Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 24
24 Olafur Breiðfjörð Þórarinsson —Mnning Fæddur 11. október 1916. Dáinn 26. janúar 1974. Mig setti hljóðan, þegar ég var boðaður í simann 26. jan. siðast- liðinn, og mér tilkynnt, að minn elskulegi vinur Ölafur B. Þórar- insson bifreiðastjóri, Digranes- vegi 36, Kópavogi, væri látinn. Ég var svo heppinn að eiga hann að vini og velgjörðarmanni meginhluta ævinnar. Ölafur var þéttur á velli og þéttur i lund, vinur vina sinna, góður maður og framúrskarandi hjálpfús og vildi allra vandræði leysa. Ólafur B. Þórarinsson var fædd- ur 11. okt. 1916 í Reykjavík. Ung- ur að árum fór hann á Bændaskól- ann á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan búfræðingur. Ekki gerði hann samt landbúnaðinn að at- vinnugrein sinni, en fór að stunda sjóinn og vann á togurum bezta tima ævinnar, hann var einn af þeim, sem fóru i hafið, þegar tog- arinn Vörður sökk 1950, en var bjargað. Ólafur náði aldrei sömu heilsu eftir það áfall. 30. nóv. 1943 kvæntist Ólafur B. Þdrarinsson eftirlifandi konu sinni, Jóhönnu Ingimundardóttir, og varð þeim fimm barna auðið, sem öll voru mannvænleg og góð börn. Að svo mæltu bið ég almáttugan Guð að blessa sálu þessa fram- liðna vinar míns og flytja hana til Ijóssíns heimkýnna á land friðar- ins. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég bið ennfremur almáttugan himnaföðurinn að blessa og varð- veita ekkju hans, börnin þeirra og háaldraða móður og veita þeim hjálp og styrk í lífsbaráttunni. Einlægur vinur, Dagbjartur Björgvin Gíslason. Þann 26. janúar sl. andaðist í Landspítalanum Ólafur Breið- fjörð Þórarinsson, eftir stutta legu þar, en var búinn að vera veikur heima og eflaust meira þjáður en hann lét á bera. Ólafur var fæddur í Reykjavík 11. okt. 1916, en fluttist ársgamall með foreldrum sínum, Sigurrósu Guð- mundsdóttur og Þórarni Ólafs- syni, að Rauðstöðum í Arnarfirði og þaðan að Naustabrekku á Rauðasandi, þar sem ólst hanh upp. Eíns og gengur í sveit vandist hann öllum algengum bústörfum og ákvað að fara i bændaskóla. Hann varð búfræðingur frá Hvanneyri 1940, en ekki lagði hann fyrir sig störf bóndans, heldur gerðist sjómaður. Ólafur var allmörg ár skipverji á b.v. Verði frá Patreksfirði, og var hann einn þeirra, sem af kom- ust, er togarinn fórst í janúar árið 1950. Eflaust hefur hann aldrei borið þess bætur, er hann varð fyrir þar, en aldrei heyrðum við hann nefna þann atburð. Eftir það hætti Óli Þór, eins og hann var kallaður, sjómannsstarfinu og gerðist vörubílsstjóri, fyrst á Pat- reksfirði og síðan hér í Reykjavík hjá Vörubílastöðinni Þrótti, og þar starfaði hann til dauðadags. Öli Þór var vel gefinn og fróður maður, og mikið var hann búinn að lesa um þann sjúkdóm, er að lokum leiddi hann til dauða, og það vitum við, að Óli vissi vel að hverju stefndi. ÓlPÞór var á bezta aldri, aðeins 57 ára, og við, sem eftir stöndum, finnum vel það skarð, sem komio er í hópinn. Ekki datt okkur í hug, er Óli skrifaði minningar- grein um tengdaföður sinn sL vet- ur, að svo stutt yrði þar til við t Móðir okkar UNAG.Þ. ÞORSTEINSDÓTTIR, andaðist að Hrafnistu aðfaranótt 6 febrúar Ragnhildur, Birna og Kristin Guðmundsdætur. t Eiginkona mín og móðir, KRISTÍN PÁLSDÓTTIR, Nesvegi 82, sem lézt á Borgarsjúkrahúsinu þann 29. janúar s.l., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 8 febrúar kl 1 3.30 Jón G. Guðjónsson, Hreggviður Jónsson. t Bróðir okkar GUÐMUNDUR ÞÓRDARSON frá Þorkelshólí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju laugardaginn 9. febrúar kl. 1 0.30 f.h. Blóm vinsamlegast afþökkuð Anna Þórðardóttir, Ingibjórg Þórðardóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, INGIBJÖRG SUMARRÓS GUÐMUNDSDÓTTIR, Efstasundi 38, sem andaðist þann 1. febrúar verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 8 febrúar kl 10 30 Guðmundur H, Ágústsson, Ólafur Þ. Ágústsson, Sigriður S. Ágústsdóttir, Ágúst S. Ágústsson, tengdabörn, barnabörn og bróðir. stæðum í sömu sporum og þá. Margs er að minnast frá sam- verustundum, er við hittumst i fjölskyldufagnaði, því að fjöl- skyldurnar frá Yztu-Tungu héldu vel saman og alltaf var Öli Þór hrókur alls fagnaðar, hann var svo traustvekjandi og öllum leið vel í návist hans. Við geymum öll Ijúfar minningar um Óla Þór og biðjum góðan guð að leiða hann á þeim vegi, er hann nú gengur. Ólafur kvæntist 30. nóv. 1943 Jóhönnu Ingimundardóttur frá Yztu-Tungu, Tálknafirði, og eign- uðust þau 5 börn, 3 tengdabörn og 6 barnabörn. Bjuggu þau fyrst á Patreksfirði og síðan í Kópavogi. Nú er Öli Þór horfinn okkur yfir móðuna miklu, við, sem eftir stöndum, kveðjum hann með þakklátum huga og öskum honum góðrar heimkomu til þess staðar, sem okkur er öllum ætlaður. Við sendum innilegustu samúð- arkveðjur til þín Hanna mín, barna þinna og fjölskyldnaj þeirra. Eins vottum við háaldr- aðri móður hans, er býr i Hafnarfirði, samúð okkar og biðjum góðan guð að i' blessa þau og vonum, að geislar hækk- andi sólar megi ylja hjörtum þeirra. Það er stórt skarð í ættargarð- inn við fráfall Ólafs Þórarinsson- ar. Blessuð sé minning hans. Farðu í friði friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Systkinin frá Yztu-Tungu og fjölskyldur þeirra. Ólafur Breiðfjörð Þórarinsson var fæddur í Reykjavík, 11. október 1916, þriðja barn foreldra sinna, hjónanna Guðmundinu Sig- urrósar Guðmundsdóttur frá Sauðeyjum í Breiðafirði og Þórarins Kristjáns Ólafssonar frá Múla í G ufudalssveit. t Hugheilar þakkir fyrir okkur sýnda samúð við andlát og útför konunnar minnar, BJARGAR MARÍU ELÍSABETAR JÓNSDÓTTUR Vegna barna okkar og annarra vandamanna Meyvant Sigurðsson, Eiði. Arsgamall fluttist hann með foreldrum sínum að Rauðsstöðum í Arnarfirði. Fljótlega var stórbú á Rauðsstöðum og vandist Ólafur snemma öllum störfum til sjós og lands, því faðir hans gerði út bát haust og vor. Snemma bar á því að Ölafur var með afbrigðum fjár- glöggur og var honum ungum fal- in f járgæsla og fór honum það vel úr hendi því bæði var hann sam- viskusamur og alla tíð fram úr- skarandi snyrtimenni. Árið 1935 flytur fjölskyldan að Naustabrekku á Rauðasandi og vann hann þar við bú foreldra sinna í nokkur ár. 1938 fór hann i Bændaskólann á Hvanneyri og lauk þaðan búfræðiprófi. Ekki varð þó af því að hann staðnæmd- ist við búskapinn og lá leið hans til Patreksfjarðar. Þar kynntist hann glæsilegri stúlku Jóhönnu Ingimundardóttur frá Ystu- Tungu í Tálknafirði. Þau gengu i hjónaband 1943. Ungu hjónín settust að á Patreksfirði og þar fæddust börnin þeirra fimm, Þóra Friðrika, Kristbjörg, Þórarinn Kristján, Guðjón og Guðmundína Sigurrós. Ólafur stundaði sjó á Patreks- fjarðartogaranum Verði og var einn þeirra manna, er björguðust úr hinu hörmulega slysi, er togar- inn sökk. Þá slasaðist hann mikið og var lengi veikur. Er hann hafði náð sæmilegri heilsu fékk hann sér vörubil og varð vörubílaakst- ur hans starf til æviloka. 1963 flutti hann hingað suður með fjölskyldu sína og keypti íbúð á Digranesvegi 36 í Kópa- vogi. Þar áttu þau hlýlegt heimiíi, þar sem öllum þótti gott að koma og var það ætíð margt um mann- inn á hátíðisdögum fjöl- skyldunnar og nutu allir þar ágætustu gestrisni. Snemma á síðastliðnu ári gekk Ólafur undir magaaðgerð og eftir það náði hann heilsu um nokkurn tíma. En um mitt sumar fór heilsu hans að hraka og um mánaðamót- in nóv. des. var hann orðinn mjög veikur og fluttur á Landspítalann viku fyrir jól. Eiginkona hans hefur verið óþreytandi að veita hinum alla þá hjálp, sem í mann- legu valdi stóð og sat hjá honum hvern einasta dag þar til yfir lauk. Nú er skarð fyrir skildi hjá öll- um ástvinahópnum og eins og alltaf, þegar góður maður kveður okkur, missa þeir mest, sem næst- ir honum standa og hafa notið ástar og umhyggju hans. Ég veit að Guðstraustið er huggun harmi gegn. Börnin sjá á baki góðum og umhyggju sömum föður og mikill er missir litlu barnabarnanna, sem hafa notið þeirrar hamingju að njóta ástúðar hans. Einnig sér á eftir honum móðir hans háöldruð, 95 ára, sem barn- ung missti foreldra sína og lærði þá strax að treysta Drottni og hans forsjá. Allir sem hana þekkja vita hversu mikinn andlegan styrk hún á til, er þeir einir hafa, sem eiga sterka trúarvissu. Kom það best í ljós þegar hún mörgum sinnum kom að sjúkrabeði sonar síns. G uð blessi hana og styðji. Um leið og ég kveð Ölaf mág minn vil ég minnast á ríkan þátt í eðli hans, hann var mjög frænd- rækinn og gerði mest allra til að halda fjölskyldutengslunum sam- an og fyrir nokkrum árum stóö hann fyrir því ásamt frændum sínum að stofna til ættarmóts og hefur það síðan verið venja að hittast á hverjum vetri og fara saman í skemmtiferð að sumrinu. Framhald á bls. 25. Asa Baldursdóttir Minningarorð F. 24. febrúar 1906 D. 26. janúar 1974. Leiðir okkar Asu lágu ekki sam- an fyrr en árið 1963 að ég réðst til forstöðu rannsóknarstofu Mjólkursamsölunnar, f Reykja- vík, en þar vann hún þá. Ása var að eðlisfari fremur fáskiptin og ræddi ekki eigin hagi, — en hún var trúuð kona með fastmótaða lund. Þó átti hún bæði til að glensast og gleðjast með glöðurn, en gat t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför JÓNS ANTONSSONAR, Akureyri, Halldóra Kristjánsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Magnús Ottósson, Gunnlaugur M. Jónsson, Ingunn Baldursdóttir. t Móðir mín og tengdamóðir SIGURLAUG SIGVALDADÓTTIR, Urðarstig 8, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 7. febrúar kl. 3 e.h. Margrét Lilja Eggertsdóttir, Sveinn Sveinsson. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför móðurokkar, tengdamóður og ömmu, ÖNNU INGVELDAR MAGNÚSDÓTTUR, Miðbraut 32, Seltjarnarnesi. Dætur, tengdasynir og bamabörn. jafnt haldið óbifanlega fram skoðunum sínum. Þegar ég nú, að leiðarlokum, lít til baka, kemur mér einkum í hug hve gott var að vinna með Ásu vegna þess, að hún sýndi jafnan óvenjulega trúmennsku í öllu starfi sinu. Ása var ein þeirra manneskja, sem treysta mátti til fulls; með slíku fólki er gott að vinna og stjórna. Þó aldurtnn væri ekki hærri, var mér ljóst, að hún var vinnulú- in, enda hafði hún átt við erfiðan sjúkdóm að stríða frá unga aldri. Þó vann Asa fulla vinnu og skil- aði sínu dagsverki, allt þar til hún lagðist banaleguna, fyrir tveimur mánuðum síðan. Þeim, sem eru trúaðir, er hugg- un í því, að þreytt jarðarbörn fái hvfld og góða heimkomu, en hana á þessi grandvara kona vísa. Við öll, sem með henni störfuð- um, kveðjum hana og þökkum gott samstarf og kynni. FriðurGuðs blessi Ásu Baldurs- dóttur. Guðbr.E. Hlíðar. dýralæknir. Utför Ásu fer fram í dag, fimmtudag 7._ febrúar frá Dóm- kirkjunni og jarðsett yerður hún frá gamla kirkjugarðirjum yið Suðurgötu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.