-
framt yrði verð á bensíni og olíu
til húsahitunar hækkað til þess að
standa straum af frekari hráolíu-
kaupum. úpphaflega stóð til að
skömmtun stæði út febrúar.
Verð á bensinlitra hækkar um
23 aura sænska, upp í 1.72 sænsk-
ar krónur (um 31 kr. ísl.) en verð
á oliu til húsahitunar hækkar um
128 s.kr. pr. tonn og fer í 528 kr.
sænskar, sem svarar rúmlega
9.600 kr. ísl.
Eftir sem áður verður nokkuð
takmarkað það magn, sem menn
geta fengið til húsahitunar, bæði
ibúðarhúsa og iðnaðrahúsnæðis.
Og hugsanlegt er, að almenn
skömmtun verði tekin upp að
nýju 1. marz nk.
Ráðherrann upplýsti, að
orkunotkun hefði minnkað mjög
verulega i Svíþjóð eftir að
skömmtun hófst. Fyrstu tvær
vikurnar hefði bifreiðaumferð
minnkað um 35% og notkun al-
menningsfarartækja jafnframt
færzt mjög i aukana, til dæmis
hefði farþegaaukning járn-
brautarlesta verið allt að 40%.
4
aiinn
Bergstáðastræti 4a Sími 14350
í* r
DOMU- OG HERRASKORNIR
ERU KOMNIR
TOKUM UPP I DAG
MARGAR GERÐIR KJOLA
VELOUR DOMUBUXUR
BAGGY BUXUR ÚR DENIM OG FLAUEL
FYRIR DÖMUR OG HERRA
— NÝ SNIÐ — NÝIR LITIR
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1974