Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR 1974 Fréttabréf úr Stykkishólmi Höfðindeff g* - sjúkrahússins Stykkishólmi, 3. febr. LAUGARDAGINN 2. febr. sl. af- henti Lionsklúbbur Stykkishólms sjúkrahúsinu í Stykkishólmi vandað lækningatæki að gjöf. Er þetta fæðingarhjálpartækí, keypt frá Danmörku og mjög verðmætt. á. Erfitt hefir oft verið fyrir áætl- unarbifreiðina, sem gengur milli Reykjavíkur og Stykkishólms, að halda áætlun veðurs vegna, en reynt hefir verið að hafa þrjár ferðir f viku suður og þrjár til baka, en fjallið er ekki mokað nema á þriðjudögum og föstudög- um. Heydalur er í vetur alltaf fær og hafa menn notfært sér það, en sá galli er á fyrir Stykkishólm og nágrenni að Alftafjörðurinn tepp- ist oft.því aðþareru vegir slæmir og snjóalög tið og þarf þar að moka eins og í Kerlingarskarði, ef vel á að vera. Því er það draumur okkar hér, að sá txmi sé ekki langt undan, að brú verði sett á Álftafjörðinn bæði til að stytta vegalengdina og svo vegna öryggisins, sem er aðalatriðið. Hefir þetta verið til athugunar um skeið og liður nú senn að niðurstöðum þessa máls, eftir því sem Vegagerð ríkisins hefir upplýst. Skelfiskveiðar hafa verið stund- aðar héðan í janúarmánuði og 4 til 5 bátar á þeim veiðum. Annars eru allir bátar að buast hér á vetrarvertið, en fleiri bátar verða nú gerðir út frá Stykkishólmi en oft áður. Rækjuvinnsla er svo f undir- búningi. Hér hefir verið stofnað féiag um rækjuvinnslu, Rækju- nes h.f. og hefir það fengið leigt til bráðabirgða fiskskemmu Kaupfélags Stykkishólms, þar sem áður var saltfiskverkun, en Kaupfélagið mun ekki verka fisk í salt nú eins og áður á vetrarver- tíðum. Rækjunes mun vélvinna rækj- una og hefir tryggt sér næga báta til að veiða og leggja upp afla. Fréttaritari. Við þetta tækifæri ávarpaði Einar Karlsson formaður Lionsklúbbs- ins forstöðukonu sjúkrahússins, lækna og \iðstadda starfsmenn og lýsti þakklæti Stykkishólmsbda og þeirra, sem sótt hafa sjúkra- húsið. fyrir það óeigingjarna og mikla mannbóta- og menningar- starf, sem þar er unnið, bæði með hjúkrun og lækningu sjúkra svo og barnaheimili og smábarna- skóla, sem þar starfar að vetrin- um, vinsæll og vel sóttur. Þá gat hann um þau stórátök i bygging- arframkvæmdum, sem átt hefðu sér stað að undanförnu, og þær aðstæður, sem þær systur, sem reka sjúkrahúsið, hefðu skapað. Þakkaði iæknum ágæt störf, en nú gegnir sjúkrahúslæknisstarfi Jón Níelsson læknir, en héraðs- læknisstörfum gegnir Viðar Strand og eru þeir báðir ötulir i sínu stai'fi og hefir orðið vel á- gengt. Príorinnan, systir Hildegonda, flutti ræðu, þar sem hún þakkaði höfðinglega gjöf til sjúkrahússins og minntist um leið starfsemi og velvildar Uonsklúbbsins frá fyrstu tíð. Kvað hún menningar- starf slikra klúbba um heim allan hafa borið ríkulega ávexti, þar sem það væri unnið i þágu krist- insdóms og mannkærleika. Óskaði hún klúbbnum og Stykkishólmi allra heilla og kvað það systrun- um ánægju að starfa hér að líkn- armálum. Helmingi sterkari grind en áður, sem er samt fimm kg. léttari á hvern metra. Nýtt hús, sem gerir nýtingu framöxulþunga betri, - nú 6,5 tn. Minni fjarlægð frá pallenda til framöxuls gefur 600 mm. meira pallrými - dýrmætir mm. Talið við Jón Þ. Jónsson í Volvosalnum um yfír- burði Volvo N. Til solu strax Viðstödd við þetta tækifæri var ljósmóðir staðarins, Elín Sigurð- ardóttir. Héraðslæknirinn, Viðar Strand, sýndi síðan viðstöddum, hvenig tækið ynni og hvers mætti af því vænta. Kvað það vandað að öllu leyti að gerð og búnaði. Þakk- aði hann einnig fyrir hönd læknis- héraðsins. Áður hefir Lionsklúbb- ur Stykkishólms gefið sjúkrahús- inu lækningatæki. Laugardaginn 2. febr. kom til Stykkishólms körfuknattleikslið frá xMenntaskólanum á Akureyri til keppni í 2. deild, en nú fer fram um land allt slík keppni. Keppt var í nýinnréttuðu húsi, sem nokkrir Hólmarar hafa unnið að i sjálfboðavinnu, en þetta var áður braggi stór, sem notaður var til að smi'ða i fiskiskip. Hafa þeir unníð að þessu í sjálfboðavinnu frá í haust og hefur húsið nýlega vex-ið tekið í notkun. Er það vel rúmt og hægt að leika þar flesta landsleiki. Fóru leikar svo, að ungmennafél. Snæfell bar sigur af hólmi með 92 stigum gegn 56. Keppnísliðið frá Akureyri kom með flugvél frá Tryggva Helga- syni og hélt heimleiðis strax að keppni lokinni. Það sem af er þessu ári hefir tiðarfar verið mjög rysjótt hér i Stykkishólmi og við Breiðafjörð. Vegir hafa oft teppzt og Kerling- arskarði hefir orðíð að halda opnu með snjómokstri. Þott lftill snjór sé f byggð, eru svellalög þeim mun meiri og engin beit fyrir fénað, enda hann á gjöf. Þeir eru teljandi á annarri hendi þeirdag- ar, sem logn og stilla hefir verið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.