Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR 1974 3 Concord- þota lendir hér 1 dag CONCOR D-þota lendir á Kefla- víkurflugvelli í dag um kl. 12.40. Þotan keinur hingað frá Touluuse í Frakklandi, þar sem hún er smíðuð. Þetta er æfingaflug og gert ráð fyrir að flugvf'lin leggi af stað um kl. 11 að íslenzkum tfma og lendi hér eftir einnar klukku- stundar og 40 mfnútna flug. IVIun hún hafa um tveggja tíma viðdviil á Keflavíkurflugvelli, en síðan verður flogið aftur til Frakk- lands. Coneord er sem kunnugt er hljóðfrá farþegaþota, sem er hönnuð og smfðuð af Frökkum og Bretum í sameiningu. Bæði þessi lönd höfðu bundið miklar vonir við þessa þotu, en siðustu árin hefur staðið mikill styrr um ágæti hennar til áætlunarflugs — vegna mengunar og hávaða, sem af henni hlýzt. Fyrir tveimur árum stóð til að Concord-þota lenti hér á landi, en þá varð ekki af þvf Síminn datt út ÖLL símanúmer i Reykjavík, sem byrja á 25, 26 og 27, voru óvirk í þrjár klukkustundir í gær vegna bilunar i tæki, sem skiptir númer- unum. Að sögn Friðriks Lind- bergs hjá bilunum var búið að koma kerfinu í lag um 3 leytið í gær, en þó var ekki búið að finna aðalbilunina, sem var í tæki, er hefur verið i sambandi siðan 1969. Ferðaskrifstofa ríkisins sjái um farmiðakaup ríkisstarfsmanna FJÁRLAGA- og hagsýslustofnun fjármálaráðuneytisins hefur sent umbu rðarbréf um farmiðakaup vegna utanferða starfsmanna rfk- isins til ailra ráðuneyta, stofnana og fyrirtækja á þeirra vegum. I bréfinu segir: Ríkisstjórnin samþykkti áfundi sínum 15. janúar sl.,að framvegis skuli allir starfsmenn, sem ferð- ast til annarra landa á kostnað rikisins, láta Ferðaskrifstofu rik- isins annast kaup á farmiðum, enda veiti ferðaskrifstofan sam- bærilega þjónustu ogtíðkasthefur itjá öðrum aðilum fram trl þessa. Tilgangur þessarar ráðstöfunar er annars vegar að skapa betri aðstæður en verið hafa til eftirlits með slíkum ferðum, og hins vegar að spara ríkinu kostnað með betri kjörum, senl ættu að nást, þegar sami aðili hefur öll farmiðakaup af þessu tagi með höndum. Er þess vænzt, að hvert ráðu- neyti komi þessari ákvörðun til allra stofnana og fyrirtækja, er undir það heyra. Jafnframt hefur rikisendurskoðun verið falið sér- staklega að fylgjast með þessu máli og tilkynna hlutaðeigandi ráðuneyti þegar í stað, ef mjs- brestur kynni að verða á fram- kvæmdinni. Mbl. sneri sér til Geirs H. Zoega, forstjóra Ferðaskrifstofu Zoega hf. og spurði hann álits á þessari ákvörðun ríkisstjórn- arinnar. Geir sagði m.a.: ,”,Við höfum lengi haft góð og ánægjuleg viðskipti við öll ráðu- neytin, og ég er því að vonum ekki hress yfir þessu. En svo er annað. Ég sé ekki hvernig Ferða- skrifstofa ríkisins getur annazt þetta eins vel og t.d. við. Ég er ekkert að grobba, en við höfum á bak við okkur Cook's-ferðaþjón- ustufyrirtækið með mörg hundr- uð skrifstofur úti um allan heim. Ferðaskrifstofa rikisins getur vafalaust útbúið flugfarseðla, ég efast ekki um það. En hér er bara FIMM daga vinnuvika er áfram f gildi í Straumsvfk. í Mbl. í gær var sagt, að í hinum nýju kjara- samningum við ÍSAL, hefði feng- izt viðurkenning á fjögurra daga vinnuviku og menn ynnu 10 klukkustundir á dag. Orsök þessarar meinlegu villu var sú, að blaðamaður mislas og misskildi fréttabréf frá Samninganefnd verkalýðsfélaganna. I yfirliti yfir samningana átti hins vegar að standa, að eftir- vinna félli niður á föstudögum, sem þýðir, að þeir starfsmenn, sem á föstudagskvöldum hafa fyllt 40 stunda vinnuviku, fara um miklu meira að ræða en bara að fylla út farseðla. Nei, þetta minnir á tilhögunina austan- tjalds." strax á næturvinnukaup, þ.e. fá 80% álag á dagvinnukaup í stað 40%, sem gilti áður næstu tvær vinnustundir eftir að dagvinnu lauk. Þetta leiðréttist hér með og eru hlutaðeigendúr beðnir velvirðing- ai- á mistökunum. Leiðrétting A SLAGSÍÐUNNI i blaðinu í gær misritaðist nafn Ólafs J. Kolbeins trommuleikara iiljómsveitarinnar Steinblóms. Slagsíðan biður vel- virðingar á mistökunum. Obreytt vinnuvika hjá ISAL Sjósóknin við Eyjar: Einn kemur þá annar fer Það er mikið kapp í sjómönnunum, þegar vel fiskast, en meðfvlgjandi og fara, annar fullfermdur á Ieið í höfn, hinn galvaskur með stefnið unum utanvert við Yztaklett, þar sem áður hefðu verið stórsjóar í sá, sem er að fara, er ísleifur IV VE. Vestmannae.vjar eru nú aftur myndir tók Sigurgeir í Eyjum í gær af tveimur E.vjabátum að koma mót brælunni á miðin. Þessar myndir eru teknar frá nýju hraunhömr- slfku veðri. Báturinn, sem er að koma frá vinstri, er Kristbjörg VE, en orðnar lang hæsta löndunarhöfnin á vertíðinni. Einn kemur þá annar fer. fara þeir ekki full nálægt, stefni í stefni. hvað er eiginlega um að vera? Eins og þrautþjálfað danspar, «g svo eru hliðarsporin tekin og hver heldur sína leið. Sjáumst á út og innleið aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.