Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 36
JltovðnnlblaMfr nucivsmcnR ^<^•22480 FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1974 VILJA BANNA LOÐNU- VEIÐI AÐ NÆTURLAGI Stór fíkniefna- mál í rannsókn 25 SJUKIR FALKAR TIL DANMERKUR 13,2 millj. kr. fyrir 240 tonn SKUTTOGARINN Ögri seldi i gær 238 tonn LGrimsby fyrir 13,2 millj. kr., en meðalverðið var 55,51 kr. Þetta er hæsta heildar- tala t peningum sem íslenzkt skip hefur fengið fyrir afla sinn, en þó ekki hæsta meðalverð á kg. I tilefni sjötíu ára afmælis Ragnars Jónssonar hefur stjórn Listasafns ASÍ og mið- stjórn Alþýðusambandsins ákveðið að láta stækka og reisa mvnd Sigurjóns Ólafssonar: Kríuna i landi Mundakots á Evrarbakka, en það er æsku- heimili Ragnars Jónssonar. Mvndin er af Iistaverkinu. Hafrannsóknastofnunin hefur farið fram á það við sjávarútvegs- ráðunevtið, að það banni loðnu- veiðar að næturlagi á svæðinu milli Hrollaugsevja og Ingólfs- höfða. Astæðan er sú, að vart hef- ur orðið síldar í einstaka loðnu- förmum, í mjög litlum inæli þó eða ekki vfir 1% af afla í einu tilviki. Morgunblaðið leitaði í gær upp- lýsinga hjá Jakob Jakobssyni fiskifræðingi. Hann kvað þá ekki ánægða með það, að sild fyndist í loðnuaflanum, þótt þetta væri ekki mikið magn, en Fiskmat ríkisins á að fylgjast með tegund- um veidds fisks. „Hafrannsókna- stofnunín leggur þvf til," sagði Jakob, „að umrætt svæði verði 13,5% hækkun hitaveitunnar IÐNAÐARRAÐUNEYTIÐ hefur levft 13,3% hækkun á gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur frá og með 1. marz n.k. Borgarráð fór fram á þessa hækkun 22. jan. s.L, en hækkunin er vegna hækkaðs reksturskostnaðar og fram- kvæmdakostnaðar Hitaveitunnar. Ilitaveitan stendur nú í miklum framkvæmduin, hæði virkjun á Revkjum, lagningU aðalæða og dreifilagna í Reykjavík, Kópa- vogi og Hafnarfirði að sögn borgarstjóra, Birgis ísleifs Gunn- lokað á nóttinni, en á daginn fer síldin út á það mikið dýpi, að hún er ekki veiðanleg í nót.'‘ Jakob kvað síldina vera vax- andi. „Þetta er allt i áttina," sagði hann. Á þessu svæði þarna við Hrollaugseyjar og Ingólfshöfða vorum við t.d. við rannsóknir í haust, og þá hljóp sildin upp á sandana á nóttinni, en út á dýpið á daginn. Þai-na var mikið af yngri síld, tveggja ára síld sem er að koma til og hrygnir fyrst 1975“ Morgunblaðið hafði einnig sam- band við Þórð Ásgeirsson, skrif- stofustjóra sjávarútvegsráðu- neytisins, og sagði hann ráðuneyt- ið hafa sent tillöguna samdægurs í gær til umsagnar Fiskifélags Is- lands samkvæmt lögum og beðið um skjóta afgreiðslu, þannig að verið væri að vinna í þessu naáli, hvernig sem það færi. TVEIR menn, báðir fslenzkir, sátu f gær í gæzluvarðhaldi vegna rannsóknar á aðild þeirra að með- ferð og dreifingu ffkniefna og nokkrir aðrir voru f fangageymsl- um lögreglunnar af sömu ástæð- um, en ekki hafði verið tekin ákvörðun um, hvort þeir yrðu einnig úrskurðaðir í gæzluvarð- hald eða Iátnir lausir. Undan- farna daga hafa staðið yfrr yfir- heyrslur hjá dómstólunum f ávana- og ffkniefnamálum vegna mála, sem dómstóllinn hefur fengið vitneskju um nú síðustu daga. I viðtali við Mbl. í gær sagði Ásgeir Friðjónsson dómari, að þarna virtist um þrjú aðskilin mál að ræða. Virtust þau mjög áþekk þeim málum, sem dómstóllinn rannsakaði í sumar og haust, þ.e. nokkrir aðalmenn og margir, sem Um 1000 pör á íslandi? I FYRRADAG fannst aðfram- kominn fálki á Sóleyjargötu f Revkjavfk og kom lögreglan hon- um til Náttúrufræðistofnunar- innar. Þar var fálkinn devddur með svæfingu, þar sem ekki var talið unnt að bjarga honum. Að sögn Ævars Petersens dýrafræð- ings hjá Náttúrufræðistofnun- inni var fálkinn mjög horaður og taldi hann möguleika á að hér væri um sama fálka að ræða og myndir voru birtar af í Morgun- blaðinu í sfðustu viku, en sá fálki var myndaður við útvarpshúsið á Skúlagötu. Ævar sagði, að stofnunin hefði sent 25 fálka út til Danmerkur til rannsóknar á þeim sjúkdómi, sem herjar á fálkastofninn íslenzka. Ævar kvað þá fálka, sem hefðu fundist með æxli í hálsi, hafa verið senda út. Ekki er vitað, hvað íslenzki fálkastofninn er stór, en Ævar taldi mögulegt, að hann kynni að vera um 1000 pör. Ekki tengdust málunum sem kaupend- ur eða neytendur. Málin, sem þá voru rannsökuð, snerust um skipulagðan innflutning og dreif- ingu fíkniefna í ágóðaskyni, og reyndist um 14—15 kíló af kanna- bisefnum, aðallega hassi, að ræða. Ásgeir kvað afar erfitt að segja nokkuð nánar um þau mál, sem nú væri verið að rannsaka; enn lægju einungis fyrir nokkrar mís- munandi lýsingar á því, sem á að hafa gerzt. Ekki væri heldur hægt að segja til um magn fíkniefn- anna, sem um væri að ræða, en þau hefðu verið í umferð síðustu vikur og rnánuði. Nú eru um 2‘A mánuður síðan síðustu „lotu" i rannsókn fíkni- efnamála lauk og siðan hafa eng- in stór mál komið upp, fyrr en nú, en hins vegar nokkur minni háttar mál. er vitað, hvort umræddur sjúk- dómur hefur herjað lengi á stofn- inn, þar sem engar rannsóknir hafa farið fram á honum. Verða Eyja- menn utan verkfalls- boðunar „ÞAÐ er ekki buið að taka ákvörðun um verkfallsboðun hjá okkur,“ sagði Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélags Vest- mannaeyja, I viðtali við Morgun- hlaðið í gær. „Við höfum,“ bætti hann við, „svo mikla sérstöðu hérna í Eyj- um núna og það er dýr hver dag- urinn f upphyggingunni að ég býst við, að fullt tillit verði tekið til þess.“ Ekki náðist f Jónatan Aðalsteinsson, formann Sjó- mannafélagsins Jötuns, i gær, en mörgum finnst nóg hafa skollið á Eyjuin að undanförnu, þótt verk- föll bættust þar ekki við. Mjakast hjá togurunum á loðnunni TOGARINN Sigurður fékk 200 tonn í einu kasti í gærmorgun, en byrjunarörðugleikar hafa verið eins og við var að búazt, en engir alvarlegir. Sigurður tekur um 1000 tonn af loðnu í lest. Annar togari, sem kominn er á loðnu- veiðar, Bylgjan, sem áður hét Jón Þorláksson, hefur einnig átt við byrjunarörðugleika að etja og kom hann til Reykjavíkur i gær- morgun til smávægilegra lagfær- inga. Átti hann að fara út i gær- kvöldi aftur, en hann er búinn að landa einu sinni 300 tonnum af loðnu. KSi? 30908 undirskriftir á fyrstu þremur vikunum MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatil- kynning frá forgöngumönnum undirskriftasöfnunarinnar VARIÐ LAND: í gær vor liðnar þrjár vikur síðan söfnun undirskrifta hófst undir kjörorðinu VARIÐ LAND. Söfnunin hefur gengið með afbrigðum vel, og í gær- kvöldi (þriðjudaginn 5. febrúar) höfðu aðalskrifstof- unni i Reykjavík borist listar ineð samtals 30.908 nöfnuin, bæði af Reykjavíkursvæðinu og utan af landsbyggðinni. Þótt enn séu eftir tvær vikur, þar til söfnuninni lýkur, er þátttaka þegar orðin miklu meiri en nokkur dæmi eru um i undir- skriftasöfnun hérlendis. Sýnir þetta, að mjög mikill áhugi er á því ineðal fólks lun land allt, að fram komi mótmæli gegn ótíinabærum áformum um upp- sögn varnarsamningsins við Bandaríkin og brottvísun varnarliðsins. Undirskriftasöfnunin hefur verið borin upp af miklum fjölda áhugamanna, sem hafa gefið sig fram og starfað af dæmafáum dugnaði. í Reykja- vik hafa þessir áhugamenn aðallega starfað sjálfstætt að söfnuninni, hver fyrir sig, en út um land hafa menn víða haft samtök sín i milli, einkanlega í stærri bæjarfélögum. Þannig hafa verið opnaðar sérstakar skrifstofur á Akureyri, í Garða- hreppi, í Hafnarfirði, í Keflavik og í Kópavogi. Eins og tilkynnt var í upp- hafi, lýkur undirskriftasöfun- inni hinn 20. febrúar. Þeim sem vilja undirrita áskorunina um varið land, en hafa ekki séð undirskriftalista, er bent á að snúa sér til næstu skrifstofu, þar sem engin trygging er fyrir því, að gengið verði í hvert hús. Skrifstofan f Reykjavík er í Miðbæ við Háaleitisbraut (sfmi 3 6031), á Akureyri að Brekku- götu 4 (símar 22317 og 11425), Bókaverzluninni Grímu i Garðahreppi (sími 42720), Strandgötu 11 í Hafnarfirði (sími 51888), Hafnargötu 46 f Keflavík (sími 2021) og Álf- hólsvegi 9, Kópavogi (sími 40588). Þeir mörgu stuðningsmenn, sem enn hafa lista með höndum, eru hvattir til að skila þeim sem fyrst til að auðvelda talningu. Jafnframt geta menn þá tekið nýia lisfa Framhald á bls. 20. arssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.