Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR 1974 11 ur. Það verður að ég hygg ekki notað um nokkurn hérlendan mann jafn óhikað og Ragnar Jóns- son, því athafnasemi hans hefur að svo drjúgum hluta verið ósér- plægni í þágu islenzkrar list- menningar. Það er hjart yfir þessu orði og bjart yfir Ragnari. Hannes Fétursson. □ Það var fyrir einum þrettán ár- um, að ég lenti i návígi við Ragnar Jónsson og kynntist betur mann- inum og sjónarmiðum hans en öll árin bæði fyrr og seinna. Nokkrir myndlistarmenn unnu að því að setja saman sýningu í skálanum gamla við Kirkjustræti og aðdragandi hennar var víst orðinn langur og þreytandi fyrir iíkami og hugi okkar. Togstreita um skipulag, þrýstingur að utan og uppgjör við eigin verk og ann- arra — allt eru þetta fylgifiskar litillar listsýningar, er að lokum hangir sómasamlega uppi áveggj- um eða stendur á stöplum og virð- ist nokkurn veginn sjálfsagður hlutur. En sem við nefndarmenn- irnir höfðum lokið erfiði dagsins, leyst deilumál augnabliksins og gengið tilsnæðings i veitingahúsi, kemur Ragnar að borðinu og ósk- ar eftir að fá að heimsækja höf- und þessa greinarstúfs snemma morguninn eftir. Rágnar kom á slaginu hálftíu, bar upp erindi sitt og fékk svar um hæl. Sfðan hóf hann upp raust sína og prédikaði yfir mér í hálfa aðra klukkustund, því að prédik- un var þetta eða ræða, sneisafull blæbrigða fremur en samtal okk- ar tveggja. Ég skaut aðeins inn orði og orði til að fá nánari skyr- ingar. Ragnar spigsporaði um litlu stofuna í kjallaranum á Bái'ugötu um leið og hann flutti mál sitt. Ég veit ekki, hverju ég hafði búizt við um inntak ræðunn- ar eða Iwðskap hennar. Að minnsta kosti átti ég ekki von á að heyra skýringar við listgrei.nir heimsins frá ómunatið, stefnur þeirra og uppsprettur í brjósti hvers einasta sköpuðar og viðtak- anda. Lengst dvaldi hann þó við meistarana þrjá hér heima og sér- kenni þeirra: dýrðina f hraunflák- um Kjarvals, agann hjá Jóni Stef- ánssyni og gos Asgrims — já, gos- ið og kraftaverkið, er stendur sí- fellt að baki tilveru okkar. Vita- skuld gekk þetta nokkuð á snið við hugmyndir málara, sem var dálitið fræðilega sinnaður í þá daga. Samt snurtu orð Ragnars hann mjög á stundinni og gera blæ lífsins. Seinna fór ég að kynnast verk- um Ragnars af eigin raun. Bóka- útgáfa hans og bókmenntaferill var reyndar búinn að gerjast í blóði mínu eins og annarra ís- lendinga um tugi ára,en nú bætt- ust tónlistarframkvæindir hans við. Mætti ég að lokum nefna þá grein, sem ég þekki bezt, og þá stofnun, sem er mér nákomnust. Ragnar Jónsson stofnaði Iásta- safn Alþýðusambandsins hinn 17. júní 1961 með gjöfinni miklu til samtaka fslenzkra erfiðismanna, eins og gefandinn orðaði það. Alla tið síðan hefur hann hlúð að safn- inu og málefnum þess af einstakri rausn. Eg hef lengi undrazt og dá^hve gaumgæfilega hann valdi stofnverkin. I dag stendur islenzk verkalýðs- hreyfing varla í meiri þakkar- skuld við nokkurn mann utan hennar en Ragnar Jónsson. Hjörleifur Sigurðsson. □ Kæri Ragnar! Fyrir hönd Félags fslenzkra myndlistarmanna árna ég þér heilla á sjötugsafmælinu. Mér er ljöst, að margur mynd- listarmaður hefur notið einstaks velvilja þins og bjartsýni á marg- víslegan hátt. En tvö dæmi um þetta eru Tnér persónulega ofar- lega í huga. Hið fvrra gerðist i jeppa þinum i apríl eða maí 1958, á leiðinni til sameiginlegs vinar, en hitt um það bil tveimur árum seinna á sama stað. Málarinn, sem sat við hliðina á þér, varð bæði undrandi og þakklátur, þegar þú sagðir við hann, að ef hann ætti eitthvað eftir af myndum frá yfir- standandi sýningu, þegar henni*. lyki, þá vildir þú gjarnan kaupa þær. Þeim var bráðlega öllum komið til skila á Veghúsastíginn, en síðan dreift þaðan, að ég held flestum, um borg og bý í því augnamiði að kynna málarann. Seinna atriðið, sem ég held, að sé dæmi um nútíma „heimsmet" f höfðinglegri framkomu, var, þeg- ar bú bauðst húsnæðislausa mál- aranum húsið þitt nr. 15 við Garða stræti og sagðir, að hann skyldi borga veruna þar með málverkum eftir því sem honum hentaði. Og svo liðu árin. Fjölskylda mín og ég óskum þér innilega alls góðs. Kær kveðja, Kristján Davíðsson. □ Sjötugur á Ragnar Jónsson sér langa og flókna og merkilega sögu. Jafnvel á ytra borði er hún ekki auðsögð: Hann hefir engu embætti gegnt, ekki þegið vegtyll ur, og hann lætur öðrum feginn eftir þakkir fyrir það, sem hann hefir sjálfur vel gert. Ragnari Jónssyni er svo ótamt að tala um sjálfan sig, að manni er minnisstætt ef það kemur f.vr- ír. Hann sagði einhvern tima af einhverju tilefni í blaðagrein, að sér hefðu helzt verið gefnar ofur- litið seigar taugar, en taldi sér ekki annað til gildis. Það var mikil hæverska, eins og vænta mátti. Og hvað sem öðru liður hefir hann auðvitað átt seigar taugarog þurft á þeim að halda.því að hann hefir marga harða baráttu háð fyrir þörfu málefm eða bara nauðsyn einstaklings, án þess að gefa gaum að eigin hag, áreynslu eða fyrirhöfn. Hann berst af hug- vitssemi, dirfsku og óbilandi áhuga, af þolinmæði og ömótstæði legri fortölulist: ekkert er óger- legt, segja venjulegir bjartsýnir framkvæmdamenn, ekkert er auðveldara, segir Ragnar Jóns- son. Hann hefir um langan aldur barizt fyrir vor allra hönd gegn þeirri hættulegu einfeldni, sem ávarpar allt menningarlíf hvern dag; ég ávið þáeinfeldni, sem er i því fólgin að segja við fyrsta tæki- færi: ég skil ekki lengur, ég hef ekki taugar til að búa við óvissu. Opinber afrek Ragnars Jóns- sonar eru efni í mikla sögu, sem verður sögð á ýmsa vegu. En hún er ófráskiljanleg annarri sögu, sem verður aldrei fullsögð: per- sónulegum stuðningi hans við listamenn og andlegri og fjár- hagslegri hjálpsemd við hvern sem hann veit, að þarf hennar með. Um hina andlegu hjálp- semd, sem er sprottin beint frá örlæti hjartans og skilningi á mannlegri nauðsyn, er tilgangsh't- ið að fara almennum orðum. En vegna þess, hvernig lýsir af henni í fari Ragnars, og af því að mér finnst hún vera aðal hans. ætla ég að leyfa mér að bera henni vitni á þessa leið: það eru inikil forrétt- indi að þekkja Ragnar Jónsson, því það eru þau forréttindi að þekkja frjálsan mann. Kristján Karlsson. Grein Tómasar Guðmundssonar er á bls. 22. skömmu síðar. Þvi næst kom ég saman meðalstórri skáldsögu Undir Helgahnúk, og gekk með hana milli forleggjara um stund, en öllum þótti hún jafn vond, uns öðlingur nokkur sem reyndar var fátækur iðnaðar- maður sagðist skyldu prenta hana fyrir mig, en væri ekki i færum um að bjóða mér rit- laun; afturámóti mætti ég koma heim til hans og fá að borða hvenær sem ég vildi. Ég borðaði hjá honum einu sinni ágæta kjötsúpu og eignaðist vinfeingi hans ævilángt í ofan- álag. Þarnæst skrifaði ég Vefar- ann mikla. Göfuglyndir „privat- menn útí bæ“, einsog sagt er í Reykjavík, styrktu mig með fjárframlögum tii þessa fyrir- tækis og höfðu reyndar aungva hugmynd um hvað þeirvoru að styrkja, enda keyptu Jjeir kött- inn í sekknum. Ég held þeim hafi ekki dámað þegar bókin koin. Eg gekk með Vefarann undir hendinni milli húsa i Reykjavík, i leit að forleggjara, meira en ár. Einginn vildi gefa þá bók út. Með hjálp göðra vina lagði ég útí fjárglæfrafyrirtæki til að gefa út Vefarann á eigin ábyrgð. Nú kom Alþýðubókin. Mér var ljóst frá upphafi að ekkert útgáfufyrirtæki á ís- landi mundi taka í mál að kosta útgáfu slíkrar bókar, svo ég sendi hana Alþýðuflokknum að gjöf. Fyrir orðastað vinar mins Hallbjarnar Halldórssonar, sem þá var ritstjóri Alþýðublaðsins, var þessari hermdargjöf veitt viðtaka og bókin prentuð. Eg vissi vel að þeir i Alþýðukoti hnoðuðu ekki Itinn þétta leir og var þeim þakklátur fyrir að vilja þó taka á móti bókinni gefins. Þeir voru svo fátækir um þær mundir að þeir neydd- ust til að segja Hallbirni rit- stjóra upp. Skömmu siðar setti ég saman Sölku Völku, bók sem nú heitir svo, en áður hét eitt- hvað annað. Einginn útgefandi, félag blað eða forlag, vildi held- ur líta við þeirri bók; sama hvern ég sendi fyrir mig að tala máli mínu við rétta menn. En svo vildi til að ég var um þær mundir í vinarhúsi hjá Jónasi Jönssyni frá Hriflu og þá var ráðherra, mikill stjórnmála- skörúngur og kunni ekki að hræðast. Undir hann heyrði ríkisútgáfan sem ég áðan nefndi og hét Bókaútgáfa Menningarsjóðs, og hringdi Jón as á einhverja af þeim köllum og sagði þeim að gefa út þessa bók sem einginn vildi sjá, og vildi svo til að nokkrir þeirra voru kunníngjar mínir. Þetta var í fyrsta sinn sem ég gerði samníng um bók og fékk rit- laun fyrir, hafði þó skrifað 5 bækur áður, jafnvel fleiri ef alt væri talið. Þarna var ég semsé kominn inná gafl hjá einu af þessum fyrirtækjum sem bjartsýnir menn telja sjálfsagt að ryka á rikiskóstnað 1 þeim tilgángi að koma úngum skáldum til þroska. En Adam var ekki leingi í Paradís. Eftir árið var hlaupin snurða á þráðinn milli okkar Jónasar frá Hriflu og þegar ég var kominn með nýa bók, Fótatak manna, þá skildist mér á Menníngarsjóði að kvart- að væri yfir því um alt land að Salka Valka væri ineira á vinstri hönd en gott var. Nú fór eg að bera Fótatak manna á milli forleggjara. Einn hjá Menningarsjóði bar því við að i henni væri fært að einhverjum pröfasti fyrir norðan sem ég hafði vitaskuld aldrei heyrt nefndan. Þegar allir for- leggjarar fyrir sunnan voru þrautprófaðir, uppvaktist á Akureyri hinn frægi bókamað- ur Þorsteinn Jónsson og sagðist skyldu gefa út bókina. Samningurinn um Fötatak manna var víst litið fjárhags- atriði fyrir hvorn okkar sem var en mér þötti mátulegt straff á sunnlendinga að norðlend- íngar skyldu hafa dregið mig uppá þurt. Líður nú og biður og ég skrifa bók sem heitir Sjáíf- stætt fólk og sendi fyrsta hluta hennar til forleggjara míns á Akureyri. Líklega voru norðlendíngar þá búnir að upp- götva að ég var ekki leingur i náðinni fyrir sunnan og.fljót lega fékk ég Sjálfsta tt fólk í hausinn aftur. Sú bók þótti innihalda helduren ekki níð um bændurna. Þarna stóð ég uppi' einsog þvara, vegalaus með mína áttundu bók^enda þótti for leggjurum þessi bók mín mikil afturför frá fyrri bókum. Eftir flækjur og baktjaldamakk kom svo að lokum að þó fornvinir mínir hjá Menningarsjóði þætt- ust ekki þess umkomnir að gefa út bókina sjálfir, gerðu þeir leynilegt samband við úngan og áhugasaman bóksala i Reykja- vík, að hann tæki að sér að gefa út Sjálfstætt fólk, en léðu máls, eftir heiðursmannasamkomu- lagi, að bera tap af bókinni ef ekki tækist að selja hana fyrir kostnaði, (ekki gerðu þeir þó tilkall til hugsanlegs ágóða), — en þannig var mér sögð sagan, vonandi kann einhver hana bet- ur. Það var semsé fyrir atfylgi Eggerts P. Briems að þetta bókargrey komst á prent. Þegar ég enn einusinni var farinn að bera um bæinn handrit að nýrri bók sem kölluð var Heimsljós, og hótaði að hún skyldi verða i fjóruin bindum þá var nú kast að tólfunum. I öllu kerfinu, einsog æskan nú á dögum mundi segja, var eingin smuga fyrir slíka bók. Líka bar öllum útgefendum saman um að í minu tilfelli væri um afturför að ræða frá byrjun. Hundurinn sagði ekki ég, kötturinn sagði ekki ég. Eg sá ekki frammá annað en ég yrði að skrifa fyrir skotöldin það sem eftir var ævinnar. Við Kristinn Andrésson höfð um verið vinir um áraskeið, og stofnuðum ásamt nokkrum góð- um mönnum áskriftaklúbb sem átti að gefa út fræðibækur og félagsleg vakníngarit handa al- þýðu fyrir lítið fé í kreppunni, en þess var einginn kostur að koma fyrir fjögurra binda skáldsögu i þeirri umgerð. Afturámóti vorum við Kristinn nákunnugir manni sem stýrði ofurlítilli smjörlíkisgerð og var ákafur tónlistarvinur og bók- mentalesari. Kristinn fór til hans þegar öllu virtist um lokið fyrir mér, og þeir stofnuðu for- lag sem þeir kölluðu Heims- kringlu og reyndar var ekki annað en nafnið tómt, og lögðu fyrir mig tilboð um að gefa út Heimsljós mitt. Ragnar hefur sagt mér að þeir hafi verið svo blánkir þegar þetta gerðist, að þeir urðu að taka átján vixla tíl að hafa fyrir prentkostnaði við fyrsta bindi Heimsljóss. Undir heimskrínglunafninu gáfu þeir síðan i félagi út bókina, fjögur bindin, á rúmum þrem árum. Og með því Kristinn hafði mörg járn i eldinum um þær mundir, talaðist svo til milK þeirra að Ragnar tæki við mér, og hefur hann síðan verið frumútgef- andi minn sem önnur forlög i heiminum snúa sér ti 1, vilji þau gefa mig út. Ég held að útgáfur hans, i nafni Helgafells, og upp- prentanir Ixíka minna hjá hon- um losi nú hundraðið og vel það. Mér þær gáfu mat að éta, — mér og sni ldarandanum, orti Heine um góðar konur sem fundu hjá sér köllun til að efla móral listamanna og skálda með því brauði sem þar skal til svo ekki fari fyrir slíkum mönnum einsog islenskum snillíngum á 19du öld. Nú eru orðnir margir þeir höfundar og listamenn sem hafa svipaða sögu og ég að segja af Ragnan Jönssyni. Hann tókst á hendur það hlut- verk af hvötum sjálfs sín að gerast með nokkrum hætti Ijós- móðir að íslenskum skáldskap og listaverkum i þessari kyn- slóð. Þau listaverk sem hann gerðist kostnaðarmaður að frá því þau voru aðeins daufur hugur guðs og þángaðtil þau tóku sér bústað í formi, oft mörgum árum seinna, eru orðin furðumörg, svo i myndgerð sem tónsmiði og skáldskap. Hér hef- ur risið blómaskeið f ýmsum greinum lista, sumum sem aldrei höfðu áður verið stund- aðar hér af alhug. Þess er ekki að dyljast að umskiftin áttu rót að rekja til þeirrar nýbreytm Ragn- ars, að umbuna listamönn- um fyrir starf þeirra einsog öðrum starfsstéttum landsins. Það er ekki ofsagt að umhverfis Ragnar Jónsson og Helgafeil hans, svo og aðrar stofnanir, ekki sist átónlistarsviðinu, sem hann var frumkvöðull að, hafi myndast lifandi menníngarmið- stöð íslensk, sem gerði aðrar stofnanir, ekki sist þær opin- beru, daufar og blóðlitlar f samanburði. í „stofnun" Ragnars var það aldrei-tíðkað sem landlægt er f opinberum stjórnskipuðum fyrirtækjum, einsog rikisforlögum, að hlerað sé nákvæmlega eftirhvort lista- maður hafi réttar skoðanir eða sé á móti fyrirkomulaginu og jafnvel stjórnarfarinu. Slikum stofnunum er hætt við að búa sér til einhvern Solsénitsín að berjast við i líf og blóð í staðinn fyrir að efla hlutgeinga list og gefa út heiðarlegar bækur. I stofnun Ragnars var sérhver listamaður og höfundur frjáls að hafa þá stefnu sem honúm sýndist, einu gilti hvort heldur hann var afturhaldsmaður bolséviki eða framúrstefnu- maður, klámhundur eða anda- trúarmaður, eða jafnvel þó hann væri alt þetta í senn. Framhald á bls. 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.