Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1974 30 eftir Gísii, Eiríkur og Heigirr Það, sem í pökkunum var, var hvort eð er ieyndarmál. Allar afmælisgjafir eiga að vera teyndarmál, því að annars er ekkert gaman að fá þær. „Hvað ert þú með í þínum pakka?“ spurði Eiríkur, þegar þeir gengu niður tröppurnar. „Það er einhver að klóra þar eins og það væri dýr.“ „Ég er með leyndarmál í kassanum,“ sagði Gísli. „Þú færð ekki að sjá það, fyrr en Helgi opnar kassann." „Ég er með meira leyndarmál í mínum kassa en þú í þínum,“ sagði Eiríkur. „Ég trúi því bara ekki,“ sagði Gísli. „t mínum kassa er svo mikið leyndarmál, að mamma veit ekki einu sinni, hvað ég er með. Hún vildi, að ég færi og keypti pennaveski handa Helga, en ég sagðist vera með leyndardómsfyllstu gjöf í heimi handa honum og pabbi sagði, að ég mætti bara fara með hana. Hann sagði, að strákar ættu að eiga sín leyndarmál í friði.“ „Skelfin geturðu röflað,“ sagði Eiríkur. „Þú ert með dýr í pakkanum, því að það klórar og klórar í kassann, sem er fyrir innan bréfið." Um leið og þeir gengu fyrir hornið á húsinu og eftir stígnum, sem lá niður að kjallaranum, sagði Gísli: „En það er nú leyndarmál samt. Mér er svo sem sama, þó að þú vitir, hvað er I mínum pakka, en þú mátt bara ekki segja neinum frá því.“ „Ég ætla heldur ekki að gera það,“ sagði Eiríkur og svo hringdu þeir dyrabjöllunni. Mamma hans Helga litla kom til dyra og hún virtist alls ekki hrifin yfir að sjá þá. „Þið komið alltof snemma,“ sagði hún. „Ég held, að þið verðið bara að fá ykkur sæti hérna í stiganum og bíða, þangað til að afmælisveizlan á að hefjast.“ Svo fór hún inn og lokaði og Gísli og Eiríkur tylltu sér í stigann. Þeir virtu bögglana fyrir sér. „Ég get svo sem sagt þér, hvað ég er með í pakkanum," sagði Gísli. „Jæja?“ sagði Eiríkur hrifinn. „Þegar ég fór í strætó í gær sá ég einmana hamstur, sem var úti að ganga. Ég fór út og hirti hann. Aumingja greyið gekk þarna um meðfram gangstéttinni og gætti sín alls ekki á bílunum. Hann fór ekki einu sinni yfir á gangbrautum." „Kannski hamstrar fari ekki í umferðaskólann,“ sagði Eiríkur gáfulega. „Ég hef sannfrétt það, að þeir séu ekki einu sinni látnir læra að lesa.“ „Þetta var sætur, lítill hamstur," sagði Gísli ákveð- inn. „Ég ætlaði fyrst að eiga hann sjálfur, en pabbi vildi það ekki og mamma ekki heldur, svo að ég ákvað að gefa Helga litla hann. Hann verður áreiðan- lega hrifinn." Hver á hvaða nef? Hér sérð þú höfuð svngjandi sjómanns, trúðar, indíána, drengs og móður hans. Ef þú horfir á andlitin sérð þú að nefið vantar á andlitin. Nefin eru teiknuð efst til vinstri á myndinni — en vandinn er bara sá að vita hvers hver á hvaða nef.... a-S ‘D-* ‘a-C ‘a-2 ‘v-l :usn«T £JVonni ogcTYfanni Jón Sveinsson Læknirinn klappaði á kollinn á okkur, og við þökk- uðum honum innilega fyrir alla góðsemina. Drengina kvöddum við líka innilega, hlupum svo niður stigann ofan í bátinn og kvöddum hásetana, sem biðu þar. Síðan renndi báturinn frá og hélt til „La Pandore“. en við veifuðum til þeirra og þeir á móti. Skömmu seinna komst hreyfing á bæði skipin. Franska skipið stefndi út til hafs. en danska skipið tók stefnu inn til Akureyrar. Það yrði örðugt að lýsa því í einstökum atriðum. hversu vel var við okkur gert á danska skipinu. Allir voru góðir og vingjarnlegir við okkur. alveg eins og verið liafði á franska skipinu. Þar við bættist, að við skildum töluvert í dönskunni og gátum gert okkur dálítið skiljanlega við Danina. Allir þeir, sem Dani þekkja, vita, hvað þeir eru þægilegir og vingjarnlegir. Freysteinn Gunnarsson þýddi Þeir gerðu líka allt. sem hugsanlegt var, til þfess að gera okkur dvölina sem þægilegasta. Okkur var fylgt um skipið og sýnt það markverð- asta. f mötuskála foringjanna tók einn þeirra tvö lítil sverð og fékk okkur, og fengum við að bera þau, á meðan við vorum á skipinu. Þarna voru þrír danskir drengir. Auðvitað vingaðist brátt með okkur, og voru þeir ágætir leikbræður. Um kvöldið borðuðum við líka með þeim. Á meðan við vorum að borða, spurði Manni, hvemig hefði verið farið að því að láta bæði skipin staðnæmast í einu, þegar svona langt var í milli þeirra. Drengirnir svöruðu.að sjómenn hefðu sérstök merki, sem þeir notuðu til þess að ræðast við, þau væru kölluð merkjamál. -------------------------------------------------. .................................. " .............................................. efgunkoffiflu — Þú ert bara svekktur af því að þú hefur ekkert hár til a3 missa í súpuna... — Ef ég og vinur minn hefð- uin ekki stolist í ísskápinn í dag, hefðuð þið eflaust fengið eitthvað að horða... — Þar sein við eiguin nú eftir að ferðast f saina strætisvagni. finnst inér rétt að ég bvrji á að kynna inig. .. — Svona nú. rólegur, Júlfus minn, við athuguin inálið eftir mat...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.