Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.02.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR 1974 í fyrrakvöld voru tefldar bið- skákir úr 1. og 2. umferð Reykja- vikurskákmótsins og urðu úrslit þessi: Ur 1. umferð. Kristján — Friðrik jafntefli Ingvar — Velimirovic jafntefli Tringov—Smyslov 0-1 Ur 2. umferð. Friðrik — Tringov 1-0 Guðmundur — Velimirovic jafn- tefli Biðskákum Magnúsar og Ben- ónýs og Ciocaltea og Ögaards var frestað, en hins vegar tefldu þeir Magnús og Ciocaltea biðskák sína úr 1. umferð. Magnús tefldi skák- ina mjög vel framan af og var búinn að sauma ansi rækilega að Rúmenanum. Hann vann peð eft- ir u.þ.b. 30 leiki, en í tímahrakinu lék hann svo af sér skiptamun. í biðstöðunni hefur Magnús tvö peð uppí skiptamuninn, en senni- legt má telja, að skákin endi með jafntef li. En nú skulum við líta á eina skák úr 1. umferð. Hvftt: G.Tringov Svart: V. Smyslov Spánskur leikur 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 — a6, 4. Ba4 — Rf6, 5. 0-0 — Be7, 6. Hel — b5, 7. Bb3 — 0-0, 8. c3 — d6, 9. h3 — a5, (Þetta er fremur fáséður leikur í þessari stöðu, en engan veginn er þó hægt að segja að hann sé með öllu óþekktur). 10. d4 — a4. Reykjavíkurskákmótið (Þessi leikur er I fullu samræmi við hugmyndina að næsta leik á undan. I bók sinni um spánska Ieikinn nefnir Paul Keres aðeins leikinn 10. — exd4, en leikur Smyslovs virðist þó sízt lakari). 11. Bc2 — Bd7, 12. d5 (Hvítur hyggst sækja að svörtu peðunum á drottningarvæng og afræður því að loka miðborðinu. Eins og skákin teflist virðist manni hins vegar sem betra hefði verið að halda spennunni og leika 12. Rbd2). 12. — Ra5, 13. Ra3 — c6, 14. dxc6 — Bxc6, 15. Bd3 — Dd7, 16. De2 — Hab8, 17. Rc2 — Db7, 18. Rb4 (Hvítum hefur tekizt að útfæra fyrsta hluta áætlunar sinnar, að koma riddaranum í holuna á b4 og binda svörtu mennina við völd- un b-peðsins. Þetta færir honum þó lítinn hagnað og svartur á til- tölulega auðvelt með að losa um sig). 18. — Bd7, 19. Bg5 — Be6, 20. Hadl — Hfc8, 21. a3 — g6, 22. Bxf6 i (Þessi uppskipti eru varla tíma- bær. Svarti biskupinn á eftir að verða mjög sterkur og því var trúlega betra að reyna að halda i biskupinn cg leika t.d. 22. Rh2). 22. — Bxf6, 23. Rh2 — Rc6!, (Losar sig við riddarann á b4. Svartur hefur nú náð öruggu frumkvæði og það er athyglisvert að sjá, hve vel Smyslov undirbýr framrás d-peðsins). 24. Rxc6 — Dxc6, 25. Rg4 — Bg5, 26. Re3— Bb3, 27. Rc2 — Db7, 28. Hal — He8, 29. Rb4 — d5!, (Nú verða uppsltifti og fram kemur endatafl með mislitum biskupum. Svartur stendur alltaf eilítið betur, hvitu peðin á drottn- ingarvæng eru dhreyfanleg og Smyslov og Tringov tefla í I. umferð, 25 standa þar að auki á reitum sam- litum svarta biskupnum). 30. Dg4 — Be7, 31. Rxd5 — Bxd5, 32. exd5 — D.xd5, 33. Hadl — Dc5, 34. Bbl — Hbd8, 35. Ba2 — Kg7, 36. Hxd8 — Hxd8, 37. Hdl — Bh4, 38. Hfl (Auðvitað ekki 38. g3 vegna Bxg3). 38. — Bf6, 39. Hdl — Bh4,40. Hfl — De7, (í þessari stöðu fór skákin í bið og töldu vfst flestir, að hún væri jafntefli. Vera má að skákin sé jafntefli með beztu tafl- mennsku af beggja hálfu, en Smyslov sýnir andstæðingi sinum fram á, að það er ekki alveg sama, hvemig skákin er tefld). 41. g3 — Bg5, 42. Hdl — h5, 43. De2 — Hxdl +, 44. Dxdl — h4, 45. g4 — e4!, 46. Kfl — Df6, 47. Dd4, (Tringov var farinn að óttast um kónginn og flýtir sér þvi að knýja fram drottningarkaup. Þótt furðulegt megi virðast eru það einmitt drottningarkaupin, sem flýta fyrir tapinu. Með drottning- unum á borðinu hafði hvítur mun meiri möguleika á að halda skák- inni). 47. — Dxd4, 48. cxd4 — Bcl, 49. Bd5 — Bxb2, 50. Bxe4, (Hvers vegna ekki 50. Bc6?). 50. — Bxa3, 51. Bc6 — Bb2, 52. Bxb5 — a3, 53. Bc4 — Bxd4, 54. Ke2 — f5, 55. gxf5, (Hér er staða hvits að öllum lik- indum töpuð. Eftir 55. f3 hefði svarti kóngurinn komist til f4). 55. — gxf5, 56. f4 — Bgl! (Bindur hvita kónginn við völdun f-peðsins). 57. Kd3 — Bh2, 58. Ke3 — Kf6, (Svarti kóngurinn röltir nú yfir á drottningarvænginn og gerir þar með út um skákina). 59. Ba2 — Ke7, 60. Bg8 — Kd6, 61. Bf7 — Kc5, 62. Ba2 — Kb4, 63. Kd4 — Bxf4, 64. Kd5 — Bg3, 65. Kd4 — f4 og hvíturgaf. Þessi skák er auðvitað fjarri þvi að vera gallalaus, en hún sýnir.að endatöfl með mislitum biskupum þurfa ekki endilega að vera jafn- tefli. Jón Þ. Þór. Sverrir Runólfsson; Opið bréf til samgönguráðherra Þriðjudaginn 22. jan. s.l. fóru fram umræður i fyrirspurnartíma á Alþingi um aðferðina „Blöndun á staðnum“ og tilefnið var fyrir- spurn Bjarna Guðnasonar. í 1. lagi um hvað liði framkvæmdum á þeim vegarkafla, sem Vegagerð- in hefði úthlutað mér á Kjal- arnesi, í 2. lagi, hvort Vegagerðin hefði ekki tök á að útvega mér þau vegavinnutæki, sem ég þarfn- aðist til viðbotar við þá blöndun- arvél, sem ég hef þegar fengið frá Kanada, og i 3. lagi, hvort aðferð- in gæti ekki verið heppileg á söndum Suðurlandsundirlendis, t.d. á Þorlákshafnarvegi, og hvort ekki væri þá vert að fela mér vegagerð þar, a.m.k. í tilrauna- skyni. Björn .Tónsson samgöngu- málaráðherra svaraði fyrir- spurninni og vi 1 ég nota tækifær- ið til að þakka honum sérstaklega, einkum vegna þess, að í svari hans kom fram ýmislegt, sem sker úr um nokkur vafaatriði, og ég ekki fengið svör við áður. Ég held ég fari með rétt mál, þegar ég segi, að ég væri liklega ekki enn búinn að fá þennan eins km veg- arkafla, ef Björns Jónssonar hefði ekki notið við, og Hannibals Valdimarssonar á undan honum i embætti samgöngumáiaráðherra, en þeir hafa ætíð sýnt hugmynd- um mínum velvild og áhuga. Til Framhald af bls. 24 Ráðgert var að fara vestur núna í sumar og var hann búinn að ákveða að þau hjónin færu. Hann hafði mikla ánægju af ferðalögum um landið og langaði að kynnast sem mestu af því með eigin aug- um, við fjögur vorum lika búin að ákveða að fara austur á land strax þegar nýi vegurinn yrði tengdur. að fyrirbyggja misskilning varð- andi vegagerð með aðferðinni „Blöndun á staðnum" i mýrar- jarðvegi, vil ég segja þetta: Ég hef margoft tekið fram, bæði i greinum og viðtölum, og lagt áherzlu á, að rannsókn á jarðvegs- sýnum hljóti ætíð að skera úr um það, hversu mikið af jarðveginum í vegarstæðinu skuli notað i hverju tilviki. Stundum er hægt aðnota 100%, stundum minna.en aðalatriðið er, að rannsóknir skeri úr um málið.Það segir sig sjálft, að það efnismagn, sem vantar upp á, að nauðsynleg jarðefnabinding náist hlýtur að verða að flytja að. Þá kem ég að öðru atriði: Þegar ég tala um, að hægt eigi að vera að koma kostnaðinum pr. fermetra niður í margfalt minna verð en hann kostar nú, á ég við þetta: Eg hef undir höndum verklýsingar og kostnaðaryfirlit (verðlag allt að 1973), þar sem verð pr. fer- metra er frá 2,72 dollurum (eða 238 isl. kr) í fullunnum vegi með varanlegu slitlagi. Spurningin er, hvers vegna slíkt eigi ekki að vera hægt hér. Svarið er i grein, sem ég skrifaði i Mbl. 5. sept. 1970, þar sem birtar voru myndir af þeirri vélasamstæðu, sem að mínu áliti var sú fullkomnasta og fljótvirk- asta, sem þá var völ á til vegagerð- ar. Slik samstæða mun nú kosta Og hlökkuðum við öll til farar- innar. „Mennirnir áforma, en Guð ræður“. Ég bið honum Guðsblessunar i þessari hinstu för og við bróðir hans þökkum honum ógleyman- legar samverustundir. „Flýt þér, vinur, í fegri heim. Krjúptu að fótum friðarboðans bg fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim. (J.H.) Mágkona. um 80—90 milljónir ísl. króna. Blöndunarvél sú, er ég hef þegar flutt til landsins, er hluti þeirrar sainstæðu. 1 fjölmiðlum hefur verið sagt, að hún „kostaði álíka mikið og gamall traktor". Ég við- urkenni, að ég ákvað, að koma með notaða vél, sem mér bauðst og skoðaði gaumgæfilega, en ekki nýja vél, sem kostar í dag um 12—15 milljónir króna hingað komin (þ.e. 90—100 þús. dollara flutningskostnaður, tollur, trygg- ing o.fl. að auki). Ég var ákveðinn f að gera þetta eins ódýrt og mér væri unnt, m.a. vegna þess, að mér hafði verið lofað aðeins eins km vegarkafla, eða eins og segir I bréfi Vegagerðarinnar dags. 13. aprfl 1972: . .. að Vegagerð rfkis- ins beri kostnað af tilraun, lögn 1 km vegarkafla, sem þérgerið með burðarlagi og slitlagi, Vegna skoðana og túlkunar- ágreinings milli mín og forráða- manna Vegagerðarinnar m.a. um hvað telja beri „kostnað af til- raun“, hefur málið dregizt úr hömlu, og vegna þess byrjaði bar- átta min fyrir lengri spotta. Þess vegna er ég mjög þakklát- ur Birni Jónssyni, samgönguráð- herra, fyrir að koma þessu á hreint. Ég tek fram, að það breyt- ir í engu þeim fasta ásetningi minum að gera umræddan vegar- kafla eins ódýrt og mér er unnt, þar innifalin verkfræðiþjónusta og önnur skrifstofustörf (þ.e. sem kallað er á ensku, non-productive manpower). En ég vil benda á f þessu sambandi, að með því að gera aðeins einn km minnka lik- urnar á, að mér takist að sanna hversu ódýr þessi aðferð er, til þess hefði ég þurft tálsvert lengri kafla. Hins vegar á mér að takast að sýna fram á, hversu miklu fljótvirkari „blöndun á staðnum" er, og að vegurinn verði betri. Ég hef verið, og er enn, þeirrar skoð- unar, að gera megi hraðbrautir (eins og vegurinn til Selfoss kall- ast) fyrir um 3—4 millj. kr. hvern km. Fyrir utan fyrirspyrjanda og samgönguráðherra tók aðeins einn þingmaður til máls í fyrr- nefndum umræðum. Það var Ólaf- ur G. Einarsson, en hann er jafn- framt forstjóri Olíumalar h.f. Það kom greinilega fram i hans orðum, að hann er mótfallinn þvf, að Vegagerðin veiti mér nokkra fyrirgreiðslu í sambandi við um- ræddan tilraunavegarkafla, en auk þess fór hann með rangt mál, er hann sagði, að gerð hefði verið verklýsing á fyrsta olíumalar til- raunavegarkafla í Svínahrauni (sem fyrirspyrjandi, Bjarni Guðnason, hafði rætt um f for- málsorðum fyrirspurnar sinnar sbr. Alþingistíðindi, 12. hefti 1973—74). Það er staðreynd, að engin verklýsing var gerð á þeim tilraunakafla, sem fyrirspyrjandi ræddi um. Eg tel, að Ólafur eigi að viðurkenna mistök sin og upp- lýsa þingheim um hið rétta f mál- inu, en verklýsingin, sem hann talaði um, á við hraðbrautarkafla á svipuðum stað í Svínahrauni, og verklýsing sú, er var gerð af Vegagerðinni. Hins vegar get ég upplýst, að umræður milli mín og Vegargerð- arinnar um þetta tilraunamál mitteru komnar á lokastig, en ég mun ekki frekar fara út i þá sálma. Vegna þess mikla áhuga, sem alrnenningur hefur ætíð sýnt þessu málefni mínu, hef ég og félagar mfnir i „Blöndum á staðn- um“ rætt um að gera fyrirtækið að almenningshlutafélagi með Landsbankann sem eins konar kauphöll. Eg álít, að alþj'ðan eigi að taka þátt í athafnalifi þjóðar- innar og þess vegna væri þetta bezta leiðin til þess að afla fjár- magnsins, til að geta fest kaup á allri vélasamstæðunni, sem nauð- synleg er til að vegaframkvæmdir verði fljótvirkari, ódýrari og árangursríkari. Ef fljótt yrði brugðizt við, væri meira að segja tfmi til að fullvinna og Ieggja var- anlegt slitlag á Þingvallahringinn fyrir þjóðhátíð 1974. Þeir, sem hafa áhuga, geta haft samband við mig i síma 16578 eða Kvisthaga 14, Rvík. Ef undirtekt- ir verða nægilegar, munum við kalla saman almennan stofnfund strax. Að lokum vil ég endurtaka þakkir mfnar til Björns Jónssonar samgöngumálaráðherra fyrir hans góðu undirtektir f þessu máli. BOTAGREIÐSLUR Almannatrygginganna í Reykjavík Útborgun ellilífeyris í Reykjavík hefst að þessu sinni föstudaginn 8. febrúar. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS — Minning Ólafur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.