Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR 1974 21 Prúðbúið eftirvæntingarfullt smáfólk er að koma sér fyrir í sætunum, flest í fylgd með foreldrum, aðallega mæðrum; feður virðast ekki mikið gefnir fyrir að fara með afkvæmum sínum í leikhús. I upphafi er sviðið autt, en sögumaður leiksins galdrar fram leiktjöld og síðan hverja persónuna á fætur annarri og harin og „drengurinn úr salnum“ sem hann fær sér til liðs að semja leikritið hafa fljótlega misst stjórn á persónunum, sem vilja fara sfnar eigin leiðir, enda eðlilegt að kóngurinn sjálf- ur vilji dálftið fá að ráska með sig og sína. Maður er nú ekki kóngur fyrir ekki neitt. Ljósm. Mbl. Ól. K. M. Og svo var slegið upp balli í höllinni og börnunum boðið með og þá varð þröng á sviðinu og þar var dansað af hjartans lyst. Köttur úti í mýri A barnasýningu í Þjóðleikhúsinu Árni 10 ára frá Búðardal í Dölum var þarna með pabba sínum og sagðist skemmta sér vel og sér fyndist þetta skemmti- legra en mörg önnur leikrit sem hann hefði séð. Ólafur Amarson, 10 ára með systrum sfnum Guðrúnu, sem stendur við hlið hans önnur frá vinstri, sfðan Hlff sjö ára, Nanna 4ra ára og yngri systir Ólafs, Jóhanna 4ra ára og Hermann 9 ára. Þeim fannst ræningjarnir sniðugir, sérstaklega af því að þeir voru nú góðir inn við beinið. Þau vonuðu öll að prinsessan myndi sleppa ef þeim tækist að ná henni og héldu helzt að Ijónið myndi koma henni til bjargar; því að það væri svo skemmtilegt og kátt. Stefán og Kristinn höfðu ákveðnar skoðanir á því að það væri betra að plata steluþjófana með því að segja þeim að fara í vitlausar áttir. Þeir voru trúaðir á að allt færi þetta vel að iokum og skemmtu sér dægi- lega. Systurnar Áslaug 6 ára og Unnur 4 ára voru f sfnu ffnasta pússi, síðum kjólum og sú yngri með slaufu í hárinu. Þær höfðu séð Litla Kláus og Stóra Kláus og Ferðina til tunglsins af fvrri barnaleikrituni. Kolbrá var bara tveggja ára og sennilega með yngri leikhúsgestum þeunan dag, enda ekki allt tal hennar um boð- skap leikritsins skiljan- legt, svona í fljótu bragði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.