Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR 1974 35 * * IÞROTIAFRETDR MOUnSIIIIS Donald Baird, stangastökkvari frá Ástralfu, kann greinilega tökin á fiber-glass stönginni sinni, sem tekur á sig fagurlegan boga og sveiflar honum sfðan upp í loftið. Baird varS sigurvegari í stangastökkinu á samveldisleikunum f Cristehurch í Nýja-Sjálandi á dögunum, og stökk hann 5,05 metra. Mamma Atje Evrópumeistari ATJE Keulen-Deelstra, eða IVIainma Atje, eins og hún er köll- uð f heimalandi sínu, Hollandi, sigraði örugglega á Evrópu- meistaramóti kvenna í skauta- hlaupum, sem fram fór f Alma Ata um sfðustu helgi. Atje Keul- en-Deelstra er nú U5 ára, og er þriggja barna móðir og fylgja börnin henni jafnan á keppnis- ferðuin henriar. Hún hlaul sam- tals 183.135 stig í keppninni. Önn- ur varð Nina Statkevitjs frá Sovétríkjunum, sem hlaut 184.226 stig, þriðja varð Tatjana Sjelekova frá Sovétrfkjunum með 185.803 stig, fjórða varð Ljudmila Savrulina, einnig frá Sovét- ríkjunum ineð 186.038 stig. Urslit i einstökum greinum urðu þau, að Keulen-Deelstra sigraði í 500 metra hlaupi á 43.78 sek., Monika Pflug frá VesturÞýzka- landi varð önnur á 43,99 sek. og Nina Statkevitjs frá Sovétrikj- unum þriðja á44,53 sek. I 1500 metra hlaupi sigraði Keulen-Deelstra á 2:15,84 mfn., Statkevitjs varð önnur á 2:17,41 min. og Tatjana Sjelekova frá Sovétríkjunuin þriðja á 2:17,49 mín. I 1000 metra hlaupinu varð Keulen-Deelstra einnig sigurveg- ari, hljóp á 1:28,26 mín., Sjele- kova frá Sovétríkjunum varð önn- ui' á 1:28,69 mín. og þriðja varð Averina frá Sovétrfkjunum á 1:28,84 mín. Sigurvegari i 3000 metra hlaup- inu varð svo Statkevitjs á 4:54,98 tnfn., Savrulina varð önnur á 4:55,97 mín. Reykjavíkur- mót í innan- hússknattspyrnu REYKJAVÍKURMÓT meistara- flokks í innanhússknattspyrnu fer fram f Laugardalshöllinni á sunnudaginn og hefst klukkan 14.00. Þátt i mótinu taka 8 félög og leika þau í tveimur riðlum, í a- riðli leika Armann, Fylkir, Þrótt- ur og Fram, en í b-riðli KR, Vik- ingur, Valur og Hrönn. Sömu reglur gilda í Reykjavíkurmótinu og í íslandsmóti. Hver leikur verður 2x10 mínutur og ræður markatala úrslitum í riðlunum. Verði jafntefli í úrslitaleikjum verður framlengt i 2x3 mínútur, ef þá verður enn jafnt fer fram vítaspyrnukeppni, fimm tilraunir á hvort lið. Keppt verður um hik- ar gefinn af tBR og verður hann farandbikar. Urslitaleikir Reykja- vikurmótsins hefjast klukkan 20 á sunnudagskvöldið. Jórunn vann stórsvigið í ÍÞRÖTTABLAÐI Morgunblaðs- ins i fyrradag var m.a. sagt frá úrslitum i fyrsta punktamóti vetrarins á skíðum. Var sagt að Margrét Vilhelmsdóttir hefði sigrað i stórsvigi kvenna. Þetta er ekki rétt, heldur var það hin efni- lega Reykjavikurstúlka Jórunn Viggósdóttir, sem sigraði. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum og birtum mynd af Jór- unni í stórsvigskeppninni. NÆR OG FJÆR VUORENMAA SIGRAÐI FINNSKI langhlauparinn Matti-Vuorenmaa sigraði i hinu árlega maraþonhlaupi, sem fram fer i Kyoto i Japan, en það var háð um síðustu helgi. Tími '■ :.ns í hlaupinu var 2:15,10,5 klst. Annar varð Japaninn Nobuyoshi Takada á 2:16,26,0 klst. og þriðji varð Suður-Kóreu- búinn Cho Jae Hyung á 2:16,26,0 klst. Afboðar þátttöku EINN af dönsku leikmönn- unum sem valinn hafði verið í handknattleikslandsliðið, sem tekur þátt í heimsmeistara- keppninni f handknattleik, hefur afboðað þátttöku sína, eftir viðtal sem birtist við landsliðsþjálfarann í einu blað- anna fyrir skömmu. Leik- maðurinn er Jörgen Klitgaard, markvörður Ahrus KFl'M og ummæli landsliðsþjálfarans, sem honum likuðu ekki, voru á þá leið, að hann stæði hinum markvörðunum að baki, og færi aðeins til þess að sitja á vara- mannabekknum og vera til taks.ef eitthvað bæri útaf. Borg sigraði HINN 17 ára sænski tennisleik- ari, Björn Borg, varð 200 þús- und krónum ríkari eftir þátt- töku sfna f opna norska meistaramótinu í tennis, sein fram fór um helgina, en þar sigraði hann SuðurAfríkubú- ann Ra.v Moore í úrslitum 2:6, 6:4, 6:4 og 6:1. Sovézkur sigur IRINA Rodnina og Alex Zaizev frá Sovétríkjunum sigruðu í parakeppni i listhlaupi á skaut- um í Evrópumeistaramótinu í þessari grein, sem nýlega er lokið i Zagreb í Júgóslavíu. I öðru sæti urðu Romy Kermer og Rolf Kermer frá AÞýzka- landi, og sovézka parið Lyud- mila Smirnova og Alexej Ula- nov urður í þriðja sæti. 1 listhlaupi karla sigraði lánn 18 ára Austur-Þjóðverji Jan Hoffmann, og hlaut haiin 233,73 stig. I öðru sæti varð Sergej Volkov frá Sovétrfkjun- um með 228,75 stig, og þriðji varðJohn Curryfrá Bretlandi. Góður hástökks- árangur ÞRÍR sovézkir hástökkvarar, sem nú eru i keppnisferð i Bandarikjunum, náðu mjög góðum árangri á möti, sem fram fór í Kaunas um s.l. helgi. Kestutis Sjapka sigraði, stökk 2,23 metra, Vello Lumi stökk 2,18 metra og sömu hæð stökk Juri Tarmak. Olympiusig- urvegarinn i þessari grein. A sama móti sigraði Kjell Isaksson frá Svíþjóð i stangar- stökki, stökk 5,26 metra, en Bob Richards jr, varð annar, stökk 5.03 metra. Eþíópíumaðurinn Mirus Yift- er sigraði i 2ja milna hlaupi á 8:43,3 mín, en annar varð Frank Shorter frá Bandarikj- unum á 8:47,6 min. SVÍAR RASS- SKELLTUDANI EINS og kunnugt er verða Dan- ir með íslendingum í riðli Heimsmeistarakepp'úinnar f handknattleik í A-Þýzkalandi í byrjun næsta mánaðar ásamt Tékkum og V-Þjóðverjum. Danir léku i f.vrrakvöld við Svfa í Kaupmannahöfn. en riðu ekki feitum hesti frá þeirri viðureign, töpuðu leiknum 10:16, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 10:6 Svfum f vil. Björn Anderson skoraði mest fyrir Svíana, 4 mörk, en Flemming Hansen var mark- hæstur Dana með 3 mörk. tslendingar léku við Svía hér á landi í nóvember og töpuðu tvfvegis naumlega f slökum leikjum hér í Reykjavík. Belgíska knattspyrnan URSLIT leikja i 1. deild i Belg- iu um síðustu helgi urðu þessi: Diest—Waregem 3—1 Standard L. — Antwerpen 0—0 Briigge—Beerschot 3—2 Beveren — Malines 0—1 Lierse — Liegeois 0—0 Truiden — Anderlecht 1—1 Berehem — Cercle 0—0 Molenbeek — Beringen 1 — 1 Vestur-þýzka knattspyrnan URSLIT leikja i vestur-þýzku 1. deildar keppninni i knatt- spyrnu um síðustu helgi urðu þessi: Frankfurt — Boclnim 3—1 Wuppert. — Bayern Munch. 1—4 Hannover — Hamburger SV 2—2 Werder—Kickers 0—2 Schalke 04 — Borussia M. 2—0 FC Köln — Stuttgart 5—2 Hertha — Fortuna, Köln 1—1 Duisburg — Kaiserlaut. ' 2—1 Dússeld. — RotWeissE. 3—0 Bayern Munchen hefur mi tekið forvstu í keppninni og er með 31 stig eftir 22 leiki, hefur skorað 63 mörk en fengið á sig 41. I öðru sæti er Frankfurt með 30 stig eftir 22 leiki, Borussia Mönehengladbaeh er í þriðja sæti ineð 29 stig og FC Köln i fjórða sæti ineð 26 stig. Neðstu liðin í deildinni eru Duisburg með 15 stig og Fort- una, Köln með 14 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.