Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 14
J4: MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1974 Ræða Hannibals Valdimarssonar á ráðstefnu SVS og Varðbergs: Hlutleysi vopnlausra þjóða heyrir sögunni til Hlutleysisstefnan var íslenzku þjóðinni kær. Að baki henni stóð þj<)ðin öll. Það var einasta stefnan í utanríkismálum, sem að öllu levti var i samræmi við vopn- leysis- og andhernaðarstefnu Is- lendinga um aldir. Mörgum Islendingum gekk því erfiðlega að gefa upp þá stefnu. og vér héldum í lengstu lög í vonina um, að hún væri framkvæmanleg. En það varð að viðurkennast, að eftir heims- styrjöldina síðari voru allar for- sendur breyttar og brostnar. Vér lifðum i hervæddum heimi, grá- um fyrir járnum. — Hlutleysi vopnlausra þji'jða heyrði sögunni til. Það er skoðun mín, að svo sem allt samstarf manna á milli verð- ur að byggjast á gagnkvæmum skilningi, ef vel á að fara, verði samstarf milli þjóða einnig og eigi síður að byggjast á traustum gagnkvæmum skilningi, ef gott á af því að hljótast. Vér Islendingar bjuggum í 7 aldir við norska og danska yfir- drottnun. Það vorin í sambúð ís- lenzku þjóðarinnar við aðrarþjóð- ir gafst vægast sagt illa. Við sjálft lá. að það sambýli, kostaði líf is- lenzku þjóðarinnar. Fólkið hrundi lega einhuga um, að jafn sjálfsagt og það væri að taka þátt i þjóða- samstarfinu innan Efta, væri það útilokað og kæmi ekki til mála, að tsland gæti gengið í Efnahags- bandalag Evrópu. Með inngöngu í þá ríkjasam- steypu hefðu auðæfi hafsins kringum Island, samkvæmt á- kvæðum Rómarsáttmálans, orðið sameign okkar með öllum þjóðum bandalagsins, og þótt ekkert ann- að hefði komið til, nægði það eitt til þess, að ísiand gat ekki orðið þar þátttökuríki. Með inngöngu i EBE hefði verið slátrað lambi fá- tæka mannsins. Það hefði stór- lega skert lífshagsmuni islenzku þjóðarinnar og þar með efnahags- legt sjálfstæði hennar. Forsendan fyrir sam- starfi þjóða Eg vék áðan að gagnkvæmum skilningi sem frumforsendu fyrir farsælu samstarfi milli þjóða. Ég Ieyfði mér að víkja aftur að því nokkrum orðum. Það eru mikil auðæfi, sem Vest- ur-Evrópuþjóðir hafa fyrr og sið- ar sótt á Islandsmið. Þar má f.vrst og fremst nefna Breta, Spánverja, Frakka, Hollendinga. Þjóðverja og að nokkru Dani og Norðmenn. En þar koin, að tækni í fiskveið- um var komin á það þróunarstig, að þorskstofninn við Island var í kenni til fulls, að ísland er skuld- bundið til að stuðla að öryggi Norður-Atlantshafssvæðisins og á að standa við þær skuldbindingar. Ennfremur viðurkenni ég, að eins og einstaklingurinn hefur, næst sjálfum sér, skuldbindingum að gegna gagnvart nágrönnum, frændum og vinurn, vegna sam- eiginlegra hagsmuna og velferð- ar, hvíla slíkar skyldur á Islandi gagnvart sínum nágranna-, frænd- «g vinaþjóðum. Þii býst ég tæpast við, að þessum skyldum yrði fullnægt, ef vér kæmumst að þeirri niður- stöðu, að Island og þessar þjóðir ættu andstæðra hagsmuna að gæta. Þá yrði niðurstaða okkar sennilega svipuð og ykkar í land- helgismálinu að sýna samúð, en ekki stuðning. En sem betur fer kemst ég að þeirri niðurstöðu, að í þeim málum, sem hér um ræðir, varnarmálunum, eigi Norðmenn og íslendingar sameiginlegra hagsmuna — já, meira að segja lífshagsmuna að gæta, og að sem betur fer, verði hér um gagn- kvæman skilning að ræða milli þessara nánu frænd- og vina- þjóða. Hér er um svo stórt mál að ræða, að í því getur cngin þjóð gert neitt annarri til þægðar, nema það þjóni fyrst og fremst hennar eigin lífshagsmunum. Hér gildir það, sem sálmaskáldið okk- varnarsamningurinn var gerður við Bandaríkin 1951, að Sovétrik- in hafa byggt sig upp sem flotaveldi — flotaveldi á tveimur hcimshöfum, Atlantshafi og Indlandshafi auk mikils flota- styrks á Miðjarðarhafi. En nú er þetta staðreynd. Og auðvitað er uppbygging þessa flota við þau miðuð, að hann geti haldið til jafns við flota Bandaríkjanna, Breta og Frakka, annars hefði hann engan tilgang. Bretar hafa þegar gefizt upp á að halda úti Kyrrahafsflota sin- um. Hafa bókstaflega ekki tilþess fjárhagslegan styrkleika. Þannig eru Sovétrfkin orðin mesta flota- veldi heims. Hernaðarlegt mikilvægi landsins Island hefur ávallt haft mikla hernaðarlega þýðingu í átökum milli flotavelda á NorðurAtlants- hafi. Sú varð t.d. reynsla okkar í seinasta stríði. Og vegna þessarar þróunarmála hefur Island óum- deilanlega mikla hernaðarlega þýðingu. Eg held, að það sé ekki of mælt, að það hljöti að vera varnar- bandalagi vestrænna þjóða mikil- vægt, jafnvel nauðsynlegt, að geta haft eftirlit með ölluin hræring- um skipa og hvers konar farar- tækja á Atlantshafi og undir yfir- borði þess. Eg held ennfremur, að Islandi sé slík vitneskja líka og ekki síður nauðsynleg. Bezt væri, að Island gæti sjálft annazt slíkt eftirlit að sem allra mestu leyti. En þar sem þvi er Eftirlits- og varðstöð hér er í þágu íslands „Herra fundarstjöri! Góðir ráðstefnugestir Við lok fyrri heiinsstyrjaldar, 1918. hljómuðu hátt og bárust Víða um heiin hugsjónahrópin um ævarandi frið og aldrei framar stríð. Þá um haustið — hinn 1. desem- ber — varð Island sjálfstætt ríki. Island lýsti yfir ævarandi hlut- leysi’. Hlutleysisstefna okkar var aug- lýst fyrir ollum heimi, og hún var í heiðri hiifð fyrstu áratugina. En svo brauzt út heimsstyrjiildin síð- ari. Þá varð Islendingum fljótlega Ijóst. að hlutleysið veittí litlu varnarlausu landí Iitla vernd. ()g eftirstríðsárin. með þeim sorg- legu atburðum. sem þá gerðust i Austur-Evröpu. staðfestu enn bet- ur, að hlutleysi þjöða var að engu haft. Þá varð Atlantshafsbanda- lagið 111. Og ráðandi menn ís- lenzkra þjöðmála tóku þá ákvörð- un. að island skyldi fylgja þjóðum Vestur-Evrópu og Norður Amer- iku. Island gekk í Atlantshafs- bandalagið við stofnun þess. I inngangsorðum Norður-Atlants- hafssamningsins skuldbinda með- limaþjóðirnar sig til — eins og þar segir orðrétt — „að taka höndtim saman tun sameiginlegar varnir og varðveizlu friðar og (irýggis '. Og í 10. grein samnings- ins skuldbindum við okkur, eins og aðrar þjóðir bandalagsins, ,.tíl að stuðla að öryggi Norður- Atlantshafssvæðisins". Við áttum þess kost að segja Norður-Atlantshafssamni ngnum upp eftir 20 ár, en þaðgerðum við ekki. Og nú er það eínn af hyrn- ingarsteinum st jórnarsamstarfs- ins. að Island verði áfram í Norð- ui>At lantshafsbandalaginu að ó- breyttum aðstæðuin. Þrátt fyrir ágreining um þetta meðal Islend- inga, hygg ég, að það sé vilji yfir- gmefandi meirihluta þjóðarinnar. að vér í hvivetna gegnum skyld- um vorum við Nató, ineðan við (Ttim í því, og stöndum vel við skuldbindingar vorari þessum fé- lagsskap þjóða. svo sem vér vilj- uin og. að aðrar þjóðir virði gerða sainninga við oss. niður þúsundum saman. Ibúatal- an komst niður i 39000, og vantaði þannig ekki mikið á, að þjóðin þurrkaðist út — dæi út. Alrangt væri að halda því fram, að þessi sorglega útkoma hafi verið afleið- ing norskrar eða danskrar kúgun ar eða harðstjórnar. Neí, fjarri fór því. Astæðan var fyrst og fremst sú, að allan skilning skorti á íslenzkum staðháttum og lífsmöguleik í landi okkar. Allar stjörnaraðgerðir, þótt vel væru meintar, leiddu af sér sivaxandi vesaldóm og hörmungar. En strax og ísland öðlaðist frelsi og sjálfstæði, fór að birta af degi. Síðasta öld, allt frá 1874, er við fengum umráð eigin fjármála og stjórnarfarslegt frelsi, hefur verið óslitið framfaratímabil. Þetta gerðist i þremur áföngum. Heimastjórn 1903. Sjálfstætt ríki i konungssambandi við Dan- mörku 1918. Og lýðveldi 1944. Sjálfstæðið f jöregg þjóðarinnar Með þessa reynslu í huga er íslendingum ljóst, að sjálfstæðið er fjöregg þjóðarinnar. Enginn skyldi undrast, að við erum sem litil eyþjóð hræddir um að missa sjálfstæðið, e.t.v. of hræddir.Okk- ur hættir til að sjá hugsanlegar hættur i öllum áttum. Erum sí- fellt á varðbergi og verðum raun- ai' að vera það. En einangrun vilj- uin við þó sízt af öllu. Einangrun liðinna alda hiifum vér líka rofið f.vrir löngu. Og nú erum vér i alfaraleið þjöða til austurs og vesturs. Vér ástundum náið og sterkt norrænt samstarf — og ekki er aðeins það, heldur líka vestrænt samstarf — I því þjóða- samfélagi eigum vér heima. Og þvi erum vér þátttakendur í þess- ari ráðstefnu. Vér vitum og viður- kennum, að bæði menningaiioga og viðskipalega eigum vér og hljótum að eiga samleið með þjóð- um Vostur-Evrópu og Norður- Ameríku — Bandaríkjanna og Kanada. Og það hlutskipti höfum vér valið oss. En þegar keinur að stjórnar- farslegum tengslum við aðrar þjóðir, segir varfærnin, byggð á sögulegri reynslu. svo sannaiiega til sin. Þess vegna var þjöðin ná- hættu — lá við útrýmingu. Þásáu Islendingar, að voði var á ferðum — lifshagsmunum Islendinga var ógnað — en einnig framtíðarhags- munum þeirra þjóða, sem sótt höfðu fæðuföng á Islandsmið. Vér hófum baráttu fyrir stækkaðri fiskveiðilandhelgi. Nú seinustu árin fyrir stækkun úr 12 mílum i 50 mílur. Sú barátta okkar er nú orðin kunn um allan heim. Þessa baráttu háðum vér af eigin lífs- nauðsyn, en ekki til að sýna öðr- um þjöðum ágengni. Jafnframt töldum vér þó, að baráttan gegn útrýmingu fiskstofnanna við Is- land væri a.m.k. í framtíðinni einnig hagsmunamál annarra þjóða. Það er rétt, að barátta íslend- inga fyrir 50 mílna fiskveiðiland- helgi naut viða samúðar. En fulls skilnings naut hún ekki alls stað- ar. Og niðurstaðan er sú, að hvort sem mönnum líkar betur eða verr, að það sé rifjað upp, að engin af þjóðum V'estur-Evrópu— og engin af samstarfsþjöðum okk- ;u' í Efta — ekki einu sinni frænd- þjóð okkar Norðmenn, hafa enn veitt 50 mílunum okkar fulla við- urkenningu. Hér hefur því skort nokkuð á gagnkvæman skilning, það fullyrði ég af fyllstu hrein- skilni. Og þetta er almenn reynsla af samstarfi þjóða. I ar eru yfirleitt ekki færðar dýrari fórnir á altari samstarfsins. Heldur er það eitt gert, sem metið er, að samræmist eigin þjóðarhagsmunum, ekki bara einhvern tima í framtiðinni, heldur þegar í stað. Hvernig virð- ist það nú t.d. ætla að verða í olíukreppunni? Þegar á reynir virðist hver þjóð ætla að fara sína leið — leið sinna eigin hagsmuna, þrátt lyrir hátíðleg heit um sam- stiiðu. Svona er þetta — því mið- ur. Skyldur íslands við vinaþjóðir Og nú erum við hér á ráð- stefnu um vestræna samvinnu. Vér ræðum uin mál, sem er sam- eiginlega míkilvægt þjóðum Vestur-Evrópu og Norður- Ameriku. Og sérstaklega mikil- vægt okkar þjóðum, norsku þjóð- inní og þeirri islenzku. Ég viður- ar Hallgrímur Pétursson sagði: „Vinn það ei fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans." I þessu máli geta Islendingar ekkert gert fyrir vinsemdar sakir við Noreg, nema það eitt, sem þeir jafnframt eru sannfærðir um, að þjöni hagsmunum Islands og íslenzku þjóðarinnar. Það mundu Norðmenn heldur ekki gera fyrir Island. Tryggjum öryggi og hagsmuni íslan ds Til eru þeir Islendingar, sem halda því frain, að vér megum ekkert gera í varnarmálum okkar, sem styggi Bandarikin. Slíkt sjónarmið er fáránlegt. Banda- rikjamenn hafa samið við Islend- inga um það að hafa hér varnar- lið. Þeir hafa samið við okkur um. að það fari eftir þjóðarákvörðun Íslendinga sjálfra, hvort þessi samningur verði endurskoðaður og framlengdur i nýrri mynd, eða honum sagt upp. Og enginn efast um, að við þetta standa Banda- ríkjamenn. Það er okkar eigin ákvöi’ðun, sem úr sker. Svo eru líka til menn á tslandi, því miður, sem haldaþví fram, að við styggjum Sovétríkin, ef við ekki segjum varnarsamningnum strax upp og rekum þessa 3200 amerísku hermenn, sem á Kefla- víkurflugvelli eru, úr landi og það strax. Þetta er jafn réttlaust sjónar- mið og fáránlegt og hið fyrra. Sovétríkin hafa haft við oss’ hin beztu samskiptí viðskiptaleg og menningarleg, þrátt fyrir veru okkar i Nató, og þrátt fyrir varnarsamning okkar við Banda- ríki Norður-Ameríku. A því yrði engin breyting, — hvað sem við ákveðum að gera í varnarmálun- um. I því gæti enginn íslendingur með óbrjálaða skynsemi séð neina óvinsemd við Sovétrikin. Enda væri slíkt ímyndun ein og til- hæfulaus fjarstæða. 1 þessu máli getur enginn tekið nein (innur tillit en þau, sem eftir eigin beztu samvizku tryggja bezt hagsmuni tslands og öryggi um alla framtíð. Sú staðreynd blasir nú við, sem fáa, ef nokkurn, óraði fyrir, þegar ekki til að dreifa, virðist auösætt að Bandaríkin eða Norður-Atl- antshafsbandálagið fái aðstöðu til að annast það, á líkan hátt og verið hefur. Min afstaða er þvi sú, að það sé í þágu varna tslands og Islend- inga, að hér sé eftirlits- og varð- stöð, en hins vegar eigi varnarlið að vera hér i algjöru lágmarki, því að hér getí aldrei — m.a. vegna fámennis og smæðar þjóð- arinnar — verið svo fjölmennt varnarlið, að neina verulega þýð- ingu hafi gagnvart hugsanlegri •stórveldisárás á landið. Undir slíkum kringumstæðum — sem guð forði okkur frá að hugsa til — yrði allt að byggjast á því, hve fljótt væri hægt að flytja hingað herstyrk í stórum stil landinu til varnar. Ríkisstjórn Islands hefur skuld- bundið sig til að gera eitt af tvennu í varnarmálunum: Að frainkvæma endurskoðun á varnarsamningnum við Bandarík- in, eða segja honum upp að öðrum kosti. Samkvæmt þessu standa endur- skoðunarviðræður nú yfir. I þeim ber að reyna til þrautar að ná samkomulagi um þá lausn málá, sem Islendingar geti vel við unað, og jafnframt fullnægt skuldbind- ingum Islands við NATO — Sú lausn kann að vera vandfundin. Um það, hvað aðgengilegt sé fyrir Island, verður Alþingi svo að dæma, eða þjóðin sjálf, ef þingið ákveður að skjóta málinu til þjóðaratkvæðis. En náist slíkt samkomulag ekki, get ég ekki bet- ur séð en að til uppsagnar varnar- samningsins hljóti að koma. En það skyldu menn hafa hugfast, að þrátt fyrir það eru Islending- ar ekki lausir allra mála, heldur hvila áfram á þeim þær skuld- bindingar um þátttöku í samstarfi um varnir vestrænna þjóða, sem í NATO-samningnum frá 1949 greinir. Herra fundarstjóri, að lokum þakka ég vinum vorum frá Noregi heimsóknina til íslands og fyrir vinsamlegar, fróðlegar og gagn- legar viðræður um stórmál, sem varða örlög beggja þjóðanna, Norðmanna og Islendinga, ásamt grannþjóðum okkar beggja vegna Atlantshafsins." .miffiH.ith’ *»i?» i HJiiliIl r. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.