Morgunblaðið - 01.02.1974, Page 40
LESIÐ
JRnpnUtti^
DflCIECn
nUGLVSincnR
^L*~»22480
26. tbl. 61. árg.
FÖSTUDAGUR 1. FEBRUAR 1974
Siglufjörður:
Rúðubrot
og járnfok
/ f/ •
i iarviðri
Siglufirði 31. janúar
StÐASTLIÐNA nótt og fyrrihlut-
'ann f dag er búið að vera hér
brjálað veður og talsvert tjón hef-
ur orðið á eignum af völdum veð-
urofsans. Þakplötur hafa fokið
víða af húsum, gluggar brotnað í
mörgum húsum og ljósaútbúnað-
ur á götum fokið og skemmzt unn-
vörpum. Mjög slæm færð er
vegna hálku og bleytu um götur
bæjarins, þvf þessu fylgdi mikið
slyddu-og vatnsveður.
Þess má geta, að flugvél frá
Vængjum gat ekki lent hér í gær
vegna dimmviðris, sem var und-
anfari þessa veðurs. Sveimaði vél-
in lengi hér yfir en gat ekki lent
og fór hún því á Sauðárkrók. Far-
þegar héðan, sem ætluðu að ná
vélinni þar, urðu að ganga
300—400 m leið yfir ófæru á leið-
inni, en þar biðu bílar. Skotfæri
er beggja vegna við þennan kafla,
sem er í Skriðunum. Farþegamir
misstu þó af vélinni og dúsa á
Sauðárkróki, svo og þeir farþeg-
ar, sem hingað ætluðu. Þykir hálf
hart, að þessi litli kafli á veginum
teppi umferð þar sem ekki tæki
meira en eínn til tvo tíma að ryðja
hann.
Mikið annríki er hjá rafmagns-
mönnum og trésmiðum við að
gera við skemmdir. Hluti af bæn-
um varð rafmagnslaus um tíma
þvi þakplata fauk á rafmagnslínu
og sleit hana.
— Steingrfmur
Lfkan af Þjóðarbókhlöðunni. Neðst til hægri sést Melatorg en ofarlega á myndinni má sjá Hótel Sögu (ásamt fyrirhugaðri viðbótar-
byggingu) en þar á milli eru bílastæði.
Framkvæmdir við Þjóðarbókhlöðu
eiga að hefjast seint á árinu
STEFNT er að þvf seinni hluta
þessa árs, að hafizt verði handa
um byggingu Þjóðarbókhlöðunn-
ar. Borgarráð samþykkti nýlega
endaniega staðsetningu hússins
samkvæmt tillöguteikningum,
arkitektanna Manfreðs Vil-
hjálmssonar og Þorvalds S. Þor-
valdssonar. Mun bókhlaðan rísa á
svæðinu milli Birkimels, Hring-
brautar og Suðurgötu. Ráðgert er.
Vatnsleiðslan og raf-
strengurinn á leið til Eyja
DANSKA kapalskipið, sem er á
leið til Vestmannaeyja með viðbót
við vatnsleiðsluna og rafstreng-
inn, sem eyðilögðust í eldgosinu,
er nú komið til Færeyja. Skipið
lagði af stað 9. janúar, en hefur
tafizt vegna óveðurs á hafi úti.
Strax og skipið kemur tilEyja og
þegar veður leyfir, verður lögð 1,6
km löng vatnsleiðsla til viðbdtar
við nýju 7 tommu leiðsluna.
Verða vatnsmálin þá komin I samt
lag aftur, en rafstrengurinn verð-
ur ekki lagður fyrr en í vor, nema
eitthvað sérstakt komi tiL
að byggingunni verði lokið síðla
árs 1978 en byggingarkostnaður
er 408 milljónir króna — sam-
kvæmt áætlun f ársbyrjun 1973
og kostnaður við húsbúnað er
áætlaður um 120 milljónir króna.
Þjóðarbókhlaðan verður um
margt óvenjuleg bygging, eins og
nánar er greint frá á bls. 3. Helzta
sérkenni hennar sem safns verð-
ur þó svokallaður sjálfbeini —
sjálfsafgreiðsla á bókum. Þessi
lausn er upprunnin og nokkuð
Varið land:
100% skrif-
uðu undir
Mikil þátttaka er norðanlands f
undirskriftasöfnuninni Varið
land og til dæmis skrifuðu allir
nema tveir undir f Grfmsey og á
Hauganesi f Eyjafirði skrifuðu
100% íbúanna undir áskorunina
tilrfki sstjórnarinnar.
algeng við ranhsóknabókasöfn í
Bandaríkjunum en á sér fáar fyr-
irmyndir f Evrópu. Þjóðarbók-
hlaðan verður — eins og kemur
fram hér á undan — fyrst og
fremst rannsóknabókasafn og
bókageymsla, enda er henni ætlað
að hýsa bæði Landsbókasafnið
núverandi og Háskólabókasafnið.
Fyrirætlanir um byggingu
Þj óðarbókhlöðunnar voru sam-
þykktar á Alþingi hinn 30. apríl
1970 fyrir frumkvæði rikisstjórn-
arinnar, og skyldi með því minnzt
ellefu hundruð ára afmælis ís-
landsbyggðar. Síðan hefur verið
unnið að undirbuningi og voru
arkitektarnir Manfreð Vilhjálms-
son og Þorvaldur S. Þorvaldsson
ráðnir til að teikna bygginguna.
Hafa þeir fyrir allnokkru lokið
við tillöguteikningar að Þjóðar-
bókhlöðunni.
Loðnubátar brjóta
reglur loðnunefndar
MORGUNBLAÐINU er kunnugt
um, að minnsta kosti tveir bátar,
Bergur frá Vestmannaeyjum og
Vörður frá Grenivík, hafa brotið
tilkynningarákvæði þau, sem
loðnuskipum er sett, þegar þau
faratil lands með loðnufarma.
Blaðið hafði samband við starfs-
170 áhrifamenn í Framsóknarflokknum:
Andvigir uppsögn vam-
arsamningsins
ÞRJÁTlU og tveir félagar f
Framsóknarflokknum gengu sl.
miðvikudag á fund Ölafs
Jóhannessonar forsætisráðherra
og formanns Framsóknarflokks-
ins, og afhentu honum ályktun
um utanrfkis- og varnarmál, sem
undirrituð er af 170 framsóknar-
mönnum úr öllum landsfjórðung-
um. Eru I þessum hópi ýmsir for-
ustu- og framámenn innan flokks-
ins. 1 ávarpinu kemur fram, að
þessir menn telja, að aðild Is-
lands að Atlantshafsbandalaginu
hafi reynzt landinu til góðs, að
samvinna íslands og Banda-
ríkjanna innan vébanda banda-
lagsins hafi gegnt mikilvægu
hlutverki á viðsjálum tfmum í
alþjóðamálum og sfðan lýsa þess-
ir stuðningsmenn Framsóknar-
flokksins þvf yfir — að gefnu
tilefni — að þeir vilji fara með
fyllstu gát í mótun nýrrar stefnu f
utanrfkismálum og lýsa sig jafn-
framt andvfga uppsögn varnar-
samningsins nú.
Þessir 170 stuðningsmenn
Framsóknarflokksins eru flestir
úr Reykjavík, Reykjaneskjör-
dæmi, Norðurlandskjördæmun-
um báðum og af Vestfjörðum.
Þegar það fréttist innan raða |
Framsóknarflokksins að þessi
undirskriftasöfnun væri hafin
gerðu ýmsir úr forustuliði flokks-
ins ítrekaðar tilraunir til að fá
gefin upp nöfn undirskrifta-
manna og í ýmsum þeim til-
fellum, sem það tókst, var reynt
með fortölum að fá þá menn til að
draga undirskriftir sínar til baka.
Er Morgunblaðinu kunnugt um,
að það tókst í nokkrum tilfellum.
í þeim hluta ávarpsins sem
fjallar um utanríkis- og varnar-
mál segir m.a.:
„Undirritaðir stuðningsmenn
Framsóknarflokksins vilja leggja
á það ríka áherzlu, að utanríkis-
mál eru ein örlagaríkustu mál
hvers sjálfstæðs rikis. Fram-
kvæmd þeirra og stefnumörkun á
hverjum tíma þarf að mótast af
víðsýni, varkárni, fyrirhyggju og
raunsæu mati.
Við teijum nauðsynlegt, að
grundvallaratriði utanríkismála
séu hafin yfir dægurbaráttu
flokkslegra stjórnmálaátaka, og
að um þau megi takast sem mest
þjóðarsamstaða.
Við teljúm, að aðild Islands að
Atlantshafsbandalaginu hafi
reynzt íslandi til góðs, á sama hátt
og fjölmörgum öðrum bandalags-
ríkjum, og hafi bandalagið átt
mjög rikan þátt í því að tryggja
frið í Evrópu á áhrifasvæði þess
og verið skjöldur þess andlega
frelsis og efnahagslegu framfara,
sern ríkt hafa í Vestur-Evrópu.
Við teljum enn fremur, að sam-
vinna tslands við Bandaríkin um
öryggismál innan vébanda banda-
lagsins hafi þjónað mikilvægu
hlutverki á viðsjálum timum í al-
þjóðamálum og stuðlað í senn að
öryggi og sjálfstæði íslands og
bandalagsríkja okkar.
Framhald á bls. 22.
menn loðnuneíndar og spurði
hvort hér hefði verið um alvarleg
brot að ræða. Við fengum þær
upplýsingar, að hér hefði verið
um frekar vægt brot að ræða, og
hefðu skipstjórar bátanna verið
varaðir við. Bátarnir tilkynntu til
loðnunefndar um afla, þegar þeir
voru búnir að fylla sig og báðir
sögðust þeir fara i vesturátt, en
þeir voru á veiðum við Ingólfs-
höfða. Sfðan fréttist ekkert af
bátunum fyrr en þeir voru komn-
ir til hafnar, reyndar var annar
báturinn á útleið aftur þegar
fréttist hvar Þann hefði landað.
Sögðu starfsmenn loðnunefndar,
að það væri skylda hvers skip-
stjórnarmanns að senda skeyti til
nefndarinnar um það til hvaða
hafnar báturinn ætlaði með
aflann.
Loðnunefnd starfar eftir sér-
stökum reglum, sem alþingi setti
s.l. haust, og hefur nefndin
heimild til að beita refsiákvæð-
um, ef ekki er farið eftir starfs-
reglum hennar.
Kokkar semja
VEITINGAHÚSAEIGENDUR og
kokkar hafa skrifað undir samn-
inga með fyrirvara um samþykki
félagsfunda, sem verða n.k.
mánudag. Kemur því ekki tilboð-
aðs verkfalls kokka.
Að sögn Konráðs Guðmunds-
sonar hótelstjóra á Hótel Sögu
eru aðalatriði samninganna þau,
að kokkarnir fá 10% kauphækk-
un, strax, 4% í sept. n.k. og 4% í
aprfl 1975. Samið er til tveggja
ára.
/