Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR 1974 Þorvaldur Garðar A funcli t'fri deildar sl. mánu- dag mælfi Þorvaldur Garðar Krisl.jánsson (S) fyrir fruinvarpi til lasa. sem hann flytur til breyt- inna á löKUin lun Ilúsnæðismála- stofnun rfkisins. Meítinbreytinjíarnar, sein lagð- ar eru til í frumvarpinu, eru þær, að lagt er til, að ákveðið verði í lögunuin 1,2 milljón kr. hámarks- fliúðarlán. en þessi fjárhæð ernú kr. S00 þús. Þá er lagt til. að inn í liigin bætist nýr kafli. sem nefn- ist: „tbúðarlán til eflingar byggðajafnvægi." Er þar lagt til að tekin verði upp sérstök aðstoö innan vissra sveitarfélaga í 4 ár f senn, þannig að ölluin byggingar- aðilum. hvort lieldur eru einstakl- ingar, byggingarfél.ög eða við- koinandi sveitarfélag sjálft, verði veitt lán að upphieð 80% af bygg- ingarkostnaði til 23 ára. Eiga lán- in að verða afborgunarlaus fyrstu 3 árin, en greiðast síðan á 30 ái'um. Þá er gert láð fyrir, að eftir að 5 ár eru liðin frá lánveitingu skv. Kristjánsson: Sérstök íbúðarlán til eflingar byggðajafnvægi framansögðu og þar til lánið hefur að fullu verið greitt, að lántakandi geti óskað eflir, að Byggingarsjóður rlkisins yfirtaki íliúðina fvrir kaupverð, er nemi byggingarkostnaði að viðbættri hækkun eftir byggingarvísitölu að Irádreginni fvrningu. Þetta skuli þó ekki gilda ef sveitarfélag er lántakandi. Hér fara á eftir tveir stuttir kaflar úr framsöguræðu Þorvalds G arðars Kristjánssonar: I þessu frumvarpi felast ýmis ákvæði, sem marka grundvallar- brevtingu í framkvæmd þessara mála og stórkostlega eflingu lána- starfseminnar. Þetta frv. gerir t. d. ráð fyrir því, að tekin verði npp sú regla, að liægt sé að veita mis- munandi há lán eftir þvl, hvar er á landinu. Þetta er grundvallar- breyting frá löggjöfinni eins og hún-er nú. Þá gerir þetta ráð fyrir því, að á vissum stöðum á landinu sé liægt að taka upp verðtrygg- ingu fbúða. Hér er um að ræða algert nýmæli. Slík ákvæði er ekki að finna í gildandi lögum. Þá gerir þetta frv. ráð fyrir stórkost- legri eflingu Byggingarsjóðs verkamanna. Þá gerir frumvarpið einnig ráð fyrir vetgamikilli breytingu í fjármögnun bygging- arsjóðsins frá því, sem hefur verið allt frá því að hann var stofnaður fyrir rúmum 40 árum Enn fremur gerir þetta frumvarp ráð fyrir mikilli hækkun hinna almennu íbúðarlána húsnæðis- málastjórnar ríkisins. Og loks er það helst til að taka hvað varðar grundvallaratriði og þýðingar- mikil, að frumvarpið gerir ráð fyrir sérstökum fjár- framlögum úr Byggðasjóði til húsnæðismála í þeim tilgangi að efia jafnvægi í byggð landsins. Meginkafli þessa frumvarps fjallar einmitt um að- gerðir til þess að efla jafnvægi I byggð landsins. Það er mál, sem mikið er rætt, ekki einungis á þessu þingi, heldur síðasta þingi og á öllum þingum, svo lengi sem ég man glöggt eftir. Og það er einkennandi fyrir þessar umræð- ur hvað allir eru sammála um, að efla þurfi jafnvægi i b.vggð lands- ins. Og það er einriig einkenn- andi, hve lítið hefur á unnist í þessum efnum, og er það allt kunn saga, sem ég ætla ekki að fara að rekja hér. Siðar sagði þingmaðurinn: „Einn þacðttur byggðavanda- málsins eru húsnæðismálin. Og það vill svo til, að það er einmitt á þessu sviði, þar sem skórinn kreppir að, og nauðsynlegt er að beita sér. Nú er það svo, að víða úti um land skortir íbúðarhúsnæði. Þetta á einkum við þróttmikla útgerðar- staði. Þar er húsnæðisskorturinn þess eðlis, að hann kemur í veg fyrir fólksflutninga til þessara staða, sem annars væri grundvöll- ur fyrir. Þetta er á stöðum, þar sem skortir fólk á vinnumark- aðinn til þess að framleiðslutæk- in, sem þar eru þegar fyrir hendi, verði fullnýtt og rekin með eðli- legum hætti. Aþessum sömu stöð- um er vfða hin hagkvæmasta að- staða til frekari atvinnuuppbygg- ingar. Þar sem svo háttar til getur því verið hinn ákjósanlegasti grundvöllur til eflingar byggða- jafnvægi i landínu, ef ýtt er undir fólksflutninga til þessara staða frá þeim landssvæðum, þar sein fjölmenni hefur raskað eðlilegu byggðajafnvægi. Til þess að hagnýta þennan grundvöll til eflingar byggðajafn- vægi þarf aðgerðir, sem koina í veg fyrir, að húsnæðisskorturinn hindri busetuskipti fólks, sem vill leita til þessara staða í atvinnu- skyni. Þessar aðgerðir þurfa og að vera þess eðlis, að þær i sjálfu sér örvi til þessara fólksflutninga. Þess vegna eru ekki önnur úrræði í þessu máli en gera mögulegt, að íbúðarlán, sem veitt eru til þess- ara staða, verði hærri og hag- kvæmari en almennt gerist. Þetta þarf að gilda um öll íbúðarlán, sem veitt er til þeirra byggðarlaga, sem eiga að njóta þessarar að- stoðar. Það er t. d. ekki nægi- við byggingu leiguíbúða. A þessum stöðum eru leiguíbúðir að visu nauðsynlegar, en þær leysa ekki allan vandann. Engin frambúð- arlausn fæst nema öllum, sem hyggja Ibúðarhús, séu veitt þessi lán. Ekki á þetta síst við um þá, sem vilja koma sér upp eigin Ibúðum, svo sem algengast er um landsmenn. Mest er um vert að ýta undir fbúðarhúsabyggingar einstaklinga á þessum stöðum, því að það eru einstaklingarnir, sem eru driffjöðrin i þessum framkvæmdum I landinu. Fram- hjá þessari staðreynd verður ekki gengið. Hins vegar hefur I þess- um efnum reynst sá þröskuldur, að einstaklingar hafa oft veigrað sér við að byggja sér íbúðir á mörgum þeim stöðum, þar sem þessi sérstaka aðstoð I húsnæðis- málunum þarf einmitt að koma til. Menn hafa óttast, að fjármun- ir þeir, sem þeir legðu I íbúðar- byggingar á þessum stöðum, rýrn- uðu í verði vegna ótryggrar fram- tíðar viðkomandi staða. Þeir hafa óttast, að þeirgætu ekki seltíbúð- ir sínar á kostnaðarverði eða I eðlilegu samræmi við almennt verðlag I landinu, ef þeir vildu eða þyrftu að selja þessar íbúðir, t. d. vegna brottflutnings. Gegn þessum vanda verður ekki snúist nema þessir inenn fái nokkra tryggingu fyrir því, að þeir bíði ekki tjón af framtaki sínu, sem er þjóðfélaginu svo inikilvægt til efl- ingar byggðajafnvægis." Eyjólfur Konráð Jónsson: Ráðherra hefur heim- ilað virkjun í Fljótaá \ FUNDI saineinaðs þings sl. þriðjudag mælti Eyjólfur Konráð Jónsson (S) fyrir tveiinur þingv ályktunartillöguin, sein hann flytur um virkjanir I Svartá og Fljótaá I Skagafirði. Meðflutn- ingsmenn Eyjölfs að tillöguin þessmn eru Pálmi Jönsson (S), Pétur Pétursson (A) og Björn Pálsson (F). I neðu sinni fagnaði Eyjólfur því, að ti llöguflutiiingurinn hefði liaft þau áhrif, að ráðherra orku- inála hefði iýst yfir því fyrir sköininu á lundi I efri ileild þingsins. að liann inyndi heiinila 1,6 inegavatta virkjun I Flj.ótaá. Sagcði hann, að þeir flulnings- nienii treystu þvf. aðrfkissljórnin inuncii þá sainhliða sjá Siglu- fjarðarkaupstað fyrir því fjár- inagni. sein hann þyrfti á að halcla til að hrincla virkjuninni í fra inkvæmd. Þingmaðurinn vék að ummælum ráðherrans uin virkjunina í Svarta: „A hinn bóginn taldi hæstvirlur iðnaðarráðherra í uinræðunuin í efri deild vandkvæði vera á um virkjun Svartár I Skagafirði, vegna þess, að landeigendur væru ósammála uin þá framkvæmd. Önnur rök hygg ég ekki. að hann hafi fært frain gegn þeirri frain- kvæmd. Nú liggur það híns vegar fyrir. að landeigendur allir liafa lýst því yfir. að þeir fallist.á þessar framkvæindir af sínni hálfu. Eg er hér með I hönduin yfirlýsingu landeigenda og les liana upp ineð le.vfi forseta. Hún er bökuð í fundargerðarbök Raf- orkumálanef ndar Norðurlands vestra 11. október 1969 og hljöðar svo: „Lýstu bændur því yfir, að þeir væru virkjun hlynnlir og mundu levfa virkjunina, þ.e. nýtingu fallsins, alla mannvirkjagerð og yfirferð yfir lönd þeirra, enda komi fullar bætur fyrir, allt beint tjön og greiðsla fyrir nýtingu vatnsaflsins. Bætur verða ákveðnar með samkomulagi. Ef þacð næst ekki þá af dómkvöddum mönnum." Undir þessa bókun skrifa allir þeir bændur, sem hlut eiga að máli. en þeir eru: Indriði Jóhannesson, Reykjum, Kristinn Jiíhanne.sson, Re.vkjum, Sig- mundur Magnússon, Vind- heimum og Pétur Pétursson, Reykjavöllum. Af bókun þessari má sjá. að bændur voru tilbúnir til að semja uin inálið eða láta frám fara mat dómkvaddra inanna. Andstaða gegil virkjun Svartár vicð Reykja- foss getur þess wgna ekki bvggzt á þvf, að bændur séu framkvæmd þessarí andvígir. Þvert á móti hafa þeir aílir lýst því vfir, að þeir séu framkvæmdunum sammála." Þá sagði hann, að fiskræktar- menn. sem reynt hefðu að rækta Svartá, hefðu einnig lýst sig reíðubúna til samninga um inálið. Lægi fyrír tillaga af þeirra hálfu uin lausn málsins. Um Fljötaáryirkjun sagcði E.vjólf ur Konráð m.a.: „F.vrir þrem áratuguin sýndu Siglfirðingar þann stórhug að ráðast I Skeiðsfossvirkjun. Hún er mi verðmætasta fyrirtæki Siglufjarðarkaupstacðar. Heita má, að virkjunin sé skuldlaus, og þess vegna hefur bæjarfélagið vægar tryggingar fyrir lánum til virkjunar Fljótaár neðan Skeicðs- foss. Og samrekstur nýju virkj- unarinnar og hinnar eldri verður mjög hagstætt fyrirtæki, sem bæði yrcði lyftistöng fyrir Siglu- fjörð, Olafsfjörð og raunar mjög hagstætt fyrir landsfjórðunginn allan, einkum næstu ár, þar til sécð hefur verið fyrir orkuvinnslu á þessu svæði mecð einhverjum hætti öðrum. Eg treysti því, að hæstvirtur iðnaðarráðherra heimili þessa virkjun og hæstvirt ríkisstjórn sjái fyrir því fjármagni, sem til hennar þaif, en það er vissulega ekki mikicð, acðeins um 100 milljónir, auk 30 milfjóna, sem samtenging kostar.en hana munu Rafmagnsveitur ríkisins sjálfsagt framkvæma nú þegar á næsta sumri." Þingmaðurinn vék að orkumál- unum almennt og sagcði m.a.: „Talsvert hefur að undanförnu verið rætt um samtengingar orku- vera og auðvitacð verður sú nicður- staðan, um það er líkur, að landicð verður meíra og minna samtengt. Hins vegar er fráleitt acð hugsa sér það, að allur vandi í orkumálum vercði leystur inecð þeim hætti. Þvert á möti ber brýna naucðsyn til læss atð hafa orkuframleieðslu vícða um land, þannig aeð ekki skapist neyðarástand þó aeð truflun vercði á orkuflutningi, seín ætíð hlýtur að vereða hér I okkar veðráttu. Raunar mun vícða erlendis vicð það miðað, að hver eining í orkuframleieðslu sé ekki stærri en svo, aeð unnt reynist að komast hjá vandræðum, þcitt ein eða jafnvel fleiri einingar i orku- framíeiðslunni fari út sem kallað er, bili með einhverjum hætti. Og að sjálfsögðu er hver sérstök lína einmitt eining i þessu tilliti, ef lína slitnar eða bilun verður með öðrum hætti þarf önnur eining að taka við og sjá fyrir nauðsynleg- ustu orkuframleiðslu. Smávirkj- anir eru þess vegna liður I fram- tiðarraforkukerfi landsins og þær eiga ekki að verða til þess að tefja fyrir samtengingu heldur þvert á móti." fliwnci Utankjörfund- arkosning verði auðvelduð FBA.M hefur verið lagt á Alþingi fruinvarp frá rfkisstjórninni um hrevtingar á löguin uin kosningar til Alþingis. Er I frumvarpi þessu lag( til, að reglunum uin utan- k j ör f u n d a rat k væðagre i ðsl ur verði breytt, þannig að þa-r verði auðveldari en nú er. I fruinvarpinu eru einkuin lagðar (il tva'r brevtingar á nú- gildandi ákvæðuin um þetta efni. I fyrsta lagi, að heimilað verði að .láta utankjörstaðaatkvæða- greiðslu fara frain I sjúkrahúsuin og dvalarheiini luin aldraðra. 1 öðru lagi er lagt til, að kjörræðis- inenn islands inegi fara ineð at- kvæðagreiðslu utan kjörfundar, án tillits til þess, hvort þeir tali íslenzku eða ekki. Hafa einungis fslenzkuinælandi kjörræðismenn getað séð mn utankjörfundarat- kvæðagreiðslur fram að þessu. Hér fara á eftir stuttir kaflar úr athugasemdum, sem frumvarpinu fylgja: Með frumvapi þessu er lagt ti 1, að heimilað verði að framkvæma utankjörfundarkosningu í sjúkra- húsum og dvalarheimilum aldr- aðra, og eru þá hafðar I huga þær stofnanir, sem slík nöfn bera sam- kvæmt lögum um heilbrigðisþjón- ustu, og lögum um dvalarheimili aldraðra, Gert er ráð fyrir því, að í stofnunum þessum fari kosn- ingaathöfnin að öllu leyti fram með sama hætti og þegar kosning fer fram á skrifstofu eða heimili kjörstjóra. Er gert ráð fyrir því, að viðkomandi kjörstjóri ákveði, I samráði við stjórn viðkomandi stofnunar, hvenær atkvæða- greiðsla getur þar farið fram, en um þetta efni mundi dómsmála- ráðuneytið setja nánari regjur. Að jafnaði mundi ekki þörf á að halda kjörfund oftar en einu sinni i hverri stofnun. Síðar í athugasemdunum segir: Með frumvarpi þessu er lagt til, að haldið verði gildandi reglum um atkvæðagreiðslu í sendiráðum Frrmhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.