Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR 1974 22 Viðræðurnar við Bandaríkin snúast um það með hverjum hætti við getum uppfyllt skyldur okkar við NATO Kinar Ágiislsson ulanríkisráð- lierru flutli eftirfarandi ávarp við sotninsu ráðsU'f nunnar Island- Nori'sur. sainstarf um öryggis- og alþjóðámál. laugardaginn 2. fehrúar 1974. (lóðir á lit'.v rcndur. .\Iór t'i' það ánægja að fá tæki- l'æri tii að ávarpa þonnan fund, st'in ællað t’i' að ræða samstarf utn (irysgis- og alþjóðamál og óg vil sói staklt'ga bjóða velkomna til Is- lands |>á forystumt'nn norsku þjóðarinnar sem hér eru. Við segjuin liór á Islandi, að margt só likt ineð skyldum og það getur aðeins orðið tíl gagus að við ræð- um saman og beruin saman bæk- ur okka r. Svo sein kunnugt er, hafa sendi- nefndir Islands og hinna Norður- landanna á alþjóðaráðstefnum og hjá alþjóðastofnunuin náin sain- ráð sín á inilli og er þá leitast \ið ;ið ná samstöðu í þýðingariniklum málum. Við Islendingar teljum þetta samstarf injög mikils virði og hiifuin fullan hug á að efla það o« styrkja. Að sjálfsögðu er þetta samstarf sórstaklega þýðingar- nákið fyrir okkur Islendinga þar st'in við höfuin að jafnaði færri miinnum á að skipa í hin ýmsu stiirf. og saineiginlegt átak um slcipti á upplýsingum og stefnu- inótun erokkur mikils virði. Þessi háttur er viðhafður f Sameinuðu þjóðunum, Evrópuráðinu. NATO. EFTA, OECD, Norðurlandaráði og svo framvegis. En það er mik- ils virði. að stjórnmálaleiðtogar þjóðanna heri saman bækur sinar einnig utan þessara stofnana. og eg fagna því að þessi fundur er haldinn I þessti stutta ávarpi vil ég loggja áherslu á tvii inál. sein sór- Avarp utanríkis- ráðherra á ráðstefnunni * Island - Noregur staka þýðingu hafa fyrir okkur íslendinga í dag. það eru hafrótt- armálin og varnarmálin. Um hafróttarmálin er það að segja, að skoðanir Islendinga og Norðmanna hafa smám saman færst í sama farveg, enda þótt framkvæmdin hafi orðið með mis- inunandi hætti. Segja má að við sóum f.vlgjandi söinu grundvallar- hugsun, þ.e.. að líta beri á auð- lindir undan ströndum — í hotni og hafi — sem auðlindir strand- ríkisins innan sanngjarnrar fjar lægðar. Það sjónarmið st.vðji hæði löndin á hafröttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Eini mun- urinn er, að við Islendingar höf- uin viljað hraða framkvæmdum í þessu efni og höfum gert það ineð iitfærslu fiskveiðimarkanna við Island í 50 inílur. Norðmenn hafa hinsvegar ákveðið að híða eftir lirslitum ráðstefnunnar. Hitt er þó rótt og skylt að þakka við þetta tækifæri, að Norðurlöndin og ekki slst Norðmenn hafa sýnt skilning á okkar aðstöðu í þessu efni. Sendinefndir okkar á undir- húningsfundum ráðstefnunnar hafa haft mjög góða samvinnu og sýnt er að sú samvinna mun halda áfram á ráðstefnunni sjálfri og að við munum í sameiningu byggja upp skjaldborg um þennan mál- stað með samvinnu við fjölmargar aðrar þjóðir, sem eru svipaðs sinnis og \ið. Um varnarmálin er það að segja, að þegar ísland gerðíst einn af stofnaðilum NATO, var það fastmælum hundið, að á ís- landi Skyidi ekki vera erlendur her á friðartímum og það skyldi algjörlega vera á valdi islands hvenær aðstaða yrði veitt fyrir erlent varnarlið á islandi. Slík staðsetning var ekki talin nauð- synleg, þegar ísland gekk í NATO, en tveim áruin siðar var gerður samningur við Bandarikin um staðsetningu varnadiðs á is- landi vegna mikillar ófriðar- hættu, sem þá var uppi. Síðan eru liðnir meira en tveir áratugir og nú standa yfir viðræður við Bandaríkin um endurskoðun þessa fyrirkomulags. Ef þær við- ræður leiða ekki til samkomulags um hreytingar, sem háðir aðilar geta sætt sig við, getur hvor rikis- stjórnin sem er sagt samningnum upp með eins árs fyrirvara. Við- ræðum er enn eigi lokið og ég vil ókki á þessu stigi segja annað en að óg vona að þær leiði til sam- komulags innan skamins. Ég vil þó taka fram, að hör er ekki um það að ræða, að Island segi sig úr NATO. Það stendur ekki til. Við viljum einmitt halda áfram þátt- töku okkar í NATO, en á þeim grundvelli, sem lagður var þegar við gengum i þau samtök. Viðræð- urnar við Bandaríkin, sem nú standa yfir, snúast einmitt um það með hverjum hætti við getum uppfyllt skyldur okkar \ið NATO, án þess að við höfum hór erlend- an her á friðartímum. Er þá rætt uin að hve miklu leyti Islendingar gvti sjálfir tekið að sör störf á þessu sviði, til dæmis í sambandi við eftirlitsflug, gæslu mann- \irkja o.s.frv. En jafnframt er gert ráð fyrir því að hægt sé að staðsetja herliðið annars staðar, að lendingarröttindi fyrir flugvól- aryrðu áfram fyrir hendi, o.s.frv. Sumir segja, að nú söu ekki friðartimar. I þvf samhandi vilög leyfa mör að leggja áherslu á tvennt. Annað er það, að sjálfsagt má alltaf um það deila hvort frið- artímar sóu fyrir hendi. Ef miða ætti við það að alls staðar í heimi væri friður ríkjandi mun sein- fundinn sá timi. I því sambandi má heldur ekki glevma þvi, að tildrög NATO voru einmitt þau, að nauðsynlegt þtítti að stofna til varnarsamtaka til þess að koma í veg fyrir ófrið. Það verður sann- arlega ekki sagt, að friðvænlega hafi litið út, þegar sú ákvörðun var tekin. Engu að síður var, eins og ög sagði áðan, fastmælum hundið að ekki væri þörf fyrir varnarlið á Íslandi, þegar til sam- takanna var stofnað. Ilitt atriðið, sem ög vildi Ieggja áherslu á, er, að Norðmenn gerðu svipaðan fyr- irvara og Lsland við inngöngu í NATO, þ.e., að Norðinenn vildu ekki hafa erlendan her á friðar- timum í landi sínu. Sá fyrirvari hefir staðið allan tíinann frá 1949 til þessa dags. Þess er því að vænta, að Norðmenn skilji af- stöðu okkar hetur en aðrir. I NATO eru þrjú Norðurlandanna, Danmörk, Island og Noregur. Danmörk og Noregur hafa ekki viljað taka við erlendum her — enda þótt sörsamningurJiafi ver- ið gerður um Grænland — og eru þau þó ekki á minna hættusvæði en Island. Því hefur verið haldið fram, að nú só ástandið mjög bre.vtt frá því Sem var 1949. Þá hafi floti Sovöt- ríkjanna verið tiltölulega mátt- laus, en nú sö hann orðinn geig- vænlegur. Ekki hefur sú röksemd breytt þeirri stefnu norskra stjórnvalda að vilja ekki hafa er- lendan her i landi sínu. Einnig er sagt að um Noreg gildi öðru ináii en um ísland vegna þess að Norð- menn hafi eigin her. Min skoðun er sú, að hvorki norski herinn nö varnarlið á islandi mundu ráða úrslitum, ef til átakaskyldi koma. Þá er þess og að gæta, að aðal- vörnin felst í þeirri meginreglu Norðuratlantshafssamningsins, að árás á eitt NATO-ríki skuli skoðuð sem árás á þau öil. Ölluin er því Ijóst, hvað árás á Island mundi þýða, enda þótt varnarlið sö ekki staðsett þar. i okkar aug- um er aðalatriðið, að aðstaða sö fyrir hendi vegna eftirlitsflugs og þá aðstöðu erum við reiðubúnir að láta i tó. Þetta er það, sem ög vildi segja við þetta tækifæri. Eg hef talið rött að lýsa í stórum dráttum við- horfum mínum tii þeirra mála, sem hór verða til umræðu. Það stendur ekki til að ög taki þátt i þeim umræðum, en ög vildi vekja athygli ráðstefnunnar á þeim grundvallaratriðum, sem ög nú hefi nefnt. Afmœliskveðja til Ragnars Jónssonar Albert Einstein var ekki trú- inaður í þeim skilningi, sem við eruin vön að leggja i það orð. Hann hafnaði t.d. með öllu þeiin miiguleika. að maðurinn lifði af líkamsdauðann, þó að veiklyndar sálir, eins og hann komst að orði, ælu með sór þá óskhvggju, tinnað- hvort vegna ótta eða af eigingimi. Sjálfur sagðist hann gera sig ánægðan með að mega hugleiða dásemdir og leyndardóma lifsins hór á jörðu og reyna i allri auð- inýkt að koinast til einhvers skiln- ings á furðulegri hyggingu al- heiinsins og iiigináluin náttúr- unnar. En þó að viðþekkjum ekki liinn eiginlega tilgang lífs okkar. viðurkennir Einstein, aðstundum geti hrugðið upp fvrir sál okkar eins og í leiftursýn dularfulluin grtin um einhvern guðlegan til- gang. Og frá sjónarhöli daglegs lífs. hælir Einstein við. má eitt teljast fullkomlega öruggt: Við erum hór á jörðinni vegna annarra manna. í lyrsta lagi vegna þeirra, sem standa okkur næstir og hamingja okkar er und- i r komin. en einnig vegna óteljandi annarra manna, sem við eruin iill tengd ósýnilegum bönd- uin örlaga eða sainúðar. Þessi orð Einsteins. sein c'g las endur fyrir löngu, koma mör sjálfkrafa frain í hugann á sjötugsafmæli aldavinar mins, Ragnars Jónssonar. Eg held hann hljóti að vera fæddur með þá vissu i hjartanu að vera kominn í þennan lleiin vegna annarra inanna en sin sjálfs, koininn þang- að til að fórna lífi og kröftum f.vrir vini sina, þjóð sína og þær ásl.'iðufullu hugsjónir, sem hann hefur alla tíð horið i hrjóstí. Eng- inn Islendingur á síðasta manns- aldri hefur hitið meira til sín taka í sökn þjóðarinnar tii hærra og auðugra menningarlifs. og enginn hefur lagt meira í sölurnar til að gera ungum iðkendum tónlistar, myndlístar og hökmennta fært að sinna köllun sinni eða vakið inenn til almennari skilnings á þýðingu þeirra. Þetta ei' nú löngu viðurkennt, og þó mun það koma enn skýrar í ljós, þegar frá líður hversu hlutur hans í menningar- siigu þessa tímahils er ótrúlega stör og hefur horið árangur, sem lengi verður vitnað trt. Satt að segja er erfítt að hugsa sör, hvernig umhorfs væri i list- um og bókmenntum, ef Ragnars hefði ekki notið við, og fullyrða má, að mörg þau verk frá síðasta mannsaldri, sem hæst her á þessum sviðum, hefðu aldrei sóð dagsins Ijös, ef stuðningur hans, eldleg hjartsýni og sívökul hvatn- ing, hefðu ekki staðið þar að haki. En þö að tnargur dagurinn fari sör hægt, eru árin því fljótari að líða, og allt í einu er mannsaldur liðinn síðan fundum okkar Ragn- ai s har fyrst saman. Hann var þá húinn að gefa út sínarfyrstu hæk- urog einn góðan veðurdag \indur hann sór að mór á Lækjartorgi. Kveðst hann hafa heyrt, að ög væri að húa ljóðabókarhandrit til prentunar og falaði það jafnframt af mór til útgáfu. Tilnefndi hann ritlaun, sem voru nokkuð mörg- um sinnum hærri en ög hafði áð- ur heyrt orðuð í sambandi við ljóðabækur hör á landi. Eitthvað mun ög hafa innt Ragnar eftir því, hvort hann kynni ekki betur við að sjá handritið áður en samið yrði um kaupin, en hann tók því f'jarri. Gekk þá fljótt saman með okkur og kom hókin síðan út á tilsettum tíma. Og svo var það nokkru eftir útkomu bókarinnar, að fundum okkar Ragnars bar aftur saman — og að þessu sinni efst í Banka- stræti. Rótti hann inór ávísun, sem, ef óg man rött, jafngilti þá árslaunum skrifstofumanna í op- inberri þjónustu, og kvað hann það vera upphót á umsamin rit- iaun. En Ragnar var að flýta sér, og vöit óg þess vegna ekki enn, livort mör vannst tími til að þakka honum þetta rausnarbragð, en hafi óg látið það hjá líða, geri ög það nú — til vonarog vara. Annars er það svo margt, sem vinir Ragnars og samferðamenn eiga honum að þakka. Sennilega er hitt þó fleira, sem þeir eiga honuin enn óþakkað vegna þess, að þeim hefur með tíð og tima þ(itt sjálfgefið, að hann legði sig allan í líma fyrir þá. En aldrei veit óg til þess, að liann hafi lagt slika „gleymsku" á minnið, enda alltaf vitað eins og Einstein, að hann væri ekki i heiminn horinn sjálfs sín vegna, heldur umfrain allt vegna annarra. En á þessum afmælisdegi Ragn- ars Jónssonar mun hann áreiðan- lega finna fyrir þakklæti og hlý- hug ótalinargra samferðamanna og vina, sem allir geyma minning- ar um góðvild hans, hjálpfýsi og drengskap. Og þó að aldurinn dæini okkur smátt og smátt úr leik, er mör það enn fagnaðarefni og tilhlökkunar að mega eiga von á endurfundum við hann, enda þótt framtfðaráform okkar kunni að vera orðin eitthvað risminni en í gamla daga, þegar við ókum í jeppanum lians langtímum sainan og gættum þess ekki alltaf, hvort við vorum heldur á leið austur að Sogi eða i heimspekilegri eftirlits- ferð um horgina okkar. Já, kæri Ragnar. Þetta voru miklar sælustundir, og ég gleymi þeim ekki. Þess vegna kýs ég líka að láta þar staðar numið í þessum þönkum um leið og við sendum þór góðar kveðjur og óskum þör og ástvinum þinum allrar hless- unar. Tóinas Guðmundsson. Kennarar, foreldrar og nemendur í samstarfi Fræðsluráð ræddi nýlega á fundi sínum tíllögu borgar- stjórnar um samstarfsnefnd- ir kennara, foreldra og nem- enda. Fræðsluráð vildi orða tillög- una þannig: Borgarstjórn tel- ur æskilegt, að við skóla borgar- ínnar verði komið á samstarfs- nefndum kennara, foreldra og nemenda og beinir þeim til- mælum til skólastjóra, að þeir kanni, hver við sinn skóla, hvort unnt só að koma þar á sainstarfi milli aðilja, sem tilnefndir væru, eftir því, sem við á, skv. 2. máls- grein 20. gr., 21. gr. og 22. gr. frumvarps til laga um grunn- skóla, sem lagt hefur verið fram á yfirstandandi Alþingi. I samstarfsnefnd skulu eiga sæti: skólastjöri, sem hoðar til og stýrir fundum nefndarinnar, tveir fulltrúar foreldra, tveir nemendur og tveir kennar- ar. Yfirkennari skal vera ritari nefndarinnar. Fulltrúar í samstarfsnefnd skulu kosnir ár hvert í byrjun skólaárs á almennum foreldrafundi og almennum nemendafundi 7.—9. bekkja og almennum kennarafundi, sem skólastjóri gengst fyrir. Hver ofarnefndra aðila um sig skal kjósa tvo full- trúa og tvo til vara í samstarfs- nefndina til eins árs. Fundir samstarfsnefnda skulu haldnir svo oft sem skólastjóra þykir þurfa, en þó ekki sjaldnar en fjörum sinnum á skólaárinu. Markmið samstarfnefndar er að vinna að heill nemenda, styrkja samskipti skóla og heimila og styðja starfsemi skólans f hví- vetna. Samstarfsnefnd skal vera skólayfirvöldum til leiðbeiningar um eftirfarandi: a) vínnuskilyrði nemenda og annan aðhunað ískóla. h) heimanám, fólagslff og tóm- stundaiðju nemenda. c) neyzluvenjur nemenda, skóla- nesti og skólamáltiðir. d) agareglur i skólum og viðurlög við brotum á þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.