Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ.FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR 1974 Ragnar í Smára sjötugur — Brífkorn (il Kaxnars á sjötugv afraæli hans,7. febrúar 1974. Kæri Raíínar.góði vinur! 1 dag munu listamenn landsins hylla þig á þinum merkisdegi hver á sinn hátt. Skáld munu knýja hörpur sínar þér til heið- urs, myndlistarmenn lofa sinn Mæeenas, tónskáidin færa þér tónafórnir. Má ekki minna vera en að einn hinna „túlkandi" tón- listarmanna, eins og þeir „skap- andi“ kalla okkur, taki undirmeð |x*im ojí sendi þér lof- og þakkar- kveðju fyrir allt hið góða, sem við eigum þér upp að inna. Eg minnist þess, er ég eitt sinn. fyrir u.þ.b. tuttugu árum, kom með Olav Kielland til Kjarvals, á vinnustofu hans. Það var á þeiin árum. er Olav var aðalstjórnandi Si nfón í uh 1 jómsvei tari nnar und i r þínutn verndarvæng og hann taldi síg — með þinni hjálp — geta „l.vft veröldinni af hjörun- um“ eins og hann orðaði það. A einum vegg vinnustofunnar blasti við sjónum okkar stór svartkrítar- mynd af unguin, gjörvileguin manni með úfið hár og eldsnör augu, sem virtist vera á góðri leið með að ganga út úr myndinni til okkar. Olav spurði um deíli á þessum fyrirmyndar manni — mun hafa kannazt eitthvað við hann. „Ilvem er han ?“ „En glad gut fra fjeldene" svaraði meistar- inn kankvíslega, en nefndi ekkert nafn. „Ragnar!" gullum við gest- irnir við báðir samtimis. Já, þetta varst þú og ekki um að villast. Og svar málarans var hið rétta, því að naumast nokkur fjallanna son inun hafa Itoriðmeð sér jafnmikið af fersku lífsandalofti út á þetla nes sein þú. Það þvkir mér trú- legt, að Fjallkonan sjálf hafi kvatt þig, — líkt og Jahve kallaði Móses forðum af fjallinu — til að gegna forustuhlut verki þeirrar umkomulausu og sundurleitu hjarðar, sem íslenzkir listamenn voru á þeim árum, er þú komst stökkvandi yfir fjöllin til okkar höfuðstaðai' oghófsthér handa við þitt umbötastarf. „Hvar er nú Ragnar?" var viðkvæðið i þá daga ef í nauðir rak eða þegar vinna þurfti eitthvert stórræði, stofna Sinfóníuhljóinsveit, flytja fjöll úr stað. Og þú komst, lyftir hverju Grettistakinu af öðru og ruddir veginn, sem listamenn landsins ganga nú eftir án þess að steyta fót við steini. Sumir kölluðu það fífldirfsku, er þú af þinni tak- markalausu trú og bjartsýni réðst á hvaða hindrun, sem fyrir varð. Nú vita menn betur og sjá, að einmitt þetta ólma þor þitt og hugdirfska var nauðsynlegt til að vinna bug á þeim draugum, sem við lengi höfum átt við að glíma, tómlætinu og lognmollunni. Þinn innri eldur yar heitari en svo, að hann kulnaði við snerting kuld- ans í kringum þig. Fyrir það átt þú skilið eilíft hrós. Merkilegt að þér skyldi takast þetta! En heit- irðu ekki Ragnar? Nomen est omen, segir máltækið forna, þú átt nafn þitt með rentu, það er allt og sumt. Þinn reginkraft hefirþú fengið í skírninni. Egþykist tala fyrir munn okkar bræðra allra, er þjónum frú Músíku, er ég þakka þér af ást og virðingu hverja híldi, sem þú hef- ir háð hinni dyru frú til varnar og heiðurs! Við kunnum svo sannar- lega að meta það, að hún skipar nú mun hærri sess í þessu landi en nokkru sinni fyrr. Þú átt þar að vísu ekki einn hlut að máli, nöfn annarra forustumanna munu einnig skrifuð meginstöf- um, er frain í sækir, en án þín hefði tónlistin hreint ekki mátt vera. Þú varst hennar máttar- baðmur. Megirþú lengi lifa! Þinn einlægur, Arni Kristjánsson. □ Ragnar i Smára loksins sjötug- ur? — á endanum fullorð- inn! . . Þannig — eða eitthvað í þá veru — varð mér að orði, er ég fyrir nokkrum dögum frétti um afmælið; en sá fljótlega i hendi mér, að allt eins vel eða betur hefði mátt orðaþað þveröfugt. Sagt er, að kötturinn hafi níu lif — en hvað hefur Ragnar Jónsson mörg? Þá bókstafsreiknings- þraut eftirlæt ég fúslega reikn- ingsgleggri aðiluin að reyna að le.vsa. En til skynsamlegrar við- miðunar leyfi ég mér hógværlega að minna á, að maðurinn sá hefur aðstoðarlítið, nema hvað eigin- konuna snertir, afkastað meira en einu fullgildu ævistarfi, og fleiri en tveimur. Ætti ég að meta afköstin — að svo óverulegu leyti, sem mér eru þau yfirleitt kunn — myndi ég áætla lif Ragnars í Smára til þessa merkisdags svona níutfu sinnum níutiu kattarlíf, og til vonar. og vara stórt hundrað í ofanálag. Öfáir munu óska þess — og eiga sumir töluvert undir því komið, að þeim verði að þeirri ósk sinni — að enn megi við bætast veru- legur slatti katta- og annarra ævintýralífa. Þar á meðal er maður snöggt um eldri afmælisbarninu (barn er Ragnar i Smára vissulega og verður alla daga). Gunnar Gunnarsson. □ Eitt sinn sem oftar átti Ragnar Jónsson leið um Þingholtin í Reykjavik. Honum varð gengið framhjá einu þeirra vinalegu, timbursmíðuðu borgarhúsa sem standa þar i brekkunni og sá hvar eigandinn, þekktur bæjarmaður, dundaði að húsabaki við að rétta gamla nagla. Ragnar var kunnug- ur þessum manni, tók hann tali og spurði: „Hvernig stendur á því, að jafn ríkur maður og þú skulir vera að rétta gamla nagla?" Ilinn svaraði: „Það verður enginn rikur á því að græða, heldur á því að spara, mundu það Ragnar minn." Hollræði eru gagnleg svo fremi að menn leggi þau á minnið og hafi fyrir lífsreglu. En að þessu visdómsorði naglaréttarans get ég ekki hugsað mér verri áheyranda en Ragnar Jónsson. Vafalaust kann hann þá aðferð að spara, þegar honum þykir að eiga við, en ríkur varð hann ekki á sparnaði, ekki á því að nota — i óeiginlegri inerkingu — gamla nagla aftur upp á nýtt, heldur nýja og láta þá gömlu eiga sig. Þau tækifæri sem hann eygði framundan hafa verið fleiri en svo að eyðandi væri tima i „naglaréttingar að húsabaki". Þegar ég segi Ragnar ríkan mann, styðst ég alleinasta við eig- in hugmynd. Ég veit ekkert hversu ríkur hann er á þann mælikvarða sem hér gildir í við- skiptalífinu. en fyrir mér per- sónulega er hann allra manna rík- astur, af því ég hef aldrei, síðan ég hóf skipti við hann sem höf- undur, reynt hann að öðru en rikidæmi sem skarar fram úr. Samt sem áður finnst mér Ragnar rikastur þegar öllum peningum sleppir, þegar maður á með hon- um stund í næði og sér skína gegnum orðræður hans í hinn mikla farmann á sjóum samtiðar vorrar hérlendis, frjálsan mann á umbrotasömum timum, annars vegar harðtækan og ógleyminn á misboð, hins vegar kæringarlít- inn, að því er virðist, og umburð- arlyndan, — frjálsan mann sem löng kynni af margháttuðu fólki og margháttuðum aðstæðum hafa gert reynsiuríkan og vísan. Þegar ég leit síðast inn til Ragn- ars að heimili hans fyrir nokkrum vikum, sagðí hann mér sögu af Jóni Stefánssyni listmálara: Jón hafði um mörg ár unnið að all- stóru málverki, vetrarmynd þar sem kolblátt straumvatn liðast um snæviþakið svæði. Þessa mynd lét hann á sýningu i Kaup- mannahöfn og hlaut fyrir lofs- yrði. Eigi alliöngu siðar, þegar Ragnar kom á vinnustofu málar- ans I Reykjavík, brá honum illa, þvi málað hafði verið yfir alla myndina, hún var ekki lengur til. Ragnar spurði hverju þetta sætti. „Hún hefur gott af baði," anzaði Jón og kvaðst hafa verið búinn að skemma myndina með ofnostri, hún sýndi annað en hann sá fyrir sér hið innra. Siðan málaði hann aftur sömu mynd i öllum aðal- atriðum og þó nýja. Nú hangir hún uppi hér I borginni á opinber- um stað og er meistaraverk. En þvi nefni ég þetta hér? Vegna þess að harka skyld þeirri sem birtist i viðbrögðum Jóns Stefánssonar er aðmiinu viti gild- ur þáttur i fari Ragnars Jónsson- ar sjálfs. Hann varð sá inikli athafnamaður sem hann er sök- um þess, að hann vék sér ekki undan að gera það sem hann sá fyrir sér, lét sér ekki nægja það sem komið var. Það sem innri sjón hans eýgði framuudan hefur jafnan varðað hann mestu. Án sér hlifni hefur hann sótt fram og hver athöfnin rekið aðra. Hug- sjönaríkur framkvæmdamaður getur verið svo og svo ólikur lista- manni, en að einu leyti er hann andlegur bróðir hans: hann á sér innri sýn sem hann keppir eftir að birta hið ytra. Hann starfar, unz athafnirnar svara til þeirra „innri mynda" sem hann sá fyrir sér. Ragnar Jónsson er fram- kvæmdamaður af þessari gerð, innblásinn til athafna. Hitt veit hann einn og engir aðrir, hvort honum hefur auðnazt að koma öllu því til vegar sem vakti fyrir innri sjón hans. íslenzk tunga á til orðið listvin- HALLDOR LAXNESS: Forleggj ararolla TILEINKUÐ RAGNARI í SMÁRA Vandinn er að stilla sig um að setja upp bjálfalegan hátiðasvip á afmælum vina sinna, einsog maður væri að taka víxil útá jarðarförina þeirra. Ég hef stundum skrifað persónulegar hugvekjur á fyrri tímamótum í ævi Ragnars Jóns- sonar, en i þetta sinn ætla ég ekki að reyna að taka einkarétt á honum, heldur lángar mig mest að tala sem rödd almennings í málinu; þegar sögunni vfkur að skáldskap og listutn má segja hann sé einka- vinur okkar allra. Oft er sagt að í svo litluin hóp manna sem fslendíngar eru, sé vandkvæðum bundið fyrir upp- rennandi listamenn og skáld að komast áfram á eigið eindæmi sem kallað er; fátt úrkosta á listabrautinni og ofmargir um boðið þar sem eitthvert happ er að hreppa, ólikt því sem talið er vera í stórum útlendum sain- félögum, þar sem framavonir eru haldnar ótakmarkaðar öllum nýliðum sem nokkuð eru að manni. Menn veita þvi ekki alténd athygli að f fólksfleiri löndum eru sist færri menn að tiltölu en hér sem hneigjast til lista, i sumum löndum líklega miklu fleiri; að minnsta kosti draga inargir listamenn fram lífið sem eymdarlýður í ýinsum f re m st u me nn i nga rbo rg um heimsins; slíkt er óþekt hér núna að minstakosti. A síðustu öld vorum við þó ekki komnir leingra en svo að skáld og lista- menn hrundu hér niður úr sulti eða vesöld sem rakin varð til sultar: ég skal nefna af skáld- um Sigurð Breiðfjörð, Brynjúlf Kúld og Bertel E. Ó. Þorleifs- son. Af myndlistamönnum hlaut sá eini lærður málari sem við áttum sömu afdrif, Sigurður Guðmundsson; og sá 19du aldar maður sem af verk- um hans að dæma hefur verið fæddur listmálari, Sölvi Helgason, varð að gera sér upp fiflalæti til að hafa ofanaf fyrir sér. Þessir menn feingu ekki einusinni tækifæri til að vinna fyrir sér sem teiknikennarar í barnaskólum. I raun og veru erum við íslendíngar ekki það fólksmargir að hægt sé, eftir tölulegum útreikníngi, að sanna að við ættum að eiga nokkurn mann sem hægt væri að tefla á móti snillíngum stórþjóða. Það væri.óeðlilegt í svo litlum hóp manna sem íslendingar eru, að vænta mætti manna sem væru meira en hálfdrætfíngar á við afreks- menn hjá háþróuðum marg- miljónaþjóðum. Við getum tek- ið áþreifanlegt dæmi sem einginn þarf að fyrtast við, því það er reikníngslega rétt, og þetta er geingileysi okkar f samkepni þó ekki sé nema við fárra miljóna þjóðir Skandínaviu, og á ég þar við norræna bókmentasamkepni þar sem einginn islendíngur hefur komist á blað i þau tíu ár sem þessi kepni hefur staðið. Þetta er ekki nema normalt. Ónormalt væri að búast við þvi á næstu áratugum að við reynd- umst hlutgeingir við þessa menn, — þó okkur hættí við þvi i bræði aS bera uppá frændur okkar að þeir haldí frá okkur verðlaunum af illfýsi. Annað mál er það að til hafa verið smáþjóðir, jafnvel flíúar til- tekinna héraða í smáum lönd- um til forna, sem menníng þeirra Ieiddist af einhverjum gildum ástæðum í farvegi þar sem næstum hver maður í .þjóð- ínni varð sérkunnáttumaður vissrar listar eða listiðnaðar. Og því undri menníngarsögunnar má ekki gleyma, að hér mun orðsins list hafa staðið svo hátt á 13du öld að allir menn á land- inu sem báru penna að skinn- tutlu á annað borð skrifuðu íslenska túngu með fyrir- myndarbrag, að minstakosti í samanburði við okkur nútíma- menn; og auk þess virðast þá hafa búið í landinu, nær sam- timis, ekki færri en 200 menn sem skrifuðu klassiskt þó íbúa- tala landsins hafi varla verið yfir 60 þúsund. Fyrirbrigði af þessu tagi er aldrei hægt að gera að reglu, né búast við að þau éndurtaki sig; það væri óeðlilegt; og þess er einginn kostur að framleiða gullöld samkvæmt áætlun. Við ritsnillínga 13du aldar er fá- nýtt hjal að bera okkur saman að gáfum uppeldi og andlegri reisn. Hitt er rétt, við eigum á ýmsum sviðum snildarmenn lángt umfram það sem hægt er að búast við f samanburði við aðstöðubetri þjóðir sem eru sumar þúsund sinnum mann- fleiri en víð. Við erum góðir fyrir því og guð hefur gefið okkur inargar gjafir, við nútímaislendíngar erum til dæmis framúrskarandi loðnu- þjóð, kanski mest í heimi síðan við hættum að vera síldarþjóð; en ekki snildarþjóð meiren normalt og í hófi. Skáld og rithöfundar hér heima segja stundum að okkur vanti á íslandi opinbert fyrir- tæki sem hefði fjármagn undir höndum, til að mynda frá rfk- inu, og gæfi út svo til allan skáldskap okkar og ætlaði höfundum inannsæmandi laun einsog embættismönnum; hefði þaraðauki útvegur um að þýða þessar bækur á skandínavísku málin ( það er þá I ika takmark!) og jafnvel annast prentun þeirra líka í Danmörku, þá mundi íslenskum skáldum vera borg- ið. Slíkar miðstöðvar eru reynd- ar tii í Rússlandi og þeiin átta eða níu löndum í Miðevrópu sem voru lögð undir Rússland í lok sfðasta ófriðar, en ég hef ekki beint orðið var við þær í Skandfnavíu, veit ekki heídur hvort þar væri þörf á þeim. Þó hef ég séð að sumar bækur í Noregi, útlendar sem innlend- ar, og taldar eru óseljanlegar á markaði, þarámeðal bækur eftir mig, eru stundum gefnar út með styrk úr ríkissjóði Noregs, gegn því að kringum 500 eintök af hverri verði þraungvað gefins uppá jafn- mörg bökasöfn. Þennan heiðursflokk skipa bækur sem virðast einkum hafa sér til ágætis að þær eru ekki hættu- legar fyrir raison d’ état í Noregi. Við settum hér einusinni upp stofnun sem átti að verða ríkis- forlag svo um munaði og snúa sér meðal annars að skáldbók- mentum, jafnvel koma úngum og efnilegum skáldum á fram- færi. Þarna var nú það tæki sem átti að framkvæma þá glæstu hugmynd að ríkið yrði beinn aðilji að því að koma þjóðinni f kynni við snildaranda sína. Undirritaður var á sinum tíma tíndur upp af þessari ágætu stofnun, en nú hef ég ekki heyrt tíðindi af henni leingi, að minstakosti ekki í þá veru sem fyrirhugað var. Ég bið afsökunar þó ég skjóti nú sjálfum mér inni sög- una og tek strax fram að það er ekki gert í auglýsíngaskyni, nema síður sé. En ég lofa að vera stuttorður. Þegar ég var að byrja að setja saman bækur, hefði verið gaman að geta geingið að þvi vfsu að til væri góðhjörtuð ríkismiðstöð i landinu sem hefði það hlutverk að stuðla að frama úngra skálda, og þó ekki væri nema rétta þeim litlafing- ur. Ég bjó tilBarn náttúrunnar sem auðvitað einginn vildi gefa út. Ég gaf bókina út sjálfur og herjaði víst á endanum útúr móður minni þann hluta prent- kostnaðar sem ég ekki sveik prentsmiðjuna um. Gamla kon- an hefur sjálfsagt leyst út eina eða tvær kýr úr fjósinu í Lax- nesi, til að borga eitthvað uppi þetta, einsog hennar var venja þegar lánardrotnar þjörmuðu að syninum. Þaráeftir skrifaði ég smásagnasafn sem hét Nokkrar sögur. Þær sögur vildi einginn gefa út heldur, en hjartagóður kunníngi minn, gamalt skáld, sem þá réði fyrir blaði, bauðst til að prenta þær í blaðinu, og lofaði að láta sér- prenta þær siðan og ætlaðist þá til að ég feingi borgað fyrir sérprentið, og ég er viss um að hann hefði gert þetta hefði hann ekki horfið frá blaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.